Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 Viðskipti Þormóður rammi hf.: Hagnaður 9,3% af veltu Þormóöur rammi M. skilaöi 178,5 milljónum króna i hagnað 1996 og nam hagnaðurinn 9,3% af veltu. Til samanburðar má geta þess að hagnaður ársins 1995 var 206,1 milljón króna. Heildarvelta varð 1.922 m.kr. á móti 1.971 m.kr. árið áður. Eigið fé Þormóðs ramma nemur 1.353 m.kr. og hef- ur aukist úr 869 m.kr. frá árslok- um 1995. Hugbúnaður hf: Afgreiðslukerfi í síðasta mánuði var opnuð fyrsta RIMI-verslunin í Riga í Lettlandi en RIMI eru hluti af stærstu verslunarkeðju Noregs, Hakon Gruppen. Einn starfs- manna Hugbúnaðar hf., Magni Viggósson, fór utan og aðstoðaði við uppsetningu verslunarinnar og eru afgreiðslukerfi Hugbúnað- ar hf. notuðu víða, m.a. í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Englandi og á Möltu. Mörg önnur fyriitæki í Lett- landi hafa nú þegar nálgast sölu- aðila Hugbúnaðar hf. um mögu- leika á að setja kerfið upp í þeirra fyrirtækjum og verslunum. Þar á meðal eru flest stærri fyrirtæki í Lettlandi og einnig útibú alþjóð- legra fyrirtækja. Kerfi Hugbúnaðar M. er nú eina kerfið á markaðnum í Lett- landi sem uppfyllir kröfur skatta- yfirvalda. Afkoma SPRON: Heildartekjur jukust um 22% Rekstrarafkoma SPRON var góð á liðnu ári. Rekstrarhagnaður eftir tekju- og eignaskatt var 120,7 millj. kr„ samanborið við 115,8 milljónir árið áður. Vaxtatekjur jukust um 22% á milli ára, urðu 1.109,4 milljónir króna 1996. Heild- artekjur SPRON á árinu voru l. 427,9 miUjónir króna og hækk- uðu um 257,8 m.kr., eða um 22%. Landsbréf: Sjá um lífeyris- sjóðinn Undirritaður hefur verið samn- ingur miUi Lífeyrissjóðs Mjólkur- samsölunnar, Landsbréfa og Landsbanka íslands um rekstur lífeyrissjóðsins sem Landsbréf munu nú taka að sér. Stjóm sjóðs- ins veröur óbreytt, sem og reglu- gerð. Eignir sjóðsins nema um 800 miUjónum kr„ virkir sjóðsfélagar eru um 450 og lífeyrisþegar rúm- lega 200. Landsbréf sjá nú um Eft- irlaunasjóð FlA, Lífeyrissjóð Tannlæknafélags íslands, Lífeyr- issjóð Flugvirkjafélags íslands og Lífeyrissjóð starfsmanna Áburð- arverksmiðjunnar. Þá starffækja þau íslenska lífeyrissjóðinn sem er frjáls séreignasjóður. Tæknival: Góð afkoma Veltuaukning Tæknivals M. nam 37% á miUi ára 1995 og 1996, fór úr 1.531.694 þús. kr. í 2.100.039 þús. kr. í fyrsta skipti fór veltan yfir tvo milljaröa. Hagnaður Tæknivals nam rúmum 54 miUj- ónum kr. sem er aukning um 47% frá árinu áður. Sláturfélag Suöurlands: Veltan jókst um 4,7% Velta Sláturfélags Suðurlands jókst um 4,7% á miUi áranna 1995 og ’96. Rekstrartekjur SS og dótt- urfélags voru 2.325 m.kr. 1996, 2.220,7 m.kr. árið áður. Hagnaður að frádregnu tapi hlutafélagsins og sköttum var 75,1 m.kr. en 71,1 m. kr. árið áður. -sv DV Fjöldi fyrirtækja ósáttur við þátt íslandsbanka í Fríkortunum: Til skoðunar að skipta um viðskiptabanka - segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA á Akureyri „Við erum í viðskiptum við ís- landsbanka og okkur fmnst að okk- ur vegið með þessu korti,“ segir Magnús Gauti Gautason, kaupfé- lagsstjóri KEA, um Fríkortið marg- umrædda. Vöruborg í Reykjavík, dreifmgarfyrirtæki KEA, og Sjöfn eru í viðskiptum við íslandsbanka. Magnús Gauti segir að ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um aðgerðir af þeirra hálfu en erfitt sé að segja til um hvenær mál skýrist. Aðspurður um hvort til álita kæmi að skipta um viðskiptabanka sagði Magnús Gauti: „Það er auðvitað það sem kemur til skoðunar." Þeir aðilar aðrir sem lýst hafa óá- nægju sinni með þátttöku íslands- banka í þessu korti eru m.a. verslunarkeðjumar Þín verslun og 10-11. Pálmi Pálmason er fram- kvæmdastjóri Þinnar verslimar. „Það er eins og að fá kalda vatns- gusu framan i sig að verða vitni að verslunarbandalagi þessara funm aðila. Stærsta matvörukeöjan er i þessu samstarfi við Islandsbanka, viðskiptabanka okkar, og við