Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 Nýdönsk skemmtir Akureyring- um í kvöld. Nýdönsk í Sjallanum Hljómsveitin Nýdönsk er kom- in til Akureyrar og ætlar að skemmta á dansleik í Sjallanum í kvöld. Fyrr um kvöldið verður haldin Fegurðarsamkeppni Norð- urlands í Sjallanum. Nokkuð er um liðið frá því meðlimir hljóm- sveitarinnar hafa leikið nyrðra. Með dansleikjahaldinu hyggst Nýdönsk eyða páskunum í hýði á Akureyri til æfinga og tónsmíða Skemmtanir en í bígerð er gerð safndisks með þekktustu lögum hljómsveitar- innar og er ætlunin að þar fljóti með 2-3 ný lög. Meðlimir Nýd- anskrar eru: Daníel Ágúst Har- aldsson, Björn Jörundur Frið- björnsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Sóldögg á Gjánni Hljómsveitin Sóldögg leikur á Gjánni Selfossi í kvöld en halda síðan á Vestfirði og skemmta á nýjum veitinga- og skemmtistað í Bolungarvík. Siguröur Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir leika einu hlut- verkin í leikritinu. Á sama tíma að ári í kvöld verður Á sama tíma að ári sýnt I Loftkastalanum, en gamanleikrit þetta hefur gengið nánast fyrir fullu húsi frá því í sumar og er ein af vinsælustu leiksýningum ársins. Persónur í leikritinu eru aðeins tvær, Ge- org og Dóra, og segir frá sam- skiptum þeirra í þrjátíu ár, allt Leikhús frá árinu 1958 til 1988. Leikritið er eftir Bernard Slate en stað- fært og gerist á ótilteknu sveita- hóteli einhvers staðar á íslandi. Leikritið hefur áður verið sett á svið hér á landi, en það var í Þjóðleikhúsinu, og léku Bessi Bjarnason og Margrét Guð- mundsdóttir þá hlutverkin, en í uppfærslu Loftkastalans eru það Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Á sama tíma að ári var frum- sýnt á Broadway árið 1975 og hlaut það fádæma viðtökur hjá áhorfendum og gekk það fyrir fullu húsi í mörg ár. Verkið fékk mörg verðlaun, sem og höfund- urinn og þeir leikarar sem léku i frumuppfærslunni, Alan Alda og Ellen Burstyn, en þau léku síðan hlutverkin í kvikmynd sem gerð var eftir leikritinu árið 1978. I>V Éljagangur og snjókoma Skammt norðaustur af landinu er víðáttumikil 960 mb lægð sem þok- ast austnorðaustur. Allhvöss norðanátt og skýjað með köflurn í dag en norðvestankaldi og Veðrið í dag léttskýjað suðvestan til í nótt. Norð- vestan til verður hvöss norðanátt í dag en minnkandi norðan- og norð- vestanátt í nótt og éljagangur eða snjókoma. Norðaustanlands er hægt vaxandi norðvestanátt, kaldi eða stinningskaldi og él síðdegis en all- hvöss eða hvöss og snjókoma í kvöld. Á Suðausturlandi verður norðvestlæg átt, kaldi í dag en síðan allhvöss eða hvöss og léttskýjað. Hiti 0 til 4 stig í dag en vægt frost í nótt um landið sunnan og austan- vert. Frost verður 1 til 5 stig norð- vestan til. Á höfuðborgarsvæðinu verður allhvöss norðanátt, skýjað með köfl- um og hiti 1 til 3 stig í dag en norð- vestan kaldi, léttskýjað og vægt frost í nótt. Sólarlag 1 Reykjavík: 20.02 Sólarupprás á morgun: 07.03 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.56 Árdegisflóð á morgun: 08.09 Vedriö kl. 6 i morgun: Akureyri snjókoma -0 Akurnes skýjaö 3 Bergstaöir snjóél -1 Bolungarvík snjóél -2 Egilsstaöir skýjaö 2 Keflavíkurflugv. skýjaö -0 Kirkjubkl. Raufarhöfn þokumóða 0 Reykjavík skýjað 0 Stórhöföi léttskýjað 1 Helsinki skýjaö -5 Kaupmannah. þokumóöa 2 Ósló þokumóöa 2 Stokkhólmur snjókoma -2 Þórshöfn skúr 5 Amsterdam þokumóða 8 Barcelona heiöskírt 9 Chicago alskýjað 3 Frankfurt þoka 6 Glasgow rigning 11 Hamborg þokumóöa 4 London skýjaö 10 Lúxemborg þoka 2 Malaga léttskýjaö 12 Mallorca hálfskýjaö 10 París skýjaö 5 Róm léttskýjaö 9 New York alskýjaö 13 Orlando léttskýjað 19 Nuuk snjókoma -8 Vín skýjaö 2 Washington alskýjaö 13 Winnipeg skýjaá -0 Karl Haraldur Gunnlaugsson, formaður skíðadeildar Leifturs: Það verður nægur snjór DV, Ólafsfirði: „Viö höfúm engar áhyggjur af snjónum eins og landsmótsárið 1992 þegar hér var engan snjó að sjá,“ segir Karl Haraldur Gunn- laugsson, formaður skiðadeildar Leifturs. Skíðamót íslands verður að þessu sinni haldið á Dalvík og í Óiafsfirði, rétt eins og fyrir 5 árum. „Snjórinn hefur að visu Maður dagsins minnkað talsvert frá því í febrúar en það verður örugglega nægur snjór þegar mótið hefst.