Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 22. MARS 1997 B B Dagur í lífi „Pápa gamla", Erlings Gíslasonar leikara: Ograndi nauðsyn sem uppvaskið eitt býr yfir „Vinnudagur minn er sem betur fer sjaldnast reglulegur langtímum saman, svo ég get líklega valið um eitthvert meðaltal af daganna straumi eða haldið mér fast við þann daginn sem ég skrifa þetta og lýst honum. Byrjum á honum. Ég vaknaði kl. 7.30, leit á klukk- una og hugsaði: „Þetta er of snemmt, þú átt sýningu í kvöld og ef þú ferð á fætur núna verður þú orðinn þreyttur og slæptur þegar að sýningu kemur.“ Ég lokaði aug- unum af skynsemi eingöngu, enda æfing í leikhúsinu ekki boðuð í dag fyrr en eftir hádegið. Venjulegur æfmgatimi fyrir verkefni leikhússins er þó frá kl. 10-16 og varir í u.þ.b. 8 vikur fyrir hvert verkefni. Þegar æfing byrjar kl. 10 er einmitt mjög hentugt að vakna tveim tímum fyrr og búa sig undir æfinguna. Konan komin á fullt Indæll morgunlúrinn tók við mér og skilaði mér aftur til með- vitundar um tíuleytið. Enda frið- urinn í húsinu á bak og burt. Eig- inkonan komin á fulla ferð við eitt- hvað sem hún er með í undibún- ingi. Ég fór rólega af stað; fékk mér kaffi, las Moggann, en svo hreif eldhúsið mig til sín af þeirri ögrandi nauðsyn sem uppvaskið eitt býr yfir. Við sem vinnum eldhús- störfln þekkjum það að þar er i mörg hom að líta. Þannig fór að ég næstum gleymdi mér og varð að flýta mér undir lokin til þess að komast tíman- lega á æfinguna kl 13. Æfingin var texta- æfing og þannig til- komin að óvenju- langt varð milli frumsýningar og annarrar sýningar. Æfingin rann fyrir- hafnarlaus í gegn og gagn hennar var greinilega einungis að efla traust leik- enda og koma í veg fyrir óþarfa kvíða. Gagnrýni var kom- in fram í blöðum og var jákvæð víðast og sumstaðar lof- samleg. Jafnvel Dagsljós RÚV - Erlingur Gíslason leikari er um þessar mundir í einu aðalhlutverkanna í Ketti á heitu blikk- sjónvarpi vakti þaki hjá Þjóöleikhúsinu. DV-mynd E.ÓI. verðuga athygli á sýningunni því þótt brjóst þeirra bæri ekki meira en 2 stjörnur þá bættu þeir það upp með því að sæma sérhvem leikara sýningar- innar heilli rakettu. Elskuleg kveðja af stjörnunimni Ég var kominn heim fyrir fimm og fór að taka til efni fyrir DV í þennan pistil, sem þú ert að lesa, les- andi góður. Klukkan sjö er ég aftur kominn niður í leikhús því mér þyk- ir gott að mæta tímanlega. Áður en sýning hefst er okkur bent á að eitt- hvað sé að sjá út um vesturgluggana. Og viti menn, þar siglir sjálf hala- stjaman norðarlega á vesturloftinu. Þetta þótti okkur gott tákn, að stjömuhimininn sjálfur skyldi senda okkur elskulega kveðju. Sýningin númer tvö á „Ketti á heitu hlikkþaki" gekk vel ekki síð- ur en frumsýningin. í sýningarlok fékk ég sjaldséðan en kærkominn gest upp á búningsherbergið; elsta son minn sem býr í Svíþjóð og elur þar upp þrjá sonarsyni mína. Hann keyrði mig heim og þar feng- um við hressingu og miðnætur- snarl. En á miðnætti stóð þessi sonur minn upp og óskaði foður sínum til hamingju með afmælið. Mikið rétt, upp var runninn 13. mars, sem er 64. afmælisdagurinn minn.“ Finnur þú fimm breytingar? 403 Ef þú skýtur á þjófinn passaðu þá að hitta ekki sjónvarpið ... Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu og fyrstu getraun reyndust vera: Erla og Bára Staðarflöt 500 Brú Rósa Guðný Jónsdóttir Vesturbergi 46 109 Reykjavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liönum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP-vasadiskó meö útvarpi, að verðmæti kr. 3.950, frá Bræðranum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1790 - Ógnarást eftir Lindu Randall Wisdon og Sinnaskipti eftir Lyndu Kay Carpenter. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 403 c/oDV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.