Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 48
68 MIÐVIKUDAGUR 26. lam kvikmyndir Háskólabíó - Saga hefðarkonu Kona er mynduð Eftir vinsældir Jane Austen- mynda hefur hugur kvikmyndagerðarmanna staðið til fleiri höfunda fyrri alda. Jane Champion velur sér að fylgja eftir vinsældum Píanósins með skáldsögu eftir Henry James (1843-1916) um unga sjálfstæða bandaríska stúlku sem er tæld í óhamingjusamt hjónaband. Það háir myndinni að þó Henry James sé tæpri öld nær okkur í tíma en Jane Austen, þá hefur hann mun minna að færa inn í nútímann en hún og saga hans um menningarátök, lævísi og eigingimi skilar sér illa, er hvorki nógu nálæg til að vera áhrifarík né nógu íjarri til að vera forvitniieg. Champion leggur áherslu á hið myndræna þar sem hver rammi er úthugsaður en gengur of langt, þannig að stílbrögðin verða þreytandi frekar en vekjandi. Þar ræður miklu litleysi aðalleikaranna sem þurfa að bera uppi mikið af myndbrögðunum. Nicole Kidman er flatneskjuleg og ósannfærandi sem hin lífsþyrsta og heillandi Isabel Archer, en nær sér á strik í seinni hlutanum sem hin vonsvikna og sígrátandi Isabel Osmond. Jolrn Malkovich fetar sig átakalaust og að því er virðist áhugalaust gegnum hlutverk Gilbert Osmonds, enda er það hlutverk sem hann hefur leikið einum of oft og ber aðdráttarafl hans greinilega merki þessarar leikþreytu. Aðrir leikarar bjarga þó miklu, sérstaklega eru hinir þrír biðlar Isabel, Martin Donovan sem Ralph Touchett, Richard E. Grant sem Lord Warburton og Viggo Mortensen sem Caspar Goodwood, áberandi sterkari og skemmtilegri en Malkovich og gera val hennar enn meira ósannfærandi. En myndin er falleg, og það verður ekki af Champion «kafið að hún kann vel með myndavélina að fara, búningamir eru smart og útlitið allt er til þess fallið að gleðja augað og lyfta andanum, verst að hann komst ekki hærra. Leikstjóri: Jane Champion. Handrit: Jane Champion og Laura Jones. Kvikmyndataka: Stu- art Dryburgh. Tónlist: Woijiech Kilar. Aðalleikarar: Nicole Kidman, John Malkovich, Barbara Hershey, Mary- Louise Parker og Martin Donovan. Úlfhildur Dagsdóttir Háskólabíó - Stjörnustríð: ★★★* Töfraljóminn enn fyrir hendi Star Wars var mesta geimævintýri kvikmyndanna frá upphafi þegar hún var fmmsýnd fyrir tuttugu ámm og ekki minnkaði aðdáun ævintýraþyrstra ungmenna á ævintýmm Han Solo, Luke Skywalker og Leiu prinsessu þegar Empire Strikes Back og Retum of the Jedi fylgdu í kjölfarið. Ævintýraljóminn sem stafaði frá þessum myndum er enn fyrir hendi tuttugu árum síðar þótt margar ágætar geimævintýramyndir hafi verið gerðar á þessum tíma. Það er eftirtektarvert hversu gefandi myndin er enn þann dag í dag. En hvers vegna ver- ið er að endursýna allar þrjár kvikmyndirnar í kvikmyndahúsum núna má rekja til við- tals sem tekið var við George Lucas í tímaritinu Rolling Stone stuttu eftir að búið var að frumsýna Star Wars. Þar segir hann: „Það er ekkert frekar sem ég vil gera heldur en að fara í myndver og endurgera mörg brelluatriðin og nokkrar furðuvemrnar sem alls ekki komu jafn vel út eins og ég hafði vonast eftir." George Lucas sat ekki við orðin tóm, en hann var heldur ekki að flýta sér og það sem