Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Síða 24
36 FÖSTUDAGUR 20. JÚNt 1997 Grasrótarstarfið hefur dvínað „Kvennalistinn er orðinn meiri stofnun. Núna fáum við svo og svo mikinn pening sem þingflokk- ur. En áður fyrr vorum við selj- andi sultutau og gamlar flíkur. Allar voru að leggja sitt af mörk- um. Það var mikið grasrótarstarf sem smátt og smátt hefur dvín- að.“ Guðný Guðbjörnsdottir alþing- ismaður, í Degi-Tímanum. í sama farinu „Núverandi menntamálaráð- herra sker sig ekki úr miðað við forvera sína í þessu embætti. Það hefur ekkert nýtt komið frá Birni Bjarnasyni i menntamálum á ferli hans fyrir utan hinn illræmda fallskatt." Agúst Einarsson alþingismaður í Morgunblaðinu. Ummæli Komnir úr fallhættu „Það hefur verið rætt um að við yrðum í fallhættu og ég held sú umræða hafi hjálpað okkur og vonandi halda menn áfram að tala um fallhættuna. Ég er þó sannfærður um að við erum komnir úr fallhættu." Sigurður Björgvinsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, sem ekki hefur tapað stigi, í Morgunblaðinu. Ólifnaður karla „Karlarnir fá að leika lausum hala, rækta ólifnað sinn og geð- veiki, spreða peningum í einka- neyslu og leikföng sem stækka bara í réttu hlutfalli við vangetu þeirra til að takast á við vand- ann.“ Hlín Agnnarsdóttir, í Degi- Tím- anum. Dóri og vinir hans skemmta á Sir Oliver í kvöld. Vinir Dóra og Laddi Halldór Bragason, betur þekkt- ur sem Dóri í Vinum Dóra, mun leika annað hvert fóstudagskvöld í sumar á Sir Oliver og hefur leik- inn í kvöld. Þá mun vertinn á staðnum, Laddi, einnig skemmta gestum í kvöld. S Greip á Gauknum Hljómsveitin Greip mun skemmta á Gauki á Stöng í kvöld. Hljómsveitin mun síðan flytja sig til Keflavíkur annað kvöld og leika á Staðnum. Skemmtanir Sól Dögg á Sauðárkróki Hin vinsæla hljómsveit nýtur þess nú að eiga lag á vinsældalist- um landsins og fá gestir á Mæli- felli á Sauðárkróki örugglega að heyra Frið en Sóldögg leikur þar í kvöld. Annað kvöld er hljómsveit- in svo á Jónsmessuhátíð á Sel- fossi. Óperukjallarinn Hljómsveitin Sixties leikur i kvöld og DJ Klara verður í diskó- tekinu. DJ Klara sér einnig um tónlistina á laugardagskvöld. Feiti dvergurinn Hljómsveitin Babýlon leikur fyrir gesti á Feita dvergnum í kvöld og annað kvöld. Súld með austurströndinni Við vesturströnd Skotlands er 996 mb. lægð sem þokast suðaustur en fyrir norðan Jan Mayen er 1025 mb háþrýstisvæði. Veðrið í dag I dag verður norðvestangola eða kaldi. Rigning eða súld verður með austurströndinni en annars að mestu þurrt. Það léttir til um vest- anvert landið og á Suðausturlandi en á Norðausturlandi verður skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig norðaustanlands en ann- ars 10 til 17 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustan- og síðdegis norðvestan- gola og léttir til. Hiti verður 11 til 16 stig. Sólarlag í Reykjavík: 0.04 Sólarupprás á morgun: 2.54 Síðdegisflóð f Reykjavík: 18.18 Árdegisflóð á morgim: 6.35 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 8 Akurnes úrkoma i grennd 9 Bolungarvík léttskýjað 7 Keflavíkurflugv. skýjaó 