Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1997 Fréttir Lík Harðar Sævars Bjarnasonar flutt til Reykjavíkur: Grátlegt ef varðskipið fer án þess að fullreynt sé - mun berjast við stjórnvöld, segir Kolbrún Sverrisdóttir „Ég mnn aldrei sætta mig við að þeir skilji lík pabba eftir í flakinu án þess að leitað hafi verið til fulls. Ég gleðst auðvitað yfir því að þeir fundu Hörð en það verður grátlegt ef varðskipið fer frá slysstaðnum án þess að fullreynt sé,“ segir Kol- brún Sverrisdóttir, ekkja Harðar Sævars Bjarnasonar og dóttir Sverris Halldórs Sigurðssonar stýrimanns sem báðir fórust með skelbátnum Æsu. Lík Harðar skipstjóra fannst um borð í Æsu á fostudag en leit hefur verið hætt án þess að lík Sverris hafi fundist. Kolbrún tók á móti líki manns síns á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún sagði að þrátt fyrir að lík Harðar hafi fundist standi eftir að rannsóknin einkennist af fumi. „Ég mun ekki gefast upp í baráttu minni við aö fá upplýst hvað olli þessu slysi. Stjórnvöld mega vita að ég á næga orku eftir til að berjast við þau. Þessi leiðangur viröist vera klúður eins og ég óttaðist í fyrstu,“ segir Kolbrún. Hún segir að verði niðurstaðan sú að varðskipið sigli í burtu á þriðjudag án þess að fúllkomin leit og rannsókn hafl farið fram muni ættingjar hinna látnu grípa til að- gerða. „Við ættingj- arnir munum kanna alla mögu- leika til að knýja fram niðurstöðu. Þar kemur allt til greina og við munum krefjast opinberrar rann- sóknar ef því er að skipta. Þetta einkennist allt af yfirklóri og yfir- stjómendur að- gerðarinnar eru út og suður, ýmist á flugvöllum er- lendis eða í út- reiðartúrum," seg- ir Kolbrún og vís- ar til þess að henni hafi ekki tekist í gær að ná í þá aðila sem hafa yflrstjóm með verkinu. Hún segir að bresku köfúrunum sé engin þægð í því að þurfa að fara í burtu án þess að ljúka ætlunarverki sínu. Þær viðbárur sem hún hafi heyrt, þess eðlis að loft kafaranna sé á þrotum og þeir ráðnir annars stað- ar, séu byggðar á ósannindum. „Fulltrúi okkar um borð í varð- Flugvél íslandsflugs kom í gær meö Ifk Harðar Sævars Bjarnasonar, skipstjóra skelfiskbátsins Æsu, til Reykja- vfkur. Kolbrún Sverrisdóttir, ekkja hans, beiö ásamt börnum sínum, Sverri og Sigrúnu, á flugvellinum þar sem þau vottuðu hinum látna viröingu sfna. Meö Kol- brúnu og börnum eru á myndinni systur hennar, Inga og Sveinsfna, auk Gunnars Hjalta. Fjöldi annarra ætt- ingja Haröar og Kolbrúnar voru einnig á vellinum. DV-mynd S Kolbrún Sverrisdóttir hefur barist fyrir þvf aö rannsakaö veröi hvaö olli þvf aö skelfiskbáturinn Æsa sökk í blíöskaparveöri á Arnarfiröi f fyrrasumar. Hún og aörir ættingjar Sverris og Haröar, sem fórust meö skipinu, hafa knúiö stjórnvöld til aö rannsaka máliö frekar en gert var. Hér er hún ásamt börnum sínum viö komuna til Reykjavfkur f gær þar sem hún tók á móti líki manns síns. DV-mynd S Samið við rafiðnaðarmenn Pósts og síma: Unnið að viðgerðum Everest-farar: Fimm fórust Fimm menn fórust þegar þeir voru að klífa tindinn á Everest sl. fimmtudag. Mennimir, sem voru að klífa tindinn að norðanverðu, hröpuðu til bana í slæmu veðri sem geisað hefúr á þessum slóö- um undanfama daga. íslensku leiðangursmennimir tóku því rólega um helgina. Þeir tóku enga áhættu í slæma veör- inu. Þeir hafa hvílst undanfama daga á áfangastað sínum í 5.300 metra hæð. Enn er 4-5 daga ferð framundan hjá íslendingunum á tindinn þegar þeir leggja af stað. íslendingamir em allir við góða heilsu. -RR Samningur náðist lun helgina á milli vinnuveitenda og rafeinda- virkja hjá Pósti og síma. Verkfalli, sem staðið hafði yfir í nærri hálfan mánuð, var þar með frestað þar til atkvæðagreiðsla hefúr farið fram. Strax að lokinni undirskrift hófst viðgerð við þær símabilanir sem upp höfðu komið í verkfallinu. Dæmi em um heilu göturnar í Reykjavík og fyrirtæki viða um land sem höfðu verið símasam- bandslausar um tíma. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, sagði við DV að samningurinn hefði fyrst og fremst tekið til tveggja at- riða. Annairs vegar að framlengja kjarasamning fyrir rafvirkja og raf- eindavirkja hjá Pósti og síma sem gengu úr BSRB yfir í sambandið fyrir 11 árum. Hins vegar að koma fyrir í samningi 150 rafíðnaðar- mönnum sem gengu úr BSRB í Raf- iðnaðarsambandið með breytingu Pósts og sima í hlutafélag. Guð- mundur vildi ekki upplýsa um launahækkanir þeirra í samningn- um. „Deilan snerist einkum um hvemig þeir ættu að raðast inn í þennan samning okkar. Ég held aö allir geti verið sáttir við niðm-stöð- una,“ sagði Guðmundur sem nú hef- ur samið fyrir ríflega 90% af sínum 2.500 félagsmönnum. -bjb Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904 1600. 39,90 kr. mínútan " 8S Nel m j rödd FOLKSINS 904 1600 Eiga íslendingar að hætta þátttöku í söngvakeppninni? Sighvatur Björgvinsson: Tilboð Djúpmyndar mjög sannfærandi „Mín skoðun er sú að það hefði átt að reyna að ná skipinu upp. Hvort það er tæknilega mögulegt get ég ekki dæmt um. Ég hef kynnt mér tilboð Djúpmyndar og fyrir mig sem leikmann í þessum efnum virkar það mjög sannfærandi," sagði Sighvatur Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins og þing- maður Vestfirðinga, við DV um köf- unina niður að Æsu. Hann sagði bresku kafarana hins vegar hafa staðið sig vel. Þeir hafi þó ekki náð að leita af sér allan grun. Hvort það væri vegna tækni- legra örðugleika eða vegna f]ár- skorts sagðist Sighvatur ekki geta dæmt um. Köfun þyrfti að halda áfram þar til búið væri að leita í öll- um vista verum skipsins. -bjb skipinu ræddi við yfirmann kaf- aranna áður en hann fór frá borði í gær. Hann sagði þá hafa nægan tíma og nóg loft til að ljúka þvi verki sem upphaflega var ætlað. Þá sagði hann slæmt fyrir orðstír fyrir- tækis þeirra að hverfa frá hálfunnu verki,“ segir Kolbrún. „Þetta mál virðist allt snúast um að þagga niður í okkur ættingjum. Þessi fúmkennda aögerð ber þess merki að menn hafi bara ætlað að gera eitthvað til að geta haldið því fram að þeir hafi gert sitt,“ segir Kolbrún. Hún segir einkennilegt það fjöl- miðlabann og þá leynd sem ríkt hafi um málið. Það sýni hversu við- kvæmt það sé fyrir stjómvöld. „Þama er ausið út milljónum af almannafé að því er virðist árang- urslaust. Þetta em peningar sem þjóðin á og þess vegna réttlætismál að fólk sjái hvemig staðið er að mál- um,“ segir Kolbrún. -rt Stuttar fréttir Hentifánaherferð Alþjóða flutningaverka- mannasambandið, ITF, byrjar í dag herferð gegn svokölluðum hentifánaskipum í 23 Evrópu- löndum samtímis. Farið verður um borð í öll skip sem næst til og aðstæður kannaðar. í eldri farveg Kannaðir eru möguleikar á að færa Jökulsá á Breiðamerkur- sandi aftur í gamlan farveg vest- ar á sandinum. RÚV greindi frá þessu. Flóttamannalög Yfirmaður Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi telur aö íslendingar ættu að hafa sjálfstæöan kafla um stöðu flóttamanna í lögum um eftirlit með útlendingum eöa að setja sjálfstæð lög um þá, líkt og margar þjóðir hafa gert. Þetta kom fram á RÚV. Frumvarp í salt Lífeyrissjóðafrumvarpið hef- ur verið sett í salt yfir sumarið. Davið Oddsson sagði á Stöð 2 að gagnrýni á frumvarpið yrði skoðuð betur og það afgreitt í lok ársins. Flugur gegn flugum Afrískar ránflugur hafa verið fluttar inn frá Danmörku til að vinna á íslensku húsflugimni í svínabúum hérlendis. Sam- kvæmt Stöð 2 hafa nokkur hundruð þúsund ránflugur verið fluttar inn með góðum árangri. Konur hræðast göngin Skoðanakönnun sýnir að ís- lenskar konur munu margar hverjar ekki þora í gegnum Hval- fjarðargöngin. Samkvæmt Stöð 2 verður vegurinn fyrir fjörðinn eins konar kvennavegur! Fuglinn í fjörunni Bringulausan svartfugl rekur í tugatali upp í fjörur Seltjam- amess. Ástæðan er kæruleysi veiðimanna samkvæmt frétt Sjónvarpsins. -bjb I ( ( ( ( ( I ( ( ( I ( ( I ( ( ( ( ( ( ( ( \ ( (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.