Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997 13 Eystrasaltsríkin, ESB og NATO Við íslendingar styðjum aðild Eystrasaltslandanna að NATO sem hluta af sjálfstæðisbaráttu þeirra gegn Rússlandi. Ekki er þó víst að málið verði auðsótt og hef- ur það m.a. mætt andstöðu í Bandaríkjunum. Málið verður að skoðast i ljósi þess að síðan sögur hófust hefur aðeins tvisvar ríkt varanlegur friður í Evrópu og byggðist hann á tveimur ólíkum friðarkerfúm. Veikleiki kerfisins Fyrra kerfið, sem tryggði frið eftir Napóleonsstyrjaldimar í byrjun 19. aldarinnar, byggist á stöðugu jafnvægi og samkomulagi milli cdlra hlutaðeigandi ríkja. Samkomulagið er tryggt með sam- eiginlegum markmiðum og hags- munum. Veikleiki kerfisins er að það krefst þess að hinir sameigin- legu hagsmunir haldist óbreyttir, þannig að ríkin hagnist á að halda samkomulagið. Á síðari hluta 19. aldarinnar færð- ist Evrópa smám saman yfir í seinna kerfið sem byggist á hemað- arstyrkleika og óstöðugu jafhvægi. Hvor um sig reynir að vera sterkari en andstæðingurinn til að hræða hann frá hemaðaraðgerðum. Veikleiki þessa kerfis er að það leiðir til vígbúnaðarkapphlaups og friðurinn er kominn undir friðar- vilja sterkari aðilans. Þegar hann var ekki lengur fyrir hendi endaði 100 ára friðartímabil Evrópu með fyrri heimsstyrj- öldinni. Siðara friðartímabilið, eftir síðari heims- styrjöldina, byggð- ist einnig á þessu kerfi (kalda stríð- ið) en vegna frið- arvilja vesturveld- anna tókst nú bet- ur til. mögulegt að útbreiða þessi markmið til Aust- ur- Evrópu. Vandamál- ið er að efnahagur Aust- ur-Evrópuríkjanna er bágborinn og það tekur tíma að venja þau af stjórnkerfi kommún- ismans. Rússar geta sætt sig við stækkun ESB og hugsa sér e.t.v. að vera með í leiknúm. Stækkun NATO hef- ur að hluta til sama markmið, að tryggja frið með bandalgi fleiri ríkja. Hún þjónar þó einnig því markmiði að tryggja styrk NATO gagnvart Rússum ef veöur skipast í lofti. Rússar hafa alltaf viljað tryggja landamæri sín með áhrifasvæðum og eiga því erfitt með að sætta sig við inngöngu þeirra ríkja sem eiga la idamæri að Rúss- landi. Hinn sofandi björn Ýmsir vara við of skjótri inngöngu Aust- ur-Evrópulandanna í NATO. Telja þeir að forðast beri að vekja sofandi björn. Þótt hemaðarmáttur Rússa sé skertur sé fráleitt að Þótt hernaðarmáttur Rússa sé skertur er fráleitt að dæma þá úr leik, þeir hafa oft áður náð sér upp úr erfiöum kreppum, segir m.a. í greininni. „Stækkun NATO hefur að hluta til sama markmið, að tryggja frið með bandalagi fleiri ríkja. Hún þjónar þó einnig því markmiði að tryggja styrk NATO gagnvart Rúss- um ef veður skipast í lofti.“ Styrkur NATO Kalda stríðinu er nú lokið og ESB og NATO vilja hverfa aftur til fyrra friðarkerfisins. Hin sameig- inlegu markmið, sem tryggja eiga frið milli ESB-ríkjanna, eru aukin samvinna og bætt lífskjör með fijálsri verslun mili landanna. Með falli kommúnismans er dæma þá úr leik þar sem þeir hafi oft áður náð sér upp úr erfiðum kreppum. Kommúnisminn sé að- eins stuttur kafli í sögu Rússa, þeir breytist ekki sem þjóð við að skipta um hagkerfi og lýðræðis- þróunin