Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Blaðsíða 11
JjV ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997 ‘þnenning Önnum kafinn listamaður Eftir páska, nánar tiltekið 3. apríl, verður opn- uð sýning á sérkennilegum myndverkum eftir Þorvald Þorsteinsson í Gallerí Ingólfsstræti 8 í Reykjavík. Sýningin heitir „íslensk myndlist" og hann hefur unnið hana í samvinnu við frétta- stofu sjónvarps. Ekki er rétt að ljóstra upp um efni þessarar sýningar til að stela ekki spennunni frá væntanlegum áhorf- endum, en óhætt er að fullyrða að hún er alveg jafnfrumleg og annað sem þessi drengur hefur látið frá sér fara undanfarin ár - og er skemmst að minnast sýningar- innar Eilíft líf á Akureyri fyrr í vetur þar sem Þorvaldur sýndi okkur íslenskt mannlíf í nýju ljósi. En myndlistarsýningar eru ekki þaö eina sem Þorvaldur fæst við, hann er líka rithöfundur, og nú er verið að frumsýna Skilaboðaskjóðuna hans í Riga í Lettlandi, eins og áður hefur verið nefnt á þessari síðu. Svo er hann einn af höfund- unum sem er að vinna fyrir Sigurð Valgeirsson hjá Sjónvarpinu. Hans þáttur verður tekinn upp fyrstur, strax í vor. Og loks er Þorvaldur með verkefhi hjá Loftkastalanum sem vonandi kemst á fjalirnar i ár. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Schubert á rakarastofunni • • • lag hendinga snubbótt. Fyrsti tenór átti stund- um erfítt með að halda hæð í söng sínum; nokk- ur lög sigu hægt og síg- andi og stundum var innkoma í upphafi ekki hrein, þó að tónninn hafl verið margsleginn á píanóið. Það yrði til bóta að gefa kómum sunginn tón eftir tónkvísl frekar en pianótón. En fyrsti tenór sýndi það þó bæði í Nú hnígur sól og Brennið þið vitar að hann ræður vel við hæð- ina; þar söng hann fal- lega og klingjandi hreint í hæstu hæðir, bæði veikt og sterkt. Þá má líka varast tilgerð í dýnamík, eins og mátti heyra bæði í Kvöld- stemningu Carls Niel- sens og Heilig, Heilig þar sem skyndilegar styrkleikabreytingar virka eins og stílbrot í þeirri kyrrð sem bæði lögin búa yfir. Kórinn syngur langbest þau lög og verk sem samin era fyrir karlakór og söngur Rannveigar með kómum í lagi karlakórs- ins, Sjá dagar koma, eftir fyrsta stjóraand- ann, Sigurð Þórðarson, og Nótt Áma Thor- steinssonar var stórkostlegur. Píanóleikur Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur var fal- legur og fylgdi söngnum vel. Viðfangsefni úr sígildum tónbókmennt- um fyrir karlakóra ættu að vera þessum fína kór verðug að glíma við, auk íslensku laganna. Fyrir þann sem búinn er að heyra í kórnum árlega í næstum fjörutíu ár yrði það meira spennandi en að heyra enn einu sinni hina margsungnu Þakkarbæn. Aug- ljóst er að kórstjórinn hefur unnið árang- ursríkt starf við að efla og bæta hljóm kórsins, þar liggur að baki mikil vinna. Og til marks um að kórinn er dugmikill og get- ur vel færst meira í fang er sú staðreynd að hver einasti kórfélagi söng allan konsert- inn, hvert einasta lag, utanað. Andleg næring hef- ur ekki verið hátt skrifuð undanfarna daga. Búksorgirnar hafa dregið úr manni allan mátt. Ofsa- hræðslan við bensin- leysið tekur mikla orku, svo ekki sé tal- að um mjólkur- skortsvána. Þetta tvennt hefur tætt mann sundur og sam- an og verið svo tíma- frekt að það má þakka fyrir ef næst lág- markshvíld yfir blánóttina. Mér dettur í