Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 49
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997
Islands þúsund ár:
Dagur í lífi árabátasjómanna
íslands þúsund ár er leikin
heimildarmynd og merkileg
sem slík. Það er ekki aðeins að
hún lýsi á mjög svo raunsæjan
hátt einum degi í lífi árabáta-
sjómanna, sjómanna sem
hurfu að mestu þegar tuttug-
asta öldin gekk í garð, heldur
má segja að myndin sýni
einnig hversu fjarlægt líf for-
feðra okkar er því lífi sem nú-
tima-íslendingur lifir í dag.
Þegar horft er á þessa áhuga-
verðu og góðu kvikmynd þá
skilur maöur betin- þegar
gamla fólkið segir að lífsbar-
áttan hafi veri ólíkt harðari
áður fyrr.
Það er í rauninni hægt að
finna samnefnara með ára-
bátasjómanninum, sem lýst er
í íslands þúsund ár, og her-
manni sem þarf að taka þátt í
orrustu. Báðir tefla lífi sínu í
tvísýnu án þess að vita enda-
lokin. Árabátasjómaðurinn
heldur að morgni að vetri til í
róður, kannski í rjómalogni en
hann veit af reynslu sinni að
ekki er hægt að treysta á ís-
lenska veðráttu, vítisveður get-
ur skollið á án þess að nokkuð
boði það. í myndinni kemur
fram að á einum degi hafi 133
árabátasjómenn farist og þá er rétt
hægt að ímynda sér hvað óveðrið
hefur borið brátt að.
í íslands þúsund ár er lýst degi I
lífi áhafnar á árabáti sem fer til
róðurs að vetri til. Bræla hefur
verið undanfarið en veðurglöggm-
formaður telur að óhætt sé að róa
í dag. Það er eins gott að borða
morgunmatinn og skilja ekki neitt
eftir því næstu tólf tímana er ekk-
ert að fá nema sý-
rublöndusopa og það
er á valdi formanns-
ins að ákveða
hvenær
drekka
skal.
Þegar
sest er
undir
árar
í yfirlegu. Miðskipsmaðurinn Jósteinn Bachmann sitjandi en hálsmennirnir Jón Sveinsson og Jón K. Guöbjartsson
taka fram færin. Þeir ætla að athuga hvort fiskur sé undir, sannreyna hversu sannspár formaðurinn hefur verið.
er ekki Scuna hvar hver situr, það
er stéttaskipting um borð og hver
hefur sitt starf og pláss. Þá er það
aðeins formaðurinn og sá sem
næstur honum er sem fá að gæða
sér á munntóbaki meðan róið er.
Dagurinn er góður, það fiskast vel
og veðrið er að mestu stillt. Þegar
kvölda tekur er komið í land. Þar
biða tveir menn, boðberar breyttra
tíma, þeir hjálpa við að draga bát-
inn upp i fjöru og kvöldvinnan
hefst. Það er langt liðið á kvöld
þegar sjómennimar fá loks matinn
sinn, óveður geisar úti og óvíst er
hvort róið verður næsta dag.
íslands þúsund ár
er gefandi kvik-
mynd fyrir alla
þá sem áhuga
hafa á lífi forfeðra
okkar.
mk
Það er örugglega margt í myndinni
sem kemur nútimamanninum
skrýtilega fyrir sjónir. í myndinni
gefúr að heyra orð og orðtök sem í
dag eru flestum gleymd. Greinilegt
er að Erlendur Sveinsson hefur
unnið heimavinnu sína vel og
kynnt sér líf árabátasjómanna til
fúllnustu. Grunninn var búið að
vinna fyrirfram í hinni velheppn-
uðu heimildarmyndaseríu Erlends,
Verstöðin ísland. Erlendur segir í
sýningarskrá um gerð myndarinn-
ar: „íslands þúsund ár er til oröin
vegna mjög óvenjulegra samverk-
andi aðstæðna sem spanna tíu ár.
