Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 13
DV MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 %enaing u Æ meiri áhugi á nútímabókmenntum í ár fer fram viðamikil kynning á norræn- um bókmenntum víða í Þýskalandi. Norræna ráðherranefndin leggur málinu lið og bætir þar upp fyrir að hafa ekki sett norrænar bók- menntir í öndvegi á bókamessunni í Frank- furt eins og henni bauðst. 5. til 16. mars var norræn bókmenntahátíð í Miinchen í Þýskalandi. Þar hafa verið haldn- ar vorbókahátiðir i mörg ár en þessi var óvenju stór, að sögn Halldórs Guðmundsonar útgáfustjóra Máls og menningar. Um fjörutíu höfundar frá öllum Norðurlöndum komu og lásu upp og svöruðu fyrirspumum, og fjöl- miðlar sýndu þeim mikinn áhuga. „Þarna voru Per Olov Enquist, Herbjörg Wassmo, Torgny Lind- gren og fleiri og fleiri,“ segir Halldór. „Frá íslandi voru Einar Már Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir, Einar Kárason og Didda. Svo kom Friðrik Þór á fund um kvikmyndir, því þama var bæði rætt um Djöflaeyjuna hans og kvikmyndina um Hamsun." Ekki nýtilkominn áhugi „Það hefur verið núna í nokk- ur ár verulegur áhugi á norræn- um bókmenntum í Þýskalandi," segir Halldór. „Tvennt merkilegl hefur verið að gerast sem varðar okkur; anric.rs vegar hefur verið að koma út glæsileg heildarútgáfa á verkum Halldórs Laxness hjá Steidl-forlaginu í nýjum eða endurskoðuðum þýðingum; hins vegar er hafin ný heildarútgáfa á íslenskum fornbók- menntum í nýjum þýðingum hjá Diederichs- forlaginu undir stjóm Kurt Schier. Það er feikilega metnaðarmikil útgáfa. Þetta em stærstu plönin, en manni sýnist á öllum teiknum að þessi áhugi sé æ meir að ná til íslenskra samtímabókmennta. Hanser-for- lagið í Múnchen, sem hefur haft forustu í þessum málum og sló í gegn með Jostein Gaarder og Peter Hoeg, það hefur nú tekið bæði Einar Má og Einar Kárason upp á sína arma; Englar alheimsins og Heimskra manna ráð koma væntanlega út hjá þeim næsta vet- ur. Ég held að varla sé hægt að hugsa sér betra heimilisfang í Þýskalandi fyrir íslensk- ar bókmenntir. Djöflaeyjan og Gulleyjan komu út inn- bundnar i Þýskalandi fyrir nokkrum árum, en nú eru þær að koma út í kilju ásamt Fyrir- heitna landinu; það munar miklu í dreifingu og upplagi. Djöflaeyjan kemur út núna í maí hjá btb, kiljudeild Bertelsmann, sem er stærsta forlag í Þýskalandi og meðal stærstu forlaga í heimi, og Einar Kárason verður höf- undur mánaðarins hjá þeim í maí. Bertelsmann keypti útgáfuréttinn á bókum Einars á uppboði, og ég held að þetta sé einn mesti útbreiðslusamningur sem hefur verið gerður um íslenska bók í Þýskalandi síðan Halldór Laxness var þar í hvað mestu upplagi á 6. áratugnum." Og sagan er ekki öll sögð. Meðan á hátíð- inni stóð kom Tímaþjófurinn út á þýsku hjá Amman í Sviss, sem er fínt bókmenntaforlag. Þar á undan hafði til dæmis Svefnhjólið eftir Gyrði Elíasson komið út hjá Suhrkamp. „Minni hugsjónaforlög unnu áður merki- legt brautryðjendastarf,“ segir Halldór, „en nú er greinilegt að stóru forlögin hafa æ meiri áhuga á íslenskum bókmenntum." - Þau hljóta þá að ímynda sér að þau geti selt þessar bækur. „Annars væru