Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Side 54
LAUGARDAGUR 22. MARS 1997 'ýkvikmyndir___________________________________________________ Alan Parker, leikstjóri Evitu: Sagan á bak við kvikmyndgerðina af Evitu er með frægari sögum um gerð einnar kvikmyndar. Þó leikstjór- inn Alan Parker hafl verið ráðinn á síðustu stundu tii að leikstýra mynd- inni hefur hann haft afskipti af mál- inu mun lengur eða allt frá því að platan með lögum og textum Andrew Lloyds Weber og Tim Rice kom út. Hún kom á markaðinn áður en óper- an var sett á svið. Alan Parker lýsti strax yfir áhuga á að kvikmynda verkið en Weber ásamt rétthafanum að kvikmyndagerðinni, Robert Stigwood, töldu best að setja verkið á sviö fyrst. í grein í DV i fyrra var rakin hin dramtíska saga á bak við kvikmyndagerðina og hér er því aðeins drepið á hlut Alans Park- ers sem var búinn að leggja hugmynd- ina frá sér þegar Robert Stigwood bauð honum á frumsýningu á Evitu á Broadway árið 1980 og spurði hann í leiðinni hvort hann vildi ekki leik- stýra kvikmyndagerð sögunnar. Eftir góða umhugsun neitaði Parker tilboð- inu, eingöngu vegna þess að hann hafði nýlokið við að gera Fame, sem var eftir söngleik og var búinn að fá nóg af tónlistinni í bili. Parker segir að hann hafi oft séð eftir þessari ákvörðun þegar hann var að fylgjast með raunasögu Evitu yfir á hvíta tjaldið. það var svo ekki fyrr en allt var komið í strand á milli Roberts Stigwoods og Olivers Stones að Stigwood leitaði aftur til Parkers sem nú þáði boðið með þökkum. Glæsilegur ferill Fáir leikstjórar nútímans geta stát- að af jafnglæsilegum ferli og Alan Parker. Myndir hans hafa verið mis- góðar en ávallt áhugaverðar og hefúr honum tekist með góðum árangri að fara eiginlega í allar áttir í efnisleit. Fyrstu kvikmynd sína, Bugsy Malone, gerði hann árið 1975 og það vill svo til að í henni var nánast eingöngu sungið eins og I Evitu en þá er upptalið það sem þessar tvær myndir eiga sameig- inlegt. Eins og flestir kannast við eru börn klædd í fullorðinsfot í öllum hlutverkum í Bugsy Malone. Næsta kvikmynd Parkers var Midnight Express sem tilnefnd var til sex óskarsverðlauna og fékk tvenn og fékk Parker óskarinn sem besti leik- stjóri. Midnight Express hlóð á sig verðlaunum beggja vegna Atlantshafs- ins. í kjölfarið kom Fame, sem einnig fékk sex óskarstilnefhingar og stytt- umar urðu aftur tvær. Síðar var gerð mjög vinsæl sjónvarpssería upp úr Fame. í næstu kvikmynd sinni, Shoot the Moon, leitaði Parker á önnur mið og segir Parker að þetta sé sú kvik- mynda hans sem sé persónulegust. Al- bert Finney og Diane Keaton léku eft- irminnilega í myndinni. Tónlistin varð aftur viðfangsefiii Parkers í Pink Floyd: The Wall þar sem hann gerði kvikmynd upp úr rokkalbúmi Pink Floyd sem hafði fengi geysigóðar viðtökur. Næsta mynd hans, Birdy, sem gerð var eftir skáldsögu Williams Whartons, með þeim Nicholas Cage og Matthew Modi- ne í aðalhlutverkum, fékk sérstök dómaraverðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Angel Heart, sem hann gerði með Mickey Rourke i aðalhlutverki, er sjálfsagt hans dekksta kvikmynd. Þótti mörgum nóg um ofbeldið og var hún bönnuð á mörgum stöðum í Bandaríkjunum. Angel Heart var ein af fyrstu a-myndunum, ef svo má kalla, sem fékk stimpilinn X vestan hafs. Með Mississippi Buming, sem Alan Parker gerði 1988, sló hann aftur í gegn og var hún tilnefnd til sjö ósk- arsverðlauna. Sama ár fékk Alan Parker hina eftirsóttu viðurkenningu frá National Board of Rewiev, D.W. Griffith-verðlaunin. Næsta mynd hans, Come See the Paradise, vakti litla athygli og er sjálfsagt sú kvik- mynda Parkers sem fæstir þekkja til, The Commitments aftur á móti, sem hann gerði á írlandi, sló í gegn en þar fjallar hann um unga írska tónlistar- menn sem reyna að slá í gegn sem soulhljómsveit. Áður en Alan Parker tók til við gerð Evitu leikstýrði hann The Road to Wellville með Anthony Hopkins í aðalhlutverki, kvikmynd sem fór mjög misjafnlega í fólk, svo að ekki sé meira sagt. Alan Parker hefur auk kvikmynda- gerðar gert tvær sjónvarpsmyndir sem unnið hafa til verðlauna og skrif- að skáldsögur. Hann er einn af stofn- endun Directors Guild of Great Brita- in og er einn eftirsóttasti fyrirlesari í kvikmyndaskólum heimsins. -HK Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund mánudaginn 24. mars n.k. á Hótel Sögu, Súlnasal kl. 20:30. Fundarefni: 1. Nýgerður kjarasamningur kynntur. 2. Allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn verður með eftirfarandi hætti: Á félagsfundinum 24. mars kl. 21:00-23:00 Þriðjudag 25. mars kl. 08:00-22:00 í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 á 1. hæð Miðvikudag 26. mars kl. 08:00-18:00 í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 á 1. hæð Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur K V I K M Y HD A !j Laugarásbíó/Regnboginn - Evita: Konan sem dáleiddi heila þjóð ★** Helsti galli flestra söngleikjamynda er hversu oft illa tekst að sam- ræma tal og söng. Það er auðveldara að samræma þetta tvennt á sviði þar sem áhorfendur eru í mikilli nánd við flytjendur. Á þetta er minnst þar sem Evita hefur það fram yfir söngleikjamyndir að þar er nánast ekkert talað. Það er því ekki um að ræða að það þurfi að vera gott sam- ræmi á milli taltexta og tónlistarflutnings og það er rangt að tala um Evitu sem söngleik eins og gert er, Evita er ópera. Að kvikmynda óperu gerir það að verkum að önnur vandamál skap- ast. Ekkert betur hefur tekist við að koma óperum í kvikmyndaform en söngleikjum og kemur þar sama vandamálið, fiarlægð áhorfandans við tónlistarflutninginn. Það er því ekki nóg að tónlistin sé góð eins og raun- in er um Evitu, þama þarf að koma sterkt og gott myndmál og þar bregðast þeir ekki sem eru bak við myndavélina í Evitu. Leikstjórinn Alan Parker og kvikmyndatökumaðurinn Darius Khondji skapa vel heppnaða útfærslu á þessu vinsæla verki sem segir frá upphefð smá- stimisins Evu, eftir að hún verður lagskona stjómmálamannsins Juan Perons, og dramatískri ævi hennar. Evita er heilmikið sjónarspil, glæsileg útlits og inntakið gefandi. Alan Parker sem hefur meiri reynslu en flestir aðrir í gerð kvikmynda þar sem tónlistin skiptir miklu máli (Bugsy Malone, Fame, The Wall, The Commitments) sýnir sínar bestu hliðar. Mikið jafhræði er á milli atriða hvort sem það em fámenn söngatriði eða stór kóratriði og hin glæsilega tónlist Andrew Lloyd Webbers og útsjónarsamir textar Tim Rice njóta sín vel í frábæram flutningi leikhóps sem í fyrstu hefði mátt ætla að ætti lítið sameiginlegt. Góð frammistaða poppgyðjunnar Madonnu kem- ur vissulega á óvart, en enn meira kemur á óvart hversu góöur söngvari Antonio Banderas er og það er hann í hlutverki sögumannsins sem á ekki litinn þátt í að Evita þjappast saman í eina heild sem er einstaklega skemmtileg upplifun bæöi fyrir eyru og augu. Leikstjóri: Alan Parker. Kvikmyndataka: Darius Khondji. Tónlist: Andrew Lloyd Webber. Texti: Tim Rice. Aðalleikarar:Madonna, Antonio Banderas, Jonathan Pryce og Jimmy Nail. Hilmar Karlsson Kringlubíó/Bíóhöllin - Metro: Með kjafti og klóm ** Eddie Murphy á voðalega erfitt með að vera eitthvað annað en Eddie Murphy. Það er helst þegar hann fær að breyta algjörlega um líkams- form, eins og hann gerði svo eftirminnilega í The Nutty Professor, sem hann getur komið sér út úr hinum staðlaða Eddie Murphy karakter. The Nutty Professor var mikill sigur fyrir Eddie Murphy og hlaut hann upp- reisn æm eftir nokkur mögur ár. í Metro fer í sama farið og áður, hann er að leika Eddie Murphy sem reynir stundum að vera alvarlegur en tekst það ekki. Það er greinilegt að Murphy hefur gaman af að leika löggur, þrjár Be- verly Hills Cop og tvær 48 Hrs. er sönnun þess. í Metro er hann enn einu sinni kominn í Eddie Murphy löggugervið, lögga sem kjaftar meira en allar aðrar persónur myndarinnar til samans. Aftur á móti er munur- inn á Metro og Beverly Hills Cop myndunum (sérstaklega fyrstu tveim- ur) sá að það er í raun ósköp lítið í Metro, sem gefur Eddie Murphy tækifæri til að sýna sínar bestu hliðar. Það verður þó að segja honum til vamar að þegar hann greinilega tekur það upp hjá sjálfum sér að koma með húmor í vitavonlaust handrit þá lyftir hann myndinni aðeins upp yfir hið lága plan sem hún annars er á. Metro gerist í San Francisco. Að sjálfsögöu fáum við hinn hefðbundna bílaeltingarleik í brekkum borgarinnar og það meira að segja með þátt- töku sporvagns í þetta skiptið. Það að gera nákvæmlega eins og í flestum löggumyndum sem gerast í San Francisco sýnir andleysiö í sögunni. Það er ekki bara eltingaleikurinn sem er ofnotuð klisja í Metro, sagan í heild er fyrirsjánleg vegna þess að hún hefúr verið notuð ótal sinnum áður á ýmsa vegu og því er spennan í lágmarki, sérstaklega er fyrri hlutinn flatm-. Metro er því ekki burðug og ekki er það til bóta að hún er allt of löng. Leikstjóri: Thomas Carter. Handrit: Randy Feldman. Kvikmyndataka: Fred Murphy. Tónlist: Steve Porcaro. Aðaíleikarar: Eddie Murphy, Michael Rapaport, Michael Wincott og Car- men Ejogo. Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.