Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 Fréttir Félög innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja: Fólk virðist tilbúið til átaka ef þarf - segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins „Það er rétt að við héldum með okkur fund um síðustu helgi, nokkrir forystumenn í félögum innan BSRB, þar sem rætt var um komandi kjarabaráttu og hvemig henni skuli hagað. Maður verður var við mikinn og vaxandi þunga hjá fólki fyrir því að fara í slag fyrir bætt- um kjörum. Við höfum fariö saman, forystumenn frá nokkrum félögum innan BSRB, á vinnustaðafundi undanfarið. Þar höfum við út- skýrt fyrir fólki hvað okkur standi til boða. Þama fmnur maður fyrir miklum þunga hjá fólki til átaka ef með þarf til að ná fram viðunandi kjarasamningum," sagöi Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags ís- lands, í samtali við DV. Hún segir að sjúkraliðafé- lagið hafi ekki fengið einn einasta samningafund um kröfur þess síðan um áramót en þá vom samningar laus- ir. Byrjað var á að gera við- ræðuáætlun samkvæmt lög- um en síðan ekki söguna meir. Enginn fundur hefur verið haldinn, að sögn Krist- ínar. Gerð var tilraun til eins fundar en þá segir hún að átt hafi að brjóta við- ræðuáætlunina. Því hafi hún neitað. Eftir það hafi ekki verið möguleiki á aö fá samningafund. „Og ekki bara það, heldur vísaöi ríkið og Reykjavíkur- borg máli okkar inn til sátta- semjara, fljótlega upp úr ára- mótum, án þess að við fengj- um ein einasta samninga- fund,“ segir Kristín. Hún segir að það sé alveg sýnt og fyrir því reynsla að við félögin sé ekki talað fyrr en þau hafi boöað aðgerðir. „Það hefur sýnt sig að fátt er tilgangslausara en ætla sér að vera stilltur og bíða eftir því að röðin komi að manni. Síðustu vikur hafa sannaö okkur það,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir. -S.dór Unga fólkið les > { mars '97 S okt. '96 60% - samanburöur á lestri Helgarblaös DV eftir aldri - V./ ______ 50 — 40 30 i 20 10 47 41 . . vD L 1 :JTÓ vD ;■ 'fÍpKij* -1 12-19 ára 20-24 ára 25-34 ára 35-49 ára jj'.Vi Fj ölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar: DV í sókn meðal unga fólksins - mikil aukning í lestri á blaðaukum og sérumfjöllun DV Verslunarmenn: Kosning um samn- inga hafin „Það er nú ekki alveg aö marka þetta því enn er vinnudag- ur. Kjörsóknin ætti aö aukast í kvöld," sagði Pétur Maack, vara- formaður VR, í samtali viö DV i gær, en þá stóð yfir kosning um nýgerða kjarasamninga. Á mánudagskvöld hélt VR fé- lagsfund um samningana sem um 300 manns mættu á. Var samningunum vel tekið af fund- armönnum að sögn Péturs. Fund- armenn gengu tU leynUegra kosninga um samninga aö lokn- um fundi. Síðan var kjörstaöur opinn tU klukkan 22 í gær og verður opinn tU klukkan 18 í dag. Pétur Maack sagöi að tU þess aö hægt væri að feUa kjarasamn- ing, samkvæmt nýju lögunum um stéttarfélög og vinnudeUur, þyrftu 20 prósent félagsmanna að taka þátt í atkvæöagreiðslu og meirihlutinn aö segja nei. Ef 19,9 prósent félagsmanna tækju þátt og aUir segðu nei teldist samn- ingurinn samt samþykktur vegna þess að þátttakan næði ekki 20 prósenta tölunni. -S.dór Samherji hf.: Mikil ásókn DV, Akureyri: Hlutabréf í Samherja hafa veriö í sölu síöan í síðustu viku og lýkur útboðinu í kvöld. Boð- in voru út bréf að nafnverði 45 milljónir króna á almennum markaði á genginu 9,0. Hver að- Ui mátti skrá sig fyrir að há- marki 100 þúsund að nafnveröi. „Þaö er alveg ljóst aö eftir- spurnin er meiri en svo aö hver aöUi geti keypt fyrir þá upphæð að nafnverði,“ segir Sigurður Sigurgeirsson hjá Landsbréf- um. -gk Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aB hringja i síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji 1 Nol 2 Ungt fólk les DV í vaxandi mæli samkvæmt niöurstööum nýrrar fjölmiðlakönnunar Félagsvísinda- stofnunar. AUs hefur orðiö 9 pró- sentustiga aukning í lestri Helgar- blaðs DV hjá aldurshópi 20-24 ára miöaö við síðustu fjölmiðlakönnun í október á sl. ári. Þegar meðaUest- ur blaðsins fyrir einstaka daga vik- unnar er skoðaður kemur í Ijós að lestur á Helgarblaði DV hefur auk- ist í 47% úr 45% og meðaUestur á mánudagsblaöi DV fer úr 43% í 44%. MeöaUestur DV á eintak hækkar um eitt prósentustig á miUi kannana. Samkvæmt könnuninni nú lesa 57% fólks á aldrinum 20-24 ára Helgarblað DV en 48% í október. Enn fremur sýnir könnunin að DV er almennt mjög mikiö lesið af fólki á þeim aldri sem virkastur er á j rodd FOLKSINS 904 1600 neytendamarkaði, eöa frá 20-49 ára. í aldurshópnum 25-34 ára og 35-49 ára sögöust 50% aöspuröra