Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Side 27
LAUGARDAGUR 26. APRIL 1997
Eyddi fermingarpeningunum í íslandsferð fyrir 16 árum:
Þetta eru hvorki galdrar né kraftaverk
- segir Rikke Schultz, danskur dýralæknir í Skagafirði, sem beitir nýstárlegum aðferðum
DV. Skagaíirði:
/
Rikke Schultz er einn þeirra
mörgu útiendinga sem heillast hafa
af íslenska hestinum. Hún er fædd í
Danmörku og byrjaði sex ára gömul
að umgangast íslensk hross. Hún
eyddi fermingarpeningunum árið
1981 í íslandsferð og það varð fyrsta
ferð hennar af mörgum
milli landanna. Rikke lauk
dýralæknanámi árið 1991
og þá um sumarið starf-
aði hún í Skagafírðinum
um skeið og fluttist svo al-
farið í héraðið ásamt eig-
inmanni sínum, Höskuldi
Þráinssyni, árið 1992. Árang-
ur Rikke við lækningar á
hrossum hefur vakið
talsverða athygli og
er nú svo komið
að fólk
hvaðanæva af
landinu kemur
með hesta til
hennar.
Blaðamaður
kom viö á
Hjalla í
Blönduhlíð
hjá Rikke og
Höskuldi á
dögunum og
tók dýralækninn
tali:
„Já, meðan ég
var í dýralækna-
náminu heima í
Danmörku fékk ég
mikinn áhuga á
óhefðbundnum
lækningaaðferðum, svo sem nála-
stungu og hómópatískri lyfjagjöf.
Síðasta námsárið tók ég hestalækn-
ingar sem valgrein og dvaldi þá m.a.
í Kanada þar sem ég lærði hest-
anudd. Einnig var ég um tíma á
hestasjúkrahúsi í Bandaríkjunum
Rikke er ekki bara dýralæknir
heldur tekur hún einnig þátt i
keppni á hestamótum. Hér er
hún meö verðlaunagripi sem
hún hlaut á einu slíku.
þar sem var pláss fyrir 80 hross.
Dvölin á sjúkrahúsinu var mjög
lærdómsrík og því er ekki að neita
að Bandaríkjamenn, og þá ekki síst
Texasbúar, gera ólíkt meira að því
en íslendingar að lækna hrossin og
reyna að komast að því hvað angrar
þau og veldur vanlíðan. Þessa kunn-
áttu sem ég öðlaðist þarna hef ég
svo verið að þróa síðustu ár.
Með það að markmiði hef ég
farið nokkrar ferðir utan á
námskeið undanfarin ár,
m.a. í þeim tilgangi að afla
mér alþjóðlegra sérfræðirétt-
inda í nálastungu á dýrum.“
Ég spyr Rikke við hvaða
kvillum hún beiti helst nála-
stungu:
Afcta— „Við nautgripi
er þetta mest
notað gegn
ófrjósemi, við
erfíðan burð,
við kýr sem
geta ekki
staðið upp
eftir doða
og sam-
hliða
lyfjagjöf
við júgur-
bólgu. Varð-
andi hross eru það
vöðvabólga, sem
mest kemur
fram í baki og
hálsi, og lið-
skekkja sem oft-
ast er í háls- og
hryggjarliðum.
Ástæður
vöðvabólgu geta verið margar. Ein
sú algengasta er að notaðir eru
skakkir og illa stoppaðir hnakkar.
Þeir geta verið jafnt nýir sem gaml-
ir. Ég er þeirrar skoðunar að mjög
margir hnakkar séu of langir og ég
tek spaðalausa hnakka fram yfir
hnakka með spöðum,“ segir Rikke.
En hvemig finnur hún hvað er að
þegar sjúklingurinn getur ekki tjáð
sig við lækninn?
„Flest hross sem ég fæ til með-
ferðar eru reiðhross eða hross í
tamningu. Ástæður þess að grun-
semdir vakna um að eitthvað sé að
geta verið margar. T.d. verða þau
stíf i tauminn, hrekkjótt, láta illa að
stjóm, slá til taglinu, em spennt
o.fl. Ég byrja á að spyrja hesteigand-
ann eða knapann nákvæmlega út í
einkenni hestsins til að átta mig á
hvað ástandið hafi varað lengi,
hvenær það er verst og hvað geti or-
sakað það. Síðan þukla ég alla stóra
vöðva vandlega og athuga hvort ég
finn eymsli í ákveðnum nálastungu-
punktum sem eru í líkama hrossa,
líkt og manna.
