Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVÉRHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifmg: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Samningar til aldamóta Samningamenn vinnuveitenda og verkalýðsfélaga á almennum vinnumarkaði, sem hófu úrslitatilraun til að ná samkomulagi um nýjan kjarasaming á sunnudaginn, skrifuðu undir í gær. Þótt félagsmenn eigi eftir að greiða atkvæði um hinn nýja samning bendir allt til þess að vinnufriður hafi verið tryggður á frjálsa vinnumarkað- inum svokallaða fram á árið 2000. í þessari síðustu samningalotu mæddi mest á forystu- mönnum Dagsbrúnar og Framsóknar í Reykjavík. Fyrir aðeins einni viku felldi stóra samninganefnd þessara fé- laga kjarasamning sem forystan hafði undirritað og mælti kröftuglega með. Þótt mikillar svartsýni á fram- haldið hafi gætt hjá formanni Dagsbrúnar fyrst á eftir, hafa hann og aðrir áhrifamenn í félaginu fljótlega áttað sig á því að það væri engum til gagns að fara í hörð verk- fallsátök vegna þeirra tiltölulega litlu breytinga sem kannski væri hægt að ná fram með þeim hætti. Þess vegna gengu þeir á ný til efnislegra viðræðna um helg- ina, fengu þá nýtt tilboð frá vinnuveitendum sem stóra samninganefndin féllst á sem samningsgrundvöll aðfara- nótt mánudagsins. Fjölmenn samtök launafólks biðu í reynd með að ganga frá sínum samningum þar til Dagsbrún tæki af skarið. Þetta átti við um almenn verkalýðsfélög innan Verkamannasambands íslands, iðnaðarmannafélögin í Samiðn, samtök verslunarmanna víða um land og fleiri hópa sem gátu gengið til samninga strax eftir að samn- ingamenn Dagsbrúnar og Framsóknar gerðu upp hug sinn. Eins og vænta mátti eru nýju samningamir mjög í anda þeirrar stefou sem mörkuð var fyrst af Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, þótt munur sé á í nokkrum at- riðum. Þeir eiga að tryggja launþegum hlutdeild í því góðæri sem fram til þessa hefur einkum skilað sér til ríkissjóðs og fyrirtækjanna í landinu. Þetta er bæði gert með beinum kauphækkunum í nokkrum áfóngum á samningstímanum, sem nær fram í febrúar árið 2000, og með nokkurri lækkun tekjuskatts einstaklinga. Þeir samningar sem nú hafa verið gerðir geta aðeins tryggt vinnufrið á hinum almenna markaði. Ríki og sveitarfélög eiga eftir að semja við opinbera starfsmenn, sem sumir hverjir að minnsta kosti hafa gefið lítið fyrir kröfur almennu verkalýðsfélaganna um sjötíu þúsund króna lágmarkslaun og telja að þau þurfi að vera miklu hærri. Stjómvöld munu væntanlega leggja áherslu á að halda sig innan þess ramma sem markaður hefúr verið á almenna vinnumarkaðinum, enda er eðlilegt að samið sé í meginatriðum á sömu nótum við aila launþega landsins. Vafalaust eru skiptar skoðanir meðal launa- fólks á þeirri niðurstöðu, sem nú hefur náðst á hinum al- menna vinnumarkaði. Mestu máli skiptir - ekki aðeins fyrir launafólk heldur líka fyrir atvinnureksturinn í landinu sem þarf á vinnufriði að halda - að þær kjara- bætur sem nú hefúr verið samið um skili sér í reynd í bættum kaupmætti almennings. Forsenda þess er að verðlag haldist stöðugt eins og verið hefur síðustu árin. Samningsaðilar hafa orðið sammála um að sérstök nefnd fylgist með verðlagshækkunum á samningstíman- um. Fari verðlagið úr