Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 Fréttir________________________________________________________________________________dv Biskupskosningar i ágúst: Karl og Sigurður virð- ast hafa mest fylgi - talið að hvorugur nái meirihluta í fyrri umferð DV, Akureyri: Sr. Karl Sigurbjörnsson þykir liklegastur sem næsti biskup ís- lands en biskupskosningar fara fram í ágúst. Þrír eru í kjöri auk Karls, sr. Auður Eir Viljálmsdóttir, sr. Gunnar Kristjánsson og Sigurð- ur Sigurðarson, vígslubiskup í Skál- holti. Fulltrúar á prestastefnu, sem DV ræddi við i gær, voru á einu máli um að linurnar í framboðsmálunum væru að skerpast. Ljóst virðist vera að þeir Karl og Sigurður hafi mest fylgi frambjóðendanna fjögurra en talið er að hvorugur þeirra muni ná meirihluta í fyrri umferð. Kjörið fer þannig fram að kjör- menn, sem eru hátt í 200 talsins, fá senda heim atkvæðaseðla og póst- senda þá til baka. Auk presta hefur ákveðinn hópur leikmanna atkvæð- isrétt auk prófessora við guðfræði- deild Háskóla íslands. Fái enginn frambjóðendanna meirihluta í fyrri umferð verður kosið á sama hátt að nýju. „Það er mitt mat að í 2. umferð verði kosið milli Karls og Sigurðar og þá muni Karl sigra. Hann hefur verið að vinna á og ég tel að fylgis- menn Auðar muni kjósa Karl í 2. umferð,“ sagði viðmælandi DV á prestastefnu í gær. Annar bætti við að líklegast væri að fylgismenn Gunnars myndu einnig fylkja sér um Karl og bentu á í því sambandi að Gunnar hafl tekist á um for- mennsku í Prestafélagi íslands í fyrra en tapað fyrir Geir Waage sem sé mikill stuðningsmaður Sigurðar. -gk Páll Pétursson Halldór Blöndal félagsmálaráöherra. samgönguráöherra. Tilvísanavíxl: Halldór en ekki Páll Á forsiðu DV í gær urðu þau mistök að tilvísanir inn í blaðið víxluðust. Und- ir mynd af Páli Péturssyni félagsmála- ráðherra átti að standa: - Orð og gerðir stangast á - og var tilvísun í fréttaljós um afskipti félagsmálaráðherra af Hús- næðisstofnun. Þess í stað stóð undir mynd af félagsmálaráðherra - Ráðherra skipar bróður sinn - en sú tilvísun átti við frétt um aö Halldór Blöndal sam- gönguráðherra hefði skipað Harald bróður sinn formann sjóslysanefndar. Beðist er afsökunar á þessum mistök- um. Friðsæld og einhugur á milli presta hér - segir sr. Vigfús Þór Árnason um prestastefnu á Akureyri Ólafur Skúlason biskup og vígslubiskuparnir Bolli Gústavsson og Siguröur Sigurðarson ganga aft- astir í prósessíu presta á Akureyri. DV-mynd gk DV, Akureyri: „Ef marka má fréttaflutning af prestastefnunni er varla hægt að skilja annað en að hér logi allt í illindum og menn takist á um hvert mál. Staðreynd- in er hins vegar sú að þessi prestastefha er einstaklega friðsæl og það er mikill einhug- ur ríkjandi meðal manna. Auðvitað eru menn ekki alltaf á einu máli en það er ekki neitt hitamál uppi á þessari presta- stefnu," segir sr. Vig- fús Þór Árnason, prestur í Grafarvogs- sókn, um prestastefn- una sem lýkur á Ak- ureyri í dag. Prestar sem DV ræddi við á Akureyri i gær voru á einu máli um að yfirstandandi prestastefna væri hin mesta rólegheitasam- koma. Þeim var tíðrætt um að svo virtist af yfirlýsingum sr. Geirs Waage, formanns Prestafélags ís- lands, sem þar færu fram einhver átök en svo væri alls ekki. „Menn eru ekki allir sammála því sem sr. Geir segir við fjölmiðla, en hann talar kjarnyrt mál og kveður fast að, það er hans stíll,“ sagði einn viðmælandi DV. Þreifingar vegna biskupskjörs Hafi menn átt von á einhverj- um umræðum eða deilum á prestastefn- unni um störf Ólafs Skúlasonar, fráfar- andi biskups, þykir Ólafur hafa slegið á allt slíkt með setning- arræðu sinni. „Prest- ar eru yfirleitt á einu máli um að Ólafur hafi