Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 49 Fréttir BSRB félögin til sáttasemjara: Lágmarks- launakrafan 80 til 110 þúsund Aðildarfélög BSRB hafa ákveðið að móta ekki sameiginlegar kjara- kröfur en semja þess í stað hvert fyrir sig. Þau hafa vísað kjarasamn- ingum sínum til sáttasemjara. Þar var fyrsti fundurinn með samninga- mönnum rikisins haldinn í gær. Kröfur félaganna um lágmarks- laun eru mjög misjafnar. Þannig gerir Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar kröfu um 80 þúsund króna lágmarkslaun en Félag leikskóla- kennara kröfu um 110 þúsund króna lágmarkslaun. Siðan eru til tölur þama á milli. „Það er staðreynd að þegar geröir eru víðtækir kjarasamningar í land- inu, eins og nú hefur átt sér stað, hafa þeir áhrif á samninga þeirra sem ósamið er við. Ljóst er að reynt verður að keyra okkar samninga í sama farið. Við höfum reynslu fyrir því. Eins munu félögin sem em aö fara i kjarasamninga horfa til þess sem hefur verið að gerast á vinnu- markaðnum. Þau munu ekki bara horfa til launaliðanna í nýgerðum kjarasamningi heldur fyrst og fremst á þann grunn sem verið er að semja útfrá,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, við DV í gær. I þvi sambandi sagðist hann vilja vekja athygli á ummælum ráða- manna fyrirtækja eins og Olís. Lág- markslaun hjá því fyrirtæki voru 82 þúsund fyrir nýgerða samninga. „Menn munu auðvitað spyrja sína viðsemjendur, hvort sem það er ríki, Póstur og sími hf., Reykja- víkurborg eða önnur sveitarfélög, hvort þessir aðilar ætli að greiða lakari laun en minnsta oliufélag landsins," sagði Ögmundur. Hann sagðist líka ætla að skoða hvort það sé rétt aö 70 þúsund króna lágmarkslaununum í kjara- samnignum írá því á mánudag sé náð með krókaleiðum til að koma í veg fyrir hækkun á elli- og örorku- lífeyri. „Ef það reynist rétt að verið sé að hlunnfara gamalt fólk og öryrkja þá er hér um úthugsað samansúrrað tilræði við gamált fólk og öryrkja í landinu. Við munum aldrei sam- þykkja slíka meðferð á þessu fólki,“ segir Ögmundur Jónasson. -S.dór Sigríður Einarsdóttir, fegurðardrottning Suðurlands, á miðri mynd. Til vinstri er Johanna Björk Daðadóttir sem varð í öðru sæti í fegðurðarsamkeppni Suðurlands og til hægri er Dúna Rut Karlsdóttir sem varö t þriðja sæti. Fyr- ir aftan þær standa þær Hrefna Jensdóttir, Ijósmyndafyrirsæta ársins, og Áslaug Anna Kristinsdóttir sem stúlkurnar völdu vinsælustu stúlkuna í hópnum. DV-mynd Kristján Fegurðarsamkeppni Suðurlands: Fegðurðardrottning Suðurlands kjörin DV, Selfossi: Fegðurðarsamkeppni Suðurlands fór nýlega fram á hótel Örk og kepptu 14 glæsilegar stúlkur víðs vegar að af Suðurlandi um hinn eft- irsótta titil Ungfrú Suðurland. Sú sem hreppti hann heitir Sigríöur Einarsdóttir, 17 ára frá Selfossi. Áhugamál Sigríðar eru einkum ýmsar listgreinar, að skemmta sér í góðra vina hópi og íþróttir. Sigríður hefur lokið þremur námsárum frá fjölbrautaskóla Suðurlands en hefur nú tekið sér frí frá námi og vinnur í Blómakúnst og sem þjónn á Sel- fossi. Sigriður stefnir