Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 9
MANUDAGUR 12. MAI 1997 Utlönd Uppreisnarmenn í Saír hafna friðartillögum Mandela: Hófu á ný sókn sína til höfuðborgarinnar Uppreisnarmenn í Saír sögðu í gær að þeir mundu að nýju hefja sókn sína í átt til höfuðborgarinn- ar. Ætla þeir að hundsa friðartil- lögur Nelsons Mandela, forseta Suður-Afríku. í þeim fólst að upp- reisnarmenn færu sér hægt og gæfu mönnum færi á að semja um frið. Talsmaður Laurents Kabila, leiðtoga uppreisnarmanna, til- kynnti þetta á blaðamannafundi í gær. Hann sagði enn fremur að ef Laurent Monsengwo erkibiskup þæði embætti forseta þingsins í Saír, sem hann var kosinn til á laugardag, yrði ráðist á höfuðborg- ina. Fullyrða uppreisnarmenn að Monsengwo ætli sér að reyna að stöðva uppreisnina í landinu með hjálp erlendra ríkja. Segja þeir Mobutu nota tímann sem fer í við- ræður til að styrkja stöðu stjómar- hersins með hjálp angólskra upp- reisnarmanna og fyrrum her- manna Rúanda. „Ef Mosengwo tekur við forseta- starfi í þinginu munum við hætta öllum viðræðum. Monsengwo mun þá bera ábyrgð á því sem mun ger- ast í Kinshasa," sagði talsmaður uppreisnarmanna. Staöa forseta þingsins hefur ekki verið mönnuð siðan Monsengwo var velt úr forsetastóli fyrir tveim- ur árum. Samkvæmt stjórnarskrá landsins tekur forseti þingsins við EV-BILAUMBOÐ Smiðjuvegl 1 s 564-5000 MMC Lancer ‘89 ek. 140 þús. km. Verð kr. 470 þús. Volvo 440 ‘89 ek. 133 þús. km. Verð kr. 550 þús. Cherokee Limlted ‘89 ek. 107 þús. km. Verð kr. 1.200 þús. Cherokee Laredo ‘88 ek. 180 þús. km. Verð kr. 990 þús. Visa og Euro raðgreiðslur BMW 316 ‘85 ek. 188 þús. km. Verð kr. 370 þús. Oldsmobile Cutlass Siera ‘87 ek. 198 þús. km. Verð kr. 450 þús. EV BÍLAUMBODIÐ EHF. «564-5000 embætti forseta ef Mobutu Sese Seko deyr eða verður ófær um að stjóma. Uppreisnarmenn, sem hófu sókn sína í október, ráða nú yfir tveim- ur þriöju hlutum Saírs. Þeir krefj- ast þess að Mobutu segi af sér og láti stjórn landsins í hendur Kab- ila. Á miðvikudag er fyrirhugaður fundur milli Mandela, Kabila og Mobutu Sese Seko forseta. Fer hann fram í suður-afrísku her- skipi. Meðan uppreisnarmenn hófu sókn sína að nýju fundu hjálpar- starfsmenn 5-6 þúsund flóttamenn af ættbálki hútúa um 82 kílómetra frá Kinshasa. Þeir höfðu flúið Rú- anda 1994 og höfðu notið aðstoðar heimamanna þar sem þeir höfðust við nærri litlu þorpi. Flestir flótta- mannanna voru aðframkomnir af hungri og gátu vart gengið óstudd- ir. Voru 468 flóttamenn fluttir til Kinshasa, aðallega börn. Uppreisn- armenn banna hjálparstarfsmönn- um að fara lengra en 41 kílómetra frá höfuðborginni. Reuter F.h. Reykjavíkurborgar er auglýst effir upplýsingum um fyrirtæki sem vilja gera tilboð í öryggisgæslu fyrir stofnanir Reykjavíkurborg- ar. Skilyrt er að öryggisgæslufyrirtækið hafi á að skipa traustu, reglusömu og vel þjálfuöu starfsfólki. Allur rekstur fyrirtækisins skal vera traustur og áreiðanlegur. Tilboð óskast í annars vegar farandgæslu, sem er í formi eftirlits- ferða að tilgreindum mannvirkjum, og hins vegar í fjargæslu, þ.e. móttöku viðvörunarboða í stjórngæslustöö, frá skynjurum sem staðsettir eru í mannvirkjum og viöbrögð við boðum sem berast. Forvalsgögn fást afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Væntanlegir bjóðendur sem áhuga hafa þurfa að skila inn umbeðnum upplýsingum fyrir þriöjudaginn 20. maí 1997 á skrifstofu vora. INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frfkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Góö sumarhús með öllu í sundlaugar- og sumar- paradísinni Lalandia, syöst á Lálandi (2 - 3 klst. akstur í suður frá Kaupmannahöfn), 200 mettar niöur á baöströnd. Tímábilið 1S. maí - 20.júní Verð frá Góö sumarhús mcð öllu á suðausturströnd Falsturs, við eina af bestu og lengstu baðströndum Danmerkur (í u.þ.b. 2 klst. akstur frá Kaupmannahöfn). Tímabilið l.maí- 21.júní 1 Danmörku Einstakt tækifæri fyrir fjölskylduna til að kynnast hlýlegum töfrum Danmerkur í sveitum, þorpum og bæjum. Einnig íboði ferðirþar sem ökuleið hefur verið valin í mcgindráttum og gisting er bókuð fyrirfram. Tímabilið 1. maí - lS.júní Verð frá Verð frá * 26.185 kr.* 29.585 kr. * á mann í viku m.v. 2 fúllorðna og 2 böm (2-11 ára). Verð frá 39.470 kr.‘ á mann í viku m.v. 2 fullorðna. Tnnifalið: Flug, gisting í sumarhúsi (B2) og flugvallarskattar. á mann í viku m.v. 2 fuliorðna og 2 böm (2-llára). Verð frá 39.870 kr.‘ á mann íviku m.v. 2 fullorðna. Tnnifalið: Flug, gisting í sumarhúsi og flugvallarskattar. 23.585 kr. á mann f viku m..v. 2 fullorðna og 2 böm (2-11 ára) í bíl í B-flokki. Verð frá 31.850 kr.' á mann í viku m.v. 2 fullorðna í bílíB-flokki. ‘Innifalið: Flug, bflaleigubíll og flugvallarskattar. Bílalcigllbílj iliflokki i 1 viku kostar fr.i 2 3.200 kf. Hafið samband viðsðliiskrifstofurFluglcíða, umboðsmenU, ferðaskrifstofumarcða símsðludeild Flugleíða f síma SOSOIOO (svarað mánud. -fðstud. kl. 8-19 ogá laugard. kl. 8 -16.) VcfurFlugleiða álntemetinu: www.icelandair.is Netfangfyriralmennar upplýsingar. info@icclandair. is DANMARKS TURISTRÁD Vesterbrogade 6 D. DK-1620 Köbenhavn V Telefon: 33 11 14 15 Telefax: 33 93 14 16 FLUGLEIÐIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.