hon- um tekst er að nýta sér tæknina sem hefur fleygt fram á þessum tuttugu ámm án þess að skemma það sem fyrir var. Star Wars hefur enn sama aðdráttaraflið fyrir alla aldurshópa, persónurnar enn mjög lifandi þrátt fyrir margar eftirlíkingar og þótt með nákvæmri skoð- un megi finna eitthvað sem betur hefði mátt gera þá er það staðreynd að á þessum tutt- ugu árum hefur ekki komið betur útfært geimævintýri og verður ekki gert fyrr en Geor- ge Lucas kemur með næstu þriggja mynda seríu í myndaflokknum, ef það þá tekst. Um hvað næsta sería er má sjá í einu atriði í Star Wars. Það er þegar hin aldna stríðshetja Obi-Wan Kenobi segir hinum unga Luke Skywalker frá föður hans, Anakin Skywalker og hvernig þeir tengdust, en aðalpersónur nýju seríunnar verða einmitt Obi-Wan Kenobi á unga aldri og Anakin Skywalker, sem síðar varð að Darth Vader. Stjörnurnar fjórar sem Star Wars fær í einkunn eru ekki aðeins fyrir Star Wars heldur seríuna í heild. Leikstjóri og handritshöfundur: George Lucas. Tónlist: John Williams. Aðalleikarar: Mark Hammill, Carrie Fisher, Harrison Ford og Alec Guiness. Hilmar Karlsson Fræg teiknimynd endurgerð: 101 dalmatíuhundur Ein af frægustu og bestu teiknimyndum sem komið hafa frá snillingunum hjá Walt Disney er 101 Dalkamatians, en hún var gerð árið 1961. í henni eru rakin viðskipti hunda við skað- ræðiskvendi. í teiknimyndinni er það hundur sem er sögumaður. í hinni nýju leiknu kvik- mynd frá Disney Plowright og Hugh Laurie, sem margir kannast við úr hinni vinsælu sjónvarpss- eríu Jeeves and Wooster. 200 hvolpar valdir Eitt af því erfiðasta við gerð 101 dalma- tiuhunds var að vera með 101 hvolp i myndinni. Það þurfti þvi nokkru áður en tökur höfust að finna hunda í hlut- verk eldri hunda, en sem gerð er eftir teikni-jgjf Danje|S 0g joe|y Rjchar(json j h|u(verkum s|-numþað má segja að þeir myndmm er sögu-ásamt Pon Perd séu í forgrunni en manni sleppt sem skilj- anlegt er og aðrar áherslur látnar ráða, enda um annað form kvikmyndagerðar að ræða, en sagan er sú sama. Jefif Daniels og Joely Richardson leika ung hjón sem eiga tvo dalmatíuhunda, Pongo og Perdy. Skelfing rikir á heimihnu þegar það kemur í ljós að nýfæddir hvolpar þeirra, Pongo og Perdy, hefúr verið stolið. Fljótlega beinist grunur að hinni illræmdu pelsadrottningu Cruella DeVil og eins og i ljós kemur þá hefúr hún ekki látið nægja að stela hvolpunum heldur hættir hún ekki stuldinum fyrr en hún hefúr komið tölunni upp i 101 hvolp. Sá sem stendur á bak við gerð 101 dalmatíuhunds er John Hughes, sem er sjáifsagt einn allra farsæl- asti leikshórinn og framleiðandinn í skemmtana- bransanum í Hollywood. Ekki hefúr hann tapað á gerð þessarar myndar þvi hún varð ein allra vin- sælasta kvikmyndin í Bandarikjunum á síðasta ári. Hughes starfar sem handritshöfúndur og fram- leiðandi við 101 dalmatíuhund. Frá því hann gerði sína fyrstu kvikmynd árið 1982 hefúr hann komið nálægt gerð 28 kvikmynda sem flestar hveijar hafa náð miklum vinsældum. í helstu hlutverkum myndinni eru Glerrn Close sem leikur Cruelu DeVil eft- irminnilega, Jeff Daniles, Joely Ric hardson, Joan ’ 'S** hvolpamir í bakgrunn- inum. Þar sem tökur fóru fram á