Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 10
10 \ennmg FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 I>V Frumflutningur Nýtt íslenskt tónverk var frum- flutt á tónleikum í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar síðastliðið þriðjudagskvöld. Það var Hug- leiðing fyrir einleiksflðlu eftir Karólínu Eiríksdóttur. Hlíf Sigur- jónsdóttir fiðluleikari lék þessa tónsmíð, ásamt tveimur partítum eftir Bach. Verkin sem Bach samdi fyrir einleiksfiðlu eru mjög erfið. Þau krefjast gífurlegrar tækni og ná- kvæmni - hver einasta nóta er afar þýðingarmikil og má ekkert fara úrskeiðis. Og meira að segja það er ekki nóg; það verður að fara handan við tæknilega full- komnun og láta áheyrandann skynja þá miklu andagift sem Bach bjó yfir. Slíkt er aðeins á færi reyndustu einleikara. Tónlist Jónas Sen Hlíf Sigurjónsdóttir er ágætur fiðluleikari en skortir tæknilega nákvæmni og reynslu einleikar- ans til þess að tónlist Bachs leiki í höndum hennar. Fyrst á efnis- skrá tónleika hennar var Partíta nr. 3 í E-dúr BWV 1006. Hún var yfirleitt líflega leikin - t.d. var fyrsti þátturinn, Preludio, hressi- legur og kraftmikill - en 1 heild- ina var árangurinn þó ekki sem skyldi. T.d. var tónninn töluvert sár í þriðja kaflanum, Gavotte en Rondeau, og sömuleiðis var takturinn ekki takmörk fyrir þvi hversu langt er hægt að ganga. Menúett er í eðli sinu yfirvegaður, taktfastur dans; Hlíf Sigurjónsdóttur skorti sjálfs- aga er hún flutti þennan þátt verksins. Eftir partítu Bachs var komið að hinu glænýja verki Karólínu Eiríksdóttur, Hugleiðingu. Það er i einum kafla og í efnisskránni sagði að það væri „byggt á hug- myndum sem þróast áfram og birtast í ýmsum myndum, eins konar tilbrigði án stefs“. Þessi setning er dálítið óljós því velflest tónlist byggist á hugmyndum sem þróast áfram og birtist í ýmsum myndum. „Tilbrigði án stefs“ er öllu ljósara - en þá tilbrigði við hvað? Hugmyndir? Víst var að undirritaður var í mesta basli með að reyna að átta sig á þessu allan tímann meðan verkið var flutt - og var engu nær þegar því var lokið. Einhvern veginn hljómaði tónlistin ekki sannfær- andi og hefði Hlíf Sigurjónsdóttir kannski getað gert hana meira spennandi með því að draga bet- ur fram andstæður og spilað af meiri krafti þegar við átti. Lokaverkið á tónleikunum var svo Partíta nr. 2 í d-moll BWV 1004 eftir Bach. Þar var margt þokkalega gert og bar þess vitni að Hlíf Sigurjónsdóttir getur leik- ið mjög vel. Því miður brást minnið á fáeinum stöðum og var það óheppilegt. Smáatriðin skipta miklu máli í Bach, og verður varla sagt að hann hafi notið sín þetta kvöld. í lokaverki tónleikanna, Partítu nr. 2 í d-moll eftir Bach, var margt þokkalega gert og bar því vitni að Hlff Sigurjónsdóttir getur leikið mjög vel. nógu stöðugur í fjórða þættinum, sem var menú- ett. Nú á dögum er Bach gjarnan túlkaður af meira frelsi en fyrr á öldinni, en það eru samt ■ ■ TiM/TtlT N-ÁIS03 MENNINCAR 2-97 i; Tímarit Máls og menningar Annað hefti tímarits Máls og menningar 1997 kom út fyrir skömmu. í tímaritinu eru greinar og frumortur skáldskapur eftir íslenska, pólska, írska, finnska og franska höfunda. Meðal greina í blaðinu er Nóbelsávarp pólsku skáld- konunnar Szymborsku, um- fjöllun Jóns Yngva Jóhanns- sonar um muninn á íslensku og bandarísku útgáfunni á skáldsögunni Fyrirgefning syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, bréf frá írska skáld- inu Samúel Beckett um hinn fræga Godot og fleira. íslenskur skáldskapur birt- ist í ljóðaformi eftir níu ljóð- skáld í tímaritinu. Auk þess birtast þrjár smásögur eftir Rúnar Helga Vignisson, Tapio Koivukari og Huldar Breiðfjörð. Smásaga Huldar hlaut nýlega fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Torf- hildar, félags bókmennta- fræðinema, og Stúdentaráðs Háskóla íslands. Ritstjóri TMM er Friðrik Rafnsson. -ST mmmmmmifrwrwmmmmmmmmmm Sigmund skrifar bréf Hjá Klim-forlaginu danska kom í byrjun maí út úrval af ástarbréfum og öðrum bréfum Sigmundar Freuds í umsjón Christians Braad Thomsen; afar spennandi safn ef marka má dæmi sem birtust í Politiken. Freud var 26 ára þegar hann trúlofaðist Mörthu Bernays sem var fimm árum yngri en hann. Móðir Mörthu hafði áhyggjúr af að funandi hvatir unga mannsins yrðu yfirsjálfi stúlkunnar yfir- sterkari og fluttist með hana frá Vín, ef til vill í þeirri von að ástin kólnaði. Það gerði hún