Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997 íþróttir unglinga Glíma í Grafarvogl: Líflegt grunnskólamót Ellefta grunnskólamót Gllmu- sambands íslands var haldið í Grafarvogi 15. og 16. mars. Um 119 nemar úr 30 skólum víðs vegar af landinu mættu til leiks. Keppt var á þrem völlum sam- timis í hinu stóra íþróttahúsi Kjölnis í Grafarvogi og var mikið um aö vera á öllum völlum samtímis. Þessi góða þátttaka er að þakka öflugri kynningu á þjóðaríþróttinni í grunnskólum landsins á vegum GLÍ, sem hefur staðið yfir í áratug. Úrslit urðu þessi. Stúlkur 4. bekkur: 1. Halldóra Markúsd. Bamsk. Gaulv. 2. Eva Ólafsd..........Melask. Rvk 3. Sigrún Ámad.........Húsask. Rvk Þama em mjög efnilegar stúlkur á ferðinni en Haildóra vakti eikmn at- hygli fyrir mýkt og Upurö. 5. bekkur: 1. Gréta Þórisdóttir. .. . Melask. Rvk 2. Anna Bjarkadóttir.. . Melask. Rvk Gréta mætti ein tU leiks og leit því illa út um keppni. Hún átti þó krók á móti bragði, hringdi í vinkonu sína, Önnu, og skólinn fékk sinn meistara. 6. bekkur: 1.-2. Harpa Magnúsd Laugalsk. Rang. 1.-2. Hugrún Geirsd. Bamask. Gaulv. 3.-4. Berglind Kristinsd Laugls. Rang. 3.-4. Hildur ösp Garöarsd.. Hvolssk. 7. bekkur: 1. Andrea Pálsd. .. . Laugalsk. Rang. 2. Soffia Bjömsd .. Grsk. Skútusthr. 3. HUdigunnur Kárad Grsk.Skútusth. 8. bekkur: 1. Inga Pétursd.... Grsk. Skútusthr. 2. Brynja Hjörleifsd Grsk. Skútusthr. 3. Sigrún Jóhannsd Grsk. Skútusthr. Þama unnu hinar öflugu stúlkur úr Mývatnssveit þrefalt. Inga er dóttir Péturs Yngvasonar, margfalds glimu- kóngs og er afar sterk. 9. bekkur: 1. Tinna Guðmundsd. Grs. Sauðárkr. 2. Ásta Benediktsd. . . Grsk. Skútust. 10. bekkur: 1. Steinunn Eysteinsd.. Grsk. Húsav. 2. Magnea Svavarsd. ... Grsk. Hellu 3. Brynja Gunnarsd.. Sólvsk. Selfossi Steinunn er sterk og vann öraggan sigur og dugðu hvorki snerpa Magn- eu né tækni Brynju. Drengir 4. bekkur: 1. Halldór Guðjónss .. . Húsask. Rvk 2. Tryggvi Teitss....Húsask. Rvk. 3. Arnar Ámason .. Grsk. Sauðárkr. 5. bekkur: 1. Guöni Jensson . . Fljótshlsk. Rang. 2. Ástþór Barkars.Bamask. Laugarv. 3. Jón Ingileifss. . Ljósaf.sk. Grímsn. 6. bekkur: 1. Ivar ívarsson......Melask. Rvk 2. Helgi Jóhannss.....Melask. Rvk 3. Pálmi Hjaltason .... Melask. Rvk Þama unnu Vesturbæíngar fræki- legan sigur. ívar er mikill hábragða- maður og hefur náð fúrðulega góðum tökum á þeim af svo ungum manni. 7. bekkur: 1. Heimir Hansen .. . Hamrask. Rvk 2. Jökull Elísabetars. Vesturbsk. Rvk 3. Jón Kristinss.... Fljótshlsk. Rang. 8. bekkur: 1. Einar Helgason .. Laugalsk. Rang. 2. Kristján Másson . Grsk. Sauöárkr. 3. Guömundur Valss. Grsk. Reyðarfl. 9. bekkur: 1. Jón Eyþórsson .. Grsk. Skútusthr. 2. Benedikt Jakobsson.Grsk. Garöab. 3. Þórólfur Valsson. . Grsk. Reyðarfi. 10. bekkur: 1. Stefán Geirsson.. Sólv.sk. Selfossi 2. Daniel Pálsson. Bamask. Laugarv. 3. Björgvin Loftsson, Laugalsk. Rang. Stefán var í sérflokki. Mátti þó passa sig á hinum brögðótta Daníel. Þessir kappar skipuöu efstu sætin í íslandsmótinu í glímu, f flokki 18-19 ára. Frá vinstri: íslandsmeistarinn, Pétur Eyþórsson, HSÞ, Ragnar Skúlason, HSÞ, 2. sæti og Björgvin Loftsson, Garpi, 3. sæti. DV-myndir Hson Meistaramót íslands - Landsflokkaglíman 1997: Fimmtugasta mótið haldið í Grafarvogi - metþátttaka og krýndir voru 15 íslandsmeistarar Fyrsta Landsflokkaglíman fór fram árið 1947 og því var þetta mót nú í Grafarvogi 50. mótið í sögu glímunnar. Það var Kjartan Berg- mann, glímukappi úr Ármanni, sem var framkvæmdastjóri ÍSÍ frá 1945-1951, sem kom Landsflokka- glímunni á laggimar. í