Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Qupperneq 5
JO"\T LAUGARDAGUR 22. MARS 1997 Sölustjóri Hagkaups um Fríkortin: Neytendasamtökin hafa afbakað hugmyndina Örn V. Kjartansson, sölustjóri Hag- kaups „Fulltrúar Neytendasamta- kanna hafa afbakað hugmyndina að baki Fríkortunum, teygt hana og togað. Neytendasamtökin taka bara eitt fyrirtæki og reikna út allt dæmið og segja að ferð fyrir einn til útlanda fáist eftir 96 ár ef I alltaf er aðeins keypt matvara í | Hagkaup. Við bendum á að Fríkortið er samstarf fimm fyrir- tækja en þau munu verða fleiri, auk þess sem korthöfum munu bjóðast tilboð sem auk enn frekar á punktaeignina," segir Örn V. Kjartansson, sölustjóri Hagkaups um Fríkortin. „Við erum ekki að blekkja neinn og því eru yflrlýsingar full- I trúa Neytendasamtakanna um í sjónhverfingar og blekkingaleik j út í hött. Neytendasamtökin hófu " rangan leik á mánudag áður en kortin voru komin til viðtakenda og hinn almenni neytandi fékk tækifæri til að mynda sér skoð- un.“ Aðspurður segir Örn að Fríkortfyrirtækin hafl ekki ofmet- ið neyslu á hverja fjölskyldu því að neyslukönnun Hagstofunnar I liggi til grundvallar. t „Fullyrðingar formanns Neyt- endafélags Akureyrar í DV í gær I eru rangar því hann gerir það sem Hagstofan varaði okkur við að gera, það er að breyta forsend- um neyslukönnunarinnar frá 1990. Til þess að sú könnun haldi gildi sínu til útreikninga má hvorki breyta forsendunum né fjölskyldustærð. Neytendur eiga skilið að fjallað sé um málið af | fagmennsku og gagnrýna sam- i kvæmt því.“ Hann segir að fyrirtækin standi I við allt sem fullyrt er í auglýsing- unum og bæklingnum sem fylgir kortinu. „í dag hafa 30% af viðskiptavin- um Hagkaups þegar notað Fríkortin, þrátt fyrir þessa nei- kvæðu umfjöllun. Það er fólk sem þegar hefur fengið 20.000 punkta eftir viðskipti við Húsasmiðjuna. Hagkaup er ekki að svíkja fólkið á landsbyggðinni þvi allir þeir sem I versla í póstversluninni njóta | þessara fríðinda. Við erum að segja að við verðlaunum fólk með kvaðalausum ferðum,“ segir Öm. Hvað með fullyrðingu um blokkamyndun? „Þetta eru einkafyrirtæki og sum í eigu fjölskyldna og eru í samkeppni sem þau verða að I I I I I ] \ \ standa sig í. Þessi fyrirtæki em meira að segja í innbyrðissam- keppni og má nefna að Skeljungur selur dagvöru eins og Hagkaup og Húsasmiðjan og Hagkaup eru í samkeppni i mörgum vöruflokk- um.“ Um að fyrirtækin áskilji sér rétt til að leggja kortið niður og verði svo sé heimilt að fella niður alla áunna punkta korthafa segir Öm: „Ef svo ólíklega vildi til að Fríkortið yrði lagt niður mundum við tryggja öllum þeim innlausn sem eiga punkta fyrir leikhúsferð, út að borða eða í flug, að því gefnu að punktafjöldinn sé næg- ur.“ -jáhj „Ég búta tölvuna upp og sé: Starting Windows '95“ „Ég lóda af sídínum“ „Ég skoða fólderana á desktoppnura" „Ég kveiki á módeminu og skoða ímeilinn" „Ég starta prógramminu og opna dokkjúmentin" „Ég kötta, kópera og peista inn í vördprósessorinn" „Ég nota körsorinn til að velja fontinn“ „Ég bólda áhersluatriðin og dílíta öpperkeisunum" „Eg nota spredshíf „Ég vel settíngs" „Ég formattera diskettuna" „Ég seiva felinn áður en ég kvitta“ „Égvelprinf „Ég dobbúlklikka með músinni á takkana“ „Égopnadatabeisinn“ „Ef tölvan krassar þarf ég að ríbúta“ „Ég skrolla gluggunum “ „Ég nota tommumerki ("") - alltaf uppi“ „Égexitaíprógramminu" „Ég nota ísl-ENSKU á PC-tölvuna mína...“ „Ég ræsi tölvuna og sé: Macintosh heilsar“ „Ég hleð inn af geisladiskinum“ -► „Ég skoða möppumar á skjáborðinu“ „Ég kveiki á mótaldinu og skoða tölvupóstinn" ■*■ „Ég ræsi forritið og opna skjölin” „Ég khppi, afrita og lími inn í ritvinnsluna" ■*- „Ég nota bendilinn til að velja leturgerðina“ ■*• „Ég feitletra áhersluatriðin og eyði hástöfúnum" ♦ „Ég nota töflureikni" -*■ „Ég vel uppsetningar“ *- „Ég forsníð diskinn" -*- „Ég vista skjalió áður en ég hætti“ -*- „Égvelprenta“ -»- „Ég tvísmelli með músinni á hnappana“ ■*■ „Égopnagagnagrunninn“ *- „Ef tölvan frýs þarf ég að endumesa hana“ *- „Égskrunagluggunum" *- „Ég nota gæsalappir, („ “) fyrst niðri - svo uppi“ *- „Ég hætti í forritinu“ *- „Ég nota ÍSLENSKU á Macintosh-tölvuna mína...“ Allt frá árinu 1984 hefiir verið unnið ötuUega að íslenskun kerfishugbúnaðar Macintosh-tölvanna og að auki hefiir verið hægt að fá hugbúnað í þær á íslensku. Þess vegna hefur fjöldi íslendinga alist upp við að nota tölvu með íslensku vinnuumhverfi. Kröfuna um að læra á tölvur með íslensku stýrikerfi og hugbúnaði ætti ekki að þurfa að ræða. Foreldrar og uppalendur vita hversu mildlvægt það er að halda réttu íslensku máli að bömum. Þess vegna er það ekki aðeins réttlát krafa, heldur sjálfsögð mannréttindi íslendinga að nota íslensku í öUu grunnskólanámi sínu. í Macintosh-tölvumar má fá ritvinnsluforrit, gagnagmnn, töflureikni, kennsluhugbúnað og ýmislegt annað, sem að sjálfsögðu er aUt á ísfensku. Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, simi: 511 5111 Heimasiða: http://www.apple.is Látiðekkiblekkjast! Macintosh-tölvumar eru einutölvumarsemhafa íslenskt stýrikerfi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.