Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 5 > l I > I I i > f > I > > > i f I > > i i } } > dv Fréttir Margrét Frímannsdóttir: Öryrkjar og aldraðir fái sómu hækkun „Ég held að þetta sé nokkuð gott miðað við þær kröfur sem var lagt af stað með. Ég hefði að vísu viljað sjá lægstu launin hækka upp í 70 þúsund strax. Það á eftir að sjá nán- ari útfærslu á tryggingum og upp- sagnarákvæðum sem skipta veru- legu máli,“ segir Margrét Frímanns- dóttir alþingismaður um nýju kjara- samningana. „Mér finnst eðlilegt að öryrkjar og aldraðir fái sömu hækkun og náðist almennt í þessum samning- um. Það hlýtur að fara að koma að því að lægstu taxtar þeirra fari upp í 70 þúsund krónur," segir Margrét. -RR EskiQörður: Hagnaðurinn 312 milljónir Hagnaður Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. á árinu 1996 nam um 312 milljónum króna eftir að reiknaður hefur verið tekju- og eignaskattur. Heildarvelta félagsins nam 3.846 milljónum króna á árinu en að teknu tilliti til afla til eigin vinnslu var veltan 3.106 milljónir. -sv Tekinn með heimaslátrað Lögreglan í Reykjavík stöðvaði mann á vörubíl sem var að koma vestan af fjörðum aðfaranótt mánu- dags. í ljós kom að á palli bílsins voru 8 eða 9 lambaskrokkar og 2 nautaskrokkar. Maðurinn viður- kenndi að kjötið væri af heimaslátr- uðu en sagði það vera ætlað fjöl- skyldunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum DV er miðað við að heimaslátrað kjöt fari ekki út fyrir landareign viðkomandi slátrara. Heilbrigðiseftirlitið gerði kjötið upptækt og það verður brennt. -sv Steingrímsfjarðarheiði: Voru fastir í bílunum Lögreglan í Hólmavík sótti í fyrri- nótt fólk sem sat fast í fólksbíl á Steingrímsfjarðarheiði. Vont veður var á heiðinni, ofankoma og bylur, og komst fólkið ekki leiðar sinnar. Eitthvað var af flutningabílum á heiðinni, að sögn lögreglu, en ekk- ert var hægt fyrir þá að gera um nóttina. Öflug ruðningstæki þurfti til þess að ryðja þeim leið. -sv Útgerðarfélagið: Stærri hluti af- urðanna beint til neytenda DV, Akureyri: Sífellt stærri hluti af framleiðslu Útgerðarfélags Akureyringa hf. fer beint til neytenda erlendis, og hefur sá hluti framleiðslunnar aldrei verið jafn stór og á síðasta ári. Með þessu er átt við afurðir sem eru ekki unnar frekar eftir að þær fara frá ÚA og þar til neytendur kaupa þær í verslunum. Stærstur hluti þessarar framleiðslu er laus- fryst karfaflök sem ýmist eru seldar í heimsendingarþjónustu eða á stór- mörkuöum í Þýskalandi og Frakk- landi. Stærra hlutfall af þorski hefur einnig farið i verðmeiri pakkningar, bæði flakapakkningar á Bandaríkja- markað og lausfrysta flokkaða bita sem fer til stóreldhúsa í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. -gk PHILIPS n 11.990 ta Fullkominn símboði með tímastillingu, upplýstum skjá, 30 nr. minni, titrara og öryggiskeðju. EKKERT AFNOTAGJALD! frá 4980 kr. Mikið úrval fyrir allar fermingarstelpur og stráka. frá 980 k - eins og t.d. þessi! fjió 1490 kr. Hárblásari á mynd: 4.490 kr. Tveggja hnífa, með og án hleðslu. Rakvél á mynd: 7.990 kr. (jló 5.190 kr. fllQ 1.990 kr. Fullvaxnar reiknivélar fyrir fullorðið fólk! t 5 m unum e 'jlir j^ermingcirbörnimum ! V) © © Heimilistæki SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO http.//www.ht.is umboðsmenn um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.