Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1997 & Ráðherra úti í horni „Núna þegar ráðherrann er kominn út í hom og yfir 70% þjóðarinnar lýsir yfir fylgi við veiðileyfagjald ætlar hann að snúa þessu við með því að panta svör við spurningum sem eiga að sanna það að fólkið á landsbyggð- inni muni greiða þenna skatt fyr- ir Reykvíkinga." Sighvatur Björgvinsson alþingis- maður, í Alþýðublaðinu. Glannaleg rispa ráðherra „Sérstaklega hafa forsætisráð- herra og utanríkisráðherra tekið glannalega rispu nýverið og talað í kross.“ Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður um hugsanlegar hval- veiðar, í Degi-Tímanum. Ummæli Vill ekki heiðurssæti „Satt best að segja er ég ekki mikið fyrir heiðurssæti." Jóhann G. Bergþórsson, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, í Alþýðublað- inu. Auglýsingar „Allar auglýsingar eru um venjulega manneskju sem einn góðan veðurdag fann óskastein- inn.“ Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur, í Alþýðublaðinu. Hunangsflugur „Þær geta stungið (hunangs- flugur) en til þess þarftu að taka þær í lófann eða setjast ofan á þær.“ Erling Ólafsson skordýrafræðing- ur, í Alþýðublaðinu. Járnbrautarteinar hafa verið geröir úr mörgum efnum en stál er nú al- gengast. Járnbrautar- teinar í Grikklandi hinu foma voru til vegir sem lagðir voru aflöngum steinum og voru spor höggvin í þá fyrir vagnhjólin. Síðan var farið að nota vagnspor sem búin voru til úr bjálkum og á 18. öld var slík- ur búnaður styrktur með jám- gjörðum. Fyrstu steyptu brautar- teinarnir komu til sögunnar um 1765 og voru þeir ætlaðir venjuleg- um vagnhjólum. Árið 1785 smíð- aði Englendingurinn Jessop fyrstu reglulegu jámbrautartein- ana. Voru þeir ætlaðir lestarhjól- um með hjólkraga á innri brún. Þegar gufueimreiðir komu til sög- unnar hurfu steypujárnsteinar brátt af sjónarsviðinu en í stað þeirra komu sterkari teinar úr slegnu eða völsuðu stáli. Notkun stálteina óx mjög um 1880. Blessuð veröldin Merkjakerfi i fyrstu reyndu menn að tryggja öryggi járnbrautarlesta með því að senda lestir af stað með til- teknu millibili. Eftir fjölmörg lest- arslys, sem stöfuðu af því að síð- ari lestin dró hina fyrri uppi, setti New York and Erie járnbrautarfé- lagið upp merkjakerfi og var það einnig tekið í notkun í Evrópu síð- ar. Kerfið var síðan endurbætt af frönskum manni, Vignier. Hann tengdi merkin sporskiptingu og var þvi heimild til keyrslu útilok- uð ef sporið lá ekki rétt. Rigning eða slydda öðru hverju Milli Færeyja og Noregs er 990 mb nærri kyrrstæð lægð en yfir Grænlandi er 1035 mb háþrýsti- svæöi. Veðrið í dag Norðan- og norðaustanátt, víðast stinningskaldi en allhvasst við aust- urströndina. Dálítil rigning eða slydda öðru hverju við norður- og austurströndina en bjart veður sunnanlands og vestan. Hiti 0 til 5 stig norðanlands en allt að 15 stig syðra. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðankaldi eða stinningskaldi og léttskýjað. Hiti 7 til 10 stig að degin- um en kólnar niður undir frost- mark í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 22.28 Sólarupprás á morgun: 4.19 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.35 Árdegisflóð á morgun: 11.07 Veðriö kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri úrkoma 3 Akurnes skýjaö 9 Bergstaðir skýjaö 5 Bolungaruík rigning 2 Egilsstaðir úrkoma 2 Keflavíkurflugv. skýjaö 7 Kirkjubkl. léttskýjað 14 Raufarhöfn alskýjaó 1 Reykjavík skýjað 8 Stórhöföi skýjað 7 Helsinki skýjaö 13 Kaupmannah. skýjaö 13 Osló súld 8 Stokkhólmur skýjað 13 Þórshöfn rigning 7 Amsterdam skýjaö 14 Barcelona skýjað 18 Chicago alskýjað 13 Frankfurt 'skýjaö 22 Glasgow skúr 8 Hamborg skýjað 19 London skúr 15 Lúxemborg rigning 12 Malaga hálfskýjaó 25 Mallorca skýjað 22 París rigning 14 Róm skýjaó 22 New York léttskýjað 11 Orlando heiöskírt 19 Nuuk skýjaö 3 Vín léttskýjaö 23 Washington heiöskirt 11 Winnipeg súld 3 Guðmundur Jens Knútsson, formaður Söngsveitarinnar Víkinga: Langaði til að syngja í kór DV, Suðurnesjum: „Þetta var í fyrsta skipti sem við auglýstum tónleikana okkar. Fyrir þá vorum við með smá- skrekk, annað væri ekki eðlilegt, enda renndum við blint í sjóinn og vissum raunar ekki hvort nokkur myndi koma,“ sagði Guðmundur Jens Knútsson, formaður Söngsveitarinnar Víkinga sem hélt vortónleika, fyrstu formlegu tónleika kórsins, í samkomuhús- inu í Garði nýiega. Um 100 manns komu á tónleikana sem tókust mjög vel. Á efnisskránni voru meðal annars lög eftir Sigfús Hall- dórsson, Eirík Bjarnason og Bellman. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hve margir mættu á tónleikana en við vorum búnir að æfa sæmilega fyrir þá. Á döfinni er jafnvel að ræða fram- haldið og halda eina tónleika í við- bót áður en við förum í sumarfrí." Söngsveitin hefur starfað á þriðja ár og sungið við ýmis tæki- færi í Garði og Sandgerði þar sem flestir kórfélagar eru búsettir. Guðmundur Jens er stofnandi kórsins og kom honum af stað og Guðmundur Jens Knútsson. síðan fékk hann hjálp frá kórfélög- um sínum. „Mig hefur alltaf langað til að vera í kór svo það var bara að stofna hann. Það má segja að gam- all draumur hafi ræst. Ég hafði ekkert sungið áður nema stundum á árshátíð Víðismanna í knatt- spymu. Það er mjög skemmtilegt að vera í kómum og félagamir eru frábærir. Þetta gefur manni heil- mikið og það er mikil tilhlökkun að mæta. í dag eru kórfélagarnir 19 en þegar við byrjuðum vorum við 9. Þá æfðum við stundum inni í stofu hjá fyrsta stjórnanda kórs- ins, Lilju Hafsteinsdóttur í Sand- gerði. Einar Örn Einarsson er stjómandi og undirleikari kórsins, mjög röggsamur og góður stjóm- andi.“ Maður dagsins Guðmundur Jens, sem er raf- virki, býr í Garði og rekur sitt eig- ið fyrirtæki þar, Raftýmna, ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni sem er einnig í kómum. Guðmundur Jens lék lengi knattspymu meö Víði í Garði og leikur nú með eldri flokki félagsins. Það kemst lítið að hjá Guðmundi af öðrum áhuga- málum en fjölskyldan, kórinn og knattspyrnan. Eiginkona Guð- mundar er Anna Marý Pétursdótt- ir og eiga þau tvær dætur, Svein- laugu Ósk, 12 ára, og Hafdísi Heiðu, 7 ára. Þau eiga von á þriðja baminu í næsta mánuði. -ÆMK Myndgátan Sorphæna i/803 —VN*- -BVbok- Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi T-Vertigo leikur á Gauki á Stöng í kvöld. Málmblásarakvintett í Hafnarborg í kvöld kl. 20.30 heldur málm- blásarakvintett úr Lúðrasveit Konunglega danska lífvarðarins tónleika í Hafnarborg í Hafnar- firði. Kvintettinn hefur starfað síðan 1990. Efnisskráin er afar fjölbreytt, spannar allt frá Bach til Bítlanna óg felur í sér tónverk sem samin eru sérstaklega fyrir þennan hóp. Tónleikar Málmblásarakvintettinn leikur við ýmis tækifæri í Danmörku, til að mynda við opinberar mót- tökur. Síðastliðið haust lék kvin- tettinn við hátíðahöld í tengslum við silfurbrúðkaup dönsku kon- ungshjónanna. Meðlimir kvin- tettsins eru: Svend Vermund, Stig Sönderriis, Peter Schjödt, Ib Lolck og Carsten Geisler. T-Vertigo á Gauknum Lifandi tónlist er sem fyrr á Gauki á Stöng á hverju kvöldi. í kvöld er það T-Vertigo sem leik- ur órafmagnað gæðarokk. Bridge Larry Cohen er almennt talinn einn af betri spilurum heims en er þó fyrst og fremst þekktur fyrir bók sína „To bid or not to bid“ þar sem hann setur fram kenningar sínar um heildarslagafjölda sem oftast nær er í nánu samræmi við heildar- fjölda spila í lengstu litum beggja átta. Samkvæmt þeim kenningum ætti heildarfiöldi slaga í þessu spili að vera 18 (9 spaðar á höndum AV + 9 hjörtu á höndum NS). AV fá 11 slagi í spaðasamningi og þvi ættu NS aðeins að fá 7 slagi. Það gildir ekki í þessu spili því með bestu vöm geta AV fengið 3 slagi, ef samningurinn er spilaður í norður. Sagnhafi var hins vegar Larry Cohen og hann fékk 11 slagi. Sagnir gengu þannig, austur gjafari: 4 D83 * DG8 * ÁK9 * G753 4 G952 «+ - •f 108542 * Á1082 * Á «f K97652 •+ DG763 * 4 N V A S 4 K1U/Ö4 Á1043 -f - 4 KD96 Austur Suður Vestur Norður 14 24 44 5»f dobl p/h Tveir spaðar sýndu a.m.k. 5-5 í hjarta og láglit. Vestur hóf vömina á spaðafimmunni, austur setti tíuna og Cohen átti slaginn á ás. Hann spilaði hjarta á drottninguna, aust- ur drap á ásinn og spilaði laufhí- unni á ás félaga. Vestur var illa vak- andi og spilaði áfram spaða. Cohen tók trompin og reyndi að gera sér grein fyrir skiptingunni. Austur átti sennilega KD í laufi fyrir opnun sinni í upphafi og var þá annað- hvort með 54-0-4 eða 54-1-3 skipt- ingu. Hann bjóst síður við því að austur myndi spila laufníu frá KD9 og spilaði því svellkaldur tígli á ní- una. Það var einnig nauðsynlegt, því ekki er nægjanlegur samgangur í spilinu til að svína tígli, ef tígli er fyrst spilað á ásinn. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.