sé þar enn ekki tryggð. Telji Rússar sér vera ógnað muni það tefja lýðræðisþró- unina í Rússlandi og leiða til gagnaðgerða gegn NATO. Rússar eigi landfræðilega auð- velt með að hertaka Estrasaltslöndin ef þeim sýnist svo og óvíst sé hvort Banda- ríkin vilji í raun fara út í stríð til að verja þau. Aðild Eystrasalts- ríkjanna að NATO tor- veldi þannig aftur- hvarf til fyrra friðar- kerfisins. Betra sé að styrkja efnahag land- anna og styðja lýðræð- isþróun í Rússlandi. Aðild Eystrasalts- Kjallarinn Dr. Bjarki Jóhannesson skipulagsfræðingur. Starfar í Svíþjóð ríkjanna að NATO er þannig líklega of viðkvæmt mál til þess að af henni verði að sinni. Með því að halda málinu opnu og efla sam- starf ríkjanna við ESB og NATO má þó forða þeim frá þvi að lenda undir áhrifa- svæðiu Rússa án þess að nokkrum leiðum sé lokað varðandi afturhvarf til fyrra friðarkerfis- ins. Dr. Bjarki Jóhannesson Svavar og Guðrún Undanfarnar vikur hefur Svav- ar Gestsson, þingmaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, barist með kjafti og klóm gegn auknum álögum á landsmenn í formi arð- greiðslna Landsvirkjunar til eig- enda sinna. Svavar hafði ekki erindi sem erfiöi með baráttu____________ sinni. En hann á svo sannarlega heiður skilinn fyrir þessa mótspyrnu. Arðgreiðslur Landsvirkjunar eru ekkert annað en skattgreiðsla til eig- endanna, sem eru ríkið, Reykjavíkur- borg og Akureyri. - Vafalítið standa aðrir Alþýðubandalagsmenn þétt að baki Svavari Gestssyni í barátt- unni gegn arðgreiðslunum. Eða hvað? Duldir skattar í Reykjavík í Reykjavík greiða almenningur og fyrirtæki 1,5 milljarða króna árlega í borgarsjóð í gegnum of háa orkureikninga og arðgreiðslur af fyrirtækjum borgarinnar. Þar af koma rúmlega 500 milljónir sem álag á rafmagnsreikningana. í Reykjavík er Alþýðubandalag- ið við völd ásamt nokkrum öðrum flokkum. Þar hefur þessi ötuli bar- áttuflokkur fyrir velferð almúgans „Það er skrítin og flekkótt mynd sem þessir tveir helstu forystu- menn Alþýðubandalagsins í Reykja- vík gefa af flokknum. Á meðan ann- ar þeirra berst fyrir hagsmunum al- mennings, seilist hinn dýpra og dýpra í vasa almennings.“ lag til að fylgja eftir baráttu Svav- ars Gestssonar. Alþýðubandalags- maðurinn Guðrún Ágústsdóttir er forseti borgarstjórnar og hefur þau völd sem þarf til að hrinda sjónarmiðum Svavars í fram- kvæmd. Áhrínsorð hans vegna arðskat- tanna virðast hins vegar ekki hafa náð eyrum Guðrúnar. Hún stendur fast á því að borgin innheimti dulda skatta í gegnum fyrirtæki sín. Vont er að Svavar Gestsson skuli ekki hafa komið vitinu fyrir pólitíska andstæðinga sína á Al- þingi. Verra er að póli- tískir samherjar hans í Reykjavík skuli ekki vera á sömu línu. Stríöiö er ekki tap- aö Afstaða Guðrúnar Ágústsdóttur skýrist af vandræðagangi þess meirihluta sem hún veitir forstöðu í borgar- stjóm. R-listanum hefur ekki tek- ist að greiða niður skuldir borgar- innar, eins og hann lofaði kjósend- um. Skuldirnar hafa þvert á móti hækkað umtalsvert. R-listinn þarf að fá arðgreiðslur fyrirtækja borg- arinnar til að breiða yfir getuleysi í fjármálastjórn hennar. Það er skrítin og