Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 Fréttir Bjargvættur forsetavaldsins „Ég fann til vanmáttar míns yfir því að geta ekki gert neitt og fór að leita að kúbeini eða einhverju til að spenna upp hurðina. Það sem mér fannst óþægilegt var að það eru eng- ar merkingar eða annað sem segja manni hvað maður á að gera,“ segir Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar. Hún var einn af bjargvættum forseta íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, og hinna handhafa forsetavaldsins, þeirra Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra, Ólafs G. Einarssonar, for- seta Aiþingis og Haraldar Henrys- sonar, forseta Hæstaréttar. Þeir fest- ust í 20 mínútur í lítilli lyftu í Bisk- upsstofu ásamt Baldri Kristjánssyni biskupsritara en Edda þvingaði lyftudyrnar upp ásamt Júlíusi Haf- stein og bílstjóra forsetans. „Ég heyrði þá kalla á mig innan úr lyftunni að hringja í 112. Ég hringdi þangað og var mér sagt að þeir myndu senda tækjabíl. Svo hringdi ég aftur þegar ég geröi mér grein fyrir því að auk forsætisráð- herrans, sem ég hafði séð í gegnum rifu á lyftudyrunum, voru forsetinn og aðrir handhafar forsetavalds einnig í lyftunni. Þegar þeir í 112 heyrðu það sögð- ust þeir ætla að senda tvo sjúkra- bíla líka. Sagði ég þeim þá að gjöra svo vel að gera þetta virðulega og nota ekki sírenur. Svo komu tveir sjúkrabílar og stóri bíllinn frá slökkviliðinu keyrandi virðulega niður Laugaveginn inni í bílaröð- inni án háreysta eða ]jósa,“ sagði Edda. Edda með herðatréð sem notað var til að spenna upp lyftuhuröina. Lyginni líkast „Mig minnir að ég hafi kynnt mig þegar ég hringdi í 112 og sagt að ég væri í alvarlegu vandamáli. Ég var mjög róleg og myndi vilja hlusta á þetta samtal því það hlýtur að hafa verið hryliilega fyndiö. Ef einhver hringir í Neyðarlínuna og segir að þessir menn séu fastir í lyftu á Bisk- upsstofú þá er það náttúrlega frekar ótrúlegt.“ Lyftan í Biskupsstofú er á að giska lxl metri að gólffleti þannig að það mætti segja að þröng hafi verið á þingi. „Það sem mér fannst aðdáunar- vert var hvað þeir héldu ró sinni inni í lyftunni, alveg ískaldri ró. Ég held að það hafi verið viss hætta á ferðum þegar maður hugsar irni það hvað þetta gerist seint að degi. Við erum með opið hér til sex og vorum þijár á staðnum. Tuttugu minúhnn seinna hefðum við verið famar.“ Að sögn Eddu eiga Júlíus Haf- stein og forsetabílstjórinn heiður skilinn. „Við stóðum saman í þessu og náðum að spenna rifu á hurðina utanverða með stóru herðatré og biskupsritarinn að innanverðu en var hálfmn metra of neðarlega þannig að hún opnaðist ekki. Júlíus náði að spenna hana aðeins meira en þá small hún allt í einu upp. Þá náðum við í herðatré og Þorláks- sögu helga til að halda hurðinni op- inni. Þetta var mjög stressandi meðan á því stóð og maður upplifði sig allt í einu sem hluta af íslandssögunni." -sf Erindiö sem ráðamennirnir áttu á Biskupsstofu var undirbúningsfundur vegna 1000 ára afmælis kristnitökunnar áriö 2000. DV-mynd Pjetur Öryggismál æðstu ráðamanna: Engar „Það eru í sjálfú sér ekki neinar skriflegar reglur um þetta. Það eru til dæmis engar reglur til um að þessir menn geti ekki farið saman í lyftu,“ segir Ólafur Davíðsson, ráðu- neytisstjóri í forsætisráöuneytinu. „Þetta er