Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Page 32
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997 Gaui litli og megrunin „Því miður er þetta komiö út í því líkt rugl að hann er farinn að auglýsa töflur sem hann segir vera leyndarmál sín.“ Ólafur G. Sæmundsson nær- ingarfræðingur um sjónvarps- megrun Gauja litla, i Morgun- blaðinu. Dreift eins og fuglafóðri „Ef kljúfa á hana upp og dreifa eins og fuglafóðri hringinn í kringum landið kemur harla lít- ið í hlut hvers og eins eða 4-5 krónur.“ Sighvatur Björgvinsson alþing- ismaður um Brunabótafélagið, eign sveitarfélaganna, í DV. Ummæli Fíkniefnasalinn og aug- lýsingadeildin „Hann er óneitanlega einn mesti flkniefnasali landsins og það viðurkenna allir nema núna auglýsingadeild útvarpsins." Hrafn Jökulsson ritstjóri um Franklín Steiner, í Degi-Tíman- um. Katastrófu-ferðamennska „Einn sjónvarpsmaðurinn orð- aði það þannig að gosið hefði dregið marga að, en jakarnir ættu eftir að draga enn fleiri. Þetta væri svona „katastrófu ferðamennska“.“ Dieter Wendler Jóhannsson, sölumaður íslandsferða í Þýskalandi, í Morgunblaðinu. Það fór ekki eins mikið fyrir afhendingu óskarsverðlaunanna á fyrstu árum óskarsins eins og nú er. Þau voru afhent í fyrsta sinn 16. maí árið 1929 á Blessuð veröldin Hollywood Roosevelt-hótelinu. Þá voru í salnum sæti fyrir 270 manns. í Shrine Auditorium þar sem hátíðin fór fram í nótt voru sæti fyrir 500 þúsund manns. Árlega eru gefln út leyfi fyrir blaðamenn og ljósmyndara og það þykir nánast að vinna í happdrætti að komast til að fylgjast með ailri dýrðinni. í ár voru veitt 1000 slík leyfi. Það er ekki gefið að halda há- tíð sem þessa því ekkert er til sparað. Sýningarhöllin sem há- tíðin fór fram í var leigð í marga daga og er leiguverðið 35.000 dollarar sólarhringurinn. Ekki er alveg vitað hvað marg- ir fylgdust með afhendingunni í sjónvarpi í nótt, en í fyrra var sagt að 30 mUljón sjónvarpstæki hafi verið stiUt á óskarsverð- launahátíðina aUan aíhendingar- tímann. Þá má að lokum geta þess aö 30 sekúnda auglýsinga- tími kostaði í ár 825.000 doUara sem er eitthvað um 58 miUjónir íslenskra króna. Nicole Kidman æfir sig fyrir há- tíöina, en hún var ein af mörgum stjörnum sem afhentu verölaun. Sitthvað um óskarsverð- launahátíðina Slydduél og éljagangur Skammt suðvestur af Reykjanesi er víðáttumikil 960 mb lægð sem þokast norðaustur. Suðvestanlands verður suðaust- angola eða kaldi með skúrum í dag en léttir tU með norðan stinnings- kalda í nótt. Norðvestan til verður austan- og norðaustanátt, allhvöss á Vestfjörðum en hægari annars stað- ar og slydduél í dag en allhvöss norðanátt og éljagangur í nótt. Norðaustanlands verður suðvestan- gola eða kaldi og skýjað með köfl- um. Um landið suðaustanvert er hægt vaxandi suðvestanátt, stinn- ingskaldi síðdegis en aUhvasst í nótt og skúrir eða slydduél. Norðvestan til á landinu verður vægt frost í nótt en annars verður hiti 1 til 5 stig. Veðrið í dag Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustangola eða kaldi, skúrir og hiti 2 til 4 stig í dag. Norðankaldi, skýjað með köflum og hiti nálægt frostmarki í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 19.59 Sólarupprás á morgun: 07.07 Síðdegisflóð í Reykjavfk: 19.28 Árdegisflóð á morgirn: 07.39 