þau varla að þessu!" Hvað kom á óvart? „Mér kom einna mest á óvart í Múnchen aðsóknin á upplestrana," segir Halldór. „All- an tímann voru margar uppákomur á hverj- um degi. Það var komið vor, 20 stiga hiti og sól, og samt voru þessir upplestrarsalir - sem voru úti um allan bæ - alltaf fullir, að minnsta kosti þar sem ég vissi til. Og þó kost- aði inn! Það var gefið út feikilega myndarlegt blað með kynningu á öllum höfundum og einnig kom út aukahefti af bókmenntatímaritinu Die Horen af þessu tilefni. Þannig skilur hátíðin eftir sig varanleg spor, en líka var mörgum viðburðum gerð skil í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Upplestrarnir voru haldnir í húsnæði af öllu tagi, allt frá félagsheimilum eldri borgara yfir í leikhús og staði á borð við Tunglið. Eitt síðkvöldið sló Didda eftirminnilega í gegn í hálfgerðum rokkkonsertsal. Leikari las ljóðin á þýsku fyrir hana en í umræðunum á eftir talaði hún liðið í kaf á sinni yndislegu cockn- ey- ensku - og átti salinn!" - SA Ávarp á degi leiklistarinnar 27. mars 1997 Á þessu ári fagnar Leikfélag Reykjavíkur eitt hundrað ára afmæli stnu og má því með nokkrum rétti segja að eiginlegt leikhús á íslandi eigi aldarafinæli, leik- hús með listrænan metnað og listrænan árangur. En hvernig getum við greint þetta listræna? Um fátt hefur verið meira ritað meðan ritöld hefur staðið og um fátt hafa menn átt erfíðara að koma sér saman. Ekki á það hvað síst við um leiklistina, list andartaksins sem fæðist og deyr á sinni ögurstund. Þó að Hamlet sé sígilt verk, hver er kominn til að segja að túlk- un á hugarvíli Danaprinsins, sem áhorfendum fyrir hundrað árum þótti listræn og góð, hafi sömu áhrif í dag? Á okkar dögum höfum við séð dæmi um leiksýn- ingar, sem haldist hafa á fjölunum í nokkra áratugi - í upphafi voru þær inn- blástur áhorfendum og leiklistarmönnum - í dag úreltar, rykfelldar og lífvana. Er þá enginn eúífur kjarni í listsköpun sviðsins? Setjum okkur fyrir sjónir mælivog. í annarri vogarskálinni er hin ómælda blinda upprunalega leikþörf, í leik bama, í skemmtiþörf og dansi eftir hljóðfalli eða söng, f ákalli til máttar- valda um frjósamar tfðir eða sigurá óvinum eða lækningu af fári og drepi. Ekk- ert samfélag er svo frumstætt, eins og kallað er, að ekki rekumst við á leik í ein- hverri mynd, og stundum verður leikurinn hin ytri mynd trúar eða löngunar að ná sambandi við hin óræðu öfl, við guðdóminn. I leiknum felst að taka á sig hlut- verk annars, fara úr sjálfum sér og skynja tilveruna frá annars sjónarhóli, því taka menn á sig gervi galdralæknisins eða rjóða sig blóði fómardýrsins til að nálgast guðdóminn. Við endurtekningu kemur þörfin fyrir einhvers konar skikkan. Nú er komið að hinni vogarskálinni. Það er hægt að leggja þungt lóð á vogina án þess að ár- angurinn fari eftir því, menn geta flogið í loftið og týnt þvf upprunalega; ef pund- ið er of létt er hins vegar hættan á að ekkert lifrii né lyftist. Það pund er rétt, sem felur í sér fótfasta djörfung, skáldlega lyftingu, röklega hugsim, slípaðan smekk og opna en melta reynslu. Þá er von til að finna það jafn- vægi, sem er takmarkið