söguslóðum í Englandi þótt sjálfsagt að nota enska hunda og því kom dýraþjáffarinn Gary Gero í júlímánuði árið 1995 til Englands til að leita uppi hvolpa og hunda til þjálfúnar, en þess má geta að dýraþjálfaramir urðu svo hrifiiir af þeim hundum sem leika Pongo, Perdy, Kipper og Fogey að þeir vora keyptir og fluttir til Bandaríkjanna. Til að fmna hvolpa var auglýst í enskum blöðum og urðu margir tU að svara auglýsingunni og í lokin sátu fjórtán hunda- þjálfarar uppi með 200 hvolpa sem notaðir vora. Að sögn hundaþjálfaranna var þjáifun hvolpanna ekki aðaláhyggjuefiiið heldur heilsa þeirra. Þar sem vitað var að einn sjúkur hvolpur gat smitað alla hina, vora gerðar miklar varúðarráðstafanir tU að halda heUsu þeirra og var það mikið ná- kvæmnisverk. Það liggur því mikU vinna á bak við allar hundasenur og það eru alls ekki sömu hvolpamir sem vora í allri myndinni, það þurfti að skipta þeim út sem vora elstir og urðu of stórir meðan kvikmyndatakan stóð yfir. Hlutverk Craelu DeVU gefúr Glenn Close tæki- færi tU að sýna allar sínar bestu hhðar. Þegar hún var spurð af leikstjóranum Stephen Herek, hvemig hún ætlaði að leika Craelu, sagðist hún ekki vita það fyrr en hún hefði klæðst búningunum og Utið í spegU: „Hver þeirra níu búninga sem ég klæðist er listaverk út af fyrir sig og sú sem klæðist slik- um búningum er háifgerð ófreskja, en um leið duttlimgafúU og þótt ég hafi haft einstaklega Glenn Close leikur gaman af að túlka per- hina illa innrættu sónuna þá varð ég að Cruelu DweVil. passa mig á því að gera hana ekki um of skemmti- lega, en í ævintýrum á borð við 101 dalma- tíuhund verður aUtaf að vera að minnsta kost ein vond per- sóna.“ -HK Stephen Herek Leikstjóri myndarinnar 101 dalmatíuhundur er Stephen Herek sem hefur getið sér orð fyrir að vera einhver hugvitssamasti leikstjóri af yngri kynslóðinni í HoUywood. Hann byrjaði ferU sinn sem leikstjóri árið 1985 með hryUings- myndinni Critters, sem hann einnig skrifaði handrit að. Það kemur ekki á óvart að hann skyldi velja hryUingsmynd sem sína fyrstu mynd, hann er einn af mörgum þekktum leik- stjórum sem gengu í skóla hjá B-myndakóngn- um Roger Corman og starfaði hjá honum um skeið við klippingu á hinum ýmsu myndum sem komu úr smiðju Cormans. Herek fylgdi Critters eftir með gamanmynd- inni BiU and Ted’s ExceUent Adventure, sem naut talsverðra vinsælda og er í dag í þeim flokki sem enskumælandi kvikmyndafræðingar flokka sem „cult“. Fyrir leik sinn í þeirri mynd varð Keanu Reeves fyrst þekktur og mynd þessi hafði ýmis áhrif, meðal annars varð tU tungu- mál í Bandaríkjunum upp úr þessari kvikmynd sem unglingar nota óspart. Næsta kvikmynd Hereks var einnig gamanmynd sem hafði nokkra sérstöðu, Don’t teU Mom the Babysitt- er’s Dead og í kjölfarið kom Mighty Ducks árið 1992 og varð sú kvikmynd mjög vinsæl. Næsta mynd hans var svo ævintýramyndin The Three Musketeers. Sinni fyrstu dramatísku kvikmynd leikstýrði Herek fyrir tæpum tveimur árum, var það Mr. HoUand’s Opus og fékk Richard Dreyfus tU- nefhingu til óskarsverðlaun í fyrra fyrir leik sinn í myndinni. Stephen Herek með tvo hvolpa af dalmatíukyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.