Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 Afmæli Baldvin S. Baldvinsson Baldvin S. Baldvinsson, flokks- stjóri hjá Vegagerð ríkisins, til heimilis að Melavegi 16, Hvamms- tanga, varð fimmtugur á þriðjudag- inn var. Starfsferill Baldvin fæddist á Akureyri *og ólst þar upp og í Reykjavík. Hann stundaði nám við Vélskóla íslands í Vestmannaeyjum og lauk fyrsta stigs prófi þaðan 1971. Baldvin stundaði sjómennsku frá fimmtán ára aldri, fyrst sem háseti á togurum frá Hafnarfirði en var síðan háseti á togurum Útgerðarfé- lags Akureyringa. Þá var hann neta- maður og kokkur hjá Bergi hf. 1968-73 en hann var kokkur á Mars og Bergi VE auk þess sem hann var háseti og vélstjóri á Bergi. Baldvin var vélamaður hjá Vega- gerð ríkisins á Akureyri á árunum 1973-82 en starfrækti síðan eigin smurstöð á Akureyri um árabil. Hann er nú flokksstjóri hjá Vega- gerð ríkisins. Baldvin var formaður Lions- klúbbs Akureyrar um skeið, hefur starfað í Sjóstangaveiðifélagi Akur- eyrar og var trúnaðarmaður Ein- ingar hjá Vegagerðinni á Akureyri. Fjölskylda Baldvin kvæntist 24.6. 1967 Önnu Sigurlaugu Scheving, f. 23.5.1949, hús- móður. Hún er dóttir Sig- urjóns Schevings Magnús- sonar, f. 6.11. 1923, d. 11.4. 1989, bifvélavirkja og lög- reglumanns í Hafnarfirði og lögreglustjóra á Reyðar- firði, og k.h., Pálínu Scheving Stefánsdóttur, f. 14.7. 1922, húsmóður. Synir Baldvins og Önnu eru Siguijón, f. 13.4. 1968, stuðningsfulltrúi á sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík, en kona hans er Þórunn Brandsdóttir; Baldvin Gunnlaugur Baldvinsson, f. 14.12. 1969, starfsmaður við kjötiðnaðar- stöð KEA á Akureyri, en kona hans er Laufey Harrysdóttir og er dóttir þeirra Agnes Brá. Systkini Baldvins eru Erla Krist- ín Baldvinsdóttir, f. 30.10.1931; Unn- ur Gígja Baldvinsdóttir, f. 22.3.1933; Guðbjöm Gísli Baldvinsson, f. 30.5. 1937, d. 31.8. 1976. Foreldrar Baldvins: Baldvin Gunnlaugur Sigurbjömsson, f. 9.7. 1906, d. 2.5. 1970, skipstjóri og vél- stjóri á Akureyri, og k.h., Snjólaug Baldvin Baldvinsson Hlíf Baldvinsdóttir, f. 21.11. 1912, fiskmatsmað- ur. Ætt Baldvin skipstjóri var sonur Sigurbjöms, b. i Sauðaneskoti á Upsa- strönd, Friðrikssonar, b. í Brekkukoti, Jónssonar. Móðir Sigurbjörns var Guðrún Björnsdóttir. Móðir Baldvins skip- stjóra var Lilja, systir Rósu, móður Baldvins Tryggvasonar sparisjóðsstjóra. Lilja var dóttir Friðfinns, b. í Sauðanes- koti, Jóhannssonar, b. á Auðnum, Jónssonar, b. á Ytra-Kambhóli, Jónssonar, hálfbróður Sigriðar Guð- mundsdóttur á Hnjúki, langömmu Pálínu í Syðri-Brekkum, móður Hermanns Jónassonar forsætisráð- herra, föður Steingríms seðlabanka- stjóra. Móðir Jóns á Kambhóli var Hólmfríður Jónsdóttir frá Völlum, systir Þórðar, föður Páls Melsteðs amtmanns, langafa