Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Síða 12
12
FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasötuverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Sundruð hreyfing
Samningaviðræðumar á almenna vinnumarkaðinum
hafa afhjúpað alvarlega veikleika í innviðum verkalýðs-
hreyfmgarinnar sem skortir nú jafnt samstöðu sem
sterka forystu. Þau fáheyrðu tíðindi að fjölmenn samn-
inganefnd Dagsbrúnarmanna skyldi fella samkomulag,
sem formaðurinn hafði haft forystu um og mælt mjög
fyrir opinberlega, eru táknrænt dæmi um ástandið.
Mörg undanfarin ár hafa stéttarfélögin innan Alþýðu-
sambands íslands haft svokallað samflot við gerð kjara-
samninga. Þótt það hafi auðvitað haft sína galla er þó
ljóst að viðræður fjölmennra, sameinaðra aðila vinnu-
markaðarins hvers við annan og sameiginlega við ríkis-
valdið eru vænlegri til skynsamlegrar niðurstöðu en
þegar tugir eða jafnvel hundruð stéttarfélaga eru að
semja hvert í sínu homi.
Þegar saman fer að samningaviðræðurnar em á slík-
um breiðum grundvelli og að verkalýðshreyfmgin hefur
sterka forystu em mestar líkur á að verulegur árangur
náist án mikiíla átaka á vinnumarkaðinum. Mörg dæmi
eru um slíkt frá fyrri árum, þegar Alþýðusambandið
laut forystu manna á borð við Hannibal Valdimarsson.
Nú skortir verkalýðshreyfmguna bæði samstöðu og
forystu. Þótt Alþýðusambandið hafi lagt upp í yfirstand-
andi samningaviðræður með sameiginleg markmið
brást samstaðan strax í byrjun þessa mánaðar. Enda er
svo komið að enginn spyr lengur hvað Alþýðusamband-
ið hyggist gera til að koma samningunum í höfn; málin
eru alfarið í höndum einstakra stéttarfélaga.
Halldór Björnsson, formaður Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar í Reykjavík, staðfestir í DV í gær áhyggjur
sínar af veikri stöðu Alþýðusambandsins með þessum
orðum: „Það verður að segjast eins og er að forystan
mörg undanfarin ár hefúr ekki verið af þeim styrk sem
hún var hér á árum áður. Þá voru menn sammála um að
í forsetaembættinu væri sá sem þar ætti að vera. Það
hefur ekki verið með síðustu þrjá forseta Alþýðusam-
bandsins,“ segir hann og vísar þar auðsýnilega til Ás-
mundar Stefánssonar, Benedikts Davíðssonar og núver-
andi forseta, Grétars Þorsteinssonar.
Síðustu árin var talað digurbarkalega um kraftmikið
samstarf almennu verkamannafélaganna við Faxaflóa -
það er Dagsbrúnar í Reykjavík, Hlífar í Hafnarfirði og
Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, en guðfaðir
þeirrar fylkingar var fyrrverandi formaður Dagsbrúnar,
Guðmundur J. Guðmundsson. Samstaða þessa hóps,
Flóabandalagsins, virðist líka vera meira í orði en á
borði þessa dagana. Á meðan Dagsbrún heldur fast við
verkfallsboðun frá og með næstkomandi mánudegi hafa
hin félögin tvö, í Hafnarfirði og á Suðumesjum, frestað
sínum verkföllum fram yfir páska. Það er skynsamleg
ákvörðun, en sú staðreynd að Dagsbrún fýlgir ekki með
undirstrikar enn frekar sundrungu hreyfingarinnar.
Ljóst er að meginlínumar hafa þegar verið lagðar í
samningamálunum á hinum almenna vinnumarkaði.
Þess vegna virðist ekkert tileöii til að efna til mikilla
verkfalla til að ljúka máli sem er nánast í höfn.
Ríkisvaldið hefur þegar lagt sín spil á borðið. Þar er
fyrst og fremst um að ræða nokkra lagfæringu á afar
ranglátu tekjuskattskerfi. Það er skref í rétta átt - en
heföi mátt vera mun stærra. Tekjuskatturinn verður eft-
ir sem áður þung byrði á þeim tiltölulega litla hópi
landsmanna sem stendur undir öllum þunga hans. Þar
þarf nauðsynlega að taka ný og stærri skref á komandi
árum.
