Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997 Afmæli______________________ Gunnar Steinþórsson Sigurður Gunnar Steinþórsson gullsmíðameistari, Víðigrund 51, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Seltjamamesinu og í Kópavoginum. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði gullsmíði hjá föður sínum, Steinþóri Sæmundssyni, lauk Sveinsprófi 1968 og stundaði síðan framhaldsnám í Svíþjóð 1969 en meistararéttindi öðlaðist hann 1971. Þá hefur hann sótt framhaldsnám- skeið við Gullsmíðaháskólann í Kaupmannahöfn og stundað nám á fimmta ár við Myndlistarskólann í Reykjavik. Sigurður stofnaði fyrirtækið Gull og silfur, Laugavegi 35, ásamt Magnúsi bróður sínum og foreldrum 1971. Hann hefur starfrækt það fyrirtæki í tuttugu og sex ár og rekur það nú ásamt konu sinni. Á námsáranum sat Sig- urður í stjóm Iðnnema- sambandsins. Hann hefur verið formaður Félags ís- lenskra gullsmiða um árabil og hefur sinnt stjómarstörfum í ýmsum öðrum félögum. Fjölskylda Sigurður kvæntist 15.11. 1975 Kristjönu J. Ólafsdóttur, f. 9.3. 1954, verslunarmanni. Hún er dóttir Ólafs J. Hjartarsonar og Herborgar Ólafsdóttur. Dætur Sigurðar og Krist- jönu eru Sólborg S. Sig- urðardóttir, f. 18.5. 1975, nemi; Berglind Sigurðar- dóttir, f. 14.5.1978, nemi; Steinunn Þóra Sigurðar- dóttir, f. 13.7. 1984, nemi. Systkini Sigurðar eru Álfheiður Steinþórsdótt- ir, sálfræðingur í Reykja- vík, gift Vilhjálmi Rafns- syni yfirlækni; Magnús Steinþórsson, gullsmiður og hótelhaldari í Torquay á Suður- Englandi, kvæntur Gioriu Atkins; Steinþór Steinþórsson, deildarstjóri tölvudeildar Rafmagnsveitu Reykja- víkur, búsettm- í Kópavogi, kvænt- ur Bjamþóru Egilsdóttur ferðaskrif- stofumanni. Foreldrar Sigurðar; Steinþór Sæ- mundsson, f. 28.11. 1922, d. 19.10. 1984, gullsmíðameistari í Reykjavík, og k.h., Sólborg Sumarrós Sigurðar- dóttir, f. 12.1.1926, verslunarmaður. Ætt Steinþór var sonur Sæmundar Ingimundar Guðmundssonar, véla- manns í Hnífsdal, ísafirði og á Siglufirði en síðast í Reykjavík, og k.h., Ríkeyjar Þorgerðar Eiríksdótt- ur. Sólborg er dóttir Sigurðar Gunn- ars Jónssonar, sjómanns á Hjalt- eyri, og k.h., Jakobínu Guðrúnar Friðriksdóttur. Sigurður Gunnar Steinþórsson. Unnur Sæmundsdóttir Unnur Sæmundsdóttir, grafiskur hönnuður, Fagrahjalla 70, Kópa- vogi, er fertug í dag. Starfsferill Unnur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og í Kópavogi. Hún stund- aði nám við Iðnskólann í Reykjavík frá 1979, lærði hárgreiðslu og lauk prófi í þeirri grein 1982. Þá hóf hún nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1989 og útskrifaðist þaðan sem graflskur hönnuður 1992. Unnur starfaði við hárgreiðslu til 1989 en stundar nú listiðn á eigin vinnustofu að Fagrahjalla 70. Unnur lék handknatt- leik með Þrótti í Reykja- vík, Val og Ármanni frá ellefu ára aldri og til 1992. Hún er félagsmaður í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, hefur setið í stjóm klúbbsins og verið formaður kvennadeildar hans. Fjölskylda Unnur giftist 30.7. 