Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997 Fréttir Dagfari Drengurí sjálfheldu Tólf ára gamall drengur lenti í sjálfheldu þegar hann var að klifra í klettum fyrir ofan Kirkjubæjarklaustui- um kvöld- matarleytið á laugardag. Björg- unarsveit staðarins var kölluð á vettvang og seig björgunarsveit- armaður eftir drengnum sem varð björguninni feginn. -VÁ Hornafjörður: Þrjár líkams- árásir kærðar Þrjár líkamsárásir voru kærö- ar hjá lögreglu á Homafirði um helgina. Engir meiri háttar áverkar hlutust þó af i árásun- um. Um 5 þúsund gestir voru á af- mælishátíð Hornafjarðar. Að sögn lögreglu fór flest vel fram og ölvun var minni en búist var við. -RR Tveir árekstrar Tveggja bíla árekstur varð á Hringbraut um klukkan 17 í gær- dag. Ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild. Meiðsl hans vom ekki alvarleg. Á svipuðum tíma varð þriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi við Fjárborgir. Ökumaður og far- þegi eins bílsins vom fluttir á slysadeild. Meiðsl þeirra vora ekki mikil. Póst- og símamenn: Já sögðu 85,2% Sameiginlegur kjarasamning- ur Félags íslenskra símamanna og Póstmannafélags íslands við Póst og síma hf. var samþykktur fóstudaginn 4. júlí. Samningur- inn var undirritaður 18. júní. Samþykkir samningnum voru 1013 eða 85,2% þeirra sem greiddu atkvæði. Andvígir voru 164 eða 13,8%. Á kjörskrá voru 1876 félagsmenn og greiddu 1189 þeirra atkvæði. -VÁ DV-mynd Júiía Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, í hópi fjölmargra hátíðargesta á Höfn í Hornafirði. 100 ára afmæli Hafnar var fagnað um helgina: Aldrei fleiri í bænum DV, Hornafirði: Fjölbreytt hátíðardagskrá var á Höfti um helgina þar sem haldið var upp á 100 ára afmæli staðarins. Árleg humarhátið var sameinuð af- mælinu. Aldrei hefur fleira fólk verið saman komið á Höfn í einu. Hátíöin hófst á Hóteltúni kl. 16 með ávarpi Gísla Sverris Ámason- ar, forseta bæjarstjórnar. Þá flutti forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarp og síðan hófust ýmis skemmtiatriði. Að lokinni dagskrá á Hóteltúni var gengið út á hátíðarsvæðið við höfnina. Fyrir göngunni fóm fána- berar og götuleikhús var með ýms- ar uppákomur á leiðinni. Dansaður var riverdans uppi á flutningabíl- um og eldgleypar og ýmsar kynja- verar sáu um að allir kæmust í virkilegt hátíðarskap. Af þaki ráð- húss bæjarins barst söngur sem af himnum ofan frá prúðbúnum kon- um úr kvennakór staðarins. Hressilegur söngur þeirra jók enn á hátíðarskapið. Syngjandi konur voru einnig á þaki Landsbankans en eftir það vora söngvarar á jörðu niðri. Forseti íslands var viðstaddur vígslu sjóminjasafns í Pakkhúsinu og opnaði þar sýningu á ljósmynd- um Vigfúsar Sigurgeirssonar. -JI Stórtjón á Akureyri: Heyrðum lækjarnið í íbúðinni „Við vöknuðum og heyrðum lækj- amið í íbúöinni," sagði Þuríður Steindórsdóttir, íbúi að Lönguhlíð 15 á Akureyri. Stórtjón varð í kjall- araíbúð í húsinu að morgni laugar- dags þegar rör við brunahana fram- an við húsið fór í sundur með þeim afleiðingum að vatn flæddi inn í íbúðina. Vatninu fylgdi mikil drulla og sandur. íbúamir Þuríður og Tóbías Sig- urðsson urðu að skríða út um glugga á norðurhlið hússins til að komast út þar sem vatnsmagnið var orðið