Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 15 Sált um hærri skatta? Hagvöxtur til aldamóta - samkvæmt spá Þjóöhagsstofnunar- -4------------------------------------------------------ 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 ÍPVl „Hagvöxturinn hefur ekki mátt sín mikils gagnvart vexti í útgjöldum hins opinbera," segir m.a. í greininni. I byrjun mánaðair- ins minnti Heimdall- ur okkur á að frá ára- mótum og til 3. júní, eða 42% ársins, vær- um við eingöngu að vinna fyrir skyldu- greiðslum til hins opinbera og lífeyris- sjóða. Þrátt fyrir að þjóðarkakan svo- nefhda hafi stækkað á nær hverju ári frá 1981 hefur hið opin- bera nær undantekn- ingarlaust tekið stærra hlutfall af kökunni á ári hverju. Hagvöxturinn hefur ekki mátt sín mikils gagnvart vexti í út- gjöldum hins opin- bera. Þetta kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir þar sem umtalsverð einkavæðing hefur átt sér stað á undafomum 15 árum og miðað við alla umræðuna og kveinið í þrýsti- hópunum um niðurskurð hefði mátt halda að meiri háttar sparn- aður hefði átt sér stað í rekstri rík- is og sveitarfélaga. Svo er hins vegar alls ekki. Útgjöldin hafa vax- ið ár frá ári og hefðu vafalaust vaxið enn hraðar ef engin einka- væðing hefði farið fram. Leiöarameinlokan Leiðarahöfundar allra dagblað- anna, DV, Morgun- blaðsins, Dags-Tim- ans og Alþýðublaðs- ins, hafa hvatt til þess að undanfornu að sér- stakur skattur verði lagður á aflaheimildir við íslandsstrendur. Raunar er þessi skattahækkunartil- laga helsta framlag leiðarahöfunda Al- þýðublaðsins og Morgunblaðsins til þj óðmálaumræðunn- ar á síðastliðnum árum. Svo mikil er al- varan og eindregnin að leiðaraskrifm virð- ast gjarna berast í al- mennan fréttaflutn- ing blaðanna. Þannig getur hver sem er tryggt sér „frétt“ á baksíðu Morgunblaðs- ins með því einu að lýsa yfir and- stöðu við eignarrétt á veiðiheim- ildunum eða frjáls viðskipti með þau. Eða með því að leggja til sér- staka skattheimtu á þennan rétt. Helstu rökin hafa verið að án skattheimtu eða annarra afskipta rikisvaldsins verði þjóðinni allri ekki tryggð- ur arður af auð- lindum hafsins. Það sé réttlætis- mál. Argentínskt réttlæti? Skömmu eftir að olíuvinnsla hófst í Titusville í Pennsylvaniu árið 1965 hófust tilburðir til olíuvinnslu í Jujuy í Argentínu. 1 Bandaríkjun- um voru það einkaaðilar sem nýttu olíulindimar. Einkaeignar- réttur tryggði skynsamlega nýt- ingu þeirra og olían varð aflgjafi framfara sem eiga sér fáar hlið- stæður. í Argentinu var olían hins vegar gerð að „sameign þjóðarinn- ar“ og ríkisvaldið tók olíuvinnsl- una að sér. Vafalaust hafa margir trúað því að þannig yrði best tryggt að allir nytu afrakstursins. Hið sama má segja um Mexíkó. Þeir sem komið hafa að landa- mærum Bandarikjanna og Mexíkó vita að margir vilja komast norð- ur yfir landamærin en fáir telja sér betur borgið með því að fara suður nema þeir sem komist hafa í kast við lögin. Þetta er auðvitað einfolduð mynd en engu að síður blasir við að Bandaríkjamenn nutu góðs af olíuvinnslu einkaað- ila en Argentínumenn og Mexíkó- menn sáu lítinn arð af olíuvinnsl- unni í sínum löndum. Leiðarahöfundarnir virðast loka augunum fyrir því að besta leiðin til að koma arðinum til fólksins liggur ekki um greipar 63 þing- manna á Alþingi