Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Qupperneq 16
16
nnmg
LAUGARDAGUR 22. MARS 1997 DV
Ari Jósefsson hefur verið goð-
sögn meðal íslenskra ljóðaunnenda
i þau rúm þrjátíu ár sem liðin eru
síðan hann dó. Ljóðabók hans, Nei,
sem út kom fyrst 1961, er meginá-
stæðan fyrir þeirri goðsögn. Ljóð
hennar eru ung, brennandi af rétt-
lætiskennd og mannkærleika - en
mörg þeirra líka þrungin sársauka.
Þessi bók hefur verið ófáanleg
áratugum saman en hefur aldrei
gleymst. Margir skrifuðu hana upp
og eiga hana I handritum; eftir að
ljósritunarvélin kom varð ennþá
auðveldara að eignast hana. Sólveig
Hauksdóttir minnist þess þegar hún
var beðin um hana að láni og rétti
eintak af henni yfir afgreiðsluborð
fyrir stuttu að ungur maður vatt sér
að henni og sagði, lágt og fljótt:
„Hvar náðirðu í þessa bók?“ „Ég
átti hana bara,“ sagði Sólveig undr-
andi. „Veistu hvar ég get náð í
hana?“ spurði ókunni maðurinn þá,
ögn rólegri.
Nú geta bæði hann og allir aðrir
eignast Nei því bókin er komin út í
endurútgáfu hjá Máli og menningu.
Önnur ástæðan fyrir því hvað
minningin um Ara hefur lifað góðu
lífl þó að ekkert væri til að minna á
hann - hvorki viðtöl né hneykslis-
mál - er dauðdagi hans.
Hann var á leið heim frá Rúmen-
íu þar sem hann var við nám og
sigldi með Gullfossi síðasta áfang-
ann. Skipið var komið inn á Faxa-
flóa í blíðskaparveðri; miðnætursól
skein af skafheiðum himni. Það var
sautjándi júní 1964. Uppi á landi
var stúlkan hans að fagna stúdents-
prófinu og skemmta sér með hvítan
koll ásamt félögum sínum, barma-
Ari Jósefsson - eitt fremsta skáld sinnar kynslóðar og goðsögn eftir dauða
sinn.
full af tilhlökkun eftir að fá að sjá
hann eftir fáeina klukkutima. Ari
var að skemmta sér um borð þegar
síðast var vitað en þegar skipið
kom að landi var hann
ekki með því. Hann
var horfinn og lík
hans rak aldrei á
land.
Margt var sagt.
Hann ætlaði að
synda í land, segja
sumir. Hann var
drukkinn og féll
fyrir horð, segja
aðrir. Líklegast er
að glannaskapur
hafi orðið honum
að falli og enginn
verið vitni að því
þegar hann féll
fyrir borð.
Hann var sval-
ur náungi, seg-
ir Jóhann
Hjálmarsson
annars staðar
hér á síð-
unni. „Allt
að því ofur-
hugi.“
Ari Jósefsson var verka-
mannssonur frá Blönduósi sem af
eigin rammleik og fyrir áeggjan
móður sinnar komst til náms í
Menntaskólanum á Akureyri. Það-
an hvarf hann í miðju kafi og tók
stúdentspróf utanskóla frá MR árið
1961, eftir Spánardvölina sem Jó-
hann minnist á. Þá hafði hann líka
kynnst konu sinni, Sólveigu Hauks-
dóttur, og með henni eignaðist
hann soninn Hauk i janúar 1962.
Hann stundaði nám í íslensku við
Háskóla íslands um skeið en 1963
fór hann til Rúmeniu í nám í
rómönskum fræðum. í bréfi til Sól-
veigar þaðan segir hann:
„í nótt er fullt tungl.
Rúmenía er
mér
eitt
alls-
; herjar
I endur-
I reisnar-
1 hæli. Ég
hef sjald-
an fundið
heilbrigð-
ina hvít-
fyssa eins
um æðar
mínar og
heilasellurn-
ar gráu ham-
ast eins ár-
ángursfullt og
fyrirhafnarlít-
ið og nú. „Lífið
er fagurt og
framtiðin okk-
ar,“ eins og
skáldið sagði.“
Frá Rúmeníu
var hann að koma
blíðviðrisnóttina örlagaríku, eins
og áður sagði.
Ari var tekinn gildur I samfélag
ungskálda fljótlega eftir að hann kom
að norðan og þótti með þeim efn-
ilegri. Bókin hans, Nei, sem kom út
1961, þegar hann var tuttugu og eins
árs, þótti staðfesta það álit, og ótíma-
bær dauði hans var mikill skaði fyrir
íslenskar bókmenntir. SA
Við vorum báðir haldnir æði
„Ég á frumútgáfu bókarinnar Nei
með áritun frá höfundi," segir Jó-
hann Hjálmarsson skáld. „Þar
stendur: „Til Jóhanns Hjálmarsson-
ar - með óðs manns kveðju - Ari“!
„Hann var myndarlegur maður,
hár og grannur og finn í tauinu, í
grænleitum fótum og með slaufu.
Hann var slaufumaður. Hann hafði
mikla persónutöfra og það var
gáski í honum. Og æði sem kom
fram með ýmsu móti. Það kom að
sjálfsögðu fram þannig eins og hjá
öðrum skáldum að hann orti. Æðið
kom fram í ljóðunum, og það var
besti staðurinn fyrir það. En í
einkalífinu átti hann líka til visst
æði - og það áttum við sameiginlegt
- sérstaMega við skál. Ari var afar
kurteis og fágaður maður en það
gat runnið á hann æði þegar hann
hafði drukkið.