svo mikið við útidyrnar. Slökkviliði gekk ágætlega að hreinsa vatnið burt. Mikið tjón varð á gólfeftium og milliveggjum. -RR Nýr landsliðsþjálfari Það hefur ekki gengið þrauta- laust fyrir Knattspymusamband íslands að ráða sér nýjan lands- liðsþjálfara. Það stafaði ekki af því að þeir væru ekki búnir að ákveða sér landsliðsþjálfara heldur af hinu að þeir voru einmitt búnir að ákveða sér landsliðsþjálfara. Og landsliðs- þjálfarinn tilvonandi var líka búinn að ákveða fyrir löngu að verða landsliðsþjálfari. Hann var meira að segja búinn að lýsa yfir því að hann væri tilbúinn til að skrifa undir samning um þjálfarastöðuna löngu áður en hann gerði það. í síðustu viku sagðist nýi landsliðsþjálfarinn vera búinn að segja þeim hjá KSÍ að ekkert væri þvi til fyrirstöðu að hann skrifaði undir en samt vildu þeir ekki þá að hann skrifaði undir og vildu ekki skrifa undir sjálfir. Þetta fannst hinum nýja lands- liðsþjálfara skrýtið. Hann sagist vera undrandi á þessu. Formað- ur KSÍ sagst undrandi á orðum landsliðsþjálfarans og landsliðs- þjálfarinn var undrandi á því að formaður KSÍ væri undrandi á því að hann væri undrandi. Öll þessi undrun stafar af því að nýi landsliðsþjálfarinn hefúr átt í útistöðum við knattspyrnu- félagið á Akranesi sem átti 1 úti- stöðum við þjálfarann eftir að þjálfarinn hafði átt í útistöðum við einhverja aðra sem urðu þess til þess að hann var rekinn frá félaginu. Það góða við að vera rekinn frá knattspymufé- lagi er að maður fær borgað áfram fyrir að vera rekinn og þrátt fyrir að vera rekinn og eft- ir að maður er rekinn og það var þetta mál milli þjálfarans og Ak- umesinga sem ofli því að for- maður KSÍ sagðist ekki ráða landsliðsþjálfara nema landsliðs- þjálfarinn ætti ekki í útistöðum við sitt gamla félag. Að minnsta kosti sagði hann að það væri ekki æskilegt. Landsliðsþjálfarinn sagði þetta skilyrði sem hann sætti sig ekki við. Formaður KSÍ sagði að hann hefði aldrei sett það sem skilyrði þótt það væri æskilegt skilyrði. Um þetta deildu þeir félagarn- ir um hríð og á meðan var eng- inn landsliðsþjálfari ráðinn og þó var búið að reka gamla lands- liðsþjálfarann og það var því líka búið að reka tilvonandi landsliðsþjálfara og allt var þetta miklu mikilvægara hver er rek- inn og hvemig og hvað hann fær borgað fyrir að vera rekinn fá landsliðinu eða félaginu heldur en hitt hvort landsliðið hafi þjálfara. Sögusagnir vora jaftivel um það að KSÍ hefði snúið sér til enn annars þjálfara um að hann tæki við landsliðinu. En það reyndist ekki rétt því á fostudag- inn var í skyndingu skrifað und- ir samning við nýja landsliðs- þjálfarann sem áður mátti ekki skrifa undir samning við. í ratminni var þetta mál að verða miklu skemmtilegra held- ur en þegar Tyson beit Holyfield vegna þess að í nýjustu atburða- rásinni voru lika menn sem hafa reynslu af að bíta frá sér og hafa auk þess ákveðnar meiningar um það hvemig skuli staðið að því þegar þeir eru reknir og það verður mikfl aðsókn að næsta landsleik tfl að fylgjast með því hvaða þjálfari verður með lands- liðinu sem hefur verið rekinn og hvort búið verður að ráða annan en þann sem nú var ráðinn í stað þess sem var rekinn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.