Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 Fréttir___ Tap á DV, Suðnrnesjum: Það kom fram á aðalfundi Bláa lónsins nýlega að tap varð á rekstrinum í fyrra - 8,2 milljónir króna. Fram kom að starfsemin felst að stórum hluta í að þróa nýjar vörutegundir. Stofnað hef- ur verið sérstakt dótturfélag um þá starfsemi. Þá hefur meðferðar- aðstaðan verið bætt. Sala Bláa lónsins á heilsuvör- Bláa lóninu um nam 17,5 milljónum á síðasta ári og er búist við að sú upphæð jafnvel þrefaldist í ár. Umtals- verðu fé var varið til að undirbúa nýja baðaðstöðu í 6-800 metra fjarlægð frá núverandi aðstöðu. Yfir stendur hlutafjáröflun til að fjármagna þá framkvæmd. Hún hefur þó ekki gengið sem skyldi vegna þess að stærsti hluthafinn, íslenskir aðalverktakar, hefur vegna breytinga á rekstrarfyrir- komulagi ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Forsvarsmenn Bláa lónsins vona að skriður komist á málið því áætlanir eru um byggingu nýrrar aðstöðu til móttöku ferða- manna og gesta. Stærstu hluthaf- ar Bláa lónsins hf. eru ísl. aðal- verktakar með 43,4%, Hitaveita Suðurnesja 20%, Hvatning 17,5% og Grindavíkurbær 10%. -ÆMK Notfærðu þér ^skriftarseðlaú''' þegar þú ferð í fríið! í sumar gefst áskrifendum DV kostur á að hringja og flytja áskriftina yfir á Áskriftarseðla DV sem gilda á öllum bensínstöðvum Shell á landinu. ^skriftarseðlat^^ auðveldir og þægilegir! Þú, sem áskrifandi DV, hringir einfaldlega til okkar í síma 550 5000 og segir hve lengi þú verður í burtu. Nokkrum dögum síðar berast þér Áskriftar- seðlar DV í pósti og tryggja þér DV á næstu Shellstöð á meðan þú ert í fríinu. * Gegn framvísun á Áskriftarseðlum DV færð þú að auki afslátt af SS pylsu og Coke fyrir alla fjölskylduna á næstu Shellstöð! r Þar sem þessar vörur fást. V >1 Shellstöbvarnar SÍMI 550 5000 Þórir B. Kolbeinsson, heilsugæslu- læknir á Hellu, færði Jóni þakkar- skjal frá stjórn heilsugæslustöðvar- '■ innar. DV-mynd jþ ( Gaf fimm milljónir " 85 ára DV, Suðurlandi: Aldraður Rangæingur, Jón Jóns- son frá Lækjarbotnum i Landsveit, afhenti heilsugæslustöðinni á Hellu 5 milljónir króna að gjöf nú nýver- ið. Jón er 85 ára gamall, fyrrverandi f starfsmaður Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Jón óskaði eftir því að þessi gjöf nýttist til að bæta aðstöðu og öryggi skjólstæðinga heilsugæslustöðvar- innar. Hluti gjafar hans hefur verið nýttur til kaupa á húsgögnum í stöðina. Miklar endurbætur hafa átt sér stað á húsnæðinu á síðustu á árum, í kjölfar þess að leyfi fékkst fyrir þriðja heilsugæslulækninum í f Rangárvallasýslu. Gjöf Jóns mun ( einnig verða nýtt til kaupa á ýms- um búnaði sem skila mun sér í auknu öryggi og þjónustu. Þegar hefur verið keyptur farsími sem læknarnir hafa á vöktum og í und- irbúningi er brunavamakerfi og vararafstöð. ■jþ Bláa lónið: i Samvinna um ör- yggismál t DV, Suðurnesjum: Menn frá Heilbrigðisnefnd Suð- umesja og forsvarsmenn Bláa lóns- ins eru famir að vinna saman við að móta slysavamir og öryggismál í Bláa lóninu. Heimildarmaður DV sagðist mjög ánægður með að menn væru loksins farnir að ræða saman eftir það sem á undan er gengið. Nefndin sam- þykkti á sínum tíma að veita Bláa lóninu viðbótarfrest til 15. júlí til að verða við kröfum nefndarinnar um öryggi baðgesta. Ýmsar framkvæmdir og endur- bætur verða gerðar á svæði lónsins og meðal annars verða flotbryggjur settar niður þar. Bláa lónið hf. var talsvert í fréttum vegna hörmulegs slyss í byrjun maí. Ung stúlka dmkknaði þegar hún fór í lónið um miðja nótt ásamt félögum sínum. -ÆMK I í í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.