hug gamall sérvitringur sem bjó í torfkofa norður í Eyjafirði. Hann átti eina kú sem hann beitti á þakið á bænum sínum. Sum- sé, það var erfitt að koma auga á torfbæ- inn, hálfgrafinn inn í hól, en svo sást kusa uppi á þaki og maður vissi að þar var rétta leiðin. Einu sumri eða tveimur síðar kom ég til þessa manns, við skimuðum um eftir kusu sem átti að bera við himin, og viti menn: Þama stóðu þær tvær á þakinu. Auðvitað var bóndi fyrst af öllu spurður hvort hann væri að stækka við sig búið. Nei, en hon- um fannst Ljómalind sinni leiðast svo einni á þakinu að hann fékk lánaða kvígu á næsta bæ til að hafa henni til samlætis. ið að vera heima og horfa á eftir örfá- um lömbum sínum ekið til slátrunar. Nágrannar hans tóku það að sér fyr- ir hann. Sjálfur lagðist hann út á meðan og kom ekki heim i tvö dægur meðan á ósköpun- um stóð. Hann fór til fjalla og tók ekki annað með sér en tvær flöskur af mjólk. Svo drakk hann úr lækjum og tindi sér ber á göngunni. Að kvöldi lagðist hann til svefiis, en áður en hann sofnaði teygaði hann úr einni mjólkur- flösku og fann - eins og hann sjálf- ur sagöi - kraftinn og lífsgleðina hríslast um sig allan. Ég segi ekki að þessi saga komi fjöbniðl- um mikið við, en mjólk hefur verið ofar á baugi í þeim þessa dagana en hnéð á Clint- oni greyinu eða átökin fyrir botni Miðjarð- arhafs. Enda hafa þau lítið breyst frá þvi Kjartan bóndi á Skáldstöðum efri klifraði upp á þak kvölds og morgna og tutlaði hana Ljómalind. Bænadagamir eru framundan; þá er gaman að riíja upp ís- lendinga sem í hjarta sínu voru Jesúböm. Gleðilega hátíð. Blessuö kýrin Ljómalind - viö söknum afuröa hennar. Fjölmiðlar Sigríður Halldórsdóttir Eftir það mjólkaði hún miklu betur og var öll önnur og glaðværari kýr. Þegar haustaði og slátrun stóð fyrir dyr- um þá gat þessi blessaöi maður ekki afbor- Karlakór Reykja- víkur er ein af elstu tónlistarstofnunum landsins. Fáar þeirra hafa átt viðlíka vin- sældum að fagna og ár eftir ár fyllir kór- inn kirkjur höfuð- borgarsvæðisins fagn- andi tónleikagestum margoft. Áður fyrr voru slikar samkom- ur oftar kallaðar söngskemmtanir en tónleikar og spyrja má hvort við séum of gjörn á að upphefja tónlistina, setja hana á stall og einblína á músíkalska upplifun og fullnægju en van- meta kannski hið hreina skemmtigildi Kar|akór Reykjavíkur - framleiöir réttu blönduna. hennar? Eigmlega eru samkomur Karlakórs Reykjavíkur hvorki hreinræktaðir tónleik- ar né söngskemmtanir heldur blanda af hvoru tveggju. Það þarf engan að undra að heyra amerískan rakarastofukvartett beint ofan í messuþátt eftir Schubert og marg- sannað er að þetta er rétta blandan til að tryggja vinsældir og tryggð unnenda kórs- ins. Á fimmtudagskvöldið var hvert sæti skipað í Langholtskirkju þar sem kórinn söng undir stjóm Friðriks S. Kristinsson- ar. Efnisskráin var hefðbundin, sígild ís- lensk karlakóralög, norræn karlakóralög, gömul lög og klassík, dægurlög og einn óp- erukór. Það sem gerði þessa tónleika spennandi var flutningur á Alt rapsódíu eftir Jóhannes Brahms þar sem Rannveig Fríða Bragadóttir fór á kostum í einsöng með kómum. Auk þess frumflutti kórinn tvö lög; í júní, afar fallegt lag eftir Fjölni Stefánsson við ljóð Þorsteins Valdimars- sonar og Vor borg eftir fyrri stjórnanda kórsins, Pál P. Pálsson, við Ijóð