Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 Spurningin Lest þú mikið á sumrin? Eiríkur Sigurðsson: Nei. Anna Almkvist: Já, ég les ýmis- legt. Tinna Hallgrímsdóttir nemi: Já, alls konar bækur. Ég var að lesa bók í gær. Gunnar Skarphéðinsson sjómað- ur: Nei, ekki neitt. Berglind Guðjónsdóttir, vinnur í Myllunni: Nei, ég les ekki mikið á sumrin. Haukur Heiðar Leifsson nemi: Nei, voðalega lítið. Ég fæ alveg nóg af bókum á veturna. Lesendur Uppskurður í skólakerfinu - komum því inn í nútímann Guðm. Gíslason skrifar: Eitt alvarlegasta vandamálið sem við íslendingar þurfum að glíma við í allra næstu framtíð er skólakerfið. Fiskveiðikvóti og skattapólitíkin eru ekki nándar nærri jafn alvarleg mál, þótt þau skipti verulegu máli. En þau mál má lagfæra nánast með einu pennastriki, þ.e. með breyttum lögum eða reglugerðum sem tækju gildi á örskömmum tíma. - Mennta- kerfi okkar er ekki jafn einfalt í sniðum og það tekur tíma að lag- færa það sem úrskeiðis hefur farið á löngum tíma. Tilkostnaður íslenska skólakerf- isins er mikill, líklega óvíða meiri. Árangurinn ætti því að vera allgóð- ur, en er það engan veginn. Það er laukrétt sem fram kemur í forystu- grein í DV þ. 12. þ.m. að hér hefur verið rekin sú skólastefna (ef stefnu skyldi kalla) að skólamir eigi að vera skemmtilegar félagsmiðstöðv- ar mestan part, fyrir jafnaðarsinnað fólk sem líður vel í vinnuhópum, þar sem einn vinnur fyrir alla. Þetta byrjar í leikskólunum hjá yngstu bömunum þar sem þau era látin „leira“ og föndra undir leið- sögn fóstranna (nú sérhæfðra leik- skólakennara). Ég vil engan veginn lasta starf þessara fóstra eða leik- skólakennara því þær bera þó sýnu meiri ábyrgð og sinna starfinu af miklu meiri áhuga en gerist og gengur í hinu almenna skólakerfi. Þar sitja hinir lengra komnu með kompur sínar og lesa, lesa og lesa. í leikskólanum er jú leikur að læra en í grunnskólunum á ekki að vera Aöeins uppskurður á skólakerfinu sjálfu dugar til aö koma því inn í nútím- ann. - Kennslubækur til sýnis í Námsgagnastofnun. hægt að stunda lærdóm í formi skemmtunar. Raungreinar og tungumála- kennsla ættu að vera í fyrirrúmi nemenda eftir 10 ára aldurinn. Þá eiga öll venjuleg böm að vera orðin fulllæs. Geta lesið og tjáð sig reiprennandi, líkt og gerist um krakka á þessum aldri í nágranna- löndum og öðram siðvæddum ríkj- um, bæði austanhafs og vestan. Það vantar upp á að íslenskir krakkar tjái sig sómasamlega í máli og lestri. Enga slökun í hinum sígildu kennslugreinum þyrfti til að ná við- unandi árangri miðað við aðrar þjóðir. Agi og iðjusemi era hins veg- ar þeir þættir sem fyrst verður að innleiða í skólakerflð. Aukin flárframlög til skólamála munu ekki auka námsárangur ís- lenskra skólakrakka. Aðeins upp- skurður á kerfinu sjálfu dugar til að koma þvi inn í nútímann. Ef inn- flutt skólastefna frá nálægum lönd- um er talin verða okkur til bjargar þá á að flytja hana inn. Ekkert má hindra tilraun okkar til að komast upp á yflrborðið í menntunarmál- unum. Litauglysingar og lægra verð Mikkólfur skrifar: Ég er einn þeirra sem les auglýs- ingarnar sem Guðjón Gíslason gerir að umtalsefni í DV 16. þ.m. - Fyrst og fremst „rándýru litauglýsingar", sem hann kallar svo. Þær eru líka hvað mest áberandi og þar af leið- andi mest lesnar. En það er einmitt tilgangurinn - að vera áberandi og mikið lesnar. Þá skila þær líka oft- ast auknum viðskiptum. Það gæti svo líka leitt til lægra vöruverðs. Guðjón nefnir að við, neytendur, greiðum fyrir auglýsingarnai’. Það er öragglega alveg hárrétt. En er það ekki einmitt það sem við viljum fá að vita; í hvað okkar dýrmætu peningum er eytt? Persónulega finnst mér ekki nema sjálfsagt að auglýst sé á þennan hátt því þarna er oftar en ekki lögð áhersla á tilboð af einhverju tagi sem þjónar neyt- endum afar vel. - Ég tek sem dæmi matvöruverslanir. Mín reynsla er sú að þær auglýsa einna minnst en era með hvað dýrustu vörurnar fyr- ir okkur neytendur. Þjóðhátíðardagskrá á Austurvelli: Ekki fyrir fjöldann Hannes H. skrifar: Hátíðardagskrá þjóðhátíðardags- ins fór fram í blíðskaparveðri sl. þriðjudag. Á Austurvelli var marg- mennt, bæði af innlendum og er- lendum mönnum. Þótt dagskráin sé í fóstu formi frá ári til árs er ekki þar með sagt að ekki megi betrum- bæta og færa til betri