Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Page 10
10 LAUGARDAGUR 22. MARS 1997 JjV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RV(K, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpV/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hyggjuvitið skerpt Nýjasta sjónhverfingin í afsláttaleikjum neytenda eru svokölluð fríkort, sem eiga að gera stórfjölskyldu kleift að senda einn fulltrúa sinn til útlanda á nokkurra ára fresti, ef hún er feiknarlega iðin við að skipta við nokk- ur þekkt fyrirtæki, sem hafa ágætar vörur á boðstólum. í smáa letrinu stendur að vísu, að punktarnir falli úr gildi að íjórum árum liðnum, ef ekki hefur tekizt að nýta þá í tæka tíð. Ennfremur segir þar, að útgefendum korts- ins sé þar fyrir utan hvenær sem er heimilt að hætta leiknum og fella úr gildi alla uppsafnaða punkta. Reiknimeistarar deila um, hversu miklu stórfjölskyld- an þurfi að troða í sig af mat, hvað hún þurfi að aka marga hringi umhverfis landið og hvað hún þurfi að kaupa margar frystikistur á ári til að lyfta punktafjöld- anum upp í farseðil fyrir einn á tilskildum tíma. Niðurstöðurnar eru auðvitað jafnmargar reiknimeist- urunum. Flestar eiga þær þó það sameiginlegt að sýna fram á ævintýralega fyrirhöfn stórflölskyldna við tiltölu- lega vonlitla baráttu um að komast yfir einn farseðil til útlanda. Láglaunafólk þarf ekki að reyna þetta. í matvörunni felur tilboð kortsins í rauninni ekki ann- að í sér en daufa von um 0,5% afslátt. Hann er auðvitað ekkert annað en skítur á priki í samanburði við þann af- slátt, sem fólk getur aflað sér frá degi til dags með því að nýta sér frelsi í viðskiptum við ýmsa kaupmenn. Með því að festa sig i viðskiptum við eitt fyrirtæki í hverri grein eru neytendur að fórna meiri hagsmunum sínum og áþreifanlegum hagsmunum sínum fyrir minni hagsmuni sína og óáþreifanlega. í stað þess að verzla, þar sem bezt býðst, eru þeir bundnir einum aðila. Allt eru þetta atriði, sem hver neytandi fyrir sig getur séð af hyggjuviti sínu. Hitt er athyglisverðara, hvernig forstöðumönnum valinkunnra fyrirtækja dettur í hug, að almenningur falli fyrir sjónhverfingum af þessu tagi. Getur kannski verið, að þeir hafi rétt fyrir sér? Tilboðið gerir ráð fyrir, að íslendingar séu svo sjúkir í tilboð og afslætti, að þeir rjúki upp til handa og fóta af minnsta tilefni. Að baki hlýtur að liggja einhver athug- un og eitthvert mat á viðbrögðum neytenda við sjón- hverfmgum. Eru þeir kannski taldir vera án hyggjuvits? Mikil umræða var í fjölmiðlum undir lok vikunnar um fríkortin. Fólk hefur átt kost á að kynna sér þessa umræðu og lesa auglýsingar fyrirtækjanna, þar sem þau verja málstað sinn með útreikningum. Reynslan mun svo skera úr um, hvort aðferðin heppnast eða ekki. Eðlilegt er og ágætt, að fyrirtæki þreifi fyrir sér með afslætti og tilboð af ýmsu tagi. Það er eðli markaðshag- kerfisins og leiðir yfirleitt til lækkunar á útjöldum þeirra, sem hafa fyrir því að kynna sér málin og greina milli innihalds og ímyndana í afsláttum og tilboðum. Við erum tiltölulega nýlega sloppin úr viðjum sovézks verðlagskerfis og þurfum tíma til að átta okkur á mark- aðshagkerfinu. Albaníumenn fóru mjög snöggt milli kerfa og kunnu sér ekki læti, með þeim afleiðingum, sem við höfum séð í fréttum. Okkar leið er mun mildari. Ástæða er til að vona, að smám saman læri fólk á hag- kerfið og fari að haga viðskiptum sínum í samræmi við það. Ýmislegt er í boði af góðum tilboðum og