Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Side 8
Steinþórsson / FÍT / BO-12.96 8 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997 Utlönd Táningarnir áttu aö deyja í fjölda- sjálfsmorðinu Þrír táningar, sera sluppu lif- andi ffá hópsjáifsmorði foreldra sinna og þriggja annarra félagi í sértrúarsö&iuðinum Hofi sólarinn- ar, áttu að deyja með þeim. Lög- reglan i Québec fylki í Kanada skýrði frá því í gær. Lögregla fann brunnin lík tveggja svissneskra karla og þriggja kvenna á laugardagskvöld í húsi í eigu eins félaga í söfiiuðin- um. Safhaðarmeðlimir trúa því að með því aö svipta sig lifi í eins kon- ar helgiathöfn endurfæðist þeir á stjömunni Síríusi. Unglingamir komu út úr kofa einum skammt frá brennandi hús- inu á laugardag og virtust allir vera undir áhrifum einhvers konar lyíja. Þeir sögðu lögreglu að foreldrar þeirra hefðu ætlað að hafa þá með. Öflugur jarð- skjálfti í Chile Öflugur jarðskjálffi, sem mældist 5,3 stig á Richter, skók Santiago, höf- uðborg Chile, í gær og olli straum- rofi og hræðslu meðal íbúanna. Ekki urðu þó neinar alvarlegar skemmdir né heldur meiðsl á fólki. Skjálftinn varð á tíunda timan- um i gærkvöldi aö staðartíma og stóö í 45 sekúndur. Reuter Uppreisnarmenn í Saír unnu mikinn sigur í gær: Forsætisráðherra gafst upp og hrökklaðist frá Uppreisnarmenn í Saír unnu stærsta sigur sinn til þessa í gær þegar þeir neyddu forsætisráðherra landsins til að segja af sér. Kengo wa Dondo gafst upp í gærkvöldi eft- ir flrnm mánaða árangurslausar til- raunir til að kveða niður uppreisn- ina í austurhluta landsins. „Mér er ómögulegt að halda áfram í starfi mínu og þess vegna segi ég af mér,“ sagði forsætisráð- herrann í afsagnarbréfi sínu til Mobutus Seses Sekos, forseta lands- ins. Forsetinn, sem er 66 ára gamall og þjáist af krabbameini í blöðru- hálskirtli, féllst á afsögnina en bað Kengo um að gegna áfram embætti þar til eftirmaður hans hefði fund- ist. Afsögnin olli mikilli pólitískri óvissu í höfuðborginni Kinshasa. Á sama tíma söfnuðust hundruð her- manna frá Bandaríkjunum, Béigíu og Frakklandi saman hinum megin Saír-árinnar, í nágrannaríkinu Áttu þáb til áb gleyma? SHARP QZ-1050 Skipuleggjari Afar nettur en öfluaur skipuleggjari sem gerir þér kleift að nalda utan um ýmsar upplýsingar ó einfaldan og þægilegan móta. • Geymir símanúmer vina og ættingja • Lætur þig vita um afmælisdag þeirra • Minnir þig á tannlæknin, stefnu- mótið, íþróttaæfinguna o.s.frv. Heldur utanum kostnaðarliði þina 1 Geymir minnispunkta • Ér klukka Vekur þig Er reiknivél 1 Er með lykilorS (secret mode) 4.900." Lágmúla 8 • Sími 533 2800 SNÆLAND GRÍMSSON Langholtsvegur 115 • Sími 588 8660 Ferd á Skeidarársand Skírdagur Heimamaður mun verða leiSsögumaður á sandinum. VerS kr. 2.200, yngri en 12 ára kr, 1000. Upplýsingar í síma 588 8660 Við höfum þjónaö innlendum og erlendum ferðamönnum í meira en 30 ár, i byggð og óbyggð. Leigjum út hópferðabíla fyrír allt að 60 farþega. Viöskiptin gengu sinn vanagang á kolamarkaöinum í Kinshasa, höfu&borg Saírs, f gær þrátt fyrir ólguna í landinu. Sfmamynd Reuter Kongó, til að búa sig undir brott- borgara sem búa í Sair. flutning um sjö þúsund erlendra Baráttan um embætti forsætisráð- herra er þegar hafin í Saír en greini- legt var á viðtölum við fólk á götum höfuðborgarinnar að það vildi fá Étienne Tshisekedi, gamian and- stæðing