Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Síða 20
H
20
MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1997
Tímaritið Vera kynnir sig á netinu:
Hvet allar konur til að tengjast netinu
Tímaritið Vera er nú farið að
kynna sig á netinu. Á heimasíðu
tímaritsins er nú að finna kynningu
á efni síðasta tölublaðs auk ýmissa
annarra hagnýta upplýsinga. M.a.
eru á síðunni tengingar í aðra vefi
fyrir konur. Vera hóf göngu sína
1982 og hefur frá upphafi helgað sig
umfjöllun um konur. Það eru Sam-
tök um kvennalista sem gefa tíma-
ritið út. Blaðamaður DV spjallaði
við Elísabetu Þorgeirsdóttur, rit-
stjóra tímaritsins, um heimasíðu
Veru og hversu virkar konur væru
á netinu.
Vilja vera með á netinu
Elísabet segir síðuna fyrst og
fremst hafa verið setta upp í til-
raunaskyni. „Síðan er kannski ekki
mikið að horfa á núna en við viljum
hins vegar gera betur. Það er ætlun-
in að endurbæta hana og við höfum
þegar fengið nýja manneskju í það
verkefni. Við viljum að sjálfsögðu
líka vera með í netvæðingunni,"
sagði hún.
Elísabet sagði að í endurbættri
útgáfu siðunnar yrði haldið áfram
að kynna blaðið. „Við erum einnig
tengdar við Gegni, tölvukerfi Lands-
bókasafns íslands - Háskólabóka-
safns. Þar er búið að flokka allar
greinar sem skrifaðar hafa verið í
Veru og var ekki vanþörf á þar sem
mikið er leitað í þær greinar. Það er
því hægt að nálgast Veru frá upp-
hafi í Gegni,“ sagði hún.
Nýir tölvuleikir frá
Lon & Don
Fyrirtækið Lon & Don hefur sent
frá sér leiki fyrir Windows 3 og
Windows 95 sem svipar um margt til
hefðbundinna leikja fyrir Windows.
Um er að ræða sex leiki sem heita
Böggl, Aftaka, Sjóorrusta, Yatzy,
Orðapúsl og Spak.
Leikirnir eru á íslensku sem er í
raun það skemmtilegasta við þá. Sér-
staklega er það skemmtilegt í leikj-
um eins og Aftöku sem er íslensk út-
gáfa af Hangman. Sá leikur hefur
lengi verið vinsæll og nú getur öll
fjölskyldan skemmt sér yfir honum.
I Böggli á að finna íslensk orð úr
stafarugli og er það líka hin
skemmtilegasta iðja.
Sjóorrustuleikinn þekkja allir og
þar gefst tækifæri til að reyna færni
sína í leiknum við tölvuna. Þar hefði
líka verið gott að hafa þann mögu-
leika að tveir gætu spilað hvor við
annan þó það sé kannski einhverj-
um vandkvæðum bundið.
Yatzy er líka vel þekktur leikur og
þar geta tveir eða fleiri spilað hver
við annan. Það er líka skemmtilegt
en hins vegar gerðist það grunsam-
Opinber síða
Skoðunarferð
Á opinberu síðunni eru m.a. lýs-
ingar á því hvemig er að klífa fjallið
Everest. Slóðin á síðuna er
http://www.everest.mountainz-
one.com.
Annar leiðangur
Nokkrir Spánverjar era, eins og
íslendingamir, að reyna að komast
upp á tindinn. Hægt er að fylgjast
með þeim leiðangri á http:
//vitalsoft.org.org.mx/mja/ever-
est.97/index.html.
Sunday llmes
Blaðamenn frá Sunday Times
klifu tindinn í fyrra. Þeir segja frá
þeirri ferð á http:
//www.web.co.za/everest.
Óopinber síða
Áhugamaður um Everest hefur
gert myndarlega heimasíðu á http:
//www.pses.org/~syaap/ever-
est.html.
l.e"*0 fanegt sterkt tjald
Kynnt er athyglisverð skoðunar-
ferð sem fólk getur farið í á þessar
slóðir á http://www.asian-trekk-
ing.com/evemep.htm.
lega oft að sömu tölurnar komu upp
tvisvar í röð eða jafnvel oftar. Von-
andi er það aðeins tilviljun.
