Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Side 22
34 FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997 Afmæli Finnur Torfi Stefánsson Finnur Torfi Stefánsson tónskáld, Tungufelli, Lundareykjadalshreppi, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Finnur fæddist á Akranesi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1967, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1972, öðlaðist hdl.-réttindi 1974, lauk prófi í stjómmálafræði frá háskólanum í Manchester 1974, BA-prófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1986, MA-prófi í tónfræði við Kalifomíu- háskóla í Los Angeles 1989 og stimd- aði framhaldsnám í tónsmíðum í San Diego 1990. Þá lauk hann at- vinnuflugmannsprófi 1980. Finnur var popptónlistarmaður á sínum yngri áram og lék þá m.a. á gítar í hljómsveitinni Óðmönnum. Hann stundaði lögfræðistörf á eigin vegum 1974-78, var alþm. fyr- ir Alþýðuflokkinn 1978-79 og varaþm. 1980-81, umboðsfulltrúi hjá dómsmálaráðuneytinu 1980-82, lögfræðingur Félags íslenskra hljómlistarmanna 1982-85, var kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík um skeið frá 1990. Þá hefur hann verið tónlistargagnrýn- andi við DV með hléum á síðustu árum. Finnur Torfi hefur verið tónskáld frá 1990 en hann hefúr samið hljóm- sveitarverk, óperur, sönglög og kammertón- list. Fjölskylda Sambýliskona Finns Torfa er Sigfríður Björns- dóttir, f. 17.4.1962, tónlist- arkennari og tónlistar- gagnrýnandi. Hún er dóttir Bjöms Sigurðsson- ar, kaupmanns í Ham- borg, og Herdísar Egils- dóttur, kennara og rithöf- undar. Dóttir Finns Torfa og Sigfríðar er Herdís Steinunn, f. 1992. Eiginkona Finns Torfa var Edda Þórarinsdóttir, f. 11.11. 1945, leik- kona. Þau skildu. Sonur Finns Torfa og Eddu var Fróði, f. 12.6. 1975, d. 1994, nemi og tónlistarmaður. Böm Finns Torfa frá því áður era Gróa Margrét Finnsdóttir, f. 7.1. 1966, húsmóðir í Hafnarfirði en maður hennar er Sveinn Ólafsson og eiga þau þrjú börn; Jens Finns- son, f. 2.7.1970, tónlistarskólanemi í Reykjavík. Systkini Finns Torfa, samfeðra: Snjólaug Guðrún, f. 25.5. 1951, upp- eldisfræðingur; Gunnlaugur Stefán, f. 17.5.1952, alþm. og prestur í Heyd- ölum; Guðmundur Ámi, f. 31.10.1955, alþm. í Hafn- arfirði; Ásgeir Gunnar, f. 11.11. 1969, flugmaður. Hálfsystkini Finns Torfa, sammæðra, eru Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, f. 26.11. 1959, söngkona í Hafnarfirði; Björn Jó- hann Ólafsson, f. 5.1.1963, búsettur í Kópavogi; Sig- urður Ólafsson, f. 24.2. 1968, verslunarmaður í Hafnarfirði. Foreldrar Finns Torfa era Stefán Sigurður Gunnlaugsson, f. 16.12.1925, fyrrv. bæjarstjóri í Hafn- arfirði, og Gróa Margrét Kristín Finnsdóttir, f. 24.9. 1924, húsmóðir. Ætt Stefán er sonur Gunnlaugs, kaup- manns í Hafnarfirði Stefánssonar, trésmiðs þar Sigurðssonar, bróður Sigurðar, afa Salóme Þorkelsdóttur, fyrrv. alþingisforseta. Móöir Stefáns var Þorbjörg Jóelsdóttir, b. í Saur- bæ, bróður Sigurlaugar, langömmu Kristínar, ömmu Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra. Móðir Gunnlaugs var Sólveig Gunnlaugs- dóttir. Móðir Stefáns var Snjólaug Áma- dóttir, prófasts i Görðum Bjömsson- ar, bróður Sigurðar brunamála- stjóra, fóður Sigurjóns, fyrrv. lög- reglustjóra í Reykjavík og afa Magn- úsar Magnússonar hjá