með svona mælitækjum. En menn þurfa oft aö þreifa sig áfram, þvf að listin er að minnsta kosti vinna og aftur vinna. Og þegar best tekst til leggja áhorfendur síðasta grammið á vogarskálina, þegar listaverkið fæðist. Er þetta þá svona einfalt? Varla. En ef eðh listarinnar er erfitt að fanga, er þá tilgangur hennar augljósari? Sú spuming snýr ekki síður að þjóöfélaginu. Hugs- ið ykkur einn dag eða jafnvel eitt ár (!) þar sem enginn söngur heyrðist, engin nóta væri leikin í fjölmiðlum, allar myndir væm teknar af veggjum og torgum og allar fagurbókmenntir innsiglaðar - ég fer ekki fram á að hylja allar helstu byggingar, en menn hafa nú verið að pakka þeim inn úti í löndum til að minna á hversu afrakstur listsköpunar er samgróinn öllu daglegu lifi okkar. Og öllum leikhúsum yrði auðvitað lokað, engar sýningar á boðstólum, sýningar sem iðu- lega em á einu ári sóttar af fleirum en nemur íbúatölu landsins. Við fjárlagagerð hafa listamenn að minnsta kosti oft á tilfinningu að framlög til skapandi menn- ingar séu afgangsstærð, sem fyrst beri að skera niður, þegar illa árar t þjóðarbú- inu eins og það heitir. En hvemig væri að snúa þeirri hugsim við? Hver veit nema listin komi þeim mun meira að gagni sem færri geta leyft sér efnalegan munað, sem oftlega er ekki annað en óhófseyðsla auglýsingaþjóðfélagsins? Að viðurkenna í verki og ekki bara orði að listin er gleðigjafi, að fátt auðgar mann- lífið meira. I dag höldum við upp á leiklistina. Já, hún er margslungin sú hverfula list. Hún tekur mið af veruleikanum, er samt ekki veruleikinn og þó sinn eigin vem- leiki, í senn áþreifanleg og óáþreifanleg, skuggamynd á þili og gára á vatnsfleti, en skuggamyndin getur breyst I glaöan heim og gáran í þunga öldu sorgarinnar. Hún er allt og ekkert, heillandi þeim sem ánetjast henni, framandi þeim sem hræðast hana, áleitin þeim sem reyna að skýra hana og stöðug glíma þeim sem stunda hana. Því að í allri listsköpun felst friðlaus leit og í þessari leit felst sprengikrafturinn. Leikþörfin í brjóstinu er hundgömul og samgróin lífsvújan- um, en þráin að skilja og skynja sig og umheiminn er stöðugt ný og ólgandi. Og svo bætist við þetta óskilgreinanlega, eitt lítið lóð á reisluna, og þetta litla lóð „á sjón út yfir hringinn þröngva" eins og skáldið komst að orði, veit leyndarmálið sem hugann gmnar handan við það sem augað sér. Sveinn Einarsson Það er sjaldgæft að hingað til lands komi tónlistarmenn sem sérhæfa sig í tónlist endurreisnar og barokks. Fengur var að því að fá hingað Icaras-kvintettinn frá Hollandi sem lék í Listaklúbbi Leikhú- skjallarans á mánu- dagskvöldið. Kvintett- inn er skipaður ungu fólki frá ýmsum lönd- um; Hilde de Wolf sem lék á blokkflautur, David Rab- inovitsj sem lék á barrokkfiðlu, Regínu Albanez sem lék á lútur og trommu, Ariane James sem lék á barokkselló og Katherine Heater sem lék á sembal. Þau léku ítalska tónlist frá endurreisnartíð. Á þeim tíma var mikil gerjun í listsköpun á Ítalíu. Myndlistarmenn, sem fannst allt fullreynt með meistur- íkarus unum Leonardo, Rafael og Michaelangelo, leituðu nýrra leiða i listsköp- un, og hljóð- færatónlistin