flekkótt mynd Kjallarinn sem þessir tveir helstu forystumenn Alþýðubandalags- ins í Reykjavík gefa af flokknum. Á með- an annar þeirra berst fyrir hags- munum almenn- ings, seilist hinn dýpra og dýpra í vasa almennings. Orrusta Svavars Gestssonar gegn arðgreiðslum Landsvirkjunar er töpuð. Stríðið er hins vegar ekki tap- að. Á næstunni get- ___________ ur hann beitt sér fyrir bættum hag almennings með því að beita öllu afli sínu sem þingmaður Reykvíkinga fyrir því að stöðva arðrán R-listans á borg- arbúum. Rökrétt er að hann byrji á því að tala um fyrir forseta borg- arstjórnar. Hæg eru heimatökin. Ólafur Hauksson Olafur Hauksson blaðamaöur Björn Jósef Arnviö- arson, sýslumaður á Akureyri. Með og á móti Skilyrði sýslumanns fyrir „Halló Akureyri" Skilyrði verður að setja „Þessi skil- yrði verður að setja, t.d. vegna þess að við höfum ekki bolmagn til að halda uppi þeirri löggæslu sem þarf, án þess að þeir sem stofna til há- tíðarinnar taki þátt í greiðslu þess umfram- kostnaðar sem af því hlýst. Ég hef nefnt töluna 1,5 milljónir króna i þessu sambandi en það er sú upphæð sem ég tel að emb- ættið þyrfti til þess að geta mætt öllum hlutum sem upp kunna að koma á hátíð sem þessari. Ég vil þó taka það fram aö eftirlit getur verið í annaiTa höndum en lög- gæslunnar og það er hlutur sem e.t.v. má ræða um. Það breytir því ekki að þegar búið er að stefna saman fiölda fólks á einn stað til samkomu- halds verður að hafa á því hemil hvernig slík samkoma fer fram. Hvað varðar bann unglinga yngri en 16 ára á tjaldsvæði bæj- arins án forráðamanns vil ég segja að slíkt gefur auga leið, þeir unglingar eru undir lög- aldri. Ég er alls ekki á móti útihátíð- um og tel að það eigi að vera þeim sem að þeim standa jafn- mikið kappsmál og öðrum að þær fari vel fram. Ef til vill gefst tækifæri til að setjast niður með forráðamönnum hátíðarinnar og ræða þessi mál nánar.“ Skilyrðin ströng „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að kalla „Halló Akureyri" úti- hátíð eins og sýslumaður krefst að gert verði. Sú mark- aðssetning mið- ast við að hægt sé að selja að- gang og auðvit- að verður ekki farið að selja að- gang að Akureyri um verslunar- mannahelgina fremur en á öðrum tímum. Við verðum aö gera okkur grein fyrir þvi að unglingar, jafnt sem fullorðnir, munu sækja Akur- eyri heim um verslunarmanna- helgina eins og þeir hafa gert fyr- ir því er hefð og við verðum að taka á móti þessu fólki. Við getum ekki setið undir skil- yrðum sýslumanns sem eru ströng. Við ráðum t.d. ekki við við- bótarkostnað upp á 1,5 milljónir króna vegna löggæslu, við stönd- um engan veginn undir slíku. Þá sé ég ekki hvemig hægt er að senda unglinga yngri en 16 ára til síns heima ef þeir koma til Akur- eyrar, foreldrar þeirra hafa e.t.v. farið eitthvað annað um þessa helgi. Við sem stöndum að „Halló Akureyri" erum auðvitað tilbúnir að bæta okkur og munum leita eft- ir viðræðum við sýslumann um þessi mál. Því ættum við að hætta leiknum þá hæst hann stendur." -gk Magnús Már Þor- valdsson, fram- kvæmdastjóri „Halló Akureyri“. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.