dag er þetta mót langvinsælast allra glímumóta í landinu. Glímumenn fögnuðu afmælismót- inu með metþátttöku, því um 120 glímumenn beggja kynja tóku þátt að þessu sinni. Nú var það nýmæli að í fullorð- insflokkum máttu keppendur taka þátt í tveimur flokkum og nýttu menn sér það til aukinnar keppni. Þetta hleypti miklu fjöri í mótið og jók á spennuna í eldri flokkunum. Þetta mikla mót hófst kl. 10,00 á sunnudeginum og lauk ekki fyrr en kl. 17 enda var þá lokið 424 viðureignum sem flestum lauk með byltu. Keppt var á þrem völlum samtímis í yngri flokkunum en þegar kom aö fullorðinsflokkum var keppt á tveimur völlum og síðast var aðeins eftir lokakeppnin í þyngsta flokki karla. Krýndir voru alls 15 íslandsmeistarar í öllum aldurs- og þyngdarflokkum mótsins og er það í fýrsta sinn sem keppt er í þeim öllum. Dreymir um aö vinna beltið Pétur Eyþórsson, HSÞ, v£irð ís- landsmeistari í flokki 18-19 ára: „Þetta er fyrsti íslandsmeistara- titillinn minn og það er ekki fyrr en núna að ég er að taka fram úr í mínum aldursflokki. Glíman gegn Ragnari var mjög erfið því hann er þrælsterkur og það tók mig nokk- Umsjón Halldór Halldórsson um tima að átta mig á honum. Ég geng upp um flokk um næstu áramót og hlakka ég til, því ég held að það verði hið besta mál. Mig dreymir um að vinna beltið eftir um það bil fjögur ár, í síðasta lagi,“ sagði Pétur að lokum. Bræður íslandsmeistarar Bræðumir Júlíus og Þórður Jak- obssynir, Víkverja, urðu báðir ís- landsmeistarar, Júlíus í flokki 12-13 ára og Benedikt í flokki 14-15 ára: „Ég byrjaði frekar ifla, en þetta lagaðist aflt saman eftir því sem á leið og er ég mjög sáttur með árang- urinn. Ég hef keppt mikið undan- farin ár og fannst mér flokkurinn mjög erfiður núna,“ sagði Benedikt. „Sigurinn kom mér ekkert á ó- vart - og er afltaf jafh gaman að sigra. Jú, ég held áfram í glímunni en er í fótbolta á sumrin, það fer vel saman," sagði Júlíus. Sigrún var erfið Eva Dröfn Ólafsdóttir, dóttir Ól- afs H. Ólafssonar, glímukappa úr KR, varð í 2. sæti í flokki 10-11 ára: „Sigrún Ámadóttir í Fjölni var svolítið erfið og náði að fella mig á sniðglímu á vinstra fæti og kom bragðið mér mjög á óvart. Ég verð að passa mig á henni næst,“ sagði Eva. DV þakkar Jóni M. ívarssyni fyrir góðar upplýsingar um mótið. Bræöurnir í Víkverja, til vinstri er Júlfus Jakobsson, sem varö ís- landsmeistari i flokki 12-13 ára og til hægri er Benedikt Jakobsson, en hann varö íslandsmeistari í flokki 14-15 ára. Báöir þessir strákar hafa náö mjög athyglisveröum árangri og er mikils af þeim vænst. Sigrún Árnadóttir, Fjölni, sigraöi í flokki 10-11 ára. Hún og Eva Dröfn, KR, hafa unnið til skiptis. Frá vinstri, Eva Dröfn Ólafsdóttir, KR, sem varö I 2. sæti f flokki 10-11 ára (tapaöi fyrir Sugrúnu Árnadótt- ir, Fjölni), systir hennar Berglind Ólafsdóttir, 8 ára, og Sif Steingrímsdóttir sem varö í 3. sæti. Landsflokkaglíman 1997: Úrslit Hnátur, 19-11 ára: 1. Sigrún Árnadóttir..........Fjölni 2. Eva Dröfh Ólafsdóttir.........KR 3. HaUdóra Markúsdóttir.Umf. Samh. Allt era þetta liprar stúlkur og gam- an að sjá hve fimlega þær glímdu. Telpur, 12-13 ára: 1. Andrea Ösp Pálsdóttir....Garpi 2. Hildigunnur Káradóttir......HSÞ 3. Soffia Bjömsdóttir..........HSÞ Andrea gaf hvergi eftir og varð bæði Grunnskóla- og íslandsmeistari. Meyjar, 14-15 ára: 1. Inga Pétursdóttir...........HSÞ 2. Tinna Guðmundsdóttir .... Þrym 3. Ásta Benediktsdóttir........HSÞ Inga er hávaxin og sterk og hefúr til- einkað sér þingeyska glímuhefð með góðum árangri. Tinna varð aö láta í minni pokann þó árinu sé eldri og ágætlega að manni. Hnokkar, 10-11 ára: 1. Guðni Jensson . .. Umf. Þórsmörk 2. -3. Ástþór Barkarson . Umf. Laugd. 