Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Side 26
LAUGARDAGUR 22. MARS 1997 JLM~\T 26 iinglingar 27 keppendur tóku þátt í söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í Laugardalshöll: með Harmleik ur Gibb-bræðra Framhaldsskólanemar pakk- fylltu Laugardalshöllina þegar söngkeppni framhaldsskólanna fór þar fram á miðvikudagskvöld. Andrúmsloftið var rafmagnað frá byrjun en keppnin hófst með því að annar kynnanna, Tómas Lemarquis, seig niður á sviðið úr loftinu meðan stefið úr hasar- myndinni Mission Impossible og James Bond-stefið var leikið. Þar hitti hann Ólaf Egil Ólafsson og saman þótti þeim takast fráhær- lega við kynningarnar. Alls tóku fulltrúar 27 skóla þátt í keppninni en með dönsurum og bakröddum voru þátttakendur 64. Fimmtán lög voru flutt í fyrstu at- rennu en þá var tekið dómarahlé. Tólf lög voru síðan flutt eftir hléið og lögðust dómarar þá undir feld. Þá var sviðið rýmt fyrir Herberti Guðmundssyni, gamla poppbrýn- inu, sem söng þrjú lög við gríðarleg- an fógnuð gesta. Þá var komið að úrslitastundinni. í fyrsta sæti varð kvartett úr MH sem söng gamla Bee Gees-smellinn Tra- Mikið stuð var í salnum og tóku áheyrendur vel við sér undir flutningi iag- anna. Kvartett úr Menntaskólanum við Hamrahlíð sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna meö laginu Tragedy, eöa Harm- leik, eftir bræðurna í Bee Gees. Allir erlendir textar í keppninni voru íslenskaðir. DV-myndir Hilmar gedy, eða Harmleik eins og hann heit- ir í þýðingu Stefáns Halldórssonar. í öðru sæti varð Kenía Emil úr menntaskólanum í Kópavogi en hún söng gamalt Stevie Wonder- lag. í þriðja sæti varð Hadda Heið- arsdóttir úr Menntaskólanum á Akureyri en hún söng Ó borg, mín borg. í fjórða sæti varð Gísli Þór- marsson úr Menntaskólanum við Sund með gamla rokklagið Gaggó vest. Loks ákvað dómnefndin að veita kynnum kvöldsins fimmtu verðlaunin fyrir góða frammi- stöðu. -hlh hin hliðin * * Guðmundur Stephensen, íslandsmeistari í borðtennis: Langar að hitta Michael Jordan Guðmundur Stephensen, Víkingi, tryggði sér um síðustu helgi íslandsmeistaratitilinn í borðtennis fjórða árið í röð. Hann sigraði Kjartan Briem, KR, í úrslitaleik, 3-0, en leik- irnir fóru 21—18, 21-9 og 21-17. Guðmundur varð einnig íslandsmeistari í tvíliðaleik karla þar sem hann lék með Ingólfi Ingólfs- syni. Guðmundur hefur borið höfuð og herð- ar yfir aðra borðtennisspilara hér á landi undanfarin ár og nokkuð víst aö ekki er séð fyrir endann á verðlaunum sem hann á eftir að vinna. En það þarf miklar æfingar til að ná langt í íþróttum og æfir Guðmundur í tvær klukkustundir á hverjum degi. Guö- mundur sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafh: Guömundur Stephensen. Fæðingardagur og ár: 29. júní 1982. Maki: Enginn. Börn: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemi í Laugalækjarskóla. Laun: Engin. Hefur þú unnið i happdrætti eða lottói? Nei, aldrei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vinna mót og spila körfubolta úti i góðu veöri. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka til í herberginu mínu. Uppáhaldsmatur: Pitsa með skinku og sveppum. Hvaða íþróttamaður stcndur fremstur f dag? Jón Amar Magnússon og Michael Jor- dan. Uppáhaldstímarit: íþrótta- blaðið. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Þær eru svo margar. Ertu hlynntur eða andvíg- ur ríkisstjórninni? Hvorugt. Hvað persónu langar þig mest til að hitta? Michael Jordan. Uppáhaldsleikari: Eddie Murphy. Uppáhaldsleikkona: Sandra Bullock. Uppáhaldssöngvari: Eng- inn. Uppáhaldsstjórnmála- maður: Davið Öddsson. Uppáhaldsteikni- myndapersóna: Bart Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþrótta- þættir. Uppáhaldsmatsölustaður/veitinga- hús: Domino’s. Hvað bók langar þig mest til að lesa? Enga sérstaka. Hver útvarpsrásanna flnnst þér best? X-ið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þeir eru svo margir góðir. Hveija sjónvarpsstöðina horflr þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Enginn. Uppáhaldsskemmtistaður: Hard Rock. Uppáhaldsfélag í fþróttum: Víkingur. Stefnir þú að einhverju sérstöku framtíðinni? Að lifa heilbrigðu lífi og ná langt á Evrópu- og heimsmeist- aramótum í borðtennis. Hvað ætl- ar þú að gera í sum- arfríinu? Æfa og njóta lífsins. Skór Skómarkadurinn Borqartúni 20 Skór Barnaskór, kvenskór, karlmannaskór, gönguskór, inniskór, íþróttaskór, tískuskór, kuldaskór, heilsuskór, sportskór, unglingaskór. Skór frá 100 krónum Opið alla daga 12 til 18 Allt á að seljast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.