heldur í öflugra atvinnulífi, nýjum störfum og hærri launum. Sáttahöndin Það er raunar fúrðulegt að ís- lenskir stjómmálamenn hafi ekki fallið í þá freistni að læsa klónum í arðinn af fiskveiðunum. Leiðara- höfundar íslensku dagblaðanna eru heldur ekki ánægðir meö gang mála og örvænting þeirra vex með hverju árinu sem líður enda treyst- ir tíminn og hefðin núverandi fyr- irkomulag í sessi. Síðasta hálmstrá leiðarahöfundanna, sem hafa árum saman reynt að efna til ófriðar um aflamarkskerfið, er því að bjóða frið í skiptum fyrir veiðileyfaskatt- inn! Er ykkur alvara? Sátt um hærri skatta nú þegar jafnvel for- maður Alþýðubandalagsins hefur gert sér grein fyrir að skattheimta hefur keyrt úr hófi fram. Glúmur Jón Bjömsson Kjallarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðingur „Leiöarahöfundarnir viröast loka augunum fyrir því aö besta leiöin til aö koma aröinum til fólksins liggur ekki um greipar 63 þing■ manna á Alþingi heldur í öflugra atvinnulífi, nýjum störfum og hærri iaunum.“ „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld" Það mun hafa verið þegar ég var unglingur til sjós fyrr á árum að aldraður sjómaður kom til mín og bauð mér happdrættismiða í happ- drætti DAS. Þá mun ekki hafa ver- ið búið að stofna hið eiginlega DAS. Því voru happdrættismiðar aðallega til sölu hjá sjómönnum, mönnum tengdum sjávarútvegi og öðrum velunnurum DAS. Slagorð þessa happdrættis var „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.“ Ég keypti miða af gamla mannin- um og mér fannst ég hafa unnið þrekvirki. Nú var ég búinn að redda þeim öldruðu: „Eitt sinn skáti, ávallt skáti“. Skattfrelsi aldraöra Árin liðu og dvalarheimilin risu hvert af öðru fyrir aldraða. Ekki var að efa að aldraða fólkinu yrði hjálpað til að lifa sómasamlegu lífi. Og svo merkilegt var að fiölda- mörgum öldruðum hefur verið hjálpað en þeir hafa líka svo sann- arlega unnið dagsverk sitt okkur þeim yngri til minnkunar. En það er líka margt eldra fólk sem hefur litið sér til viðurværis nema frá degi til dags og varla það þrátt fyrir að hér á landi sé ein mesta velferð meðal þjóða. Okkur, sem höf- um heilsu og eig- um eitthvað af- lögu, ber að hjálpa þessu fólki til að það geti lif- að áhyggjulaust heima hjá sér svo lengi sem tök eru á. Viö getum ýmislegt gert fyrir aldraða. Það þarf ekki alltaf að kosta mikla peninga, stundum að- eins hugmyndir. Það á til dæmis ekki að þekkjast að elli- og örorku- lífeyrisþegar borgi skatta, útvarp, sjónvarp, sima og varla lyf. Fróðlegt væri að láta reikna út hvað kosti að fella niður öll þessi gjöld og kanna hvort það sé dýrara en sjúkrahús- vist, sem oft er eini kosturinn. Fyrir utan það að peningar eru ekki allt. Það er skömm að því að láta þá sem okkur hafa alið við brjóst þurfa að líða að óþörfu. Sá stjórnmála- flokkur... Megum við ekki vera fegin ef aldraðir geta verið í sínum húsakynnum, séð um sig sjálfir og greitt sjálfir fyrir smáhús- hjálp? Þeir geta það á meðan heilsan leyfir ef þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af sköttum og öðrum gjöldum. Sumir segja sem svo að þetta verði að vera tekjutengt. Það er allt í lagi, svo langt sem það nær, en þá verður að miða við 250-300 þúsund króna mánaðartekjur. Margt af þessu eldra fólki þarf að borga gjöld af oft stórum eignum. Það