Guðmund- ar Böðvarssonar. Þar gat að heyra enn eitt frábært karlakórslag úr smiðju Páls þar Tónlist Bergþóra Jónsdóttir sem músíkalska gildið og skemmtigildiö sameinast í afar áheyrilegri tónlist. Söngur kórsins er eins og oftast áður mjög fallegur. En hann er ekki gallalaus. Hljómurinn er þéttur og glæsilegur á köfl- um og efast ég um að margir kórar hafi jafnfallega hljómandi pianissimo á valdi sínu og Karlakór Reykjavikur eins og heyra mátti bæði í messuþætti Schuberts og aukalaginu Nú hnígur sól. Þá var hljóm- urinn sérlega fallegur i íslensku karlakórs- lögunum - og áberandi hvað kórinn naut þess að syngja þau. Það sem má bæta er sú tilhneiging að leyfa ekki tónlistinni að dvelja í sínu rétta tempói. Nokkur lög, bæði hæg og hröð, guldu þess að hending- ar fengu ekki að lifa eðlilega til enda. Oft var hraöinn órólegur vegna þessa og niður- Listamannalaun 1997 Eins og fram hefur komið hafa úthlutunar- nefndir starfslauna listamanna lokið störfum og má eins og ævinlega hafa nokkra skemmtun af lestri naftiarununnar, þó að líka komi fyrir að maður gnísti tönnum. Gleðilegustu fréttirnar af rithöf- undalistanum eru þær að Guðrún Helgadóttir fær nú þriggja ára styrk, fyrst íslenskra barnabóka- höfunda. Það er ekki annað en sjálfsögð virðing við góðan höf- und en verulega markvert skref bamabókmenntimar. Það leiðinlegasta við þennan lista er að Gyrðir IElíasson skuli ekki fá nema hálfs árs laun. Hann hefúr verið á árslaunum undanfarin ár og sann- | arlega unnið fyrir þeim, en er nú eini höfundur- Hinn sem er tekinn út og lækkaður. Þó var hann með eina af sínum bestu bókum í fýrra - og hlaut fyrir hana Menningarverðlaun DV í febrúar síð- astliðnum. Einnig hlaut hann fyrstur manna Stil- verðlaun Þórbergs Þórðarsonar 1989. Óskiljanlegt , IMaður á satt að segja býsna erfitt með að skilja þessa ráðstöfún. Gyrðir er eitthvert mesta krafta- verk íslenskra bókmennta á seinni hluta þessar- ar aldar; rétt um tvitugt kom hann fram sem ný- stárlegt og spennandi ljóðskáld með makalaus tök á íslenskri tungu svo að meira minnir á Jónas Hallgrímsson og Tómas Guðmundsson en nokkum jafnaldra hans. Hann hefur verið með afkastamestu ljóðskáldum okkar og auk þess skrifað smásög- ur og tvær skáldsögur og þýtt fá- einar úrvalsbækur; oft hefur hann verið með tvær bækur á ári. Bækur hans hafa ekki selst í miklum upplögum frekar en aðrar ljóðabækur, en þær hafa unniö hug og hjarta íslenskra ljóðaunn- enda og vakið athygli meðal áhugamanna um ljóðlist í grannlöndum okkar. Hafa bækur eftir hann komið út á fjórum erlendum tungumálum. Persónulega finnst mér þetta hneyksli. Enn af starfslaunum rithöfunda í gær kom svo óttalega hallærisleg viðbótar- frétt frá stjóm listamannalauna þess efnis að fyr- ir mistök væri nafn Sigfúsar Bjartmarssonar skálds á lista yfir sex mánaða skáld, en hann „fékk ekki úthlutað starfslaunum að þessu sinni“ eins og segir þar. Nú getur vel verið að Sigfús hafi ekki sótt um starfslaun í ár og vilji ekki fá þau; en ef hann sótti þá hefði mér fundist vandræðaminna að bæta honum hreinlega á listann þó að það kost- aði nokkrar aukakrónur - því Sigfús er í hópi þeirra sem hafa sýnt einna frumlegastan sköpun- armátt á íslensku máli undanfarinn rúman ára- tug. Mjólkurvirðing

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.