böndunum er sá möguleiki fýrir hendi að fella samningana úr gildi. Þessi fyrirvari ætti að veita fyrirtækjum og opinberum aðilum sem selja vöru og þjónustu nauðsynlegt aðhald til að halda hækk- unum á verðlagi í lágmarki og leggja þannig sitt af mörkum til að vinnufriður haldist til aldamóta. Elías Snæland Jónsson Undanfarið hafa borist upplýs- ingar um ástand landbúnaðar frá bænda- og tölfræðistoöiunum. Bylting felst í þátttöku bænda á opinskáan og raunsæjan hátt. Áður voru þeir sem komu með upplýsingar af fyrrneöidu tagi kallaðir verstu nööium; „óvinir bændastéttar" eða í besta falli var sagt að þeir væru haldnir þekk- ingarskorti. Frá þeim má nú heyra að fram- leiðsla muni verða að standast samkeppni. í marga áratugi var greinin stútfúll af ranghugmynd- um. Hvemig gat svo verið? „Stéttin var varin ókleifúm múr vemdara og upplýsinga- mengun." Hún lifði í áratugi í af- lokuðum og vemduðum heimi. Þar vom gamlir lifhaðarhættir en tæpast ffamleiðslugrein. Fólk var öðmvísi en þéttbýlisbúar eða sjó- sóknarar; það talaði öðmvísi og hugsaði og lifði í sínum heimi. Flestum var lífið skemmtilegt þótt það væri erött; sambýli við dýr gefandi og engu öðm líkt. í skoðanakönnun landbúnaðar- ráðuneytisins kom fram að 90% bænda em ánægð með starf sitt þrátt fyrir mikið tekjufall; um helmingur óánægður með kjör sín. Bændaforystan virðist sjá ab miða verður sauðfjárframleiöslu við innan- landsþarfir og vera samkeppnishæf við innflutning, segir Jónas m.a. í grein- inni. Eru bændur beiningamenn? Undirritaður hefur starfað í land- búnaði og í mörgum nefndum um landbúnaðarmál og kynnst vam- armúrum greinarinnar; fengið harkalegar árásir fyrir gagnrýni. Mörg samtök hennar, ráðuneytið og fjölmargir þingmenn börðust eins og ljón. Þegar rituð var gagnrýni svöraðu atvinnumenn kerösins á fullu kaupi úr vasa skattborgarans og munduðu blekbyssur sínar með alla maskínuna að bakhjarli, einnig á kaupi skattborgarans. Sumir gagn- rýnendur fengu snaggarlegan endi. Muna menn Bjöm „bændabana", hagfræðing á viðkvæmum stað? Bændur töldu sig stunda mikil- vægustu atvinnu landsins. Matvæla- öflun i sveltandi heimi. Upplýsingamengun Hamrað var á því að aðrar þjóðir styddu landbúnað ekkert síður en hér. Vitnað var í tölur í því sambandi, fyrst frá Noregi, næstslöppustum 1 Evrópu. Síðan frá ES. Tölur þeirra um ffamlög era ekki samanburðarhæfar. Landbúnaður í ES er miklu víðtækari en hér. Þar er stunduð olíuræktun, vín- , sykur-, komframleiðsla o.m.fl.! Tæpur helmingur matarútláta hér er vegna innlendrar framleiðslu. í ES næstum öll matarkarfan. Garð- yrkja hér er lítil. Innlendir liðir era auk þess allt of dýrir og milljarðar greiddir af skattgreiðendum. Matvælaöryggi verður að viðhalda er veifað. Mesta ör- yggið felst í öski í sjónum en ekki bú- fjárafurðum af landi. Harkalega hefúr verið gengið á landið með ofbeit og ekki tekur langan tíma að auka búfjár- stoöi ef að sverfur. Mataröryggi felst í vemdun gróðurs og lands. Auk þess er tínt til hormón í kjöti og ýmis aukeöii erlend- is, sem ekki era hér að sögn. Allt þetta er ýkt meira eða Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur „Hvers vegna fá ríkir laxveiði- bændur ölmusu þjóðfélagsins sem beingreiðslur? Elli- og ör- orkulífeyrisþegar missa lífeyri af þeir fá 75 þúsund í lífeyris- greiðslur!