Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1997 19 dv________________________________Fréttir Dómur Félagsdóms gegn Sæbergi hf. Ólafsfirði: Atkvæði greidd um verkfall DV, Akureyri: „Útgerð Hvannabergs ÓF hefur ekki svarað neinu í tvo mánuði, það var auðvitað gert ráð fyrir því að þeir myndu hlíta niðurstöðu _dóms- ins en þeir ætla greinilega ekki að gera það. Þess vegna stendur nú yfir atkvæðagreiðsla í Sjómannafélagi Ólafsfjarðar um boðun verkfalls á skipinu," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands ís- lands, um mál sem er í gangi gagn- vart útgerðarfyrirtækinu Sæbergi hf. i Ólafsfirði. Félagsdómur felldi þann úrskurð 6. mars að útgerðin hefði bæði brot- ið lög og samninga við uppgjör til sjómanna á Hvannaberginu og var útgerðin dæmd til að greiða sjó- mönnunum upphæð sem nemur mn 6 milljónum króna, en hásetar á skipinu munu samkvæmt dómnum eiga inni á bilinu 90-560 þúsund krónur hjá útgerðinni. „Dómurinn er um ólöglega þátt- töku sjómanna á skipinu i kvóta- kaupum. Við höfðum um tvær leið- ir að velja, að fara í innheimtumál eða að fara þessa leið, að afla okkur verkfallsheimildar á skipið. Almenn atkvæðagreiðsla í félaginu um boð- un verkfalls á þessu skipi stendur nú yfir og lýkur um miðja næstu viku. Þessi aðferð hefur stuðning í lögum um stéttarfélög og vinnudeii- ur þar sem segir að heimilt sé að boða til verkfalls til að fullnusta dóminn. Ég er orðinn leiður á að tala um fordæmi. Við erum búnir að vinna hvern dóminn á eftir öðrum en út- gerðarmenn fara bara ekki að lög- um eða dómsniðurstöðum. Þetta mál er einfaldlega þannig að við erum að innheimta það sem menn- irnir eiga,“ segir Sævar. Verði niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar sú að boða til verkfalls á skipinu mun verkfallið hefjast í júní hafi ekki verið gengið frá málinu áður. -gk Kjaramál sjómanna: Engar við- ræður við útvegsmenn DV, Akureyri: „Það hafa engar kjaraviðræður farið fram á milli okkar og útvegs- manna, þeir telja sig ekki eiga neitt vantalað við okkur,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands íslands, um kjaramál sjó- manna sem hafa verið með lausa samninga frá áramótum. Sævar segir að útvegsmenn hafni öllum umræðum um verðmyndun- armál sem hafi verið vandamál milli þessara aðila um árabil. „Með- an þeir eru ekki til viðræðna um að leysa það mál verða engar viðræður að mínu mati.“ Fer þá að líða að því að þið hygg- ist grípa til einhverra aðgerða? „Ég veit ekkert um það, það hafa engar ákvarðanir verið teknar í því máli.“ -gk Hereuíes HÖGGDEYFAR Höfum úrval höggdeyfa í margar geröir bifreiöa. Leiðbeinum einnig við val á höggdeyfum í breyttar bifreiöar. Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550. Bílavörubúöin FJÖÐRIN ✓ I fararbroddi SKEIFUNNI2,108 REVKJAVÍK SÍMI 588 2550 4? SöNY og Skífan kynna stofnun PSX-kiúbiisins á Íslandí. Klúbburinn er öllum opinn og þátttaka er ókeypis. Klúbbstarfið snýst um allt sem við kemur PlayStation-leikjatölvunni frá Sony; Möguleikar tölvunnar, aukahlutir, leikir, fróóleiksmolar, sértilboð, ráðgjöf og skemmtileg samskipti klúbbmeðlima. • Fréttabréf klúbbsins verður sent öllum meólimum þeim aó - kostnaðarlausu. Fyiitu út skráningarseðil sem liggur frammi í verslunum Skífunnar og vertu með trá byrjun! Fyrstu 200 félagarnír tá ókeypis bot eða hutu. klubburinn. Þórshöfn: 450 metra grjótvarnar- garðar verða byggðir DV, Akureyri: „Við miðum viö að bjóða út vinn- una við báða grjótvarnargarðana á þessu ári. Þetta er mikil fram- kvæmd,“ segir Reinhard Reynisson, sveitarstjóri á Þórshöfn, en brýnar framkvæmdir viö grjótvarnargaröa við höfnina á staðnum standa fyrir dyrum. Höfnin á Þórshöfn er opin fyrir sunnan- og vestanáttum og einnig er mikil ókyrrð í höfninni í sterkri norðanátt. Áformað er að lengja svokallaðan norðurgarð um 50 metra og suðurgarð um 400 metra og fá þannig skjól í höfninni fyrir öllum veðrum. Meö lengingu garð- anna, sem áætlað er að muni kosta 60-70 milljónir króna, fæst einnig aukið viðlegurými í höfninni en þar er oft þröng á þingi og smábátar innan um stór skip sem skapar mik- iö óhagræði og óþægindi. -gk Lagunu er s(ór skutbíll sem kostar aðeins frá 1.988.000 kr. Þýska bflablnðið Auto Bild stóð fyrir samanburði á fjórum skutbflum: Mercedes Benz C 180 T, Renault Laguna Grandtour, Toyota Carina Cornbi og Volvo V40. Rcnault Laguna bar sigurorð af keppinautunum og fékk umsögnina: Hinn óvttiiiti sigurvegnri beitir Renault Laguna. Engir annmurkar og sannfærandi jafnvægi milli verðs og afkastagetu. RENAULT Ftlt A KOSTUM ÁRMÚLA 13, REYKJAVÍK, SÍMI: 568 1200 - BEINN 5ÍMI: 553 1236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.