afsláttum, sem margir eru þegar farnir að nota sér á skipulegan hátt til að bæta sér upp létta pyngju. Það dregur siður en svo úr gildi kerfisins, þótt mis- jafnt hlutfall sé milli innihalds og ímyndar í tilboðum markaðarins. Slíkt á bara að skerpa hyggjuvit neytenda. Jónas Kristjánsson Rússland er ekki risaveldi Þegar Sovétríkin voru enn við lýði, var það helsta kappsmál leið- toga þeirra, að sitja við sama borð og Bandaríkjaforseti. Með því vildu þeir sanna fyrir sjálfum sér og öðrum, að þeir væru fulltrúar risaveldis. Ljóst er, að enn eimir eftir af þessu í Kreml. Ráðamenn þar vilja gjarnan láta líta þannig út, að þeir séu hinir einu verðugu viðmælendur forseta Bandaríkj- anna. Þetta gera þeir nú eingöngu í krafti þeirra kjamorkuvopna, sem eru í höndum rússneska hers- ins. Við öllum heiminum blasir, að Rússland stendur á brauðfótum í stjómarfarslegu og efnahagslegu tilliti. Ástæða er til að rifja þetta upp, þegar þeir Bill Clinton Banda- rikjaforseti og Boris Jeltsín Rúss- landsforseti hittast á fundi í Helsinki. Fundarstaðurinn einn er raunar til þess að vekja gamlar minningar um samskipti Banda- rikjanna og Sovétríkjanna. Að- dragandi fundarins vakti einnig slíkar hugrenningar, þvi að Jeltsin gekk meira að segja svo langt að segja Finnum, hvað þeir mættu og mættu ekki í öryggis- málum. Sagði hann Finna ekki hafa leyfi Rússa til að ganga í Atl- antshafsbandalagið (NATO). Danskt sérfræðimat Hinn óvenjulegi atburður gerð- ist í Danmörku á dögunum, að í fjölmiðla láku upplýsingar úr sér- fræðilegri trúnaðarskýrslu leyni- þjónustu danska hersins um áhrif þess á danska öryggishagsmuni, að NATO yrði stækkað með aðild ríkja í Mið- og Austur-Evrópu. Upplýsingarnar koma sér illa fyr- ir danska ráðamenn, því að mat sérfræðinganna gengur þvert á þá stefnu ríkisstjómarinnar, að stækka beri NATO. Niðurstaðan er sú, að stækkun NATO kunni að leiða til þess, að Rússar flytji fleiri kjarnorkuvopn inn á Eystrasaltssvæðið, það er til Kaliningrads eða Köningsbergs, eins og þessi landskiki við Eystra- salt í krikanum milli Litháens og Póllands hét, áður en hann varð hluti Sovétríkjanna og nú Rúss- lands. Auk þess muni Rússar líta þannig á, að Eystrasaltsríkin þrjú Erlend tíðindi Björn Bjarnason falli ótvírætt innan yfirráða- eða áhrifasvæðis þeirra, ef þau ganga ekki í NATO, en það er ekki á dag- skrá hjá ráðandi öflum í bandalag- inu. Skýr skilaboð Finnskir ráðamenn hafa kosið að leiða hjá sér umræður um þau ummæli Jeltsíns, að svigrúm finnskra stjómvalda til að ákveða stefnuna í öryggismálum tak- markist af hagsmunum Rússa. Orð Rússlandsforseta eru hins vegar skýr skilaboð til allra ná- granna með sameiginleg landa- mæri við Rússland, þeir skulu ekki dirfast að ganga í NATO. Sé mat leyniþjónustu danska hersins rétt, er hæpið, svo að ekki sé meira sagt, að það þjóni hags- munum Eystrasaltsríkjanna að stækka NATO og skilja þau eftir fyrir utan. Þeir, sem hafa mælt með stækkun á þeirri forsendu, að hún styrki öryggi Eystrasaltsríkj- anna hljóta því að hugsa sig um tvisvar. Að sanna sig Frá því að Sovétríkin hrundu hafa Rússar leitast við að fóta sig við gjörhreyttar og áður óhugs- andi aðstæður. Boris Jeltsín hefur verið hinn pólitíski leiðtogi á þessu skeiði og þrátt fyrir lífs- hættuleg veikindi hefur hann ekki misst stjómartaumana úr hönd- um sér. Er það afrek út af fyrir sig, að Jeltsín skuli hafa haldið velli í þessari upplausn. Við sjáum í Al- baníu, hvað gerist, þegar stjóm- leysi