Nudd og nálarstunguað-
ferð
Þegar sjúkdómsgreiningin liggur
fyrir meðhöndla ég punktana með
nálastungu. Þegar stungiö er í nála-
stungupunkt gerist það meðal ann-
ars að losnar um ákveðin efni í heil-
anum sem virka kvalastillandi,
slakandi og bólgueyðandi. Síðan
hefur aðferðin hamlandi áhrif á
hvemig taugakerfið sendir heilan-
um skilaboð um kvalir og þar af
leiðandi virkar aðferðin mjög vel á
langvarandi kvalir í dýrum eins og
mönnum. Til þess að koma í veg fyr-
ir að kvillamir komi aftur verð ég
að reyna að finna og leiðrétta orsak-
imar. Það er ekki alltaf vinsælt ef
ég kenni knapanum um. Þegar ég er
búin að beita nálastungunni i 3-4
skipti með nokkurra daga millibili
vil ég fara að sjá árangur. Auðvitaö
heppnast þetta ekki alltaf og stund-
um þarf að stinga oftar en flest
hross ná fullum bata ef hægt er að
leiðrétta orsökina.“
dýralæknir
Rikke og Höskuldur meö gæöingsefni í hesthúsinu á Hjalla.
DV-myndir Örn Þórarinsson
Þegar um vöðvabólgu er að ræða
beitir Rikke oft nuddi og þá jafnvel
með nálastungunni. Hún segir að
þegar hún taki hrossin hebn til sín
til meðferðar, sem er í þeim tilfell-
um þegar gripir koma langt að,
nuddi hún hestinn sjálf en annars
kenni hún eigandanum handtökin.
Rikke segir að nálastungan sé
mjög gömul kínversk aðferð sem
hefur verið vísindalega sannað að
virkar mjög vel og er nú viður-
kennd .um allan heim. Þetta em
hvorki galdrar né kraftaverk heldur
taugafræði á háu plani og hún telur
mjög mikilvægt að við beitum okk-
ur fyrir þessari náttúrlegu lækn-
ingaaðferð og notum hana með hefð-
bundinni lyfja- og læknisfræði.
Vísir að dýraspítala
Þau Höskuldur og Rikke eignuð-
ust jörðina árið 1994. Þau em bæði
á kafi í hestamennsku og ræktim og
því lá beinast við að komast yfir bú-
jörð. En Hjalli hafði fleiri kosti en
íbúðarhús, tún og bithaga því þar
var um 140 fermetra nýbyggt iðnað-
arhúsnæði, aö mestu óinnréttað. í
því er nú kominn vísir að dýraspít-
ala. Þar er t.d. ágæt aðstaða til
myndatöku á dýrum og margs kon-
ar aðgerða. Hins vegar er enn ekki
aðstaða til að vista dýrin í húsnæð-
inu en að því er stefnt i framtíðinni,
segir Rikke, og á þar ekki síst við
aðstöðu fyrir gæludýr sem talsvert
er um að sé komið með til aðgerða.
Hross sem hún tekur heim til meö-
ferðar era hins vegar sett í hesthús-
iö.
En nú fleygir lækningum á fólki
sífellt fram. Rikke er spurð hvort
það sama eigi við um lækningar á
dýrum:
„Já, það er mikil þróun í dýra-
lækningum. Það er t.d. stutt síðan
farið var að sónarskoða hryssur þó
að það sé ekki beint lækning. En
sónarskoðun gefur eigandanum
möguleika á að koma hryssu sem
ekki hefur fengið fyl aftur til fola en
áður hefði þessi hryssa í Qestum til-
fellum orðið geld það árið. Til að
fylgjast með því sem er að gerast hef
ég sótt nokkur námsekið erlendis.
Nú er hins vegar kominn nýr sam-
skiptamöguleiki milli dýralækna
sem er Intemetið. Með því móti hef
ég orðið samband við marga kollega
erlendis og þannig getum við miðl-
að ýmsum nýjungum á milli, auk
þess að ráðfæra okkur varðandi
ýmis vandamál sem alltaf eru að
koma upp í þessu starfi," sagði
Rikke Schultz að lokum.
-ÖÞ
Vantar
punk
Matvara
1.000
Sérvara
1.000 25
Yfir 40 }nisunci keimili nota nú I ríkortiá a6
staðaldri ogf fleiri kætast við dagflegfa.
Ef i>ig vantar Fríkort eða þú liefur t.cl. ákuga á að fá aukakort kanda
unglingunum á keimilinu er Jjað auðsótt mál. Umsóknareyðuklöð liggja
frammi á öllum afgreiðslu- og sölustöðum Fríkortafyrirtækjanna og einnig
kægt að kringja í Jjjónustusímann 5Ó3 9000.
Muntlu að |>ú færð Fríkortið \>ér algjörlega að kostnaðarlausu, en
notkun Joess getur skilað |>ér ríkulegum ávinningi.
uww*“«
mmma
ismtmi.