BBC. Móðir Snjólaugar var Líney, systir Jó- hanns skálds og Jóhannesar Bald- vins, afa Benedikts Árnasonar leik- stjóra. Líney var dóttir Sigurjóns, b. á Laxamýri Jóhannessonar, ættföð- ur Laxamýrarættarinnar Kristjáns- sonar. Gróa er dóttir Finns Torfa, skip- stjóra og útgerðarmanns á Flateyri Guðmundssonar, b. á Görðum í Ön- undarfirði Jónssonar og Gróu, syst- ur Finns í Hvilft í Önundarfirði, föður Hjálmars, fyrrv. forstjóra Áburðarverksmiðjunnar, Ragnheið- ar, fyrrv. skólastjóra, og Gunnlaugs, fyrrv. alþm. í Hvilft. Gróa var dóttir Finns, b. í Hviift Magnússonar, b. í Hvilft, bróður Ásgeirs, alþm. á Þing- eyram, foður Jóns, b. og skálds á Þingeyram. Annar bróðir Magnúsar var Torfi, alþm. á Kleifúm. Systir Magnúsar var Ragnheiður, móðir Guðlaugar, ömmu Torfa, ríkissátta- semjara og Snorra skálds Hjartar- sonar. Móðir Gróu var Steinunn, dóttir Jóhannesar, b. á Hesti í Önundar- firði, bróður skipstjóranna Bjama Hermanns og Sæmundar Kristjáns- sona. Móðir Steinunnar var Jónína Sveinsdóttir, frá Ósi í Bolungarvík. Finnur Torfi Stefáns- son. Sævar Logi Harðarson Sævar Logi Harðarson rafvirki, Borgarsandi 2, Hellu, er fertugur í dag. Starfsferill Sævar fæddist í Reykjavik og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, læröi raf- virkjun og lauk sveinsprófi í þeirri grein 1980 en meistari hans var Þór- hallur Ægir Þorgilsson. Sævar Logi starfaði hjá Hagvirki 1983 við rafvirkjastörf á Sultar- tanga og starfar nú á raf- magnsverkstæðinu Ljósá sf. Fjölskylda Eiginkona Sævars Sævar Logi Haröarson. Loga er Fjóla Lárusdótt- ir, f. 30.9. 1957, starfs- kona við dvalarheimilið Lund. Hún er dóttir Lárusar Jónassonar verkstjóra og Auðar Ein- arsdóttur, starfskonu á dvalarheimilinu Lundi, búsett að Laufskálum á Hellu. Dætur Sævars Loga og Fjólu era Auður Erla, f. 27.6.1974 og Lilja, f. 18.3. 1980. Foreldrar Sævars Loga era Hörð- ur Valdimarsson, f. 9.2.1925, aðstoð- arforstöðumaður á Akurhóli i Rangárvallahreppi, og Jórann Erla Bjamadóttir, f. 25.6. 1930, aðstoðar- matráðskona. Sævar Logi er að heiman á af- mælisdaginn. Fréttir Alþjóðlegt átak Amnesty International vegna flóttafólks: Einkamarkmið íslandsdeild- ar að bæta löggjöfina - ástandið aldrei verra en nú, segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir „Við eram að vekja athygli á rétt- arstöðu flóttamanna og hvemig á þeim er brotið um allan heim. Sömuleiðis minnum við á flótta- mannasáttmála Sameinuðu þjóð- anna frá 1951 sem bannar þjóðum að senda flóttafólk aftur til síns heima en æ fleiri ríkissfjómir brjóta. Við viljum loks vekja athygli á því af hvetju fólk þarf að flýja,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International, en samtökin hrintu í gær af stað alþjóðlegu átaki undir yfirskriftinni Mannréttindi era án landamæra. Jóhanna segir 20 milljónir manna þurfa að flýja í heiminum og að ástandið hafi aldrei verið verra en nú. Fjölmennasti hópur flóttafólks séu konur og böm. í Evrópu fjalli Amnesty mest um mál einstaklinga en víða, t.d. í Afríku, snúist málið um hópa fólks, oft í hundruð þúsunda vís. Frá blaöamannafundi fslandsdeildar Amnesty International. DV-mynd E.