Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFTJR SVEINSSON
Rltstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
Samanburðarfræði hagkerfa
Samanburðarfræði ýmissa afbrigða vestrænna hag-
kerfa er í tízku um þessar mundir, bæði vegna ánægju
Bandaríkjamanna af eigin árangri í efnahagsmálum og
vegna umræðna um áhrif sigurs vinstri flokka í tveim-
ur af stærstu ríkjum Evrópu, Bretlandi og Frakklandi.
Breiddin í afbrigðum vestrænna hagkerfa er mikil. í
öðrum kantinum eru Bandaríkin, þar sem markaðsöflin
eru frjálsari en annars staðar og í hinum kantinum er
Frakkland, þar sem ríkisstýring er meiri innan mark-
aðskerfisins en hjá öðrum vestrænum stórveldum.
Bandaríkjamenn benda á mikinn hagvöxt, stöðugt
verðlag og mikla atvinnu sem dæmi um yfirburði banda-
rísku útgáfunnar. Frakkar benda hins vegar á, að mæl-
ingar á lífsgæðum almennt, ekki bara peningum, sýni,
að sú sé hamingjan mest að búa í Frakklandi.
Alvarlegir gallar eru á báðum þessum útgáfum. í
Frakklandi er mikið atvinnuleysi og af þess völdum mik-
ið þjóðfélagsrót, sem tengist spennu milli fasista og ný-
búa. Vinnuafl er lítt sveigjanlegt og lagast afar hægt að
náttúrulegum breytingum á atvinnuháttum.
í Bandaríkjunum skilar hagvöxturinn sér aðeins að
litlu leyti til almennings. Láglaunafólk býr við skertan
kost í góðærinu og sætir þar á ofan vaxandi takmörkun
á persónulegu svigrúmi á vinnustað vegna hertra að-
gerða stjórnenda við að auka framleiðni fyrirtækjanna.
Norrænu ríkin eru ekki þau fyrirmynd, sem þau voru
áður. Sameiginlegt einkenni þeirra er að hafa ofkeyrt
þanþol velferðarkerfisins. í nokkur ár hafa þau verið að
draga í land og reyna að setja velferðinni skorður til að
endurheimta samkeppnishæfni gagnvart útlöndum.
Þýzkaland er að ýmsu leyti í svipaðri stöðu og Norð-
urlönd. Þar hefur frá tímum Adenauers og Erhardts ver-
ið rekin stefna félagslegs markaðsbúskapar, sem hefur
leitt til þess, að lífskjör fólks hafa farið töluvert framúr
getu atvinnulífsins til að standa undir þeim.
Bretland hefur verið hálfgerð tilraunastofa allt frá
valdaskeiði Thatcher, sem færði hagkerfið frá franska
kantinum að hinum bandaríska. Það virðist hafa gefið
nógu góðan hagvöxt til þess, að vinstri stjórnin nýja
hyggst ekki hrófla mikið við kerfi jámfrúarinnar.
Það eru þó tvö önnur og smærri lönd í Evrópu, sem
öðrum fremur hafa vakið athygli fyrir að sameina mik-
inn hagvöxt, mikla atvinnu, litla verðbólgu, gott réttlæti
og mikla festu í innviðum þjóðfélagsins. Þetta eru írland
og Holland, sem margir leita nú fyrirmynda hjá.
Einkum þykir Hollendingum hafa tekizt vel, þótt þeir
státi raunar ekki af litlu atvinnuleysi. Þeir hafa í senn
reynt að leyfa markaðsöflunum að leika sem mest laus-
um hala, en hafa til mótvægis haldið uppi öflugri velferð
með miklum millifærslum á vegum skattakeríisins.
Að mörgu leyti minnir hollenzkt hagkerfi á íslenzkt
hagkerfi allra síðustu ára. Bæði löndin einkennast af
þjóðarsáttum um kaup og kjör og góðu skipulagi á hæg-
fara eflingu lífskjara innan ramma stöðugs verðlags svo
og af félagslegu réttlæti og sveigjanleika vinnuafls.
