Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 22. MARS 1997
Samstarfsslit UTRF við (slenskar sjávarafurðir hf. á Kamtsjatka:
Verkefnið skilaði tæpum
fjórum milljörðum í fyrra
- gengi hlutabréfa lækkar og áfall blasir við ÍS
Rússneska útgerðarfyrirtækið
UTRF á Kamtsjatka hefur sagt upp
samstarfssamningi sínum við ís-
lenskar sjávarafurðir hf. Samstarf
fyrirtækjanna tveggja hefur staðið í
tæp fjögur ár en þau gerðu með sér
nýjan tveggja ára samning sl. haust.
Ljóst er að samningsslitin eru
mikiö áfall fyrir ÍS. Verkefni fyrir-
tækisins á Kamtsjatka skilaði því
tæpum 4 milljörðum króna á síðasta
ári eða 18% af veltu fyrirtækisins.
Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS,
segir að ástæðan fyrir samningsslit-
unum sé fyrst og fremst ágreiningur
um rekstur og stjómun verkefnisins
og sú krafa ÍS að hafa fulla stjórn á
því eins og samningurinn hljóðar
upp á. Töluvert hefur gengið á í
samskiptum fyrirtækjanna tveggja
og oft verið tekist á. Benedikt segir
það ekkert launungarmál að for-
ráðamenn ÍS hafi orðið að sýna
mikla festu í samskiptum við Rúss-
ana.
700 milljónir enn ytra
Við þessar slæmu fréttir, sem
samningsslitin augljóslega eru, bæt-
ist við að vörueignir ÍS, að verð-
mæti allt að 700 miiljónum króna,
samkvæmt heimildum DV, eru enn
í Kamtsjatka. Um er að ræða þús-
undir tonna af flski sem eru í togur-
um ytra auk olíu o.fl. Engin upp-
Einn af togurum rússneska útgerðarfyrirtækisins UTRF sem hefur nú slitiö samstarfssamningnum við íslenskar
sjávarafuröir hf.
(t*' /• 1 T «-■'
Solkrossinn
Tákn fýrir
trúna á hið
jákvæða
Séretæður silfurkross
með kúptum steini
(grænum, rauðum eða bláum)
Verð með festi
kr. 4.850
Stærð 2,8 cm
Hönnuður: Axel Eiríksson
QULL-ÚRIÐ
AXEL EIRÍKSSON
Álfabakka 16, Mjbddinni, s. 5S7-0706
ASalslriti 22, ísafirSi, s. 456-3023
skipun hefur farið fram ennþá á afl-
anum.
Að sögn margra sem þekkja vel
til á þessum slóðum er mikil hætta
á að þessi verðmæti verði kyrrsett
þar ytra. UTRF er mjög illa statt
fjárhagslega og mjög skuldsett fyrir-
tæki. Viðskiptahættir í Rússlandi
eru ólíkir því sem gerist á Vestur-
löndum og mörgum vestrænum fyr-
irtækjum hefur gengið mjög iila að
sækja fé til rússneskra fyrirtækja,
jafnvel fyrir dómstólum þar í landi.
Erfitt verkefni
„Uppsögn samningsins er vissu-
lega áfall fyrir okkur og hefur mik-
il áhrif á rekstur ÍS. Þæma er um að
ræða stórt verkefni, veltu og tekjur.
Við teljum að þessi einhliða upp-
sögn samningsins sé brot á honum.
PASKAEGGIN
eru komin
í barnaboxin
á
<0i nm
#
•<
'► ■ v
Á
1
>•
i
-Hutl
't
"tt"
g 533 2000
Kringlan • Hótel Esja
Fréttaljós
Róbert Róbertsson
Það var alltaf vitað að þetta væri
erfitt og áhættusamt verkefni. Við
munum leita réttar okkar í þessu
máli og stefnt er að því að funda
með forráðamönnum UTRF í
Moskvu í næstu viku. Við vonumst
til að geta leyst þessi mál þar,“ seg-
ir Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS.
Aðspurður um eignirnar, sem
enn eru í Kamtsjatka, segist Bene-
dikt ekki hafa trú á öðru en þær séu
í öruggri stöðu og Abramov hafi
staðfest það. Benedikt segir að vör-
umar verði væntanlega seldar og af-
greiddar og innkoman muni nýtast
til að greiða það sem er útistand-
andi. Að sögn Benedikts er enginn
ágreiningur á milli fyrirtækjanna
út af eignarhaldsrétti í vörunum.
Benedikt ber sig vel og segir að
samningsslitin geri engan gæfumun
Tamara llicina Suturina, aðstoöar-
forstjóri UTRF, hefur átt f ástar-
sambandi við Ólaf Magnússon,
verkefnisstjóra ÍS.
fyrir ÍS. En þrátt fyrir bjartsýnistal
forstjórans er ljóst að staðan er
mjög alvarleg hjá ÍS og þá sérstak-
lega ef eignir fyrirtækisins verða
kyrrsettar í Kamtsjatka eins og
margir viðmælendur DV telja að
geti hæglega gerst. Ef svo mundi
fara yrði það mikið reiðarslag fyrir
ÍS og hefði mjög alvarlegar afleið-
ingar fyrir fyrirtækið.
