Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Síða 14
LAUGARDAGUR 22. MARS 1997 mik Gefur Íífinu giídi - segir Friðrik Friðriksson, bátsmaður hjá Eimskip, sem ekki vill safna peningum - slíkir menn sáu leiðinlegir í húsi einu í vesturbænum býr Friðrik Friðriksson, bátsmaður hjá Eimskip. Hann hefur verið til sjós í 43 ár eða alveg frá því hann var rösklega 16 ára. Friðrik verður sex- tugur í haust. En það merkilega við þennan eldheita KR-ing er að á heimilinu hefur hann komið upp ómetanlegu safni muna úr sjó- mennsku og hernaði sem líklega fá dæmi eru fyrir hér á landi. Einnig eru hjá honum merkilegir munir sem afi hans og faðir áttu. Sjómennskuna byrjaði Friðrik á gamla varðskipinu Þór, sem í dag er slysavamarskipið Sæbjörg. Þar var hann í tvö ár, fram á árið 1956. Næst vann hann á skipum Ríkisskipa í tæp sex ár eða þar til hann hóf störf hjá Eimskip árið 1961. Lengst af var hann á Gullfossi, eða í 11 ár. í dag er hann á fraktskipinu Líru, áður Sil- keborg og Laxfoss, sem er í leigu Eimskips. Safnað frá barnæsku Alveg frá bamæsku, þegar hann lék sér sem gutti i fjörunni fyrir neðan heimilið á Vesturgötunni, hefur hann verið með söfnunarár- áttu og marga muni hefur hann lag- fært og notað til frekari hönnunar og úrvinnslu. Má þar nefna línu- bauju sem hann notar sem undir- stöðu fyrir borð, tvo stóla úr trét- unnum og haganlega smíðaðan bar innan í einni slíkri tunnu. Barinn á örugglega fáa ef ekki enga sína líka. Á ferðalögum um heimsins höf hefur hann einnig keypt og fengið marga muni en stóran hluta safns- ins segir hann koma frá Vest- mannaeyjum, þaðan sem hann er ættaður. I tómstundaherberginu má m.a. finna kompása, sextanta, stýri, vélsíma úr bæði brú og vélarrúmi, skipsljós og -luktir af ýmsu tagi, tal- Hermanna- og lögregluhjálmar í eigu Friöriks nálgast fimmta tuginn frá jafn- mörgum löndum. sem faðir Friðriks bar í Heimavarn- arliðinu. En það eru ekki bara munir úr sjómennsku og hernaði sem eru í safni Friðriks. Eitt sinn sem oftar kom hann við í Grimsby í Englandi og komst þar yfir tvo lögreglu- hjálma. Með þeim fylgdi skjal frá lögreglustjóranum í Humberside- lögreglunni að eingöngu mætti nota þá sem safngripi. Þannig gæti hann sannað að þeim hefði ekki verið stolið. Á einum veggnum hanga tvær forláta byssur. Önnur var í eigu afa Friðriks sem byssusmiður hefur sagt honum að væri líklega sú eina sinnar tegundar á landinu. Byssan er smíðuð í Belgíu í smiðju Auguste Francotte á árunum 1850-1870. „Safnið gefur lífinu gildi fyrir mig og verið skemmtilegt áhuga- mál. Helst hefði ég viljað hætta á sjónum sextugur og fara að dunda í þessu. En lífeyrismál þrýsta á mann að vinna eitthvað áfram. Að því loknu verður við nóg að vera,“ seg- ir Friðrik Friðriksson, sjómaður og safnari. -bjb rör, skipsbjöllur, skipslíkön, 25 kílóa enskan kafarahjálm, fomar byssur, fallbyssuskot hermanna- hjálma úr öllum heimshlutum, enska lögregluhjálma, gömul veið- arfæri, barmmerki, orður og þannig mætti telja lengi, lengi. Þetta er mitt hobbí „Ég er enn að fá hluti í dag héðan og þaðan og hafna engum. Einstaka menn vita um mig en ég hef ekki verið að auglýsa mig. Þetta er mitt áhugamál, sumir safna frímerkjum eða peningum en ég safna gömlum munum. Það er gott að huga aö þessu þegar maður kemur af sjón- um og síðan tek ég hluti með mér á sjó til að pússa og halda þeim við. Ég hef aldrei litið á þetta sem ein- hver verðmæti, þetta er aðeins mitt hobbí. Sumir þessara hluta yrðu seldir fyrir offjár erlendis en þeir eru ekki til sölu hjá mér. Ég er ekki í þessu til að safna peningum. Þeir sem safna peningum eru yfirleitt leiðinlegir menn og aldrei sér mað- ur þá brosa,“ segir Friðrik í léttu spjalli við helgarblaðið. Einn þeirra merku muna sem eru í safni Friöriks er skipsbjalla úr bátnum Ventura sem smiöaöur var í Hult 1906. DV-myndir ÞÖK Skilningur frá konunni Hann segist ekki halda skrá yfir munina nema bara í kollinum. Hann giskar á að þeir telji nokkuð hundruð. Mesta vinnan sé að þrífa, fægja og halda mununum við. Hann sér eingöngu um þá vinnu og fær eiginkonan ekki að komast að. Enda setti hún þau skilyrði í upphafi bú- skaparins að hann myndi hreinsa munina sjálfur, annars fengi hann ekki að koma með þá inn fyrir þrö- skuldinn! „Það myndu ekki allar konur líða það að komið væri heim með svona dót eins og ég er búinn að gera, oft ryðgað og skitugt. Konan hefur sýnt þessu einstaklega góðan skilning." Aðspurður segist hann eiga erfitt með að gera upp á milli munanna, hver þeirra sé merkilegastur. Merkilegir séu t.d. margir munir frá seinni heimsstyrjöldinni. Þar nefnir hann sextanta úr þýskum og breskum herskipum og forláta síma sem notaður var í stjómstöð eða neðanjarðarbyrgi Þjóöverja. Friðrik er með símann tengdan sem hann kallar „sparnaðarsímann" þvi eng- inn heldur lengi á tólinu vegna þyngdar þess! Þá hefur Friöriki áskotnast koju- stokkur úr Sæbjörgu, gamla Þór, sennilega sá fyrsti sem hann svaf við til sjós árið 1954. Hann er greini- lega stoltur af því að hafa náð í ■stokkinn góða. Allir heimsins hjálmar Athygli vekur fjölbreytt úrval hermannahjálma í safninu sem hann segir hafa komið til í seinni tíð söfnunarinnar. Þeir koma úr öll- um áttum og enginn þeirra er eins að útliti. Má þar nefna hjálma úr herjum Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands, Danmerkur, Svíþjóðar, Póllands, Spánar, Frakklands, Belg- íu, Egyptalands, Austurríkis, Ítalíu, á síðkvöldum stendur Friörik viö stýriö, horfir til hafs og ímyndar sér að Júgóslavíu, Astralíu, Víetnam og hann sé í brúnni. síðast en ekki síst islenskan hjálm A veggnum er vélsími úr vélarrúmi sem Friðrik segir sjaldgæft aö menn hafi vit á að halda eftir. ■aSBS* I safninu er sími tengdur sem notaður var af Þjóðverjum í seinni heimsstyrj- öldinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.