flutt eina sína allra bestu ræðu og hafi einhverjir verið í baráttuhug þá sló hann á fingur þeirra. Hið svokallaða Ólafs- mál er að baki,“ sagði einn viðmælanda DV. Ekki ber mikið á „smölun" á þinginu vegna biskupskosn- inga sem fram fara í ágúst. Þó eru ein- hverjar þreifingar í gangi en almennt telja prestar að ekki komi til átaka um biskupskjör nema ef til þess komi að kjósa þurfi tvisvar, að enginn kandidatanna íjögurra fái meirihluta í fyrri um- ferð og kjósa verði á milli tveggja efstu manna öðru sinni. -gk Dagfari Ekki í stjórn í eigin félagi Fyrr á þessu ári var innanlands- rekstur Flugleiða skilinn frá milli- landaflugsrekstrinum og nýtt flug- félag stofnað fyrir tilstilli Flugleiða sem hefur hlotið nafnið Flugfélag íslands. Til málamynda voru nokkrir aðrir aðilar fengnir til að leggja fé í hið nýja flugfélag en Flugleiðir eiga 65% í Flugfélagi ís- lands og töldu sig því eiga rétt á að skipa tvo af sínum mönnum í stjórn nýja flugfélagsins til að gæta hagsmuna sinna og eigenda Flug- leiða sem eiga peningana sem lagð- ir hafa verið í nýja félagið. Samkeppnisráð hefur bannað þessa stjómarsetu Flugleiðamanna og áfrýjunamefnd samkeppnis- mála hefur staðfest þann úrskurð. Sem þýðir á mæltu máli að Flug- leiðamenn mega ekki stjóma því fyrirtæki sem þeir eiga meirihlut- ann í og stofnuðu til að geta rekið það sjálfstætt. Þetta er auðvitað áhugaverð nið- urstaða og fordæmisgildandi. í framtíðinni verður þessi úrskurð- ur áfrýjunamefndar hafður að leið- arljósi þegar eigendum fyrirtækja dettur í hug af hagkvæmnisástæð- um að stofna ný atvinnufyrirtæki. Þeir mega jú leggja peningana sína í nýja fyrirtækið en þeir mega ekki sitja í stjórn þess né heldur hafa nein áhrif á rekstur þess. Til þess skulu kjörnir aðrir menn, óháðir þeim aðilum sem eiga áhættuféð og hlutaféð og eiga nýja fyrirtækið, enda er það mat samkeppnisráðs að það samrýmist ekki heiðarlegri samkeppni að þeir menn stjómi þeim fyrirtækjum sem þeir eiga. Heiðarleg samkeppni felst í því að ókunnir menn sem eiga engra hagsmuna að gæta taki sæti í stjórnum fyrirtækja sem þeir eiga ekkert í. Er þá væntanlega gert ráð fyrir að hinir ókunnu og óviðkom- andi einstaklingar, sem kosnir eru í stjórn slíkra fyrirtækja, taki sín- ar ákvarðanir um rekstur og fjár- festingar án tillits til arðsemi eða hagsmuna þeirra sem eiga fyrir- tækin. Það spillir hins vegar heið- arlegri samkeppni ef þeir sem eiga fyrirtækin hafa stöðu og ráð til að hafa afskipti af því hvernig Ijárfest- ingum þeirra er háttað. Þetta eru ný og skemmtileg við- horf og vissulega í anda þess heið- arleika sem nú heldur innreið sina í viðskiptaheiminn. Það hefur alltof lengi einkennt íslenskt at- hafnalíf að eigendur fyrirtækja séu að ráðskast með þau. Það hefur alltof lengi tíðkast að þeir einstak- lingar sem hafa lagt í að stofna fyr- irtæki séu sjálfir með puttana í rekstri þeirra. Það kann aldrei góðri lukku að stýra, sérstaklega fyrir þá sem skipta við slík fyrir- tæki og vilja að þau séu rekin í þágu þeirra sem ekkert eiga í þeim. Sum atvinnufyrirtækjanna hafa jafnvel grætt fé á kostnað þeirra sem ekki eiga í fyrirtækjunum. Það spillir fyrir samkeppninni og þeim heiðarleika sem á að rikja í stórum þjónustufyrirtækjum. Það er allsendis óeðlilegt að heiðarlegri samkeppni sé settur stóllinn fyrir dyrnar með þvi að leyfa þeim að ráða sem eiga. Samkeppnisráð hefur nú tekið af skarið með stjórn eigenda og stöðv- að hana. Flugleiðamenn verða að hlíta þeirri niðurstöðu og fela óháðum og óvilhöllum aðilum stjórn Flugfélags íslands til að eig- endur spilli ekki rekstri félagsins með því að hafa afskipti af honum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.