Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997 Fréttir Samningar undirritaðir og verkföllum frestað: Sjötíuþúsundkallinn og rauð strik eru inni - lágmarkshækkun launa verður 12,86 prósent á þremur árum Eftir um það bil 36 stund óslitna samningalotu voru nýir kjarasamn- ingar undirritaðir í Karphúsinu í gærkveldi milli vinnuveitenda og Verkamannasambandsins, Lands- sambands verslunarmanna, Fram- sóknar og Dagsbrúnar. Undirritun samninga við Samiðn biða þar til i dag. Það var um klukkan 17.00 sem menn fóru að bíða eftir undirritun en hún dróst fram undir klukkan 21.00 vegna þess að villur fundust og menn voru að bóka eitt og annað. Deilur um hvort fresta ætti verkfalli eða aflýsa því eins og vinnuveitend- ur vildu töfðu undirritun samning- anna. Samningsaðilar virtust flestir ánægðir með kjarasamningana sem gilda til 15. febrúar árið 2000. Lágmarkshækkun launa verður 12,86 prósent á samningstímabilinu. Það er 4,7 prósent hækkun við und- irritun. Þann 1. janúar 1998 hækka laun um 4,0 prósent og 1. janúar 1999 um 3,65 prósent. Þann 1. janúar næstkomandi og út samningstimabilið skulu lág- Enda þótt Guðmundur J. Guðmundsson sé nú hættur að fást við kjarasamninga taka menn ennþá ■ nefið í Karphús- inu. Ólafur Ólafsson, formaður Vinnuveitendasambandsins, hélt uppi merki neftóbaksmanna í stað Jakans við und- irritun kjarasamninganna í gærkveldi. Geir Gunnarsson aðstoðarsáttasemjari og Þórarinn V., framkvæmdastjóri VSÍ, fylgjast með, fullir lotningar. Dv-mynd Hiimar Pór Kj arasamningarnir: Samningarnir ein mesta taxtaaðgerð síðari ára - segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins „Ég tel að fyrir okkur í Verka- mannasambandinu sé þessi al- menni kjarasamningur einhver mesta taxtaaðgerð sem við höfum framkvæmt. Það næst að fram- kvæma það með því að byggja um leið upp starfsaldursþrepin og með öðrum brag en áöur hefur verið. Auðvitað má alltaf deila um það sem náðist og það sem náðist ekki. Ég tel að með því að koma trygging- unni inn, rauðu strikunum sem svo eru kölluð, hafi það bætt verulega úr varðandi þessa kjarasamninga," sagði Bjöm Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambands ís- lands, í gærkveldi. Hann sagðist telja að þessir kjara- samningar séu eitt síðasta tækifær- ið til að framkvæma þær taxtabreyt- ingar og fleira sem er í samningn- um. „Ég held að mjög fljótlega komi þessi kaupaukakerfí æ meira inn i samninga úti á vinnustöðunum. Án þess að ég ætli að gerast spámaður hygg ég að þetta samningaform verði ekki óbreytt áfram. Ég hygg að kaupaukaþátturinn færist út til fyrirtækjanna en aðrir þættir verði ræddir hér í Karphúsinu," sagði Bjöm Grétar. Því hefur verið haldið fram að með því að 70 þúsund króna lág- marklaun, sem koma 1. janúar næstkomandi, em fengin með því að taka ýmsa bónusa og kaupauka inn en ekki sem beinn launataxti sé verið að skilja elli- og örorkulífeyr- isþega eftir með lægri bætur en ella. Þessu hafnar Björn Grétar. „Þetta er þjóðsaga sem hefur far- ið í loftið. Taxtakerfið okkar fór mjög hátt upp en það er síðan alfar- ið í höndum stjórnvalda hvemig þau ætla að bæta ellli- og örorkulif- eyrisgreiðslurnar,“ sagði Bjöm Grétar. -S.dór markstekjur fyrir 40 stunda vinnu- viku vera 70.000 krónur fyrir starfs- menn 18 ára og eldri sem hafa unn- ið fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki. í raun þýðir þetta ekki að lægsti kauptaxti hækki í 70 þúsund krónur heldur eru taldar til launa í þessu sambandi hverskonar bónus-, álags og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vmnutíma. Þá má nefna að desemberuppbót í ár verður 25.100 krónur, á árinu 1998 verður hún 26.100 krónur og á árinu 1999 fer hún í 27.100 krónur. Orlofsuppbætur verða 8.400 krónur í ár, 8.800 krónur á næsta ári og 9.000 