heldur innreið sína. Því hef- ur tekist að afstýra í Rússlandi. Til að slá sér upp á heimavelli beita ráðamenn í Kreml sömu að- ferð og áður, það er að láta að sér kveða í öryggis- og utanríkismál- um. Rússland er ekkert risaveldi, sem hefur afl til að láta til sín taka á fjarlægum slóðum. Þeim mun meiri áherslu leggja ráðamennirn- ir á yfirlýsingar um, að þeir geti stjórnað þróuninni í næsta ná- grenni sínu. Til að sanna það hafa þeir eins og forverar þeirra valið NATO sem helsta andstæðing sinn. í ljósi vandræða heima fyrir, þar sem lítið svigrúm er til að afla sér vinsælda, keppast rússneskir valdamenn við að gefa stóryrtar yfirlýsingar gegn stækkun NATO. Með hliðsjón af stefnu bandalags- ins er með ólíkindum, að það gangi sérstaklega í rússneskan al- menning nú á tímum, að agnúast út í NATO og telja það sérstaka ógn við Rússland. Bil milli orða og at- hafna Raunar má draga í efa, að and- staðan í Kreml við NATO skipti rússneskan almenning nokkru máli. Hann kærir sig vafalaust kollóttan um það, hvort Pólverjar, Ungverjar eða Tékkar gangi í NATO. Það er rússneski herinn, sem höfðað er til með því að hall- mæla NATO. Bilið milli orða og athafna í áróðursstríði af þessu tagi getur verið stórt. Verði fundur þeirra Clintons og Jeltsíns til að auð- velda mönnum að átta sig á raun- verulegu markmiði rússneskra stjómvalda í öryggismálum, skil- ar hann nokkrum árangri. Með öllu er ástæðulaust að láta Rússa ráða því, hvort NATO er stækkað eða ekki. Því síður á það að vera markmið að stækka bandalagið, af því að Rússar em á móti því. Boris Jeltsín og Bill Clinton takast í hendur við upphaf leiðtogafundarins í Helsinki í gærmorgun. skoðanir annarra Einstakt framtak ( „Það var einstakt framtak hjá Hussein Jórdaníu- | konungi aö fara bókstaflega á hnjánum og biðja for- I eldra ísraelsku skólastúlknanna sjö, sem myrtar vora Iaf geðveikum jórdönskum hermanni, um fyrirgefn- ingu. „Fyrir mér var þetta einnig barnamissir," sagði I konungurinn. Þessi göfugmannlega framkoma var j; þveröfúg við þann kulda sem arabar og ísraelsmenn I era vanir að sýna vegna manntjóns hjá hvor öðram j og með henni virti hann að vettugi þá erfiðleika og hættu sem fylgja viðræðum araba og ísraelsmanna." Úr forystugrein Washington Post 19. mars. Á leiðarenda ( „Ákvörðun Johns Majors um að boða kosningar 1. maí þýðir að fram undan er sú lengsta kosninga- I barátta sem Bretar hafa upplifað í nútímanum. Það I er enginn vafi á því að breski fbrsætisráðherrann j telur þörf á langri kosningabaráttu ef íhaldsmenn ætla að gera sér vonir um að saxa á forskot Verka- mannaflokksins. Samkvæmt skoðanakönnun um helgina var staðan 52 prósent á móti 27. Öll kosn- ingabarátta íhaldsmanna mun snúast um persónu Majors. En Bretar fá sína fyrstu verkamannastjóm í 18 ár nema Tony Blair og Verkamannaflokkurinn geri einhver hræðileg mistök næstu sex vikurnar.“ Úr forystugrein Politiken 18. mars. Nóg komið af Mobutu „Spillingin, vanrækslan og ofbeldið I sfjórnartíð Mobutus Saírforseta hafa verið efnahagslegt og póli- tískt stórslys. Það er samt sem áður möguleiki að uppreisnarleiðtoginn Kabila, sem varið hefur mikl- um tíma ævi sinnar í að undirbúa vopnaða upp- reisn, sé betri. Sagt er að hann hafi dregið úr spiÚ- ingu og glætt efnahaginn lífi í austurhluta landsins. Hann á hins vegar enn eftir að skuldbinda sig til að koma á lýðræði.“ Úr forystugrein New York Times 19. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.