vegar það sem augljóslega er til ama. Fyrst vil ég nefna ræðuhöldin við Austurvöll. Það gengur ekki að áheyrendur geti ekki séð þann sem flytur mál sitt. Forsætisráðherra, flallkonan og formaður þjóðhátíðar- nefndar voru ekki sýnileg þeim flölda sem viðstaddur var - nema tH§lRD|D)í\ þjónusta allan i sima 5000 i kl. 14 og 16 Frá þjóöhátið á Austurvelli sl. þriðjudag. - Mannfjöldinn sá ekki nógu vel þá er fram komu, segir bréfritari m.a. þeim sem næst stóðu. Pallur sem komið hafði verið fyr- ir á Austurvelli nálægt styttu Jóns Sigurðssonar var alltof lágur og kom ekki að gagni fyrir áhorfendur. Þama eru nefnilega líka áhorfend- ur, ekki bara áheyrendur. Það er ekki hægt að ætlast til að allir sjái þegar forseti leggur blómsveig við styttu Jóns Sigurðssonar, en þrjú ávörp sem standa nokkra stund, samtals 30 mínútur eða lengur, kreflast þess að viðstaddir sjái þá sem þau flytja. Að lokum vil ég minnast á ávarp flallkonunnar, sem að þessu sinni var í styttra lagi. Þeim mun frekar hefði verið við hæfi að flytjandi læsi það ekki af bók eða blaði, heldur flytti beint af munni fram, blað- laust. Það hefur verið vani lengst af. í þetta sinn var það flutt af blaði (sá ekki betur í sjónvarpsfréttum), en vissi ekki fyrir víst við athöfnina, þar sem ég sá flallkonuna aldrei sjálfur fyrir mannþrönginni. - Þess- ar misfellur þarf að sníða af fyrir næstu þjóðhátíð í höfuðborginni. DV Aðskilnaður ríkis og kirkju Stefanía skrifar: Vafalítiö er núverandi biskup síðasti biskup íslensku þjóð- kirkjunnar sem það nafn táknar I dag. Hann má vera feginn að sleppa frá borði á þessum tíma- mótum, þegar kirkjan er við það að vera skilin frá ríkinu. Tími þjóðkirkjunnar er að líða undir lok. Ég veit ekki hvernig ríkið ætlar að verja hið svokallaða „kristnitökuafmæli“ árið 2000. Það verður a.m.k. ekki í þágu al- mennings, bruðlið í kringum þá „hátið“. Aðskilnaður ríkis og kirkju er næsta skref i trúmál- um hér á landi. Fjarskipti Sigurðar VE S.K.P. hringdi: Mér þykir hann heldur vera snöggur upp á lagið, skipstjórinn á Sigurði VE, sem tekinn var og færður til Noregs af norsku land- helgisgæslunni. Skipstjórinn segist vilja fá að vera í fríi þá daga sem hann er i fríi. Tilefnið, að flölmiðlar hafa verið að kanna stöðu skipsins og flar- skiptanna sem mest er deilt um. Þessi skipstjóri veit kannski ekki að íslenska ríkið, þ.e. ég, þú og hann erum að borga aðstoð vegna mistaka sem bersýnilega sköpuðust um borð í Sigurði VE. Það stoðar því lítt að tala drýg- indalega við fréttamenn eða svara út í hött. Ríkispilsfaldur- inn góði Kristján Sigurðsson skrifar: Er það ekki merkilegt hve ungir menn og konur keppast um að komast í stöðugildi rík- ispilsfaldsins? Og það sem furðu- legra er; þetta er ekki síður ungt fólk af íhaldskyni, sem hér áður fyrr hefði skammast sin fyrir að þjóna undir ríkisstofnun, hvað þá að munstra sig þar ævilangt. Ríkisútvarpið er t.d. uppfullt af þess konar fólki, og hreyfi það sig þaðan, fer það beint á jötuna hjá annarri ríkisstofnun. Lengi tekm’ sjórinn við stendur þar. Og ekkert til sparað þegar „gæð- ingar“ eru annars vegar. Maðurinn með stunguspaðann Þorvaldur hringdl: Ég las frétt í DV sl. miövikdag, þar sem greint var frá því að ungur maður á Akureyri hefði verið handtekinn aðfaranótt 17. júní sl. með stunguspaða sem hann hafl ætlað að nota til að lumbra á árásarmönnum sem ráðist höfðu á hann sömu nótt. Lögreglan varð sem sé á vegi hans áður en ungi maðurinn hitti árásarmennina að nýju. Hefði hann nú hitt illvirkjana sem hann hugsaði þegjandi þörf- ina, hefði þessi ungi maður lik- lega verið handtekinn en þeir sloppið. Þetta minnir á söguna um konuna sem ekki mátti nota úðabrúsa til vamar óbótamönn- um, sem réðust á hana, hún var dæmd fyrir likamsárás, en ekki þeir! Langar ekki á Evítu Sigurgeir skrifar: Maður skilur ekki hvers vegna verið er að sefla upp söng- leikinn Evítu hér í Gamla bíói núna. Langflestir hafa séð þetta verk, ýmist á leiksviði erlendis, í bíói eða á myndbandi. Evíta er of ungt stykki til að tróna því upp einmitt núna. - Ekki síst þar sem það er orðið útjaskað alls staðar í kringum okkur. Að fara í Óperana hér, er nú líka bara eins og að fara í Gamla bíó. Og öðra vísi ekki. Mig langar ekki á Evítu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.