Orðapúsl fannst undirrituðum
hvað skemmtilegast í þessari
leikjaröð. Sá leikur gengur
út á að raða íslenskum orðum
í ákveðið krossgátumynstur og
láta mynstrið ganga upp. Þetta kost-
aði mikil heilabrot en er ágæt af-
þreying á rólegum dögum.
Spakmæli gengur svo út á að ís-
lenskur málsháttur birtist en í stað
íslensku stafanna birtast óskiljanleg
tákn. í stað þessara tákna á að setja
inn íslenska stafi og fmna þannig út
hver málshátturinn er. Er þar líka
ágætis heilaleikfimi á ferðinni.
Það sem undirrituöum finnst
helsti gallinn við þessa leiki er að
dálítil blæbrigði vantar til að gera
þá enn þá meira spennandi. T.d.
hefði verið vel til fundið að hafa ein-
hver hljóð með leikjunum. Á þetta
sérstaklega við um sjóorrustuna þar
sem gott hefði verið að hafa einhver
skot- og sprengihljóð til að menn
heyri hvernig þeim gengur. En hins
vegar er það mjög lofsvert framtak
að búa til leiki á íslensku því hug-
búnaður og forrit fyrir Windows á
okkar ástkæra, ylhýra máli er allt of
sjaldgæfur. -HI
TIU VINSÆLUSTU TOLVUR EVROPU
Framleiddar tölvur á lyrsta ársljóröungi
(prósentuaukning Irá lyrsta árfjóröungi
1997
í 1996)
638,391
445^607 S
Deil 251,435 (iggi
sr*'1™
F»ita 167.370
Sala á einkatölvum
í Evrópu jókst minna á fyrsta
ársfjóröungi 1997
samkvæmt nýrri könnun.
Sérfræöingar segja að minna
sé að gerast á
neytendamarkaðnum vegna
efnahagssamdráttar og
minna er hægt að kaupa vegna
skattahækkana sem hjálpa the
Tölvusala hægist
JBmtaTent
--Tjaldaleigan . » /.
Skemmtilegt hf.
Krókhálsi 3-Sími 587 6777
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs
hægði töluvert á sölu tölva í Evr-
ópu. Salan jókst um 9,9% frá fyrsta
ársfjórðungi 1996 en þá jókst salan
um 13,6% frá fyrsta ársfjóröungi
ársins 1995. Ástæður fyrir þessu era
m.a. taldar dræmar viðtökur á
MMX-örgjörvanum sem Intel sendi
frá sér.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
grafi er Compaq með mesta mark-
aöshlutdeild eins og á síðasta ári.
Fyrirtækið hefúr aukið hlut sinn á
tölvumarkaðnum úr 12,3% í 14,7%.
Einnig kemur í ljós að Dell og Siem-
ens hafa aukið hlut sinn umtalsvert
frá síðasta ári.
Óvíst er hvemig þessi mál þróast
á þessu ári. Samkvæmt markaðs-
rannsóknafyrirtækinu CONTEXT
eru neytendur í óvissu um hver
skilyrði þeirra era. Þeir telja þó lik-
legt að aukning á sölu tölva verði
svipuð á þessu ári og því síðasta.
Hvet konur til að prófa
netið
Aðspurð hvort hún teldi íslenskar
konur vera virkar á netinu sagðist
Elísabet telja svo vera. „Það er
ákveðinn hópur kvenna sem hef-
ur farið inn á þessa braut
og þær hafa staðið sig
vel. Ég held að þetta
sé samt ekki al-
mennt. Það væri
mjög gaman ef
fleiri konur settu
mark sitt á netið,‘
sagði ritstjóri Veru.
Elísabet telur konur
eiga fuUt erindi inn á
netið. „Ég vil hvetja allar
konur til að kynna sér net
ið og nýta sér þá mögu-
leika sem það
býður. Er-
lendis er
það mjög
algengt
að
kon
séu með ýmiss konar tengingar. Það
er mikilvægt að íslenskar konur
byggi upp samskipti sín á milli með
þessum miðli. Þetta má ekki verða
eitthvert karlanet," sagði Elísabet.