Torfhildar á Núpsstað, langömmu Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra. Móðir Jó- hanns á Auðnum var Anna Jóns- dóttir, systir Ambjargar, langömmu Einars Olgeirssonar alþm. Móðir Friðfinns var Ingibjörg Gísladóttir, systir Gunnlaugs á Gönguskörðum, langafa Jóns á Hofi, foður Gísla, menntaskólakennara á Akureyri. Móðir Lilju var Anna Sigríður, systir Guðlaugar Rósu, langömmu Ármanns, föður Birgis, lögfræðings Verslunarráðs. Anna Sigríður var dóttir Þorsteins, b. á Skáldalæk, bróður Guðrúnar, langömmu Axels skipstjóra, föður Jóhanns læknapró- fessors. Þorsteinn var sonur Sigurð- ar, hreppstjóra á Hrisum, Jónsson- ar, bróður Guðmundar á Miklahóli, langafa Önnu, móður Matthíasar Jo- hannessen, ritstjóra og skálds. Ann- ar bróðir Guðmundar var Hallur, langafl Péturs á Höllustöðum, föður Páls félagsmálaráðherra. Móðir Önnu Sigríðar var Kristín Jónsdótt- ir, b. á Ytra-Kálfsskinni, Jónssonar, og Guðlaugar Hálfdánardóttur, smiðs í Miðgerði, Jónssonar. Móðir Guðlaugar var Ingibjörg Hallsdóttir. Snjólaug Hlíf er dóttir Baldvins Hálfdánar, b. á Stóra-Eyrarlandi og ökumanns á Akureyri, Benedikts- sonar og Kristínar Guðmundsdótt- ur. Baldvin er að heiman. Birna Axelsdóttir Bima Axelsdóttir hús- móðir, Hraunbæ 102 D, Reykjavík, er sextug í dag. Fjölskylda Birna fæddist i Reykja- vik. Hún giftist 1.3. 1958 Guðmundi Sólbirni Gísla- syni, f. 3.11. 1934, bif- reiðarstjóra. Hann er son- ur Gísla Bjöms Kristjáns Guðbjörnssonar, f. 1.8. 1901, d. 27.11. 1984, sjó- manns á Hellissandi, og k.h., Kristjánsínu Elímundardóttur, f. 12.7. 1909, d. 23.9. 1985, húsmóður. Dætur Birnu og Guðmundar em Fjóla Guðmundsdóttir, f. 30.10. 1956, sölumaður í Reykjavík, en dóttir hennar og fyrrv. manns hennar, Þorsteins Karlssonar, er Eva Þor- steinsdóttir, f. 1.2. 1977; Sigurjóna Hafdís Guðmundsdóttir, f. 18.4.1958, verslunarmaður í Reykjavík, gift Marteini Hákonarsyni, verkstjóra og sölumanni, og era böm þeirra Guðmundur Marteinsson, f. 3.2. 1980, Arnar Marteinsson, f. 11.3. 1984, og Valgerður Bima Marteinsdóttir, f. 14.1. 1992; Kristín Alda Guð- mundsdóttir, f. 26.9. 1960, búsett í Reykjavík; Lilja Guðmundsdóttir, f. 2.12. 1966, bankamaður í Reykjavik, en sambýlis- maður hennar er Þor- varður Helgason verk- stjóri og er dóttir þeirra Eva María Þorvarðar- dóttir, f. 22.7. 1992. Systkini Birnu: Þórný Axelsdóttir, f. 2.2. 1934, húsmóðir á Hellissandi, gift Konráð Ragnarssyni skipstjóra og á hún fjögur börn; Gylfi Jón Axelsson, f. 16.12. 1938, d. 21.12. 1963, sjómaður á Patreksfirði og eignaðist hann einn son. Foreldrar Bimu voru Axel Haf- steinn Þórðarson, f. 16.12. 1910, d. 24.8. 1948, vörabifreiðarstjóri í Keflavík, og Lilja Halldórsdóttir Melsteð, f. 13.5. 1912, d. 6.7. 