Þegar grunnur var lagður að þessu
verki stóð ekki til að búa þaö til og
telja verður ólíklegt að það hefði
nokkum tímann litið dagsins Ijós ef
fylgt hefði verið venjulegu fram-
leiðsluferli kvikmynda..."
sem fara með hlutverkin í
myndinni era ekki atvinnuleik-
arar heldur menn
Erlendur Sveins-
son og kvik-
myndatökumaður
hans, Siguröur
Sverrir Pálsson,
viö gerö myndar-
innar.
af sama meiði og þeir sem þeir
leika, svipsterkir alþýðumenn sem
auðvelt er að setja saman við þær
persónur sem túlkaðar era. Trú-
verðugleikinn er leiðarljós Erlends
Sveinssonar við gerð myndarinnar
og það er ekki annað að sjá fyrir
ókunnugan en að ekkert sé farið út
fyrir heimildir sem til eru um líf
árabátasjómanna. Kvikmyndataka
er vel af hendi leyst, eins og vænta
mátti frá hendi Siguröar Sverris
Pálssonar, búningar eru trúverðug-
ir og tæknivinna góð.
Það er hverjum íslendingi hollt
að sjá íslands þúsund ár, myndin
snertir þjóðarsálina, hún sýnir inn
í horfinn heim, heim sem oft var
hættulegur en lífsnauösynlegur í
harðbýlu landi.
Leikstjóri: handrit, klipping,
heimildasöfnun: Erlendur Sveins-
son. Kvikmyndataka: Sigurður
Sverrir Pálsson. Leikmynd, leik-
munir, titlar: Gunnar Baldursson.
Búningar: Árný Guðmundsdóttir,
Gunnar Baldursson. Hljóðupp-
taka Þórarinn Guðnason.
í hlutverkum áhafnar: Gunnar Le-
ósson, Guðjón Kristinsson, Jón
K. Guðbjartsson, Jón Sveinsson,
Jósteinn Bachmann, Kristinn
Jónsson, Rögnvaldur Ólafsson
og Sigmundur Þorkelsson.
Hilmar Karlsson
gerðarmanna og
margir af meistur-
um kvikmyndanna
spreytt sig á verk-
um hans, má
nefna The
Europeans og The
Bostonians, sem
James Ivory leik-
stýrði, La Cham-
bre Verte í leik-
stjóm Francois
Traffaut, Daisy Mill-
er, sem Peter Bogda-
nocvich leikstýrði og
The Innocents sem Jack
Clayton gerði eftir The
Tum of the Screw.
-HK
Nicole Kidman leikur
Isabel Archer.
Jane Campion leikstýrir Portrait of a Lady:
Margra ára draumur
Löngu áður en Jane Campion hóf gerð verðlauna-
kvikmyndar sinnar The Piano hafði hana dreymt
um að gera kvikmynd eftir skáldsögu Henry James,
The Portrait of a Lady. Það var þó ekki fyrr en vin-
sældir The Piano urðu til þess að hún gat nokkum
veginn ráðið því hvað hún gerði næst að hún ákvað
að láta slag standa og gera kvikmynd eftir þessari
skáldsögu sem margir töldu að ekki væri hægt að
kvikmynda.
Handritsgerðin hafði þó staðið yfir í mörg ár og
vann hún handritið í samvinnu við Laura Jones.
Kvikmyndagerðin var að sögn Campion mun erfið-
ara en gerð The Piano, enda vora tökustaðir einir
tíu talsins um allt England og Ítalíu. Campion hafði
rúm fjárráð og tíma og gat því undirbúið sig vel og
notast við staði sem lýst er í bókinni, má þar nefna
Colosseum í Róm, garðana í Lucca og ýmsa staði í
Flórens og í Salisbury. Og þar sem sagan gerist
bæði að vetri og sumri var tökutíminn langur.
Margar leikkonur sóttust eftir að leika Isabel
Archer, en engin sótti það jafri fast og Nicole Kidm-
an. Þær Campion og Kidman þekkjast frá því þær
störfúðu í Ástralíu. Kidman var fjórtán ára þegar
Campion bað hana um að leika í lokaverkeini sínu
við ástralska kvikmyndaskólann, Kidman fékk ekki
frí úr skólanum svo ekkert varð úr
samstarfmu þá. Campion varð fljótt
sátt við að Kidman fengi þetta krefi-
andi hlutverk. Þær hittust I Los Ang-
eles og tóku tvo daga í að fara yfir hlut
verkið og Nicole Kidman gat sannfært
stöllu sína um að hún væri rétta leik-
kona í hlutverkið.
í upphafi vildi Jane Campion fá
William Hurt til að leika Gilbert
Osmond, en hann hafði efasemdir um
hlutverkið og því fékk John Malcovich
að spreyta sig á Gilbert, en Campion
hafði haft hann í huga fýrir hlutverk
Ralph Touchett. í hlutverki
Madame Merle er svo Barbara
Hersey, en hún fékk óskarstil-
nefningu fyrir leik sinn og er
það í fyrsta sinn sem þessi
ágæta leikkona fær til-
nefiiingu til ósk-
arsverðlauna.