að því að ljúka stúdentsprófi næsta vor og 1 framhaldi af því ætlar hún að fara til Danmerkur til náms í blóma- skreytingum. í samtali við DV segir hún að það hafi verið lærdómsríkt að taka þátt í keppninni. í öðru sæti í keppninni um titil- inn Ungfrú Suðurland varð Jó- hanna Björk Daðadóttir og í þvi þriðja Dúna Rut Karlsdóttir. Ljós- myndafyrirsæta ársins varð Hrefna Jensdóttir og vinsælasta stúiKan kjörin af þátttakendum varð Áslaug Anna Kristinsdóttir. Þrjár efstu stúlkumar munu taka þátt í keppn- inni um titilinn Ungfrú ísland sem haldin verður í maí nk. KE KLASSISKI R PASKAR OG í DEH Þœgileg, sígild tónlist streymir úr viðtœkinu og fœrir hátíðina heim í bœ. Taktu því rólega um páskana og hlustaðu á góða tónlist í góðu tómi. Skírdagur íaugardagur 14.00 Jóhannesarpassían eftir Jo/iami Sebastian Bach. Einsöngvarar: ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sóheig Al. Björ/ing, Michael Go/dthorpe, Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson. Jón Stefánsson stjórnar Kór og Kammersveit Langholtskirkju. 22.00 Saga leiklistar í Bretlandi, /. þáttur af 8 (BBC) Heilög Jóhanna eftir George BernardShaw. CherylCampell leikur titilhlutverkiö í meistaraverki Shaws um Jóhönnu af Örk. 'föstudagurirmAaiym 15.00 Lasarus, páskakantata eftir Franz Schubert (e) 20.00 Matteusarpassían eftir Johanti Sebastian Bach Johti Eliot Gardiner stjórnar Monteverdi-kómum og Ettsku barokkeinleikurunum 5Páskadagur 08.00 Stabat mater eftir þrjú tónskáld: Pergolesi, Verdi og Rossini. 10.00 Föstuguðsþjónusta 11.00 Síðustu orð Krists á krossinum. Strengjakvartett ziútJoseph Haydn og passía eftir Heinrich Schi/tz. 13.00 Matteusarpassían e fti r Johattn Sebastian Bach Nikolaus Hamoticourt stjórnar Regensburger- dómkómum, kór King's College í Cambridge og Concentus musicus t Vín. 17.00 Sálumessa eftir Wolfgang Amadeus Mozart 20.00 Jóhannesarpassían eftir Johattn Sebastian Bach Kristinn Sigmundsson er meöal einsöngvara. Fratts Briiggen stjórnar Kammerkór Hollands og Hljómsveit 18. aldarinnar. 22.15 Passio eftir Arvo Párt 10.00 Bach-kantata páskadagsins Christ lag in Todesbandeti B WV 4 14.00 Cavalleria Rusticana eftir Pietro Mascagni I aðalhlutverkum eru Kristján Jóhanttsson, Shirley Verret og Ettere Nova. (1990) 15.30 Páskaóratórían eftir Johann Sebastian Bach Phi/ippe Herreweghe stjórnar Collegium Vocale 16.30 Messías eftir Georg Friedrich Hándel 22.00 Bach-kantata páskadagsins (e) 'glnnar í páskum 10.00 Bach-kantata annars dags páska B/eib bei uns, denti es will Abetid werden 14.00 Otello eftir Giuseppe Verdi Titilhlutverk: Kristjáti Jóhannsson, aðrir söngvarar; Retiato Brusoti og Kalleti Esperiatt. Stjórnandi: Christian Thieleman 21.00 Páskaóratórían eftir Johanti Sebastian Bach (e) 22.00 Bach-kantata annars dags páska (e) Eftirtalin fyrirtœki fá þakkir fyrir ómetanlegan stuðning: Búnaðarbanki íslands, Osta- og smjörsalan, Póstur ogsími /if, . * Sjóvá-Almennar hf, Toyota, Visa Island ogVerksmiðjan Vifilfell. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.