Elías Snæland Jónsson
„Þaö hefur sjaldan veriö eins mikilvægt og nú aö verkalýöshreyfingin komi fram sem órofa heild gegn vinnu-
veitendum og ríkisvaldi", segir Margrét í lok greinar sinnar.
Kröpp samstöðubeygja
Staðan í kjaraviðræðum tók
nýja stefnu þegar stóra samninga-
nefnd Dagsbrúnar felldi drög að
samningi á þriðjudagskvöld. Fyrir
fundinn leit út fyrir að samningar
væru almennt að takast en eftir að
drögin voru felld, héldu aðrir við
samningaborðið að sér spilunum.
Þar sem Dagsbrúnarfélagar
standa einir í aðgerðum þessa dag-
ana hvílir á þeim mikil ábyrgð.
Það er á vissan hátt þeirra að
standa fast á þeim meginkröfum
sem settar hafa verið fram í yfir-
standandi viðræðum og annarra
að standa að baki þeim.
Landssambönd innan Alþýðu-
sambandsins (ASÍ) hafa sett fram
þá eðlilegu kröfu aö töluverðar
leiðréttingar eigi sér stað á lægstu
laununum. Stóra samninganefnd
ASÍ hefur nú sýnt að henni er al-
vara með kröfunni um 70 þúsund
króna lágmarkslaun strax við und-
irritun samninga.
Nú þegar hafa nokkur verka-
lýðsfélög gert samning sem hljóð-
ar upp á minni kaupmáttaraukn-
ingu en forsætisráðherra hefur
lýst yfir að óhætt sé að semja um
á næstu þremur árum. Ráðherr-
ann hefur lýst því yfir að mögulegt
sé að auka kaup-
mátt um 15 til 20%
á þessu tímabili,
en sum félög hafa
samið um 14%
launahækkun
þremur árum.
Ósvífni ríkis-
stjórnarinnar
Ríkisstjómir
Daviðs Oddssonar
hafa sýnt að það er
ekki hægt að
treysta þeim til að breyta ekki for-
sendum á bak við kjarasamninga
og almennu umhverfi launafólks.
Það er dæmigert fyrir ósvífni rík-
isstjómarinnar að vera með frum-
varp um gerbreytingu á lögum um
lífeyrissjóði á sama tíma og kjara-
viðræður standa yfir. Enn og aftur
beitir ríkisstjómin þeim aðferðum
að sækja að verkalýðshreyfing-
unni úr mörgum áttum á sama
tíma til að draga úr henni mátt-
ínn.
Útspil rikisstjórn-
arinnar i skatta- og
bótamálum er líka
meingallað. Þær til-
lögur virðast ekki
settar fram til að ná
fram þeim markmið-
um að þeir sem mest
þurfa á þeim að
halda njóti þeirra.
Þannig þýðir breyt-
ing ríkisstjórnarinn-
ar á útreikningi
vaxtabóta að bæt-
urnar lækka úr 72
þúsund krónum hjá
einstæðri móður í 8
þúsund krónur. Þar
er miðað við 150 þús-
und króna mánaðar-
laun og að hún búi í
félagslegu húsnæði
upp á 6,4 milljónir í fasteignamati.
Breytingamar á bamabótakerf-
inu koma sér einstaklega illa fyrir
meðcdtekjufólk. Fólkið sem jaðar-
skattanefnd var ætlað að finna
lausnir fyrir en hefur gefist upp á
þvi verkefni. Þá koma skattatillög-
ur ríkisstjórnarinnar þannig út aö
hátekjufólk fær tugþúsunda
skattalækkun á meðan þeir lægst-
launuðu lenda margir hverjir í
skattheimtu í fyrsta sinn eða fá
tvö til fjögur þúsund krónur í
skattalækkun.
Mikilvægi samstöðunnar
Á þriðjudagskvöld leit út fyrir
að ríkisstjóm og vinnuveitendum
hefði tekist að ná fram því mark-
miði að rjúfa samstöðu launafólks.
Það var meginmarkmiðið með lög-
um um stéttarfélög og
vinnudeilur sem sam-
þykkt vora á Alþingi
síðastliðinn vetur.
Stóra samninganefnd
Dagsbrúnar snéri
þeirri þróun við á
þriðjudagskvöld og nú
ríður á að einstök fé-
lög innan ASÍ sem
eiga eftir að semja
standi saman.