1983 Aðalsteini Ömólfssyni, f. 11.1. 1953, framkvæmdastjóra hjá Litróf hf. Hann er sonur Ömólfs Ömólfssonar sem er látinn, og Stefaniu Guðmimdsdóttur. Böm Unnar og Aðalsteins em Hulda Þuríður Aðal- steinsdóttir, f. 14.10. 1974, sjúkrahúsritari, búsett í foreldrahúsum; Tómas Freyr Aðalsteinsson, f. 10.5. 1983, nemi. Hálfbróðir Unnar, sam- feðra, er Guðmundur Unn- arsson, f. 27.5. 1949, bif- reiðastjóri í Reykjavík. Alsystkini Unnar em Sig- ríður Sæmundsdóttir, f. 8.4.1952, fisk- verkakona á Eyrarbakka; Emilía Sæ- mundsdóttir, f. 1.7. 1953, húsmóðir á Blönduósi; Heiðbrá Sæmundsdóttir, f. 3.9. 1954, hjúkrunarffæðingur í Kópa- vogi; Tryggvi Sæmundsson, f. 4.12. 1955, sjómaður í Grindavík; Kristófer Sæmundsson, f. 16.12. 1958, lögreglu- maður á Blönduósi; Guðmundur Sæ- mundsson, f. 12.3. 1960, sjómaður og smiður á Akranesi. Hálfsystkini Unnar, samfeðra, em Davíð Brár Unnarsson, f. 9.9. 1979, nemi í Reykjavík; Hanna Sigga Unn- arsdóttir, f. 14.4. 1981, nemi í Reykja- vík. Foreldrar Unnar; Unnar Sæmund- ur Sigurtryggvason, f. 18.5. 1927, og Þuríður Guðmundsdóttir, f. 8.2. 1929, d. 29.9.1975. Unnur Sæmundsd.- Guðmundur Gíslason Guðmundur Gíslason, fyrrv. brú- arsmiður, Nestúni 4, Hvammstanga er níræður í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist á Klömbmm. Hann hóf störf hjá Vegagerð ríkis- ins 1928 við byggingu brúar á Hvítá i Borgarfirði. Hann starfaði síðan hjá ýmsum verkstjórum við brúar- vinnu hjá Vegagerðinni á sumrin til 1945 en á vetrum stundaöi hann einkum jámsmíðar. Guðmundur varð brúarverkstjóri hjá Vegagerð ríkisins 1945 og stund- aði þar verksfjóm til 1977 er hann lét af verkstjórastörfum fyrir aldurs sakir. Þó starfaði hann eftir það í brúarvinnuflokki dóttursonar síns, Guðmundar Sigurðssonar til 1982, Guðmundur byggði eða endurbyggði hundrað fimmtíu og eina brú á verkstjóraferli sínum, þær stærstu yfir Mið- fjarðará, Laxá í Dölum, Vatnsdalsá hjá Hnausum og Gljúfurá í Húnavatns- sýslu en það var síðasta brúin sem hann var verk- stjóri við. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Valgerður Þorsteinsdóttir, f. 31.12. 1910, fyrrv. ráðskona. Hún er dóttir Þorsteins Jónssonar, bónda að Gröf á Vatnsnesi, frá Lambastöðum á Álfta- nesi, og k.h., Sigríðar H. Pálmadóttur, frá Hraundal við ísafjarðardjúp. Böm Guðmundar og Val- gerðar era Sigríður Ása, f. 17.9. 1933, húsmóðir á Hvammstanga og starfs- kona við Sjúkrahús Hvammstanga, gift Sigurði Sigurðssyni lögregluvarð- stjóra og era synir þeirra Guðmundur og Sigurður Hallur; Þorgerður, f. 26.12. 