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 3 Akurnes skýjað 3 Bergstaðir skýjað 1 Bolungarvík slydda 1 Egilsstaóir skýjaó 1 Keflavíkurflugv. rigning 3 Kirkjubkl. alskýjaó 2 Raufarhöfn rigning 1 Reykjavík skýjað 3 Stórhöfði skúr 4 Helsinki snjókoma -6 Kaupmannah. skýjað -0 Ósló snjóél -1 Stokkhólmur skýjaö -3 Þórshöfn rigning 9 Amsterdam þokumóða 6 Barcelona súld 12 Chicago rigning 3 Frankfurt þokumóöa 6 Glasgow mistur 9 Hamborg skýjaó 1 London skýjað 5 Lúxemborg rigning 4 Malaga léttskýjað 10 Mallorca skruggur 13 París skýjaö 6 Róm þokumóða 7 New York heióskírt 4 Orlando heiöskirt 20 Nuuk -6 Vín þokumóða 2 Washington alskýjaó 5 Winnipeg alskýjað -1 Birgir Guðlaugsson, byggingameistari og skíðagöngumaður: „Vasagangan er gríðarlega skemmtileg" „Það var búið að vera draumur hjá mér í mörg ár að taka þátt í Vasagöngunni. Svo þegar dóttir mín og tengdasonur fluttust til Svíþjóðar opnaðist möguleiki. Ég byijaði að æfa sumarið 1995 með þetta í huga og hef haldið mér í þjálfun siðan og er sífellt að kom- ast í betra form,“ sagði Birgir Guð- laugsson, byggingameistari á Siglufirði og fyrrverandi íslands- meistari í skíðagöngu, en hann er fyrir skömmu kominn heim eftir að hafa tekið þátt í Vasagöngunni í Svíþjóð í annað sinn. Það er löng hefð fyrir Vasa- göngunni í Svíþjóð. Hún hefur ver- iö haldin árlega síðan árið 1922. Gahgan er 90 km löng. í ár byrj- uðu 14 þús. manns í göngunni en 13 þús. luku henni. Birgir dáist Maður dagsins mikið að skipulagningu göngunn- ar hjá Svíum. Öllum keppendum er startað samtimis en þeir bestu eru fremst og siðan er raðað eftir getu þannig að þeir lökustu eru aftastir. Gangan fer að mestu fram í skóglendi, á leiðinni eru sjö mat- stöðvar þar sem keppendum gefst kostur á ýmissi þjónustu s.s. nær- ingardrykk eða súpu, hægt er að Birgir Guölaugsson fá smurð skíði og lánaða stafi auk þess sem boðið er upp á sjúkra- þjónustu. Þeir sem hætta eru ein- faldlega keyrðir að lokamerkinu og boðnir velkomnir í keppnina að ári þegar þeir verða komnir í betri æfingu. Birgir fór fyrst í Vasa- gönguna árið 1996 og var þá ræst- ur í miðjum hópi keppenda. Hann segir að það hafi verið lærdóms- ríkt, t.d. hafi hann gert þau mistök að drekka ekki nóg á leiðinni því vökvatapið í likamanum sé mikið á svo langri göngu. Þá varð hann nr. 4481 í keppninni. Birgir kom þvi reynslunni ríkari og mun bet- ur undirbúinn til göngunnar. í ár var hins vegar færið erfitt og hann eins og fjöldi keppenda þurfti að skipta um smumingu undir skíð- unum meðan á göngunni stóð. Tími hans í ár varð 18 mínútum lakari en í fyrra en þrátt fyrir það færðist hann fram um tæplega 1000 sæti í göngunni. Sjálf Vasagangan fer ávallt fram fyrsta sunnudag í mars en hálfum mánuði áður hefjast göngumót á svæðinu þar sem hægt er að vinna sér inn punkta sem jafnframt gefa rétt til að starta framar í göng- unni. „Ég hef í bæði skiptin dval- ið þar og æft og keppt fyrir sjálfa aðalgönguna. Það er gífurlegur áhugi fyrir þessari keppni í Sví- þjóð. Þeir bestu hafa að miklu að keppa, sigurvegarinn fékk 50 þús. krónur sænskar og auk þess era veitt verðlaun þeim sem nær besta tímanum milli einstakra mat- stöðva. Þá er i boði ný Volvobif- reið fyrir þann sem nær að bæta besta tíma í keppninni en hann er 3 klst. og 46 mín. sem er ótrúlega góður tími á svo langri