Reynslan sýnir að rík-
isstjómum Davíðs
Oddssonar er ekki
treystandi, hvað þá
fyrir samningum sem
gilda eiga eitt ár fram
á næsta kjörtímabil.
Það er því eðlileg
krafa að forsendur
samninga verði
tryggðar með e.k.
rauðum strikum eða uppsagnará-
kvæðum. Það þarf líka að liggja
fyrir samkomulag um lífeyrismál-
in, vaxtabætumar og útfærslu
bamabóta áður en skrifað er und-
ir samninga.
Að öðrum kosti er hægt að haga
þeim málum þannig að þeir sem
lægst hafa launin í landinu missi
allar umsamdar launahækkanir á
samningstímanum. Ef vinnuveit-
endur trúa því að ríkisstjórnin
mimi með aðgerðum sínum, það
sem eftir er kjörtímabils, viðhalda
stöðugleika og hagvexti, ætti að
vera auðvelt fyrir þá að sam-
þykkja einhveijar tryggingar fyrir
forsendum samninga. Og ef ríkis-
stjómin trúir eigin loforðum og
þeim stöðugleika sem hún hreykir
sér af, þá ætti það að reynast
henni auðvelt að skrifa undir lof-
orð um að breyta ekki því lands-
lagi sem kjarasamningar koma til
með að byggja á.
Ég skora á þau verkalýðsfélög
sem eiga eftir að semja að standa
saman í þeim aðgerðum sem em
ffamundan. Það hefur sjaldan ver-
ið eins mikilvægt og nú að verka-
lýðshreyfingin komi fram sem
órofa heild gegn vinnuveitendum
og ríkisvaldi.
Margrét Frímannsdóttir
„Ef vinnuveitendur trúa því að rík•
isstjórnin muni með aðgerðum
sínum, það sem eftir er kjörtíma-
bils, viðhalda stöðugleika og hag-
vexti, ætti að vera auðvelt fyrir þá
að samþykkja tryggingar fyrir for-
sendum samninga.“
Kjallarinn
Margrét
Frímannsdóttir
formaöur Alþýðubanda-
lagsins
Skoðanir annarra
Ríkisfjölmiðlarnir
„Skjaldborgin um ríkismiðlana grípur aftur og aft-
ur til staðhæfinga um að frjálsu miðlunum sé ekki
treystandi til hlutlægrar umfiöllunar ... Hvemig
stendur þá á því, að ríkismiðlamir skjóta sér hjá því
að fialia ítarlega um sakargiftir með því að ganga á
þá sem ábyrgöina bera, og leyfa borgurum landsins
að hlusta á viðbrögð þeirra og andsvör við ásökun-
um? Er það ekki hlutverk ríkismiðlanna?"
Úr forystugrein Alþbl. 20. mars.
Landsbankinn og VÍS
„Það hefur lengi verið í undirbúningi hjá Lands-
bankanum að bregðast við aukinni samkeppni frá
tryggingafélögum og verðbréfafyrirtækjum á lána-
markaði. Skilin á miili bankanna og tryggingafélag-
anna, sem áður vom mjög skörp, hafa verið að eyð-
ast ... Hins vegar má spyija um afstöðu ríkisstjóm-
arinnar sem hingað til hefur haft þá stefhu að draga
úr þýðingu ríkisfyrirtækja á fiármagnsmarkaði, en
þetta er náttúrlega ekki í samræmi við þá stefnu ...
Mun ríkisstjómin hraða einkavæðingu bankans í
kjölfar þessa eða hvemig mun hún samræma kaup-
in stefnu sinni?"
Sighvatur Björgvinsson i Viðskiptabl. 19. mars.
Skattalegt misrétti
„Samtök verslunar hafa sannarlega ekki legið á
liði sínu við tillögugerð til stjórnvalda, enda verkefn-
in næg. Verslunarfyrirtæki á íslandi búa enn við
skattalegt misrétti sem ítrekað hefur verið tíundað í
ræðu og riti. Vömgjöld sem lögð era á af tilviijana-
kenndri hentistefhu, sérskattar á verslun, hár virð-
isaukaskattur, ytri tollar, allt em þetta atriði sem
torvelda eðlilega þróun verslunar í landinu ... Hér
væri verðugt verkefni fyrir stjómvöld að leiðrétta
mismunun ...“
Stefán S. Guðjónsson í Mbl. 20. mars.