1976, húsmóðir. Fósturforeldrar Birnu: Kristjón G. Guðmundsson, bóndi, bifreiðar- stjóri og sjómaður í Beravík og á Hellissandi, og Sigurjóna Daníels- dóttir húsmóðir. Ætt Axel var bróðir Jóns, forstöðu- manns Hvítabandsins og lengi for- manns knattspymufélagsins Fram, afa Róberts Agnarssonar, aðstoðar- framkvæmdastjóra SÍF. Axel var sonur Þórðar, kaupmanns í Hjalla við Laugaveg, Þórðarsonar, b. í Götu í Holtum, Eincirssonar. Móðir Axels var Þórný Þórðar- dóttir, b. í Króki í Ölfusi, bróður Þorvarðar, langafa Margrétar Erlu, móður Egils Ólafssonar, söngvara og leikara. Þórður var sonur Jóns, b. á Sogni, Ásbjömssonar, b. á Hvoli í Ölfusi, Snorrasonar. Móðir Þórðar var Sólveig, systir Jóns, langafa Halldórs Laxness. Annar bróðir Sól- veigar var Einar, langafi Vals Gísla- sonar leikara, föður Vals banka- stjóra. Sólveig var dóttir Þórðar sterka í Bakkakoti Jónssonar og Ingveldar, systur Gísla, langafa Vil- borgar, ömmu Vigdísar forseta. Ing- veldur var dóttir Guðna, ættföður Reykjakotsættarinnar, Jónssonar. Móðir Þómýjar var Guðný Helga- dóttir, b. á Læk, Runólfssonar og Ólafar Sigurðardóttur, b. á Hrauni, Þorgrimssonar, b. í Ranakoti, Bergs- sonar, ættföður Bergsættarinnar, Sturlaugssonar. Lilja var dóttir Halldórs Melsteðs, trésmiðs á Vatneyri við Patreks- flörð, Halldórssonar Melsteðs, amt- mannsskrifara, bróður Jakobínu, langömmu Þórðar, föður Þórðar Þorbjarnarsonar borgarverkfræð- ings. Önnur systir Halldórs var Ragnheiður, langamma Ástu, ömmu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Halldór var sonur Páls Melsteðs, amtmanns í Stykkishólmi, og Önnu Sigríðar Stefánsdóttur amtmanns Þórarinssonar, sýslumanns á Grand og ættföður Thorarensenættarinn- ar, Jónssonar. Móðir Halldórs tré- smiðs var Lilja Daníelsdóttir, b. á Hallgilsstöðum, Magnússonar og Guðríðar Jónsdóttur. Móðir Lilju var Ólína Jakobsdótt- ir, b. í Húnavatnssýslu, Benjamins- sonar og Önnu Finnbogadóttur frá Illugastöðum. Birna Axelsdóttir. smáauglýsingum DV a\\t mil/1 h/M Smáauglýsingar n»ra 550 5000 Áskrifendur aukaafslátt af staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur otmi hlrrii^^ og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000 Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir EHUN NI Fimmtud.26. Júní 5. syn. öiUutiiaui kl. 20:00. Föstud. 27. júní 6. syn.noku.iotnui kl. 20:00. Laugard. 28. Júní 7. syn.nokkurs»tiiaus kl. 20:00. Fimmtud.03. Júlí 8. syn. kl. 20:00. Föstud. 04. Júlí 9. syn. kl. 20:00. Laugard. 05. Júlí 10. syn. kl. 20:00. Mi&asala opln mán. - lau. frá kl. 12. - 19. m Rósa Vestfjörð Guð- mundsdóttir fram- kvæmdastjóri, Langholti 31, Akureyri, varð fimm- tug í gær. Starfsferill Rósa fæddist í Stykkis- hólmi en ólst upp á Skóg- arströndinni. Hún og eig- inmaðm- hennar hafa átt og starfrækt prentsmiðj- una Ásprent POB á Akur- eyri frá 1974. Þau starf- rækja nú prentsmiðjuna ásamt sonum sínum en Rósa er framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins. Fjölskylda Rósa giftist 31.10. 