spyrj- um hverra hagsmuna bankinn sé að gæta,“ segir Pálmi. Hann segir Þína verslun vera með 21 verslun vítt og breitt um landið og í stærstu hverf- um Reykjavíkur. Samtökin, einstak- ar verslanir þar innan og fiölmargir einstaklingar sem starfa í þessum verslunum hafa sín viðskipti við ís- landsbanka í útibúum um allt land. Pálmi Pálmason hefur sent banka- ráði íslandsbanka bréf þar sem bankinn er krafinn skýringa á sam- starfinu við hin fyrirtækin fiögur. í sameiginlegri auglýsingu þessara fyrirtækja er nefnilega gert ráð fyrir að 80% af matarinnkaupum séu gerð hjá Hagkaupi, stærsta samkeppnis- aðila Þinnar verslunar. Fulltrúar ís- landsbanka hafa gefið samtökunum ákveðnar skýringar á tilurð þessa máls en Þin verslun býður enn svara frá yfirstjórn bankans. „Ef íslandsbanki heldur þessu samstarfi áfram verðum við að end- urskoða viðskipti okkar við bank- ann,“ segir Pálmi. Eiríkir Sigurðsson, eigandi 10-11, segist hafa gert íslandsbanka grein fyrir óánægju sinni með hans stööu i þessu Fríkortamáli. „Mér finnst að mjög óábyrgar ákvarðanir hafi verið teknar í bank- anum í þessu máli og ég vonast til þess að menn sjái sóma sinn í því að draga bankann út úr þessu. Ef það verður ekki gert mun ég taka mínar ákvarðanir og væntanlega hætta í viðskiptum við bankann." DV hafði samband við Kristján Ragnarsson, formann bankaráðs !s- landsbanka, en hann vísaði á þá sem stjóma bankanum dags daglega. „Það kemur ekki til álita að bank- inn dragi sig út úr þessu. Við höfum rætt við þá sem hafa lýst óánægju sinni með þetta og þeir hafa sýnt þessu bærilegan skilning," segir Björn Bjömsson, framkvæmdastjóri íslandsbanka. íslandsbanki hefur fært starfs- mönnum sínum 10 þúsund punkta inn á kortið og að mati Björns er ekkert óeðlilegt við það. „Starfsmenn fyrirtækja njóta yfir- leitt einhverra réttinda sem aðrir njóta ekki og því fmnst okkur þetta mjög eðlilegt," segir Bjöm. -jáhj/-sv Farsímaeign jókst gríðarlega í Evrópu Þótt ótrúlegt megi virðast standa íslendingar nágrannalöndum sínum nokkuð að baki í farsímaeign á hvem landsmann ef marka má úttekt sem danska blaðið Jyllands- Posten hefur gert á farsímaeign í Evrópu. í mörgum Evrópulöndunum jókst far- símaeign um tugi prósenta á árinu. Þegar skoðaðar eru tölur um far- símaeign í Evrópu sést að íslending- ar þurfa að spýta i lófana ef þeir ætla að ná toppnum í farsímaeigninni. Raunar þurfum við ekki að hafa áhyggjur af öðrum en Norðmönnum, Finnum, Svíum og Dönum en í þeim löndum eiga fast að 30% landsmanna farsíma. -sv Farsímaeigii í Evrópu 17,4% ísland 6,8% Færeyjar 2?-5y' 29,3% 28,5% Svf^jjóö Rnn|and Noregur 7,5% írland 11,7% Stóra- 66y 25,9% Bretland H6£LD“k Beída Þyskaland Be|gía 11,2% - Lúxemborg * * Sviss Áústurríki * » 5.8% Portúgal 7,3% Andorra 10,9% 7,3% Ítalía Spánn 4,9% Grikkland m 4,0% Malta 9,5% Kýpur Hlutabréfamarkaðurinn: Mest keypt í SR-mjöli Viðskiptin á hlutabréfamarkaði Verðbréfaþings og Opna tilboös- markaðarins námu tæplega 300 milljónum í síðustu viku. Mest var keypt af bréfum í SR-mjöli, fyrir tæpar 50 milljónir, og Haraldi Böðv- arssyni, fyrir rúmar 40 milljónir. Síldarvinnslan og Þormóður rammi hafa verið vinsæl í vikunni og þar seldust bréf fyrir 21,5 milljónir í því fyrmefnda og 33,3 milljónir í hinu. Bréf í íslandsbanka seldust fyrir um 12 milljónir en lítil hreyfing var á bréfum stóru fyrirtækjanna, bréf fyrir um 7,6 milljónir skiptu um hendur í Eimskip en lítil sem engin sala var i bréfum olíufélaganna. Dollar hefur heldur lækkað frá fyrri viku en pundið fer aftur upp eftir lækkun. Þingvisitala hluta- bréfa er enn á uppleið og hefur nú hækkað um 15% frá áramótum Álverðið hækkaði nokkuð þegar líða tók á vikuna, var í 1610 dollur- um tonnið um miðja síðustu viku en fór í 1632 dollara á mánudag. Byrjunarveröið í gær var 1622 doll- arar. -sv Þingvisit hlutabr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.