1942, húsmóðir og starfs- maður Kaupfélags Vestur- Húnavatnssýslu, búsett á Hvammstanga, gift Krist- jáni Bjömssyni, forstöðu- manni Sundlaugar Hvammstanga og era böm þeirra Gerður, Guörún og Helgi Þór; Halldóra, f. 6.6. 1946, hús- móðir og verslunarmaður í Reykja- vík, gift Sigurði P. Bjömssyni versl- unarstjóra og era böm þeirra Elín, Hrönn, Birgir, Brynjar og Gísli Páll. Systkini Guðmundar vora Jóhann- es Ingimar, f. 1902, nú látinn, var bú- settur í Reykjavík; Elísabet Ágústa, f. 1904, nú látin, var húsfreyja í Hvarfi og síðar á Hvammstanga; Pétur, f. 1910, nú látinn, var búsettur í Reykja- vík; Unnur Sigurlaug, f. 1911, búsett á ísafirði; Kristín, f. 1916, búsett í Reykjavík; Halldór, f. 1919, nú látinn, var bóndi í Kambhóli og var síðar á Hvammstanga. Foreldrar Guðmundar voru Gísli, f. 17.9. 1877, d. 4.1. 1946, bóndi að Stað- arbakka, Klömbrum og að Skárastöð- um og víðar, og k.h., Halldóra Stein- unn Pétursdóttir, f. 1878, d. 1920, hús- freyja. Guðmundur verður að heiman á af- mælisdaginn. Guðmundur Gíslason. Til hamingju með afmælið 25. mars 75 ára Ingibjörg J. Ingimundardótt- ir, Klausturhólum II, Skaftár- hreppi. 70 ára Ragnhildur Sveinbjarnar- dóttir, Lambey, Fljótshlíðarhreppi. Friðþjófur Sturla Másson, Boðaslóð 13, Vestmannaeyjum. Stefán Vilhelmsson, Móaflöt 23, Garðabæ. Bjöm Karlsson, Þorragötu 9, Reykjavík. 60 ára Henný Torp Kristjánsson, Birkilaut við Vatnsenda, Kópa- vogi. Bragi Gunnarsson húsasmíðameistari, Nestúni 2, Hellu. verður sextugur á morgun. Hann tekur á móti gestum í Hellubíói á Hellu, á morgun, miðvikudaginn 26.3. frá kl. 20.00. 50 ára Lúðvík Emil Kaaber, Seilugranda 3, Reykjavík. Gunnar Guðjónsson, Digranesheiði 7, Kópavogi. Bjarki Tryggvason, Geitlandi 31, Reykjavik. Anton Sölvason, Lerkilundi 24, Akureyri. Magnús Guðmundsson, Vesturgötu 23, Reykjavík. Sigrún Óskarsdóttir, Hlugagötu 57, Vestmannaeyj- mn. 40 ára Birgir Öm Gestsson, Sævangi 35, Hafliarfirði. Elín Jónsdóttir, Neströð 3, Seltjamamesi. Alda Guðrún Jörundsdóttir, Markarflöt 35, Garðabæ. Bima Björk Sigurðardóttir, Háaleitisbraut 40, Reykjavík. Hreimur Heiðar Garðarsson, Hátröð 2, Kópavogi. Leifur Harðarson, Bugðulæk 3, Reykjavík. Kristin Viktorsdóttir, Byggðarenda 8, Reykjavík. Gunnar Óli Jónsson, Eyjabakka 20, Reykjavík. Guðmundur Oddgeirsson, Reykási 6, Reykjavík. Fréttir Heimsklúbbur Ingólfs hélt mikla Sólrisuhátíö á Hótel Sögu um síðustu helgi. Þar kynnti Ingólfur Guöbrandsson þær ferðir sem fyrirhugaðar eru á árinu. Hér er Ingólfur með hjónunum Þorgeiri Baldurssyni, for- stjóra Odda, og konu hans, Rögnu Gunnarsdóttur Þau mættu á Sólrisuhátíðina á Sögu, frá vinstri talið: Ólafía Axelsdóttir, Áslaug Axelsdóttir, Ragnar Bernhöft, Kristín Helga Hjálmarsdóttir og Einar Þorsteinsson. Módelsamtökin sýndu glæsiiegar flíkur á Sólrisuhátíðinni, meðal ann- ars loðfeldi frá Eggerti feldskera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.