versta sem öldr- uðu fólki er gert er að koma í veg fyrir að það geti dvalið heima hjá sér svo lengi sem heilsan leyfir og að því sé ekki mögulegt að vera fiárhagslega sjálfstætt. Aldurhnigið fólk er mjög stolt. Það vill ekki alltaf vera upp á aðra komið en er þakklátt fyrir það sem er gert fyrir það. Aldraðir, sem unnið hafa svikalaust, kannski frá 14 ára aldri til 70 ára og borgað skatta og skyldur, hefur svo sannarlega lagt inn fyrir eftirlaununum án þess að reytt sé af því. Sá stjómmálaflokkur sem fram- kvæmir þetta svikalaust vinnur mikið þrekvirki. Eftir öll þessi ár er ekki hægt að ætlast til að þetta sé framkvæmt í einu vetfangi enda yrði þetta vafalaust vel þegið í áföngum. Karl Ormsson „Fróölegt væri aö láta reikna út hvaö kosti aö fella niöur öll þessi gjöld og kanna hvort þaö sé dýr- ara en sjúkrahúsvist sem oft er eini kosturinn.“ Kjallarinn Karl Ormsson deildarstjóri Með og á móti Stefnir í sjómanna- verkfall? Bonedíkt Valsson, framkvæmdastjóri Farmanna- og flskl- Mikið ber á milli „Það hvort til verkfalls getur komið byggist ekki á aðstæðum sem við búum við. Það hlýtur að vera markmið okkar að ná sem mestum árangri fyrir okkar um- bjóðendur með sem minnstum tilkostnaði en verkfall getur leitt til kostn- aðar beggja að- ila. En ef allt um þrýtur og mikið ber á milli þá er það afstaða félags- manna sem ræður hvort farið verður í að beita verkfallsvopninu og það fer að líða að þeim tímapunkti að sjómenn á fiskiskipum þurfi að taka afstöðu til málsins. Það liggur fyrir að mikið ber á milli samtaka sjómanna og full- trúa útgerðarmannanna. Þar ber verömyndunarmálin hæst og síð- an vandamál vegna tilfærslna á veiðiheimildum milli fiskiskipa sem hefur leitt til þess að at- vinnuöryggi sjómanna hefur minnkað og þeir hafa nauðugir viljugir verið látnir taka þátt í þeim kostnaði sem er samfara kaupum á veiðiheimildum. Ég tek ekki afstöðu til þess hvort fara eigi í verkfall eða ekki en blákalt mat mitt vegna viðbragða útgerðarmanna í viðræðum við samtök sjómanna er að frekar halli að því að til verkfalls fiski- manna geti komið“. Ekkert tilefni „Sem betur fer eru nú engin sérstök tilefni til átaka milli sjó- mannd og útvegsmanna. Það ánægjulega í stöðunni er að laun sjómanna eru mjög góð og hækk- uðu frá árinu 1990-1995 um tæp 5% um- fram launavísi- tölu i landinu án þess að það fækkaði í stétt- inni. Sjómenn eru tekjuhæsti launþegahópur landsins og ís- lenskar útgerð- ir greiða hærra launahlutfaU en tíökast hjá öðrum fiskveiði- þjóðum sem við keppum við á er- lendum mörkuðum. Sú þvingun sem felst í hug- myndinni um aUan fisk á markað er einfaldlega ólögleg þannig að það þarf ekki að eyða miklum tima í að rökræða þá hlið máls- ins. Staðan er þannig nú að aðUar málsins geta leitað tU sáttasemj- ara með kröfur sínar og óskir en hafa ekki fram að þessu séð til- efni til þess. Afkoma sjómanna er sérlega góð og það væri úr öllu samhengi að stofna til átaka um þeirra kjör með hliðsjón af öðru sem hefur verið að gerast á ís- lenskum vinnumarkaði. Ég hef ekki orðið var við það meðal sjó- manna sem ég þekki að þeir væru tUbúnir að stofna tU sérstakra átaka vegna kjara sinna." -gk Bjarni Hafþór Hclgason, fram- kvœmdastjori Ot- vegsmannafélags Noröurlands. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.