“ Karl Haraldur á von á 100 kepp- endum á þetta landsmót. Mótið hefst fimmtudaginn 26. mars með 5-10-15 km göngu karla og kvenna á Dalvík. Keppt verður í göngu í Ólafsfirði á fimmtudag og stór- svigi karla og kvenna á Dalvik. Eingöngu verður keppt í Ólafsfirði á laugardag, í svigi. Mótinu lýkur á sunnudag með risasvigi og 7,5- 15-30 km göngu. Karl Haraldur Gunnlaugsson. „Þetta er í annað sinn sem Ólafsfirðingar og Dalvíkingar vinna saman að svona móti, síðast árið 1992. Við sóttum um á skíða- þingi fyrir tveimur árum, þ.e. í maí 1995, á 20 ára afmælisári skíðadeildar Ólafsfirðinga og 25 ára afmælisári skíðafélags Dalvík- inga.“ Ekki er annað vitað en að all- ir sterkustu skíðamenn lands- ins mæti til leiks, þar á meðal Ólafsfirðingurinn Kristinn Björnsson sem hefur verið að gera það gott í vetur, Arnór Gunnarsson frá ísafirði, göngugarpurinn Daníel Jakobs- son sem dvelur í Svíþjóð, Sigríð- ur Þorláksdóttir frá ísafirði, Brynja Þorsteinsdóttir frá Akur- eyri, Lísebet Hauksdóttir frá Ólafsfirði og Theódóra Matiesen frá Reykjavík. Sú nýbreytni verður í göngu- keppninni að veita sérstök verð- laun keppendum í flokki 35-49 ára annars vegar og hinsvegar í flokki 50 ára og eldri. Þetta er gert til að stækka mótið, að sögn Karls Haraldar, til að vekja áhuga þeirra eldri. Eftir sem áður verður göngukeppnin einn allsherjar flokkur, þannig að í raun keppa allir til íslandsmeist- aratitils. -HJ Myndgátan Lausn á gátu nr. 1769: Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi Juliette Binoche fékk ósk- arsverölaun fyrir leik sinn í hlut- verki hjúkrunarkonunnar. Englendingur- inn Englendingurinn (The English Patient), sem Regnboginn sýnir, sópaði að sér óskarsverðlaunum í fyrrnótt og var meðal annars valin besta kvikmyndin. Eng- lendingurinn hefst seint á árinu 1942 þegar flugvél flýgur yfir Sa- hara-eyðimörkina. Innanborðs eru maður og kona. Þýskar her- flugvélar gera árás á flugvélina og skjóta hana niður. Flugmað- urinn fellur til jarðar í fallhlíf Kvikmyndir ásamt farþega sínum sem er dá- inn. Flugmaðurinn fær síðar hjúkrun hjá ungri ítalskri hjúkr- unarkonu sem hefur farið hall- oka í stríðinu og á engan að. Hún leggur því allt í sölurnar fyrir sjúkling sinn. Til sögunnar kemur einnig þjófur en hæfileik- ar hans í þeim efnum hafa gert hann að hetju í stríðinu. I klaustrinu er einnig ungur, ind- verskur liðsforingi í her Breta. Englendingurinn er gerð eftir skáldsögu Michaels Ondaatje. Handritið skrifaði leikstjórinn Anthony Minghella. í aðalhlut- verkum eru Ralph Fiennes, Kristin Scott-Thomas, Juliette Binoche og Willem Dafoe. Nýjar myndir Háskólabió: Star Wars Laugarásbíó: Evita Kringlubíó: Metro Saga-bíó: Space Jam Bíóhöllin: Innrásin frá Mars Bíóborgin: Kostuleg kvikindi Regnboginn: Rómeó og Júlía Kyrrðardagar í Skálholti Hefðbundnir Kyrrðardagar verða í Skálholti um bænadaga í dymbil- viku 26.-29. mars. Hefiast kyrrðar- Samkomur dagamir með aftansöng í dag kl. 18.00 og lýkur á laugardag fyrir páska með hádegisverði. Afmælisfundur AA-samtakanna verður haldinn að venju föstudag- inn langa, 28. mars, í Háskólabíói kl. 21 og eru allir velkomnir. Þar tala nokkrir AA-félagar og gestur frá Al-Anon samtökunum. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 92 26.03.1997 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 70,640 71,000 70,940 Pund 114,220 114,800 115,430 Kan. dollar 51,260 51,570 51,840 Dönsk kr. 10,9770 11,0350 10,9930 Norsk kr 10,6010 10,6590 10,5210 Sænsk kr. 9,1940 9,2450 9,4570 Fi. mark 14,0350 14,1180 14,0820 Fra. franki 12,4090 12,4800 12,4330 Belg. franki 2,0272 2,0394 2,0338 Sviss. franki 48,2400 48,5100 48,0200 Holl. gyllini 37,2100 37,4300 37,3200 Þýskt mark 41,8600 42,0700 41,9500 ít. líra 0,04170 0,04196 0,04206 Aust. sch. 5,9440 5,9810 5,9620 Port. escudo 0,4159 0,4185 0,4177 Spá. peseti 0,4926 0,4956 0,4952 Jap. yen 0,56870 0,57210 0,58860 írskt pund 111,040 111,730 112,210 SDR 96,62000 97,20000 98,26000 ECU 81,2500 81,7300 81,4700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Biður um umhverfismat

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.