9 Kirkjubkl. skýjað 8 Raufarhöfn þokumóða 5 Reykjavík skýjað 10 Stórhöfði rign. á síð. klst. 7 Helsinki skýjað 16 Kaupmannah. skýjað 14 Ósló skýjaó 16 Stokkhólmur léttskýjað 16 Þórshöfn rigning 9 Amsterdam þokumóða 12 Barcelona léttskýjað 18 Chicago skýjaó 26 Frankfurt Glasgow rigning 13 Hamborg London skýjað 14 Lúxemborg alskýjað 10 Malaga léttskýjað 18 Mallorca París skýjaö 19 New York heiðskírt 22 Orlando hálfskýjað 24 Nuuk léttskýjaó 4 Vín skýjað 16 Washington Winnipeg heióskírt 22 Árni ísleifsson, píanóleikari og djasshátíðarhaldari: Fyrst kemur Jónsmessa, síðan djassmessa „Djasshátíðin hér á Egilsstöðum er nú haldin í tíunda sinn og ber afmælið upp á sama tíma og Egils- staðakaupstaður er fimmtíu ára. í fyrstu var djasshátíðin alltaf í kringum Jónsmessuna en þetta stangaðist á við messur sem haldnar eru árlega um Jónsmess- una þannig að við færðum okkur um eina viku. Nú segjum við að fyrst komi Jónsmessa, síðan djass- messa,“ segir Árni ísleifsson, djas- skóngur Austurlands, sem skipu- leggur djasshátíðina í tíunda sinn og með sama myndarskapnum og verið hefur undanfarin ár. Meðal þeirra sem koma fram í þetta sinn er sjálfur Svend Asmussen, ókrýndur konungur djassfiðlara i heiminum. Mun hann leika á opn- unartónleikum á miðvikudags- kvöld. Maður dagsins Ámi segir að djasshátíðin hafi núorðið nokkuð fast form: „Þetta tók mjög fljótt við sér, stækkaði fljótt og er óhætt að segja að þetta hafi gengið framar vonum. Auk djassáhugamanna á Austfjörðum sem koma hingað kemur fólk alls staðar aö og sumir koma árlega. Þá er mikið af sumarhúsum hér í kring og fólk kemur þaðan á tón- leikana. Djasshátíðinni í ár lýkur ekkert þótt formleg dagskrá taki enda. Við ætlum okkur að spila djass daglega á pöbbum og skemmtistöðum á Egilsstöðum út allan júlímánuð - gerum kaupstað- inn að djassbæ. Það eru fleiri stjömur en Svend Asmussen sem koma fram á djass- hátíðinni: „Til okkar kemur pí- anistinn Sunna Gunnlaugsdóttir sem starfar í Bandaríkjunum. Sama kvöld og hún leikur munu stúlkur úr Djassballettskóla Báru dansa. Saxófónleikarinn og tónlist- arskólastjórinn á Seyðisfirði, Ein- ar Bragi Bragason, mun stjórna 18 manna stórsveit sem skipuð er hljóðfæraleikurum á Austfjörðum, sérstakt trommukvöld verðm- og kvöldið sem hátíðinni lýkur mun Léttsveit Ólafs Gauks frumflytja sérstakt afmælisstef, auk þess sem sveitin leikur hefðbundna djas- standarda. Þá má nefna að Dóri „vinur" ætlar að koma hingað og leika með mér í smátíma." Ámi segist yfirleitt byrja upp úr áramótum að skipuleggja hátíð- ina: „Það þarf að þefa uppi pen- inga því allt kostar þetta eitthvað, það eru komnir fastir styrktaraðil- ar hér á Austurlandi og svo er ekki verra að vera kominn á fjár- lög ríkisins." Ámi er ekkert á því að hætta þessari iðju sinni þótt hann sé að verða sjötugur: „Það væri synd ef hátíðin drappaöist niður ef maður tæki upp á því að drepast. Annars er ég við hestaheOsu og RúRek stefnir að því að halda upp á sjö- tugsafmæli mitt í Súlnasal. Ég er svo heppinn aö afmælisdagiu-inn minn er í september, akkúrat þegar RúRek-hátíðin stendur yfir.