Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 67 Myndasögur Fréttir Sh (Ö N U (ð E- >H 3 2 K 73 :0 co '<D 'S 4 -(Ö 0) O (ð co nq § s <+H SJ RETTARA GAjST TRIENTALIS ERUOPÆA. HUN ER MEP SJÖ, STJÖRNJJLAGA BLOM OG VEX I SURUM JARÐVEGI. Svalbarðasvæðið: Norðmenn taka vel á móti Arnar- borginni DV, Aknreyri: „Öll samskipti okkar við Norð- mennina hafa verið vinsamleg og öllum reglum hefur verið fylgt út i æsar, það er ekki yfír neinu að kvarta í þeim efnum,“ segir Sigurð- ur Friðriksson, skipstjóri á Arnar- borginni frá Dalvík, en skipið fór frá Tromsö í Noregi í gær til rækju- veiða við Svalbarða. Arnarborgin var reyndar komin á Svalbarðasvæðið á dögunum, en bilun sem upp kom í frystibúnaði áður en veiðamar hófust varð þess valdandi að leita varð hafnar í Tromsö til viðgerðar. Sigurður Frið- riksson segir að hann hafi tilkynnt sig til norskra yfirvalda, bæði á leiðinni frá íslandi og eins áður en hann fór inn í lögsöguna við Sval- barða. Engar athugasemdir voru gerðar og öll samskipti vinsamleg. Vitað er að Norðmenn fylgjast vel með ferðum Arnarborgarinnar, og ekki síður því hvort fleiri íslensk skip halda á rækjuveiðar við Sval- barða. Norsk yfirvöld viðurkenna rétt eins íslensks skips til rækju- veiða á þessum slóðum, en það mun vera vegna þess að Stakfellið frá Þórshöfn „dýfði trolli þarna“ eins og viðmælendur DV hafa orðað það. Á þeirri forsendu fær Arnarborg að fara á Svalbarðamiðin óáreitt, en ætli fleiri íslensk skip í kjölfarið mun það án efa ekki ganga átaka- laust. Áhöfn Arnarborgar var vel tekið í Tromsö og engin fyrirstaða að fá viðgerðarþjónustu. Þá stendur frek- ari þjónusta til boða, t.d. ef Arnar- borg vildi fá olíu á miðin, þá þarf einungis að tilkynna það með góð- um fyrirvara. -gk Tilkynningar Kvenfélag Óháöa safnaðar- ins Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur fund þriðjudaginn 1. apríl kl. 20.30 í Kirkjubæ. Skíðasvæöið í Stafdal Seyð- isfirði Skíðasvæðið í Stafdal Seyðisfirði er opið alla páskana frá kl. 11-17. Nægur snjór og vel troðnar brautir. Undur veraldar Fimmtudaginn 27. mars end- urtekur Gunnlaugm: Bjömsson stjarneðlisfræðingur fyrirlesturinn „Sólir og svarthol: Nýjustu fréttir af furðum alheimsins" í fyrirlestraröð- inni „Undur veraldar“. Fyrirlestur- inn hefst kl. 14 i sal 3 í Háskólabiói. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Páskavaka í Hafnarfjarðar- kirkju á páskanótt Á páskanótt verður haldin páska- vaka í Hafnarfjarðarkirkju. Hefst hún kl. 20.30 laugardagskvöldið og stendur til 00.30 á páskamorgun. Tónlistin og upprisugleðin skipa veglegan sess á páskavökunni. Söng annast félagar úr hljómkómum. Einsöngvari verður Signý Sæ- mundsdóttir. Prestur páskavökunn- ar er sr. Þórhallur Heimisson. Yfir Strikið Danshljómsveitin Yfir Strikið spilar á Kaffi Krók, Sauðárkróki, föstudaginn langa, 28. mars, frá mið- nætti til 04.00. Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú i Kópavogi verður laugardaginn fyrir páska. Lagt af stað frá Gjá- bakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaifi. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00 VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Id. 5/4, örfá sæti laus, Id. 12/4. KÖTTUI? Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennesse Williams. 5. sýn. föd 4/4, uppselt, 6. sýn. sud 6/4, uppselt, 7. sýn. fid. 10/4, uppselt, 8. sýn. sud. 13/4, örfá sæti laus. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Aukasýning fid. 3/4. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Sud. 6/4 kl. 14.00, sud. 13/4, kl. 14.00. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Id. 5/4, Id. 12/4. Athygli er vakin á aö sýningin er ekki viO hæfi barna. Ekki er hægt aö hleypa gestum inn í salinn eftir aO sýning hefst. Gjafakort í leikhús - sígild ogskemmtileg gjöf. Miöasaian er opin mánudaga og þriöjudaga kl. 13-18, frá miövikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekiö á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. Miöasalan veröur lokuö um páskana frá skírdegi. Miöasalan opnuö aftur þriöjudaginn 1. aprít. SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200. r Hfgleikub sýnir í Tjarnarbíói Embættismannahvörfin Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson Frumsýning miö. 26.mars 2. sýn. fimmtud. 27. mars 3. sýn. föstud. 4. apríl 4. sýn. laugard. 5. apríl 5. sýn. sunnud. 6. apríl Sýningar hefjast kl. 20.30. Miöasala opin sýningardaga frá kl. 19. Símsvari allan sólarhringinn: 551 25 25. Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Nauðungar- sala Á nauðungarsölu sem fram á að fara föstudaginn 4. apríl 1997 kl. 14.00 við Stapafell hefur að kröfu Eggerts B. Ólafs- " sonar hdl. verið krafist nauðungarsölu á sandhörpu af gerðinni Vibrascreen sem staðsett er við Stapafell. Greiðsla áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í KEFLAVÍK Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.