Þegar við vorum samtíða á Spáni
þá drukkum við dálítið mikið abs-
int. Það er gamall skáldadrykkur
sem hægt var að fá á veitingahús-
um þá - og jafnvel enn á sumum -
og áfengisáhrifin af því eru ekki
venjuleg. Það kallar fram ýmislegt,
og þegar menn eru búnir að sitja í
rólegheitum og njóta lífsins og tala
næstum því um allt og opna sig al-
veg þá getur runnið á þá æði og það
kom stundum fyrir okkur. Enda
bráðnauðsynlegt fyrir skáld.“ Og
Jóhann hlær.
- Hvað gerðuð þið þá? spyr blaða-
maður sem aldrei hefur drukkið
absint.
„Ja, einu sinni slógumst við og
oft hreyttum við ónotum hvor í ann-
an. Ég man til dæmis að Ara sárn-
aði þegar ég talaði um sjálfan mig
sem skáld en hina krakkana sem
sátu á Laugavegi 11 og voru að
yrkja sem „ykkur þessa stráka á ell-
efu“ í fyrirlitningartóni. Það voru
Dagur og Ari og fleiri slíkir! Þetta
fannst Ara móðgandi. En skýringin
var sú að ég var búinn að gefa út
bók og hafði fengið góða dóma og
viðtökur, var kominn í ritstjóm
Birtings og farinn að lita á sjálfan
mig sem gróið skáld þó ég væri ekki
nema nitján ára. En hann var meira
Jóhann Hjálmarsson - fór með Ara
til Spánar. Þeir vildu aö lífið væri
hátíð. DV-mynd GVA
að tala um skáldskap á þeim tíma
en yrkja sjálfur þó að ég hefði séð
hjá honum ljóð. Hann hafði góðan
ljóðasmekk og sá fljótt það sem
skipti máli í ljóðum. Við vorum
jafnaldrar við Ari, fæddir 1939.
Þegar við Ari fórum til Spánar
saman í janúar 1959 sigldum við
með Gullfossi til Hamborgar og þá
var auðvelt að komast í veitingar
um borð. Ég var liðtækur í þeim
efnum en Ari hafði meira úthald.
Eitt kvöldið fór ég í koju um mið-
nættið og fór að líta í spænskar
glósur - við -vorum jú á leiðinni til
Spánar!
Þegar Ari kemur niður í klefa
klukkan tvö eða þrjú um nóttina þá
bregst hann hinn versti við að ég
skuli ekki vilja drekka og liggi
þarna og lesi í staðinn. Hann var
með flösku i hendinni og Máraði úr
henni, opnaði kýraugað og henti
flöskunni út á þilfar. Þá segi ég við
hann: „Það er nú ekki við hæfi að
henda líkinu svona út og láta það
finnast þarna á morgun. Hvað held-
urðu að yfirmennirnir haldi? Að við
séum hér á einhverjum drykkju-
túr!“
Þetta fannst Ara alveg dæmigert
fyrir það borgaralega kvikindi sem
ég væri! En rétt á eftir fer hann aflt
að því nakinn út í grenjandi storm,
tekur flöskulíkið og hendir því í sjó-
inn, kemur svo inn aftur hinn róleg-
asti og leggur sig!
Mér varð hugsað til þessa atviks
þegar ég frétti hvernig dauða hans
hefði borið að. Hann var mjög kald-
ur. Allt að þvi ofurhugi."
- Finnst þér Ari eiga skilið að lifa
sem skáld þó að hann gæfi ekki út
nema þessa einu bók?
„Já, ég held að hún sé meðal
þeirra bóka frá þessum tlma sem
hljóta að lifa. Við endurlestur er
þetta góð bók.
Það ljóð sem kannski er dæmi-
gerðast fyrir Ara er „Orðsendíng".
Lýsir honum vel.
„Fólk er mikilsvert / og fólk er al-
veg lýgilega gott,“ segir hann þar.
Hann trúði á fólk og á betri heim og
vildi ekki kasta þeirri trú. Nei-ið
hans varar við samfélagsmyndinni
sem blasti við honum - þaðan kem-
ur nafnið á bókinni.
Við áttum það sameiginlegt að
vilja að lífið væri hátíð og helst
vildum við ekki hætta, vildum að
lífið væri áfram hátíð. En svo tók
raunveruleikinn við.“ SA
77/ Hauks Arasonar
Sonur sœll!
Búkarest 15ljan ’64
Þessi sveitastelpa frá Dakíu á að færa þér mínar bestu
heillaóskir í tilefni afþví að þú hefur nú lifað heil tvö ár í
þessum harða heimi; það er meira en mörgum hefur tek-
ist. Nú er um að gera að slá ekki slöku við, flýta sér að
verða stór og sterkur og gera byltíngu í fyllíngu tímans.
Það lítur ekki út fyrir að föðurmyndinni þinni og hans
jafnöldrum ætli að takast að koma því í verk. Svo vona ég
að þú sért sæmilega þægur og takir viðeigandi tillit til um-
hveifisins, þótt náttúrlega unirþú eingum yfirgángi gagn-
vart þinni persónu - eða alþýðu manna yfirleitt. Til ham-
ingju, sonur sæll, með afmælið, og sjáumst heilir í vor.
Pabbi
Ari með soninn Hauk.