lesa Helgarblaö DV sem er svipaö og í síöustu könnun. Jafhframt hefur lestrn- Helgarblaðsins hjá fólki á aldrinum 12-19 ára hækkað frá síð- ustu könnun í 47% úr 41% lestri. Sé litið á nokkrar helstu niður- stööur könnunarinnar nú í mars kemur í Ijós að lestur á hlaðaukum DV og sérumfjöLlun um ýmis efiii hefur aukist umtalsvert. Þannig hefúr lestur á Fjörkálfinum aukist gríðarlega meðal lesenda blaðsins á aldrinum 12-24 ára, sem Fjörkálfin- um er m.a. ætlaö að höfða til. í október könnuninni lásu 34% les- enda á aldrinum 12-19 ára Fjör- kálfinn en nú 50%. í aldurshópnum Lögreglan í Reykjavík gerði hús- leit í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ í fyrrakvöld vegna gruns um að þar væri verið að brugga gambra. Grunur lögreglunnar reyndist réttur því á efstu hæð hússins var full 200 lítra tunna af gambra, eim- ingartæki o.fl. bruggtæki. Einn 20-24 ára lásu 33% lesenda þennan blaðauka en nú 37%. Fjörkálfurinn hefúr því styrkt sig mjög í sessi meðal unga fólksins. Sérstaka athygli vekur að lestur á Bílablaöi DV, sem fylgir blaöinu um helgar, hefúr aukist gríðarlega meöal lesenda í öllum aldurshóp- um, eöa úr 36% í 50%. Ýmsar breyt- ingar voru gerðar á útliti og efnis- meöferö Bílahlaðsins í vetur, sem virðast hafa fallið í góðan jaröveg hjá lesendum. Smáauglýsingar DV hafa löngum veriö kjölfesta blaðsins og svo er enn samkvæmt fjölmiðlakönnun- iimi, en 52% lesenda DV lesa smá- auglýsingamar miðað við 49% í síð- ustu könnim. -SÁ maður var handtekinn í íbúðinni og játaði hann við yfirheyrslur að eiga bruggið og öll tæki. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar aðalvarðstjóra er verið að rannsaka hvort um er að ræða umfangsmeira bruggmál. -RR Martha Árnadóttir: Margir hafa klætt sig upp í föt úr gámunum „Ég hef frétt af mörgum þama fyrir austan sem hafa safnað að sér fótum úr gámnum okkar. Við höfum öruggar heimildir fyrir þvi að það hafi margir getað klætt sig upp í fót frá okkur sem hafi hreinlega verið stolið úr gámunum. Við vitum af fólki sem þvær þessi föt og við munum reyna að vakta það hvort fötin verða seld í Kolaportinu og víöar. Ef ein- hver verður uppvís að sölu á þessum fötum munum við hik- laust kæra viðkomandi enda er þetta ekkert annaö en þjófnað- ur,“ segir Martha Ámadóttir, ein eigenda verslananna Vero Moda og Jack and Jones. Um tvö tonn af fötum úr verslununum voru í gámum um borð í Vikartindi sem strandaöi á Þykkvabæjarfjöru fyrir skemmstu. Martha segir að tjónið sé um 3 milljónir króna. Vamingurinn var ótryggður en Martha segir að móðurfyrirtæk- in í Danmörku muni koma til móts viö verslanimar hér og hjálpa til við að borga tjónið. Martha er mjög ósátt við vinnubrögð sýslumanns og lög- reglu á Þykkvabæjarfjöru að hafa ekki komið í veg fyrir stuld úr gámunum. „Mér finnst þetta lélegt að geta ekki stöðvaö svona þjófn- að. Þeir era með einn til tvo lög- reglumenn á vakt þama á strandstað og mér finnst skrítið að svæðið skuli ekki hafa verið girt af. Ég veit um marga fleiri aðila sem hafa orðið fýrir þjófn- aði á vamingi þama í fjör- unni,“ segir Martha. -RR Stuttar fréttir Bankann til folksins Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans, telur aö í einkavæðingaráætlun Lands- bankans felist m.a. að almenning- ur fái send hlutabréf í bankanum og dreifö eignaraðild verði tryggö, að sögn viðskiptablaðsins. Kaupir Margmiölun Viðskiptablaðið kveðst hafa ör- uggar heimildir fyrir því að Póst- ur og sími hafi keypt Margmiðlun hf. en fyrirtækið rekur innhring- ingaþjónustu í samkeppni við P&S, hugbúnaðargerö fýrir er- lendan markað og Intemetþjón- ustu. Fá 50 milUónir Landbúnaðarráðuneytið og Fé- lag kjúklingabænda greiðir eig- endum tveggja kjúklingabúa sam- tals 50 milljónir fyrir að hætta starfseminni. Tilgangurinn er, að sögn Viöskiptablaösins, sá að út- rýma salmoneUu en þó er bænd- unum tveimur heimilt að selja búnað búanna, sem eru Klettabú- iö í Gnúpverjahreppi og Fjöregg á Svalbarðsströnd. Nefnd fyrir rétti Alþýðublaðiö segir aö Bama- vemdamefnd Reykjavikur hafi verið dregin fyrir dóm fyrir að svipta móður forræði bama sinna. Lögmaður konunnar segir að' starfshættir nefndarinnar stangist á við mannréttindasátt- mála Evrópu. Alumax enn með Alumax, eitt þriggja fyrirtækja svonefiids Atlantsálshóps, hefur enn áhuga á aö reisa álver á ís- landi og hætt við slíkt í Venesú- ela, að sögn Morgunblaðsins. -SÁ Ertu ánægð(ur) með nýgerða kjarasamninga? Brugg í Mosfellsbæ: 200 lítrar af gambra fundust í heimahúsi - einn maður handtekinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.