einfaldlega ákveðið hverju sinni eftir því hvemig skyn- samlegt er að haga sér. Handhafar forsetavalds ákveða það sjálfir. Það hefur ekki verið rætt um að setja neinar aðrar reglur en þær sem em í gildi um að þeir fari varlega. Ann- ars er þetta allt á vegum lögreglu þegar um opinbera atburði er að Öryggið í „í öllu sem snýr að hlutverki lög- reglu við öryggisgæslu þjóðhöfö- ingja er öryggið að sjálfsögðu í fyr- irrúmi," segir Guðmundur Guðjóns- son yfirlögregluþjónn. „Um þetta lyftumál get ég ekkert sagt og er það ekki í tengslum við öryggisgæslu lögreglu, en þegar ósk- að er öryggisgæslu lögreglu veljast til þeirra verka vel þjálfaðir lög- reglumenn, með mikla þekkingu á þessum málum enda getur á margt reynt. Má í þvi sambandi nefna þeg- ar lögreglunni tókst að koma þjóð- reglur ræða. Það era ekki heldur neinar ákveðnar reglur varðandi flugferöa- lög. Það er kannski ekki ástæða til að vera með nákvæmlega skrifaðar reglur um þetta. Ég held að það hafi gefist ágætlega að menn fari einfald- lega varlega. Allir handhafar forsetavalds hafa sína staðgengla þannig að það er alltaf einhver sem tekur við þeirra embættum. Það liggur nákvæmlega fyrir og er ljóst á hverjum tíma,“ segir Ólafur. -sf fýrirrúmi höfðingjum allra Norðurlandanna hindrunarlaust frá hátíðarhöldun- um á Þingvöllum 1994, þrátt fyrir umferðaröngþveiti i tengslum við hátíðina. Það varð síðan tilefhi þess að lög- reglan var opinberlega gagnrýnd fyrir að láta þjóðhöfðingjana njóta forgangs að þessu leyti. Þá leiddu fáir hugann að því hvað gerst hefði ef þjóðhöfðingjamir hefðu setið fast- ir í umferðaröngþveiti eins og svo margir aðrir.“ -sf Sigurdagur hjá íslandi íslenska bridgefólkið átti góðu gengi að fanga á EM í bridge á ítal- íu í gær. Vann það alla 4 leiki sína. í kvennaflokki vann ísland Sviss, 21-9, og Portúgal, 25-5, og er í 13. sæti 24 þjóða. í opna flokknum vann ísland Rúmeníu, 23-7, og Grikkland, 16-14. Keppnin þar er mjög hörð. Staða efstu landa: Ítalía 248, Noregur 229, Spánn 218, Pólland 217, ísland 216, Danmörk 216, Bretland 215,5 og Holland 212 stig. -hsím Stuttar fréttir 20 fölsuð málverk Kært hefúr verið til rannsóknar- lögreglunnar vegna 20 vatnslita- mynda og málverka sem talin em vera falsanir. Myndimar em merktar sem höfúndaverk helstu stórmálara islands á fyrri hluta aldarinnar og hafa nýlega verið seld fyrir stórfé. Morgunblaöið segir frá. Kinkel kom og fór Klaus Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands, kom í opinbera heimsókn í gær og fór aftur sam- dægurs. Hann segir íslendinga geta samið sérstaklega við ESB um Schengen landamæramáhð þó það sé orðið hluti af einni af stoðum ESB. Borgin græðir Útsvarstekjur borgarinnar og fasteignaskattar hafa ekki verið meiri í fimm ár. Skuldir stóðu í stað í fyrsta sinn í áratug milli ár- anna 1995 og 1996. Morgunblaðið segir frá. Lús í Reykjavík Apótekari i borginni segir við Morgunblaðið að fjórar lúsafarald- ursbylgjm- hafi verið í borginni frá áramótum. Hann segir lúsina hafa myndað þol gegn lyfjum og sápum sem eiga að drepa hana. Kópavogur skuldugur Heildarskuldir Kópavogs námu 4,6 milljörðum króna í lok síðasta árs. Mhmihlutinn segir þetta háskalegt og of hraðri uppbygg- ingu um að kenna. RÚV sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.