1964 Kára Þórð- arsyni, f. 1.2. 1945, forstjóra. Hann er sonur Þórðar Kárasonar, lög- regluvarðstjóra og rithöfundar í Reykjavík sem er látinn, og Elínar Gísladóttur húsmóður. Synir Rósu og Kára era Þórður Kárason, f. 17.5. 1965, markaðsstjóri á Akureyri, en sambýl- iskona hans er Unnur Huld Svavarsdóttir og eiga þau þrjú böm; Ólaf- ur Kárason, f. 5.3. 1968, prentari á Akureyri, en sambýliskona hans er Margrét Káradóttir og eiga þau þrjú böm;Al- exander Kárason, f. 25.6. 1975, sölumaður á Akur- eyri. Systkini Rósu era Ólaf- ur Guðmundsson, bygg- ingarfulltrúi í Hross- holti í Eyjahreppi; Krist- jana Emilía Guðmundsdóttir, bók- bindari í Kópavogi; Unnsteinn Guð- mundsson, útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði; Kristín Björk Guð- mundsdóttir, sérkennari í Kópa- vogi. Foreldrar Rósu: Guðmundur Ólafsson, bóndi og fyrrv. landpóstur á Dröngum, siðar bókbindari í Kópavogi, f. 15.12. 1907, og Valborg Vestfjörð Emilsdóttir, f. 22.1. 1916, fyrrv. ljósmóðir. Rósa Vestfjörð Gu&mundsdóttir. Hl hamingju með afmælið 26. júní 85 ára Ingibjörg Jónsdóttir, Hrafnistu í Hafnarfirði. 75 ára Jóhanna Jónsdóttir, Réttarholti, Akrahreppi. Erla Steingrímsdóttir, Heiðarholti 34 E, Keflavík. 70 ára Kristrún Benediksdóttir, Hafnargötu 115A, Bolungarvík 60 ára Ásdis Dagbjartsdóttir, Heiðarbrún 37, Hveragerði. Liv Astrid Krötö, Boðagranda 7, Reykjavík. Guðsteinn Hróbjartsson, Móabarði 8 B, Hafnarfirði. Daníel Benjamínsson, Skipholti 40, Reykjavík. 50 ára Oddbjöm Stefánsson, Bakkastíg 12 B, Bolungarvík. Guðríður Guðmundsdóttir, Laufvangi 18, Hafnarfirði. Aðalsteinn Sæmundsson, Smyrlahrauni 17, Hafnarfirði. Vilborg Gísladóttir, Fosshólum, Holta- og Land- sveit. Erla Davíðsdóttir, Núpabakka 19, Reykjavík. Erlar Jón Kristjánsson, Árnatúni 4, Stykkishólmi. 40 ára Jóhanna Lýðsdóttir, Skagabraut 21, Akranesi. Kjartan John Kárason, Grenimel 44, Reykjavík. María Sveinfríður Davtðs- dóttir, Lækjarfit 4, Garðabæ. Rafnkell Sigurðsson, Skógarási 6, Reykjavík. Anna Elísabet Borg, Freyjugötu 42, Reykjavík. Ragnheiður Ólafsdóttir, Bergstaðastræti 59, Reykjavík. Kristinn Sigvaldason, Stigahlíð 69, Reykjavik. Heiðdís Sigrún Þorbjörns- dóttir, Hraunbæ 162, Reykjavík. Þóroddur Halldórs Ragnars- son, Hátúni 10 B, Reykjavík. Ingibjörg Sigurrós Helga- dóttir, Fannafold 59 A, Reykjavik. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Sjafnargötu 5, Reykjavik. Esra Jóhannes Esrason, Túngötu 8, Súðavík. Andrés Óskarsson, Marargötu 2, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.