Hún bætti einnig við að stefna
Veru með heimasíðunni væri m.a.
að tengja konur betur saman.
Þarna væri hugsanlega vett-
vangur fyrir konur til að
kynnast og skiptast á
skoðunum og öðru sem
tengdist sameiginlegu
áhugmáli. „Ég tel netið
mjög verðugan vettvang
til sliks. Aðstandendur
Vera vilja gjarnan stuðla
að þvi að konur sæki í
auknum mæli í þennan
miðil,“ sagði Elísabet að
lokum.
Slóðin á heimasíðu
Veru er http:
//www.centr-
um.is/vera.
-HI
Elísabet Þorgeirsdóttir, ritstjóri Veru.
"Hii
Ákæru vísað frá
Fyrir nokkru var tölvufyrirtækiö Digi-
tal ðkært af einkaritara nokkrum, Pat-
riciu Geressy. Ástæöan var sú aö hún
varö fyrir úlnliðsmeiðslum og kenndi
um lyklaborði tölvunnar sem hún not-
aöi viö vinnu sína. Dómstólar í Brook-
lyn vísuðu hins vegar málinu frá þeg-
ar þeir fengu sönnunargögn sem
bentu til þess aö lyklaboröiö orsakaði
ekki meiðslin heldur hálsmeiösl sem
voru ótengd vinnu hennar. Því þarf
aö rétta í málinu að nýju. Líklegt er
þó aö úrskuröi dómstólsins veröi áfrýj-
að.
Vefsíða
Buckinghamhallar stækkuð
Vefsíöa Buckingham-hallar hefúr feng-
iö um 12,5 milljónir heimsókna síö-
an hún var sett á vefinn fyrir u.þ.b.
tveimur mánuöum. Aöstandendur síö-
unnar eru mjög ánægöir með viðtök-
urnar og vona aö þetta staöfesti að
þeir séu á réttri leiö meö síðunni. 85
slöum af upplýsingum hefur nú ver-
iö bætt viö þær 65 sem fyrir voru.
Þ.á.m. eru skjöl frá safni krúnunnar
sem ekki hafa sést áöur. Slóöin er
http://www.royal.gov.uk.
Paul McCartney á vefinn
Ný plata meö Paul
McCartney kemur út I
Bretlandi I dag. Af því
tilefni veröur gamli bít-
illinn meö ítarlega kynn-
ingu á vefnum næstu
daga. M.a. mun hann
vera I beinu spjalli á
netinu þann 17. maí
sem veröur sent út I
Bretlandi, Þýskalandi
og Bandaríkjunum.
Hann ætlar reyndar aö-
eins aö vera I þessu
netspjalli I 90 mlnútur
þrátt fyrir að aöstandendur þess
telji aö þaö taki hann örugglega tvö
ár aö svara öllum spurningum aö-
dáenda sinna. Hægt er aö senda
spurningar til hans á
http://vhl.com og http://flamingpi-
e.com.
Vefþjóðviljinn gengurvel
Vefþjooviljinn hefur nú komið út
daglega I rúmlega eitt hundraö daga
á heimasíðu Andríkis. Aö sögn rit-
stjórnar hafa viötökur veriö mjög
góðar og því hafi veriö ákveöið að
halda útgáfunni áfram. Þeirtelja
fulla þörf á þeim umbúöalausu
skoöanaskiptum sem fram fara á
síðum Vefþjóöviljans. Slóöin ð
heimasíðuna er http://www.trek-
net.is/andriki.
Compaq lækkar tölvuverð
Compaq hefur tilkynnt að þeir ætli
aö lækka veröiö á tölvum sínum
um allt aö 23%. Þetta er þriöja
lækkunin sem þeir tilkynna um á
þessu ári. Fyrirtækiö segir tilgang-
inn meö lækkuninni vera aö auka
hlutdeild sína á tölvumarkaönum.
Sem dæmi má nefna aö verö á
Deskpro 2000, 133 MHz, 1,2 Gb
höröum diski og 16 Mb minni verö-
ur nú 1.070 Bandaríkjadalir (u.þ.b.
76 þús. ísl. kr.). Nú er aö sjá hvort
og þá hvenær þessar lækkanir
koma fram hér á
landi.