þráði að slíta sig úr viðjum kirkjunnar og öðlast sjálfstætt veraldlegt líf, í nýjum formum og háttum, en þó án þess að vera bara til undirleiks i söng og dansi. í tónlistinni var þetta tímabil afar frjótt og skemmtilegt, pg einstaklega gaman að heyra íkaras leika úrval verka frá þess- um tíma, flest eftir lítt þekkt tón- skáld. Fyrir hlé vora leikin verk eftir Maurizio Cazzati, Biaggio Marini, Giovanni Battista Buonamente og Dario Castello. Leikur íkarasar í þessum verkum var mjög fallegm-. Þá lék Katherine Heater einleiks- tokkötu á sembal eftir Frescobaldi, einn mesta meistara þessa tíma. Leikur Heater var léttur og snarp- ur en kannski ekki alveg nógu djarfur. Þijú verk eftir Andrea Falconieri komu skemmtilega á óvart. Hann var kunnur lútuleik- ari um sína daga og hirðmúsíkant hjá hertoganum í Mantúa og víðar. Miðverkið var þokkafull passacaglia, en ytri verkin voru fjörugar glettur, Djötladans og hrollvekjandi Barátta Barrabasar við Satan. Þessi verk voru ákaflega vel leikin, spilamennskan í senn fáguð og músíkölsk. Eftir hlé átti Regína Albanez leik í Arpeggio verki fyrir bassalútu eftir Johann Kaps- berger. Verkið er samfellt hljóma- ferli í brotnum hljómum, með margvíslegum útúrdúrum í orðs- ins fyllstu merkingu. Þögnin í á flugi salnum var al- gjör meðan Al- banez lék. Þetta var hrífandi augnablik; verkið seiðandi, leikur- inn frábær og hljómur lútunnar unaðslega mjúkur og þokkafúllur. Annað verk eftir Kapsberger fylgdi og í lokin tvö verk samin undir aldamótin 1700, Sonata prima eftir abbadísina ísabellu Leonarda, eina fárra kvenna sem vitað er um að hafi iðkað tónlist að ráði á sautj- ándu öld; og Sinfonia quinta eftir Medici hirðtónlistarmanninn Pi- etro Sammartini. Síðustu árin hefur verið mikil endurreisn í flutningi gamallar tónlistar í kjölfar ítarlegra rann- sókna víða um lönd á tónlist fyrri alda. Stundum hafa niðurstöður þessara rannsókna orðið mönnum tilefni til að skapa stífar reglur um túlkun og flutningsmáta þessarar tónlistar, jafnvel þannig að reglan hefur borið músíkalskan trúverð- ugleika ofurliði. Leikur kvintetts- ins íkarasar var trúverðugur. Lít- ið sem ekkert víbrató var notað, og skraut og flúr eðlilegt, en fyrst og fremst var leikurinn músíkalskur, á þann hátt að reglan um flutn- ingsmátann var í öðru sæti; tón- listin í því fyrsta. Passíusálmar í Hall- grímskirkju Eins og undanfarin ár verða Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar fluttir í Hallgrímskirkju í Reykjavík á fóstudaginn langa. í ár hefur Ingibjörg Haralds- dóttir skáld umsjón með lestr- inum og hefst hann kl. 13.30. Lesarar með henni eru Silja Að- alsteinsdóttir og Þorleifur Hauksson, og er gert ráö fyrir að flutningi ljúki um kl. 18.30. Milli þátta leikur Hörður Ás- kelsson af fmgram fram á Klais-orgel kirkjunnar um gömlu lögin viö Passíusálmana. Á fostudaginn langa gefst líka einstakt tækifæri til að sjá altarisklæði sem Unnur Ólafs- dóttir listakona gerði og ekki á sinn líka hér á landi. Á því er mynd pelikanans sem er tákn píslanna og friðþægingarinnar. i' Tónlist Bergþóra Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.