“ -HK Myndgátan Skiprúm Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingaroröi. Flóki án takmarka í Hafnarborg stendur nú yflr norræna farandsýningin Flóki án takmarka, sex lönd - tíu raddir. Tiu textíllistakonur frá sex lönd- um sýna þar fjölbreytt verk sem eru öll unnin úr flóka. Sýningin var fyrst sett upp í Noregi á síð- asta ári, en hingað kemur hún frá Norðurlandahúsinu í Færeyjum. Sýningin fer siðan til Danmerkur. Á sýningunni geft kostur á að sjá hvernig tíu norrænir lista- menn hafa unnið flóka úr ullinni og síð- an notað efnið til að skapa ótrúlega fjöl- breytt verk. Verk sem gefa okkur vísbend- ingu um það að mörguleik- ar efhisins séu ef til vill „án takmarka" eins og segir í yfir- skrift sýningarinnar, eða takmark- ist einna helst af hugmyndaauðgi listamannsins. Sýningar Fulltrúi fslands í þessari sam- sýningu er Anna Þóra Karlsdóttir sem lengi hefúr unnið meö flóka ' og sýnt verk sín bæði hér heima og erlendis. Anna Þóra hefur einnig kennt flókagerð við textíl- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Aðrir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Ása Hátún, Færeyjum, Gunnilla Pateau og Britta Jacobsen, Svíþjóð, Silja Puranen og Tuula Nikulainen Isj- unno, Finnlandi, May Jacobsen Hvistendahl og Ann-Heidi Ny- brott, Noregi, Charlotte Buch og < Lene Nielsen, Danmörku. Sýning- in stendur til 30. júní. Eitt verkanna í Hafnarborg. Bridge Bandarikjamenn spila ávallt út- sláttarkeppni til þess að ákvarða hvaða sveitir skipi landslið Banda- ríkjanna í heimsmeistarakeppni. Bandaríkjamenn senda tvö landslið til ‘ keppni á næstu heimsmeistarakeppni ( sem haldin verður í Túnis í október næstkomandi. Keppnin hefur þegar farið fram og lið þeirra verða skipuð annars vegar Seymon Deutsch, Mich- ael Rosenberg, Zia Mahmood, Chip Martel og Lew Stansby og hins vegar Nick Nickell, Dick Freeman, Bob Wolff, Bob Hamman, Jeff Meckstroth og Eric Rodwell. Elsti spilarinn í út- sláttarkeppninni var án efa George Rapee, (82ja ára) en hann komst alla | leið í undanúrslitin. Spil dagsins er úr j landsliðskeppninni og Rapee og félagi hans, John Solodar, sátu NS. Norður var gjafari og enginn á hættu: ♦ 6543 963 ♦ 72 ♦ ÁG107 ♦ D8 V ÁK ♦ KG64 ♦ 96542 4 92 * D8542 * 10953 * D8 4 ÁKG107 «» G107 ♦ ÁD8 * K3 ( i ( Norður Austur Suður Vestur 1 ♦ pass 1 4 pass 1 Grand pass 2 4 dobl pass pass 3 ♦ pass 34 pass 4 * pass 4 «4 pass 64 p/h Tveggja laufa sögn Solodars var svokallaður „check-back“ til að kanna hönd norðurs. Framhaldið var þægi- t legt eftir dobl vesturs, þrír tíglar var geimkrafa og tígulstuðningur og ( Rapee gat með góðri samvisku tekið undir spaðann með drottninguna aðra. Vestur spilaði út trompi í upp- hafi en Solodar var ekki í vandræðum með þennan samning, trompaði hjarta í blindum og fékk tólfta slaginn þannig. Á hinu borðinu í leiknum var samningurinn 6 grönd. Ekki var hægt að beita neinni trompun í þeim samn- £ ingi og laufásinn varð að liggja á aust- urhendinni til að hann stæði. Sveit í Rapees græddi 14 impa á spilinu. i ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.