2.-3. HaUdór Guöjónsson Umf. Fjölni Margir vaskir glímdu í þessum flokki. Guðni sigraði líka í skólamót- inu. Hann hefur krafta vel í meðal- lagi og glímir yfirvegað. Ástþór er heldur glímnari og ef hann næði tök- um á mótbrögðum væri ekki að sök- um að spyrja. Halldór er árinu yngri og gerði vel að ná í verðlaun. Piltar, 12-13 ára: 1. Júlíus Jakobsson .. Umf. Víkveija 2. Jón Kristinsson .. Umf. Þórsmörk 3. Jón Baldursson...............KR Júlíus er reyndur kappi, þrátt fyrir ungan aldur. Snerpa hans og harð- fylgi, ásamt skæðu leggjarbragði tryggðu honum sigur. Sveinar, 14-15 ára: 1. Benedikt Jakobsson Umf. Víkverja 2. Jón Eyþórsson...............HSÞ 3. Þórólfur Valsson............UtA Benedikt tókst að hefna ófaranna gegn Jóni frá þvi 1 skólamótinu. Drengir, 16-17 ára: 1. Ólafur Kristjánsson.........HSÞ 2. Daníel Pálsson ... Umf. Laugdæla 3. Stefán Geirsson. .. Umf. Samhygð Ólafur var öruggur sigurvegari í þessum aldursflokki enda með ólík- indum öflugur eftir aldri. Unglingaflokkur, 18-19 ára: 1. Pétur Eyþórsson............HSÞ 2. Ragnar Skúlason............HSÞ 3. Björgvin Loftsson........Garpi Pétur er fisléttur og snarpur glimu- maður og hefur ágæt tök á ýmsum brögðum. Einkum þótti snjallt að sjá hann beita „Eyþórskrækjunni“ sem hann hefur tekið i erfðir frá fóður sínum, Eyþóri, fyrram glímukóngi. - Ragnar er stæltur og glimdi stíft til sigurs en varð þó að játa sig sigraðan af bragðvísi Péturs. Björgvin tókst að komast upp á milli i þingeyska hópn- um og var það allgott afrek, því i 4. sæti varð Yngvi Pétursson, HSÞ og þarf ekki að ættfæra hann frekar. Karlar, -68 kg: 1. Siguröur Nikuláss.. Umf. Víkverja 2. Daniel Pálsson . . . Umf. Laugdæla Báðir era miklir léttleikamenn og afar friskir að glíma. Daníel er aðeins 16 ára en veitti þó Sigurði harða keppni. Karlar, _74 kg: 1. Helgi Kjartansson .... Umf. Hvöt 2. Siguröur NikulássonUmf. Vikveija 3. Oddbjöm Magnússon........Þrym Helgi hefur litið verið með í vetur vegna meiðsla en kom nú aftur á glimuvöllinn og átti ekki i miklum vandræðum enda þrautreyndur og fimur glímumaöur með mjög mikla bragðakunnáttu. Karlar, -81 kg: 1. Amgeir Friðriksson..........HSÞ 2. Helgi Kjartansson .... Umf. Hvöt 3. Oddbjöm Magnússon........Þrym Arageir hefur verið nánast ósigrandi i vetur og hér bætti hann íslands- meistaratitfl i safnið. Arngeir er lítiU, en snarpur og afar sterkur. Hann hefur gott vald á flestum brögðum glimunnar og enginn er öraggur gegn honum. Karlar, -90 kg: 1. Helgi Bjamason...............KR 2. Ragnar Skúlason.............HSÞ 3. Ingólfur Geirsson..........Þrym Helgi glimdi hér í 20. sinn á meist- aramótinu. Karlar, +90 kg: 1. Ingibergur Sigurðss., . Umf. Víkv. 2. Amgeir Friðriksson..........HSÞ 3. Jón B. Valsson...............KR í þessum flölmenna flokki rikti mikU spenna aUt frá upphafi tU enda. Tví- sýnasta keppni frá upphafi mótsins fyrir 50 árum. Konur -60 kg: 1. Karólína Ólafsd... Umf. Laugdæla 2. Magnea Svavarsdóttir.....Garpi 3. Dröfn Birgisdóttir . Umf. Samhygð Konur +60 kg: 1. Karólína Ólafsd... Umf. Laugdæla 2. Steinunn Eysteinsdóttir....HSS 3. Jóhanna Jakobsd.. Umf. Víkverja Karólina hefúr undanfarið verið nán- ast ósigrandi í kvennaflokki. Þar sem þetta er unglingasíöa þótti ekki er fært aö sleppa úrslitum i fuUorðinsflokkum vegna þess hversu keppendur era margir ungir aö ár- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.