Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 11
DV MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 %lk Alþjóðlegt átak til varnar ráttindum flóttafólks: Fjölmennasti hópur flóttafólks er Mannréttindindasamtökin Am- nesty International hafa hrundið af stað alþjóðlegu átaki til vamar rétt- indum flóttafólks. 1 heiminunm eru meira en fimmtán milljónir karla, kvenna og barna flóttamenn. Þar að auki eru tuttugu milljónir á flótta innan eigin landamæra vegna þess að fólkið hefur neyðst til að yfirgefa heimili sín. Fjölmennasti hópur flóttafólks er konur og börn. Konur eru í hættu og nauðganir eru notaðar í auknum mæli til að pynda og ógna konum og hrekja þær á flótta. Mann réttindabrot eru ástæða þess að fólk tekur sig upp frá heimilum sínum og flýr. Á bak við sögu alls þessa flótta- fólks liggja miklar hörmungar. Sumir þeirra hafa lent í því að ætt- ingjum þeirra hefur verið slátrað á miskunnarlausan hátt, heimili þeirra gjöreyðilögð og þau rúin inn ,að skinni. Grimmileg stríð hafa eyðilagt mörg lönd og morð og hryllingur er notaðm- til þess að ná valdi yfir fólkinu. Eini möguleiki fólks er að reyna að flýja hryllinginn. Sumir flýja harðstjórnir, sumir eru gagnrýnendur sem hafa verið fang- elsaðir og pynt- aðir, aðrir eru eftirlýstir. Sumir verða auðveld skot- mörk vegna uppruna, tungumáls eða trúar- bragða. Allir eiga þeir sameiginlet að of hættu- legt er að vera þar sem þeir eru. Samtökin hafa mikl- ar áhyggj- ur af af- skipta- og virðingar- „Þeir afklæddu mig og niðurlægðu mig Ég bað þá að drepa heldur en þá skáru þeir af mér hend- urnar með sveöju.,“ segir Sallay Goba frá Sierra Leone. Hún flúði heim- ili sitt í árás skæruliða þar sem eiginmaður hennar, tengda- sonur og þrjú barnabörn létu lífiö. erlend bóksjá Flóttamenn eru oft lokaðir inni í fangelsum þegar þeir eru að sækja um landvist. Þeir erti ekki glæpamenn og því þreyttir að láta koma þannig fram við sig. leysi ríkisstjórna gagnvart réttind- um flóttafólks. Ríkisstjómir reyna í síauknum mæli að hindra að fólk, sem er að flýja ofsóknir, fái tæki- færi til að nýta rétt sinn til að sækja um hæli og fá þá vernd sem því ber. Aðgerðir ríkisstjórna til að koma í veg fyrir móttöku flóttafólks hafa í fór með sér að fjöldi fólks fær aldrei tækifæri til að komast undan pynd- ingum, morðhótunum og öðrum of- sóknum og æ fleiri eru sendir aftur heim þar sem þeirra bíður oft fang- elsun eða opinn dauðinn. Hér á eftir fara myndir og sögur af hörm- ungum fólks sem hefur tek- ist að flýja. -em konur og börn Assam flúði íran eftir að yfirvöld höfðu kallað hana til yfir- heyrslu. Hún vissi að hún yrði pyntuð og drepin ef hún færi þangað. Assam flúði til Svíþjóðar í gegnum Tyrkland en var send þangað aftur. Tyrkir senda venjulega flótta- menn til síns heima nema þeir séu evrópskir. Assam komst aftur til Svíþjóöar og hefur fengið pólitfskt hæli þar. Metsölukiljur • • • ••••••••é00< Bretland Skáldsögur: 1. Catherlne Cookson: The Upstart. 2. Graham Swift: Last Orders. 3. Josephine Cox: A Time for Us. 4. Helen Forrester: Mournlng Doves. 5. Nlck Hornby: Hlgh Fidelity. 6. Marlan Keyes: Lucy Sullivan Is Getting Married. 7. Marian Keyes: Lucy Sulllvan is Gettlng Married. 8. Mlchael Klmball: Undone. 9. Hugh Laurie: The Gun Seller. 10. Nlcholas Evans: The Horse Whisperer. Rit almenns eðlis: 1. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 2. Paul Wllson: A Little Book of Calm. 3. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 4. Sebastian Faulks: The Fatal Englishman. 5. Griff Rhys Jones ritstjóri: The Nation's Favourite Poems. 6. Fergal Keane: Letter to Daníel. 7. D.J. Goldhagen: Hitler's Wllling Executioners. 8. Blll Bryson: The Lost Contlnent. 9. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 10. Jung Chang: Wlld Swans. Innbundnar skáldsögur: 1. Catherine Cookson: Bondage of Love, 2. Mary Wesley: Part of the Fumlture. 3. Kate Atkinson: Human Croquet. 4. Minette Walters: The Echo. 5. Wilbur Smith: Birds of Prey. Innbundin rit almenns eðlis: 1. Dava Sobel: Longitude. 2. Anne Frank: Diary of a Young Girl. 3. Scott Adams: The Dllbert Prlnclple. 4. Majorle Rlddell: M for Mother. 