ÓI. „íslandsdeildin hefur sett sér einkamarkmið í þessari herferð og það er að settur verði sérstakur kafli í útlendingalöggjöfina um rétt- arstöðu flóttamanna. Nú er verið að vinna í endurskoðun á löggjöfinni en sú vinna hefur gengið allt of hægt. Vinnan hefur staðið yfir í um þrjú ár og enn liggur ekkert frum- varp fyrir Alþingi." Jóhanna segir að brýnast sé að sefja inn í löggjöftna skilgreiningu á hugtakinu flóttamaður. Nauðsyn- legt sé að tryggja að þegar flótta- fólk komi til landsins fái það rétt- láta meðferö og skrifleg svör ef um neitun sé að ræða. Hún segir að áftýjunarréttur verði að vera fyrir hendi og að upplýsa þurfi fólk um rétt þess þegar það kemin- til lands- ins. „Við höfum ekki getað fengið upplýsingar um hversu mörgum hefur verið neitað um landvist og viljum að íslendingar taki sjálfir að sér að rannsaka hvert mál og hætti aö nota sk. fyrstulandsreglu þar sem fólki er vísað til þess lands sem það kom frá. Við þurfúm að kanna hvert einstakt mál og skera úr um það hvort um flóttamann er að ræða eða ekki,“ segir Jóhanna. Karl E. Loftsson - leiðrétting í afinælisgrein um Karl E. Loftsson bankaútibússtjóra sex- tugan, þann 2.3. sl„ kom fram meinleg villa í upptalningu á systkinum Karls. Þar var sagt um Sigvalda, bróður Karls, að hann og kona hans ættu fimm börn auk þess sem hann ætti son, Ingi- mund Tryggva. Þetta er ekki rétt. Sigvaldi fæddist 17.10. 1930, er búsettur á Akranesi og kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur en þau eiga fimm böm. Auk þess á hann eitt bam frá því áður. Ingimundur Tryggvi, f. 5.10. 1932, d. 4.2. 1937, var hins vegar bróðir Karls og Sigvalda. Viðkomandi era beðnir velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum. DV Til hamingju með afmælið 21. mars 95 ára Guðrún Diðriksdóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akra- nesi. 85 ára Aðalgeir Halldórsson, Dvalarheimilinu Höfða, Akra- nesi. Dagrún Friðfinnsdóttir, Suðurgötu 15, Keflavík. 80 ára Guðný Benediktsdóttir, Garði, Aðaldælahreppi. Guðni Ingibjartsson, Hlíf I, Torfnesi, ísafirði. Jóna Sigurgeirsdóttir, Efstasundi 29, Reykjavík. Jónheiður Kristin Lárusdótt- ir, Hátúni 10 A, Reykjavík. 75 ára Margrét Þorsteinsdóttir, Borgarholtsbraut 72, Kópavogi. 70 ára Áslaug Alexandersdóttir, Ljósheimum 22, Reykjavík. 60 ára Eggert Guðmundsson, Melabraut 5, Blönduósi. Bjöm B. Steffensen, Hæðargarði 7 C, Reykjavík. 50 ára Jóhanna S. Guðmundsdóttir, Sólvallagötu 42 D, Keflavik. Gyða Björg Elíasdóttir, Dvergabakka 22, Reykjavík. Sigurjón Kristófersson, Dyngjubúð 3, Hellissandi. Valgeir Matthíasson, Timguseli 10, Reykjavík. Hildur Eiríksdóttir, Ásvallagötu 59, Reykjavík. Valgerður Albertsdóttir, Hryggjarseli 4, Reykjavík. Hjördís Gísladóttir, Kjarrmóum 16, Garðabæ. 40 ára Árni Guðmundsson, Norðurbraut 23 B, Hafnarfirði. Kolbrún Þorgeirsdóttir, Bröttuhlíð 7, Hveragerði. Ólöf Ágústína Stefánsdóttir, Kögurseli 20, Reykjavík. Kolbrún Ögmundsdóttir, Háholti 14, Haftiarfirði. Sigurlaug Jónsdóttir, Borgar- holti 2, Ólafsvík. Björgvin Karlsson, Byggðarholti 13, Mosfellsbæ. Reynir Ragnarsson, Traðarlandi 17, Bolungarvík. Margrét Þorkelsdóttir, Boðagranda 5, Reykjavík. Hildur Guðlaug Albertsdóttir, Svöluhrauni 11, Hafnarfirði. Katrín Hermannsdóttir, Stamýri 4, Reykjavík. Margrét Sverrisdóttir, Hrosshaga I, Biskupstungna- hreppi. d\t mllll him/n' 'S ( Smáauglýsingar rF^ 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.