Henry James hefúr
verið vinsælt við-
fangsefni kvikmynda-
íkmyndir
Hvíta húsið
vinsælt í
sakamála-
myndum
Hvort sem það er
tilviljun eða ekki þá
era að koma í röðum saka-
málamyndir sem beint eða óbeint
tengjast forseta Bandaríkjanna og
Hvíta húsinu. Nýjasta kvikmynd
Clint Estwoods, Absolute Power,
fiallar um morð sem forsetinn teng-
ist, Harrison Ford leikur forsetann
í nýjum trylli sem frumsýndur
verður bráðlega og i apríl veröur
frumsýnd Murder at 1600 en 1600
er húsnúmerið við Pennsylvania
Avenue, sem Hvíta húsið stendur
við. Wesley Snipes, leikur rann-
sóknarlögreglumann sem fenginn
er til að rannsaka morð í Hvíta
húsinu. Þegar rannsóknin leiðir
hann að forsetanum fer að hitna
undir hælum hans. Aðrir leikar-
ar era Diane Lane og Jason
Robards
Perlur og svín
Óskar Jónasson kvikmynda-
leikstjóri, sem hefur verið í vetur
að gera það gott í hlutverki Skara
skrípó, hefur nú tekið sér frí frá
honum og hefur hafið leikstjórn á
Perlum og svínum,en tökur
hófust í hyijun mars. Þetta er gam-
anmynd sem fiallar um hjónin Lísu
og Finnboga sem lenda í harðri
samkeppni eftir að þau kaupa sér
lítið gamalt bakarí. Finnbogi er
dæmigerður íslenskur smábraskari
og Lísa á sér þann draum æðstan að
komast í sólarlandaferð. Ólafia
Hrönn Jónsdóttir og Jóhann Sig-
urðarson leika hjónin Lísu og Finn-
boga.
Verhoeven rær á örugg
mið
Eftir ófarimar með Showgirls er
i Paul Verhoeven kominn á öragg
mið í gerð framtíðarspennumynd-
arinnar Starship Troopers, sem
væntanlega verður meöal stóra
kvikmynda sumarsins. Enn er
verið að taka fyrir innrás geim-
vera á jörðina. í Starship
Troopers era það verur sem
minna mest á skordýr sem hafa
áhuga á jörðinni. Titill myndar-
innar vísar til sérsveitar sem hef-
ur það verkefni að stöðva allar
slíkar innrásir. Óþekktir leikarar
era í aðalhlutverkum.
Flóðið
Náttúruhamfarir í kvikmyndum
hafa aftur komist á blað eftir vel-
gengni Twisters. Þegar er fariö aö
sýna Dante’s Peak við miklar vin-
sældir og fljótlega veröur Volcano
tekin til sýningar en báðar þessar
myndir fialla um eldgos og jarð-
skjálfta. í sumar veröur svo frum-
sýnd The Flood, sem eins og nafn-
ið bendir til gerist meðan mikil
flóðbylgja gengur yfir Kalifomíu.
Tökur fóra að mestu fram inni í
stóra flugskýli og þar vantaði ekki
vatnið. í helstu hlutverkum eru
Christian Slater, Morgan Freeman,
Minnie Driver og Randy Quaid.
Leikstjórinn Mikael Salomon hefur
áður komið við sögu í gerð kvik-
myndar þar sem þurfti að nota
mikið af vatni, en hann var kvik-
myndatökumaður við The Abyss.
'7
Háður ást
Griffin Dunne hefur allt frá því
hann lék aðalhlutverkið í kvik-
mynd Martins Scorsese, After Ho-
urs, árið 1985, leikiö í mörgum
kvikmyndum, stór og lítil hlut-
verk. í fyrra leikstýrði hann stutt-
myndinni Duke of Groove, sem til-
nefnd var til óskarsverðlauna.
Dunne hefur nú lokið við að leik-
stýra sinni fyrstu leiknu kvikmynd
í fullri lengd, Adicted to Love. Um
er að ræða gamanmynd um
stjörnufræðing og Ijósmyndara
sem hafa farið illa út úr ástar-
samböndum og vilja hefna
sín. Með aðalhlutverkin fara
Meg Ryan, Matthew Broder-
ick, Kelly Preston og Tcheky
Karyo.