Hlutabráf lækka
Gengi hlutahréfa í ÍS hafa lækkaö
um 13% eftir að fréttir bárust af
samningsslitunum. Á mánudag var
gengi hlutabréfanna á opna gegnis-
markaðnum 4,8 en í gær var gengi
þeirra 4,2. Benedikt er sem fyrr
bjartsýim á stöðuna og segist ekki
hafa neinar áhyggjur af hlutabréf-
unum þegar til langs tíma er litið.
Hann segir að þetta fall hlutabréf-
anna sé eðlilegt miðað við þær
slæmu fréttir sem hafi borist alveg
eins og bréfin hækkuðu þegar
samningur var gerður á sínum
tíma.
Alexander Abramov, forstjóri
UTRF, segir að ekki hafi verið hægt
að halda samstarfinu áfram á þeim
grundveflí sem fyrir var því það
hefði stefnt rússneska fyrirtækinu í
gjaldþrot. Hann segist hafa reynt að
fá samningnum breytt en það hafi
forráðamenn ÍS ekki viljað.
Abramov segir að það hafi ekki ver-
ið ólöglegt að segja samningnum
upp því í honum hafi verið ákvæði
um að svo mætti gera ef breytingar
yrðu á rússneskri löggjöf. Breyting-
ar urðu einmitt nýlega á gjaldeyris-
lögum í landinu.
Abramov segir ennfremur að
erfitt hafi verið að starfa með ís-
lendingum á Kamtsjatka. Helming-
ur af starfsmönnum ÍS þar hafi ekki
verið starfi sínu vaxnir og þá hafi
einnig verið mikil vandræði á ís-
lendingunum vegna drykkjuskapar
og virðingarleysis við rússneskar
hefðir. íslendingarnir hafi m.a. setið
fint klæddir inni á skrifstofu með
lappir upp á broðum en það striði
algerlega gegn rússneskum hefðum.
Þeir hafi vitað það en ekki breytt
samkvæmt því.
Topararnir á nauðungar-
söiu
UTRF er eins og áður sagði mjög
skuldsett fyrirtæki. Það missti m.a.
tvo nýtísku togara á nauðungarsölu
fyrr í vetur þegar þeir voru í slipp í
Kína og voru þeir seldir upp í skuld-
ir fýrirtækisins. Samkvæmt heim-
ildum DV voru þetta bestu skipin í
flota UTRF og samið hafði verið um
útgerð þeirra til þriggja ára. Það
var því mjög slæmt fyrir fyrirtækin
tvö og verkefnið í heild þegar skip-
in voru gerð upptæk.
Samstarf ÍS og UTRF hefur aðal-
lega byggst á því að íslendingamir
leggja Rússunum til fjármagn og
þekkingu. ÍS hefur lagt fram mest-
allt það fjármagn sem þarf í þennan
rekstur og er það að sjálfsögðu mest
lánsfé. ÍS er m.a. með afurðalán í
Landsbankanum upp á 350-450
miiljónir sem nú er bundið í farmi
fyrirtækisins ytra.
Astin blómstrar samt
En það hafa ekki bara verið átök
og deilur í samskiptum íslendinga
og Rússa í verkefninu á Kamtsjatka.
Fyrr í vetur hófst ástarsamband
Ólafs Magnússonar, verkefnisstjóra
ÍS, og Tamöru Ilicinu Suturinu sem
er aðstoðarforstjóri UTRF. Ólafur
hefur ekki viljað tjá sig um sam-
band sitt við Tamöru. Aðspurður
sagði h£mn þó að það hefði ekki
komið samningsslitunum neitt við
og sé málinu algerlega óviðkom-
andi. Ólafur og Tamara búa nú sam-
an í Petropavlovsk sem er stærsta
borgin á Kamtsjatka.
Fyrrverandi starfsmenn ÍS, sem
DV ræddi við, segja að mjög tor-
tryggilegt andrúmsloft hafi myndast
meðal margra starfsmanna fýrir-
tækisins eftir að ástarsambandið
hófst. Starfsmenn hafi ekki treyst á
hvað var að gerast og það aukið á
spennu þeirra í hinum erfiðu að-
stæðum í Kamtsjatka.
Enn eru 24 íslendingar í Kamt-
sjatka á vegum ÍS og svo auðvitað
eignimar dýrmætu. Það verður
fróðlegt að fylgjast með hvert fram-
haldið verður en það skýrist vænt-
anlega þegar forráðamenn fyrir-
tækjanna hittast í Moskvu í vik-
unni.
Alexander Abramov, forstjóri UTRF,
segir að erfitt hafi verið að starfa
meö íslendingum.