“ minna. Ymislegt er í innlendri fram- leiðslu. Neytendur eiga að fá að ráða vali. Hollur er heimafenginn baggi Félagsvísindastoöiun fann út að 40% bænda hefðu tekjur undir fá- tæktarmörkum. Ástand er ekki svo slæmt því bú stunda hrá- efniskaup og stunda mat- vælaiðnað heima. Margt feilur til í sveitum sem ekki gerir í þéttbýli, utan framleiðslukvóta. Erfitt er þó að að senda böm í skóla. En hvað um annað „réttlæti" í landbúnaði? Hvers vegna fá ríkir lax- veiðibændur ölmusu þjóðfélagsins sem bein- greiðslur? Elli- og öror- kulífeyrisþegar missa líf- eyri ef þeir fá 75 þ. í líf- eyrisgreiðslur! Állt er tekjutengt. Bylting í afstöðu bænda Nú virðist bændaforust- an sjá að miða verður sauðfjárfram- leiðslu við innanlandsþarfir og hún þarf að vera samkeppnishæf við inn- flutning. Ari Teitsson formaður („himnasending") Bændasamtaka íslands og hans menn sjá þetta, en hann vill fara (ofjvarlega. Hann sér að framleiðsla muni „síga smám saman til hagkvæmustu svæða“ og framleiðendum fækka! Hvemig má vera að þetta sé að gerast núna eðir að fjölmargir hafa séð það í áratugi? Milljarðatugum eða hundraðum af almannafé hefúr verið sóað og margur ungur bóndinn hefúr byrjað búrekstur bjartsýnn, rangupplýstur og fjárfest aleiguna og lánsfé í fast- eignum, vélum og ræktun og verður nú að yfirgefa jörð sína bótalaust en með einhverjum sárabótum fyrir kvóta. Jónas Bjamason Skoðanir annarra Vatnið varir „Manneskjan er 70% vatn, en samt sem áður er eitt aðalvandamál mannsins þomun líkamsvefja. Við með allt þetta ómengaða vatn ættum að drekka sem mest af því....Það væri sniðugt ef allir tækju sér frí frá erli hversdagsins á ákveðnum tíma til að fá sér vatnssopa. Þannig kemst maður í smásamband við náttúruna og er einn með sjálfum sér í litla stund. Ekkert er eins róandi og vatn, hvort sem mað- ur horfir á það bærast, drekkur það eða baðar sig í því og fátt er verra en að líða vatnsskort." Álfheiður Hanna Friöriksdóttir i Mhl. 23. mars. Órökrétt tekjutenging „Það er grundvallaratritði að skattkerfið taki alltaf fullt tillit til barna þannig að ætíð verði ákveð- inn og sanngjam munur á skattlagningu fjölskyldna með böm á framfæri og barnlausra óháð því hvort tekjur eru háar eða lágar eða skattar almennt þung- ir eða léttir! Afnema ber óréttláta og órökrétta tekju- tengingu skattaafsláttar vegna bamaframfærslu. Um það ættu leiðtogar launþega og samtaka og stjóm- málamanna að sameinast. Ámi Óiafsson í Degi Tímanmn 22. mars. Starfsemi Flugleiöa „Það er rétt, sem fram kemur í skýrslu Samkeppn- isstofnunar, að Flugleiðir hafa á löngu árabili notið margvislegs stuðnings opinberra aðila.Er það eðli- legt og í samræmi við þau jafnræðissjónarmið, sem nú er lögð svo rik áherzla á í viðskipta og atvinnu- lffi að í krafti þess stuðnings geti fyrirtækið lagt undir sig meginhluta annarrar ferðaþjónustu á ís- landi....Og er yfirleitt nokkurt vit í því frá hag- kvæmnissjónarmiöi Flugleiða séð að reyna að ein- oka þennan markað? Tæpast....Er hin nýja skilgrein- ing á starfsemi Flugleiða yfirleitt viðundandi út frá almanna hagsmunum?" Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 23. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.