ekki. í þrjú ár skrifuðust þau á nærri daglega, en af 1500 bréfum Freuds er aðeins leyfilegt að birta innan við 100. Þó að það séu eflaust sak- leysislegustu bréfin gefa þau sthyglisverða mynd af elsk- huganum unga. „Martha er mín - stúlkan yndislega sem allir tala um við mig með lotningu, sem strax á fyrsta fundi fangaði huga minn þó að ég berðist gegn því, sem ég þorði varla að biðla til en sem kom til móts við mig með stoltu trausti, jók trú mína á sjálfan mig og gaf mér nýja von og vinnuþrek þegar ég þurfti mest á þvf að halda. Þegar þú kemur aftur, yndislega stúlkan mín, þá verð ég búinn að yfirvinna feimnina og stífnina sem lágu eins og mara á mér í dýrmætri návist þinni. Við verð- um aftur ein í fallega litla herberginu ykkar, stúlkan mín sest í brúna leðurstólinn sem við hrukkum svo skelfd upp úr í gær, ég sit við fætur hennar á kringlótta skemlinum og við munum tala um þá tíð þegar engin skil dags og nætur, engir óviðkomandi, engar kveðjur og engar áhyggjur skilja okkur að lengur." Martha var umsetin aðdá- endum og voru tveir þeirra áköfustu báðir listamenn, annar málari, hinn tónlistar- maður. Freud var mjög af- brýðisamur og sérstaklega hræddur við þessa tvo eins og kemur fram í bréfi: „Ég held að algengt sé að listamenn og vísindamenn séu fjandmenn. Við vísinda- mennimir vitum að í list sinni eiga þeir höfuðlykil sem auðveldlega opnar öll kvenna- hjörtu meðan við stöndum hjálparvana frammi fyrir óræðum formum lássins og verðum að brjóta heilann endalaust áður en við finnum lykil sem passar.“ Freud þýddi bók eftir John Stuart Mill og hreifst af byltingar- kenndum hugmyndum hans og kjarki hans að spyma gegn viðteknum venjum og fordóm- um. „En hann sá ekki hið fár- ánlega i hugmyndum sínum,“ segir Freud í bréfi til Mörthu, „til dæmis þegar kemur að kvenréttindum og málefnum kvenna yfirleitt.“ Honum leist ekkert á að konur ynnu utan heimilis, eins og Mill hvatti til, og fannst þaö lífs- fjandsamleg hugmynd að etja kvenfólkinu út í baráttuna um brauðið við hlið karl- manna. Til þess var líka fingerða, indæla prinsessan hans allt of veikbyggð. Seinna eignaðist Freud marga kvenkyns starfsfélaga, meðal annarra dóttur sína, Önnu. Skemmtileg bréf eru líka í þessu safni til Stefans Zweig, enska sálfræðingsins Ernest Jones sem bjargaði Freud út úr Austurríki 1938 og Lou Andreas Salomé, konu sem Freud kynntist seint á ævi og skrifaði ákaf- lega falleg og einlæg, sjálfhæðin og heimspekileg bréf til. Freud var 26 ára þegar hann trúlofaðist Mörthu Bernays sem var fimm árum yngri en hann. Pað má ekki vera satt Mál og menning hefur endur- útgefið bók Guðrúnar Öldu Harð- ardóttur, Það má ekki vera satt. Sagan kom fyrst út árið 1983 und- ir heitinu Þegar pabbi dó. í nýju útgáfunni er sagan myndskreytt af Höllu Sólveigu. í inngangi bókarinnar segir Guðrún Alda bókina upphaflega skrifaða handa elstu bömunum sínum. Þau misstu föður sinn, Maths Olaf Nesheim, og Guðrún Alda eiginmann sinn 1981. Sagan lýsir sorg þeirra systkina fyrstu dagana eftir föðurmissinn. Guð- rún Alda segir: „Ef sagan getur hjálpað einu bami í glímu sinni við sorg þá vil ég leggja mitt af mörkum." Stúdentakór frá Bergen Karlakórinn Fóstbræður á von á norskum vinakór, Studenters- angforeningen, í heimsókn til landsins í byrjun júlí. Stúdenta- kórinn heldur tónleika í Lang- holtskirkju 3. júlí og flytur norsk, sænsk, fmnsk, þýsk og bandarísk verk frá ýmsum tíma- bOum. Frá því að kórinn var stofnaður fyrir 62 árum hafa ein- göngu þrír stjórnendur stýrt honum. Sá fyrsti stýrði kómum í 22 ár, sá næsti í 31 ár og ætla menn núverandi stjórnanda, Tore Johannessen, munu stýra kómum enn lengur en forverar hans. Móðirin á 60 kr. í tilefni af 60 ára afmæli Máls og menningar er Móðirin eftir Maxim Gorki endurprentuð og seld á 60 krónur. Móðirin kom fyrst út árið 1906. Þar segir af ólæsri bóndakonu, Pelageju Vlassovu, sem vaknar til vitund- ar um ranglætið í þjóðfélaginu. Þegar sonur hennar er sendur burt frá henni nauðugur heldur hún ótrauð áfram baráttunni. Bókin var rituð skömmu eftir uppþot sem áttu sér stað i Rúss- landi árið 1905. Bókmenntafélagið Mál og menning vai’ stofnað þann 17. júní árið 1937 í þeim tilgangi að koma góðum bókum á framfæri við almenning á lágu verði. Móð- irin kom fyrst út á íslensku 1938 í þýðingu Halldórs Stefánssonar rithöfundar. -ST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.