vega- lengd,“ sagði Birgir Guðlaugsson að lokum. -ÖÞ Myndgátan Lausn á gátu nr. 1768: Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi Haukar-KA í handboltanum Það fækkar liðunum í körfu- boltanum og handboltanum sem enn eru með í slagnum. Aðeins er eftir úrslitaviðureignin um ís- landsmeistaratitilinn í körfu- boltanum og nú er hafin undan- úrslitakeppnin í handboltanum. Iþróttir í gærkvöldi kepptu Afturelding og Fram. Nú er komið að Hauk- um og KA. Þar sem Haukar uröu ofar í deildarkeppninni eiga þeir fyrst heimaleik og fer hann fram I íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 20.25 í kvöld. Það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum fer í úr- slitakeppnina. íslenska unglingalandsliðið í knattspymu, 18 ára og yngri, er nú á faraldsfæti og tekur þátt í sterku móti. í dag leika íslensku strákamir við jafnaldra sína frá Belgíu. Leirlistaverk í Gallerí List Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona sýnir um þessar mrmdir verk sín í Gallerí List, Skipholti 50b. Þóra stund- aði nám við Myndlistarskóla Reykja- víkur og lauk prófi frá leirlistardeild MHÍ. Undanfarin ár hefur hún rekið vinnustofú á Álafossi í Mosfellsbæ. Þóra hefur tekið þátt i fjölda samsýn- inga og haldið margar einkasýningar. Gallerí List er nú starfrækt á tveim- ur stöðum í Reykjavík. Stutt er síðan opnað var gallerí og verslun að Skóla- vörðustíg 12 og er það opið virka daga kl. 12.00-18.00 og 12.00-15.00 á laugar- dögum. Gailerí List er búið að slíta bamsskónum og er nú elsta gallerí í Reykjavík undir stjóm sama eiganda. Bridge Sveit Richards Schwartz vann sig- ur í Vanderbilt-útsláttarkeppni sveita í Bandarikjunum nýverið. í sveit með Schwartz vom Mark Lair, Peter Boyd, Steve Robinson, Paul Soloway og Bob Goldman. Fyrirliðinn sjálfur var í að- alhlutverki í vöminni í þessu spili úr keppninni gegn fjórum hjörtum suð- urs. Sagnir gengu þannig, suður gjaf- ari og enginn á hættu: 4 D985 4» 4 •f 73 * ÁD9653 * — 4» G9632 •f 10982 * KG84 4 Á1042 •f ÁKD1075 4 Á65 * -- Suður Vestur Norður Austur lf» 14 1G pass 4»» p/h Schwartz fékk að eiga fyrsta slaginn á tígulkónginn og sá að það var nauð- synlegt að koma í veg fyrir tígult- rompun í blindum. Hann spilaði þess vegna einspili sinu í trompi og sagn- hafi, sem fékk slaginn á tíuna, lagði næst niður hjartaásinn. Þegar hann fékk vondu tíðindin í trompinu spil- aði hann næst lágum spaða að blind- um. Schwartz hefði getað sett lítið spil, en hann hafði ekki hugmynd um eyðu félaga í austur og setti þess vegna kónginn. Austur notaði tækifæ- rið og kallaði í laufi. Nú skipti öllu máli hverju Schwartz spilaði næst. Þrir möguleikar vom fyrir hendi, hlýöa laufkalli félaga, gefa honum stungu í spaða eða spila tíglum. Ef hann hefði spilað laufi hefði sagnhafi unnið spilið og ef vestur gefúr austri stungu í spaða verður austur að spila tígli til baka og fá aðra spaðastungu. Szhwartz ákvað að fara einfoldu leið- ina, tók tígulslagina og sagnhafi gat ekki komist inn í blindan og fengið niðurkast í laufásinn. Á hinu borðinu tókst sagnhafanum í sveit Shwartz að skrapa saman 9 slögum í þremur gröndum og veitti ekki af, því leikur- inn vannst með eins impa mun. ísak Örn Sigurðsson 4 KG763 4» 8 f KDG4 * 1072 Gaffallyftari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.