Frá sjónarmiði markaðsbúskapar eru Hollendingar þó
okkur fremri. Þeir hafa í meira mæli hafnað ríkisrekstri
og tekizt betur að koma í veg fyrir fáokun í atvinnulíf-
inu. Þeir reka til dæmis sinn landbúnað eins og atvinnu-
veg en ekki eins og félagsmálastofnun.
Viðfangsefni vestrænna þjóða hefur ekkert breytzt um
langan aldur, þrátt fyrir tilraunastarfsemi. Þær eru sí og
æ að reyna að sætta markaðshyggju og félagshyggju.
_________________________________________Jónas Kristjánsson
Mikiö er japlað á því að við
lifum í upplýsingasamfélagi.
Reyndar hefur meiru verið log-
ið: Allt um kring er vissulega
fullt af fjölmiðlum, sem segja og
sýna fréttir á klukkutíma fresti,
af blöðum og tímaritum, síðan
bætist Intemetið við og margt
fleira sem sækja má í tölvur.
Flestum þykir þetta veröld bæði
ný og góð. Vilja helst meira upp-
lýsingadóp. Sá sem hefur tvær
sjónvarpsrásir til dæmis, hann
vill sex, og sá sem hefur sex,
hann vill tuttugu og sex. Og
aldrei er mín tölva nógu öflug
eða vesalingur minn nógu flink-
ur við að fiska upp úr henni
upplýsingar.
Upplýsingar um hvað? Einn
greinir frá því að hann sé kom-
inn af kóngum i ellefta lið, ann-
ar lætur röntgenmynd af ristlin-
um í sér á Internetið. Allt eru
þetta upplýsingar, hver getur
neitað því?
Upplýsingaþemba
í almennum og leiðigjörnum
lofsöng um upplýsingasamfélagið
er ótrúlega sjaldan að því spurt
hvaða upplýsingar eru á ferð, né
heldur að því hvort menn geti
melt þær og gert sér gott af.
Mannfólk er skrýtið: þeir sem
ekki þjást af skorti eru að drepast
af offylli. í okkar hluta heims er
sultur ekki helsti næringarvand-
inn heldur offita. Upplýsinga-
skortur var áður talsverður
vandi og þar eftir ófullnægð fróð-
leiksfýsn, en nú breiðist út með
logandi hraða upplýsingaþemba
sem leggst þungt á æ fleiri og ger-
ir þeim lífið leitt. Enda komin út
„Niðurstaöan er sú að menn hafa fengiö meira en nóg af upplýsingum en
vita minna en áður,“ segir m.a. í grein Árna.
Að kjafta allt I hel
bók sem verður vinsæl og
heitir Upplýsingaþokan.
Þar lýsir höfundur,
David Shenk, því að upp-
lýsingaþjóðfélaginu fylgi
„offita" sem stafi af því að
yfir menn dynur þvílíkt
flæði af fréttum og ger-
vifréttum, slúðri, skoðun-
um og talnaleikjum um
hvert einasta mál að þeir
vita ekki sitt rjúkandi
ráð. Niðurstaðan er sú að
menn hafa fengið meira
en nóg af upplýsingum en
vita enn minna en áður
Fyrst og fremst verða
þeir þreyttir og sljóir.
Ótal starfsmenn fyrir-
tækja út um allar heims-
ins þorpagrundir þjást
af því sem kallað er
„skilgreiningalömun".
Átt er við það, að yfir þá
dynji þvílíkt magn af
tölvupósti, minnisblöð-
um frá yfirmönnum,
hringingum, yfir þá
hvolfa sér heil fjöll af
áreiti og upplýsingum
sem eru annaðhvort úr-
eltar, skipta engu máli
eða þá rekast hver á
annarrar horn. Allt
þetta hlass rænir veslings fólkið
orku, tíma og sjálfstrausti svo
Kjallarinn
Arni Bergmann
rithöfundur
menn geta ekki
leyst sin verk-
efni og tekið
ákvörðun fyrr
en seint og illa.
Menn þjást af
gleymsku,
svefnleysi,
kvíða og svo
„tölvuheift"
sem kemur
fram í þvi að
þeir lúberja
tölvuna sína.