Mobutus, i embættið. Stjórnarandstöðuflokkamir ætla að funda í Kinshasa í dag til að reyna að tilnefha nýjan forsætisráð- herra. Samkvæmt bráðabirgða- stjómarskrá Saírs velur stjórnar- andstaðan sinn mann en Mobutu forseti verður að leggja blessun sina yfir valið. Helsta verkefni sem blasir við stjóminni er að sannfæra Laurent Kabila, leiðtoga uppreisnarmanna, um að fallast á vopnahlé og taka upp samningaviðræður. Kabila, sem hafnar vopnahléstil- lögum Sameinuðu þjóðanna, hefur sagt að hann muni ekki hætta bar- dögum fyrr en eftir að beinar við- ræður hefjast við Mobutu eða her landsins sem er í algjörri upplausn. Reuter Palestínumaöur kastar grjóti aö vegatálma ísraelskra hermanna á Vestur- bakkanum. Simamynd Reuter Palestínumenn slíta lögreglusamstarfi: Neita að ganga að skilyrðum ísraels Hundruðum Palestínumanna og ísraelskum hermönnum lenti í gær saman á Vesturbakkanum og her- menn skutu á og særðu araba við vegatálma á Gaza-svæðinu. Var þetta fimmti dagurinn í röð sem til átaka kom milli Palestínumanna og ísraela. ísraelskar öryggissveitir voru í viðbragðsstöðu vegna mögulegra árása Hamas-samtakanna sem stóðu á bak við sjálfmorðsárás í Tel Aviv síðastliðinn föstudag. Samtök- in hafa hótað fleiri árásum haldi ísraelsk yfirvöld áfram fram- kvæmdum vegna smíði þúsunda íbúða fyrir gyðinga í arabíska hluta Jerúsalem. Ríkisstjóm ísraels sakaði í gær heimastjóm Palestínumanna um linkind í viðleitni sinni við að hindra fleiri hryðjuverk. Yfirvöld i ísrael kváðu þó möguleika á friðar- viðræðum við Palestínumenn enn fyrir hendi berjist þeir gegn hryðju- verkum. Palestínumenn tilkynntu í gær að þeir hefðu slitið lögreglu- samstarfi við ísraelsmenn vegna brota þeirra á ákvæðum friðarsam- komulagsins. Neita Palestínumenn að ganga að skilyrðum ísraels- manna. Reuter Fundu konubúk Lögreglan í Belgíu fann í gær búk af konu en hafði áður fundið útlimi þriggja annarra kvenna í plastpokum. Leitar lögreglan nú fjöldamorðingja. Snúa í austurátt Rússar beina athyglinni að ná- grönnum sínum I austri eftir leið- togafundinn og taka á móti for- sætisráðherrum Indlands og Klna til viðræðna í dag. Vaxandi þrýstingur Þrýstingurinn á forsætisráð- herra Papúa Nýju-Gineu að segja af sér jókst eftir að nokkrir ráð- herrar hans viku úr embætti. Forsætisráðherrann er gagnrýnd- ur fyrir að ráða erlenda málaliða til að bæla niður uppreisn að- skilnaðarsinna. Gore í Kína Varaforseti Bandaríkjanna, A1 Gore, hitti í morgun Li Peng, forsætisráðherra Kína, í Peking. { dag verður Gore viðstaddur er undirritaðir verða viðskipta- samningar Boeing og General Motors við Kínverja. Ekkert öryggi Sali Berisha, forseti Albaníu, sagðist í gær ekki geta tryggt ör- yggi hjálparsveita sem sendar yrðu til landsins. Morðvopns ieitaö Sænska lögreglan ihugar nú að leita með neðansjávarvélmenni i Stokkhólmi til að reyna að finna vopnið sem Palme var myrtur með. Lögreglan leitar einnig að skotfærum í sumarhúsi sprengju- sérfræðingsins Tingströms á eyj- unni Ingarö nálægt Stokkhólmi. Bretar fáfróðir Nær lielmingur bresku þjóðar- innar tengir ekki reykingar við krabbamein. Sjö af hverjum átta vita ekki að sólböð geta valdið krabbameini. Verja vopnasamning Hvíta húsið varði í gær nýjan afvopnunarsamning Rússlands og Bandaríkjanna sem repúblikanar hafa gagmýnt. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.