krónur árið 1999. Varðandi orlof fær verkafólk, sem unnið hefur 5 ár í sama fyrirtæki, 25 virka daga i orlof og orlofslaun sem nema 10,64 prósent. Þeir sem unnið hafa 10 ár fá 26 daga og 11,11 prósent orlofslaun og eykst 1998 í 27 daga og 11,59 prósent orlofslaun. Varandi rauð strik segir að samn- ingurinn eigi að skila auknunm kaupmætti á næstu ámm og að kaupmáttur ráðstöfunartekna verði marktækt meiri en í viðskiptalönd- um okkar. Leiði ófyrirséð atvik til þess að framangreint markmið ná- ist ekki þannig að þróunin frá upp- hafi samningsins verði ekki með hliðstæðum hætti og í viðskipta- löndum skulu fulltrúar heildarsam- takanna leggja mat á þróunina og gera tillögur um viðbrögð. Náist ekki samkomulag um viðbrögð geta stjórnir heildarsamtakanna sagt launalið samningsins lausum með 4 mánaða fyrirvara. Verkföllum hefur verið frestað. Atkvæðagreiðslu um kjarasamning- ana skal vera lokið fyrir 14. apríl. Ef eitthvert verkalýðsfélag fellir samn- ingana skellur verkfall þess ekki á fyrr en 23. apríl í fyrsta lagi. Oryrkjarnir sviknir í samningunum \7ovlrfallc\rulr-f- ’nacrchrn'nfir’ - sögðu verkfallsverðir Dagsbrúnar um samningana Hálfdán Jensen, verkfallsvöröur Dagsbrúnar. Það versta viö samninginn er aö hans mati aö öryrkjar séu skildir eft- ir en bætur til þeirra hafa lengst af veriö miöaöar viö lægsta Dagsbrúnartaxta. DV-mynd e.ói „Við erum langt frá því að vera ánægðir og okkur finnst slæmt að verið sé að bregðast öryrkjum og öldruðum og þeim lægstlaunuðu með því að hækka ekki lægstu taxt- ana, heldur beita sjónhverfingum. Örorkubætur eru miðaðar við lægsta taxta Dagsbrúnar og með þessu er verið að níðast á þeim sem minnst mega sín og þeir látnir sitja eftir að skipun ríkisstjómarinnar," sagði Hálfdán Jensen, Dagsbrúnar- maður á verkfallsvakt. Þeim Dags- brúnarmönnum sem stóðu vaktina í nótt var mörgum þungt í huga yfir samningunum í gær þegar DV heimsótti þá í bækistöð þeirra í gærmorgun. Hálfdán Jensen sagðist myndu hafa talið niðurstöðuna ásættanlega ef lægsti taxtinn hefði farið í 70 þús- undin um áramót. „Það er vegna þessa sem við emm alveg salt helv... illir, þó við reynum að vera stilltir og prúðir," segir Hálfdán. Þórir Guðjónsson stjómaði verk- fallsvaktinni í gærmorgun og sendi hópa út á vinnustaði víðs vegar um félagssvæði Dagsbrúnar þar sem grunur lék á verkfallsbrotum eða tilraunum til þeirra. Hann sagði að sama viðkvæðið væri alltaf haft uppi þegar Dagsbrúnarmenn kæmu á staðinn, að hér væra aðeins VR-, Iðju-, eða verkstjórafélagsmenn að störfum og síst af öllu í störfum Dagsbrúnarmanna. „Við era sárir og reiðir því út af fyrir sig snýst málið um afstöðuna til samningsgerðarinnar. Menn vora ekki að fella þessa tillögu sem kom fyrir viku síðan til að éta það síðan ofan í sig í dag. Þetta er and- skotann ekkert skárra en það sem var hafnað fyrir viku. Það er verið að tala um 0,4% hækkun, því að 70 þúsund krónurnar í taxtanum era alveg jafh langt í burtu og áður,“ sagði Dagsbrúnarmaður á verk- fallsvaktinni. „Ég var að fletta upp í Jörundi hundadagakonungi og refsifangar í nýlendum Breta 1827 höfðu samning sem var jafnvirði 70 þúsund króna mánaðarlauna og frítt fæði og gott húsaskjól. Þeir skyldu vinna frá sex á morgnana til sex á kvöldin og ekki mátti hreyfa við þeim eftir þann tíma. Svo er verið að segja að okkur komi ekki við þótt sé verið að fleygja hundruðum milljóna í óráð og vitleysu. Okkur er sagt að gera okkur að góðu upphæð sem er sam- kvæmt opinberam tölum um fimmt- ungur af meðalneyslu landsmanna. Ég er nú módel 1923 en þá var Dags- brúnartaxtinn 1,20 kr. danskar sem jafngildir 1.340 krónum á tímann ef hann hefði fylgt dönsku krónunni," sagði Baldur Bjamason Dagsbrún- armaður við DV. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.