Spurt er um
vald
Niðurstaðan er
sú, að þýðingar-
mesta kunnátta
„Flestum þykir þetta veröld bæöi
ný og góð. Vilja helst meira upp-
lýsingadóp. Sá sem hefur tvær
sjónvarpsrásir til dæmis, hann
vill sex, og sá sem hefur sex,
hann vill tuttugu og sex.“
upplýsingaþjóðfélagsins er fólgin
í því að vera nógu harður og
grimmur við upplýsingar. Van-
treysta þeim og átta sig fljótt á
því hve fáar skipta máli og
stugga öllum öðrum frá sér. Lát
grön sía sonur! Menn þurfa ekki
síst að átta sig á því, að hvort
sem menn áður fyrr skorti upp-
lýsingar eða eru að kafna í þeim
nú um stundir, þá er alltaf spurt
um vald yfir hugum manna og
valkostum.
Þegar til dæmis mengunarum-
ræðan hófst var mikið reynt til
að þegja í hel óþægilegar upplýs-
ingar um náttúruspjöll. Þegar
það gekk ekki lengur og mikil-
vægar upplýsingar um umhverf-
isháska breiddust út sneru allir
við sínu blaði og tóku að fjasa og
skrifa sem mest þeir máttu og all-
ir í þeim tón að þeir þóttust
afskaplega náttúruvænir,
hvað sem þeir annars voru
að bauka.
Það sem áður var reynt
að þegja í hel er síðar reynt
að kjafta í hel. Til þess lík-
lega (hvort sem það er bein-
línis meðvitað eða ekki) að
almenningur týni áttum í
upplýsingaofflæðinu, gefist
upp á að vita hvað er á
seyði, verði sleginn „skil-
greiningalömun". Gáum að
þessu.
Árni Bergmann
Skoðanir annarra
Líkin í lestinni
„Því miður þá hefur Alþýðuflokkurinn að undan-
förnu þróast í þá veru að mér finnst að ég geti sam-
visku minnar vegna ekki tilheyrt þeim félags-
skap...Ég vona það að ungt fólk fari ekki að ráða sig
sem galeiðuþræla á sökkvandi fley þessara úreltu
stjórnmálaflokka til þess eins að tryggja pólitíska
framtíð manna sem hafa ekkert fram að færa og hafa
enga framtíðarsýn. Og standa fyrir ekkert annað en
úrelt, stöðnuð viðhorf sem eiga ekkert erindi inn í
þá öld sem þeir þykjast vera að sigla inn í.“
Hrafn Jökulsson í Degi-Tímanum 25. júní.
Heimsóknir þjóðhöfðingja
„Opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja og annarra
helstu ráðamanna ríkja hafa enn þýðingu, þótt fjar-
skipti og margvísleg samskipti þjóöa í milli hafi stór-
aukist frá því sem áður var. Opinberar heimsóknir á
borð við heimsókn Ítalíuforseta undanfarna daga
þjóna m.a. og ekki síst þeim tilgangi að vekja athygli
á þvi landi sem gesturinn er fúlltrúi fyrir og samskipt-
um þeirra ríkja, sem hlut eiga að máli...Af þessum
sökum vakti það nokkra furðu þegar fjölmiðlum barst
tilkynning frá utanríkisráðuneytinu síðla föstudags í
síðustu viku, hvað starfsmönnum þeirra var ætluð
takmörkuð aðstaða til þess að gegna ofangreindu hlut-
verki." Úr forystugrein Mbl. 25. júní.
Sameining jafnaðarmanna
„Sameining jafnaðarmanna er í augsýn, það er
engin leið til baka...Nú er það hins vegar svo að
árum saman hefur mikill meirihluti stuðnings-
manna allra vinstri flokkanna ítrekað lýst yfir þeim
vilja sínum að flokkarnir og samtökin verði samein-
uð. Nú síðast í skoðanakönnun fyrir örfáum vikum.
Því leyfir maður sér að spyrja: Á meirihlutinn að fá
að ráða hraðanum - eða hvað réttlætir að fámennur
hópur andstöðufólks ráði ferðinni?“
Óskar Guðmundsson í Alþbl. 25. júní.