5. Tim Smlt: The Lost Gardens of Hellgan. (Byggt a The Sunday Tlmes) Waugh endursýndur Evelyn Waugh. Islenska sjónvarpið hefur að undanförnu endursýnt sjónvarpsþætti sem gerðir voru af breska sjónvarpinu eftir einni merkustu skáld- sögu enska rithöfundarins Evelyn Waugh - Brideshead Revisited. Þættirnir vöktu á sínum tíma mikinn áhuga al- mennings á íslandi, eins og reyndar annars staðar þar sem þeir voru sýndir, og gerðu Waugh frægan hér á landi, um hríð að minnsta kosti. Þungamiðja sögunnar - vinátta Charles Ryders og Sebastians Flytes allt frá skólaárum þeirra i Oxford - á djúpar rætur í lífi höfundar- ins sjálfs en Waugh var gjam á að nota vini sína, kunn- ingja og fjandmenn og eigin reynslu sem efnivið skáld- sagna sinna. Syndin í Oxford Evelyn Waugh fæddist árið 1903 í London, þar sem faðir hans rak útgáfufyrirtæki, en lést fyrir rúmum þrjátíu árum, 1966. Hann hafði lítið af fóður sínum að segja á æskuárun- um; uppeldið var einkum í höndum móður hans og barnfóstru allt þar til hann var sendur til náms í heimavistarskóla sem var honum lítt að skapi, að minnsta kosti til að byrja með. Háskólaárin í Oxford breyttu miklu í lífi Evelyns sem kynntist þar nýju fólki af svokallaðri yfir- stétt - fólki sem hann átti mikið samneyti við það sem eftir var æv- innar. Þar kynntist hann líka glaumi og gleði hins ljúfa lífs ungs fólks sem hugsaði um það eitt að skemmta sér. Eitt sinn skrifaði hann vini sínum: „Ég hef lifað eins og brjálæðingur síðustu fjórtán dag- ana og eyðilagt dagbók mína frá þeim tíma. Kannski segi ég þér ein- hvem tíma hvers vegna.“ Hann kvæntist konu af aðalsætt- um, Evelyn Gardner, 1928 - sama árið og fyrsta skáldsagan hans kom út; Decline and Fall. En hjónaband- ið stóð stutt; konan hélt fram hjá honum með nánum vini þeirra. Það var Waugh mikið áfall og hann Umsjón Elías Snæland Jónssnn reyndi að hefna sín með skáldsög- unni Vile Bodies árið 1930 en þar fór hann háðulega með yfirstéttar- liðiö sem eiginkonan fyrr- verandi tilheyrði. Sagan varð metsölubók og gerði höfundinn í senn frægan og fjárhagslega sjálfstæðan um sinn - en Waugh var gjarn á að eyða langt um efni fram. Sex barna faðir Á fjórða áratugnum stundaði Waugh blaða- mennsku með ágætum ár- angri en notaði um leið reynslu sína til að semja skemmtilegar skáldsögur sem vöktu athygli. Þar á meðal var ein snjallasta saga sem samin hefur verið um breska blaðamennsku; sú nefnist Scoop. Waugh, sem hafði snúist til kaþólskrar trúar, kvænt- ist öðru sinni árið 1937. Þau hjónin settust að i enskri sveit og eignuðust þar sex böm. Síðari heimsstyrjöld- in setti hins vegar strik í reikninginn; Evelyn gekk í herinn og gegndi herþjón- ustu m.a. á Krít og í Júgóslavíu. Árið 1944 fékk hann leyfi hjá hernum, kom sér fyrir á krá skammt frá Dartmoor og hóf að semja frægustu bók sína, Brides- head Revisited. Hann skrifaði sög- una i einni striklotu á fimm mánuð- um. Þegar hún kom út áttu þeir sem til þekktu auðvelt með að sjá fyrir- myndir allra helstu persónanna í skáldsögunni sem varð með árun- um mest selda ritverk Evelyns Waugh. Seinna sendi hann frá sér margar aðrar bækur sem sumar hlutu góð- ar viðtökur en náðu samt ekki að jafnast á við vinsældir sögunnar um Charles Ryder og örlagarík kynni hans af systkinunum Sebastian og Júlíu, fjölskyldu þeirra og vinafólki. Metsölukiljur i ♦«•••«••••••• Bandaríkin Skáldsögur: I 1. John Grlsham: Runaway Jury. 2. Wally Lamb: She’s Come Undone. 3. Davld Baldaccl: Absolute Power. 4. LaVyrle Spencer: The Camden Summer. 5. Mlchael Ondaatje: The Engllsh Patlent. 6. Tom Clancy & Steve Pleczenlk: Acts of War. 7. Sandra Brown: Love’s Encore. 8. Ullan Jackson Braun: The Cat Who Sald Cheese. 9. Jane Hamllton: The Book of Ruth. 10. Marlo Puzo: The Last Don. 11. Danlelle Steel: Flve Days In Parls. 12. John Saul: The Blackstone Chronlcles: Parts 1 & 2. 13. Judlth Krantz: Spring Collectlon. 14. Llnda Howard: Son of the Morning. 15. Taml Hoag: Gullty as Sln. Rlt almenns eðlis: *. 1. Jonathan Harr: A Clvll Action. 2. Mary Plpher: Revlvlng Ophella. 3. Jon Krakauer: Into the Wlld. 4. Thomas Cahill: How the Irlsh Saved Clvillzatlon. 5. Kay Redfield Jamlson: An Unquiet Mlnd. 6. Andrew Well: Spontaneous Heallng. 17. Dava Sobel: Longttude. 8. Mary Karr: The Llar's Club. 9. James McBrlde: The Color of Water. 10. C. A. Darden & J. Walter: In Contempt. 11. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 12. Isabei Fonseca: Bury Me Standlng. 13. Danaiel Jonah Goldhagen: Hltler's Wllling Executloners. 14. Richard W. Lewls: Absolut Book. n 15. Barbara Klngsolver: Hlgh Tlde In Tucson. (Byggt á New York Times Book Review)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.