Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997 15 Aumleg skrif Björg- vins Sighvatssonar Ríkir og fátækir. En látum svo vera: ungur og sögulaus hagfræðingur þarf ekki að vita þetta. Hitt er aumlegra að hann lætur sem ofmat Árna Berg- manns á Sovétríkjum Khrúsjovs fyrir nær 40 árum sé gild ástæða til að afskrifa hvaðeina sem sá sami segir um alvörumál okkar daga. í upphafi greinarinnar lætur hann í ljósi gremju sína yfir því að ég sé í skrifum alltof neikvæður, „í Réttar-greininni var efnahagsgeta Sovétmanna ofmetin, eins og algengt var á þeirri tíð,“ segir Árni meðal annars. Björgvin Sighvats- son hagfræðingur skrifar á dögunum í DV ósköp ófrumlega grein. Hún er mestan part tekin upp úr grein eftir mig í tíma- ritinu Réttur fyrir 36 árum. Þar var lýst bjartsýni á efnahagsá- ætlunum Sovétmanna á dögum Khrúsjovs. Aðrar skoðanir Hagfræðingurinn heldur því fram að skoðanir Áma Berg- manns séu þær sömu og þá. Það er vitleysa. í Réttargreininni var efnahagsgeta Sovét- manna ofmetin, eins og algengt var á þeirri tíð. Bandarískir áhrifa- menn voru t.d. allsmeykir við áform Sovétmanna sem þeir tóku þá mikið mark á vegna árangurs sem þeir höfðu náð 1 geimferðum og á fleiri sviðum. Síðar lærðist bæði mér og öðr- um betur að sjá í gegnum talnaleik þeirra. Sjálfur vitnaði ég ítarlega til Réttargreinarinnar í bók sem ég skrifaði fyrir um 20 árum til þess að sýna hvernig margir hugsuðu um 1960 og hvemig upp frá því tek- ur við hjá mér og mörgum öðrum vaxandi gagnrýni bæði á ástand mannréttindamála hjá Sovétmönn- um og svo hagskýrsluleik þeirra sem ég taldi fela það að enginn gæti vitað hvað þeir í raun fram- leiddu. Um þessi efni hafði ég margt skrifað í blöð áður og svo mikið er vist að sovéskir diplómatar voru lítt hrifnir og brugðust við á sinn hátt. enda sé undirtónnin í greinum mínum sá að „fjármagns- og fyrirtækjaeigendur séu stöðugt að hlaða undir sig meiri auð- æfum á kostnað hinna vinnandi stétta". Meiri væri mann- dómur Björgvins ef hann tæki þenn- an neikvæða „undirtón" fyrir og reyndi að yfir- gnæfa hann með sínum rökum. En hann lyftir ekki litla fingri til þess þótt hann segist hafa „þveröfuga skoöun" á þessum málum. Vesturlönd lifðu mikið framfara- skeið frá stríðslokum og fram á ní- unda áratug aldarinnar og flestir hópar fengu nokkuð í sinn hlut af „stærri köku“. í mörgum samfélög- um leiddi sú þróun til aukins jafn- aðar. En á síðastliðnum áratug eða rúmlega það hefur víða vaxið hið fræga bil milli ríkra og fátækra. Til dæmis í Bretlandi og Banda- ríkjum þar sem fundin var upp sú fræga villukenning (,,supply-side“) að þeir riku mundu standa sig bet- ur ef þeir fengju meiri peninga (m.a. með skattfríðindum) en þeir fátæku rífa sig upp úr svaðinu ef þeir fengju færri dollara í sinn hlut. Bresk blöð eru oft full með reiðileg skrif i garð „feitra katta“ og þeirrar „forstjóragræðgi" sem hrúgar launahækkunum og bónus- greiðslum á forstjóra - einatt óháð því hvernig þeir standa sig. Nú síðast var hneykslast á for- stjórum hlutafélagsins sem rekur lottóið breska. Þeir hækkuðu laun sín um 40% og greiddu sér 700 þús. pund í bónus að auki - meðan þeir skiluðu 143 miljónum punda minna til hinna góðu mála sem þeir er skylt að greiða til. Ef litið er á heiminn allan þá bera 20% þeirra sem best eru settir nú 78 sinnum meira úr býtum en 20% þeirra sem snauöastir eru - það hlutfall var 1:30 um 1960. Rússar hurfu frá áætlanabúskap og tóku upp vestræna hætti. Enn sem komið er hefur sú breyting ekki skilað öðru en minni framleiðslu og gífurlegum muni á ríkum og fátækum. Eithvað hefi ég reynt að fjasa um þessa hluti í DV og víðar. Á mann- sævinni breytist margt - en ekki það grund- vallarviðhorf að mikil friðindi og forréttindi þeirra sem fara með auð og völd séu allt í senn ranglát, heimskuleg og hættuleg viðunandi sambýlishátt- um manna. Hvort sem í hlut eiga pólitískir pótintátar eða þeir sem fara með hlutafé. Björgvin Sighvatsson má mín vegna vera á „þveröfugri skoðun". En það sakaði ekki að hann hefði hana til sýnis. Árni Bergmann Kjallarinn Arni Bergmann rithöfundur „Meirí værí manndómur Björgvins ef hann tæki þennan neikvæða „undirtón “ fyrir og reyndi að yfír- gnæfa hann með sínum rökum Fæðingarorlof feðra Umræðan um fæðingarorlof feðra virðist hafa kallað fram góð- látlegt bros víða sem enn eitt öfga- dæmið í jafnréttisbaráttunni. Með hliðsjón af þeirri nokkuð ruglings- legu umfjöllun sem þetta mál hef- ur fengið skal svo sem engan undra að það komi einhverjum spánskt fyrir sjónir. Þetta mikilvæga mál felur hins vegar ekki í sér einhverja glórulausa kröfu jafnréttisins vegna. Hér er þvert á móti um að ræða eðlilega og löngu tíma- bæra aðlögun fæðingarorlofs- ins að því þjóðfélagi sem við lifum í. Ekki bara föðurins vegna Það er fyrst og fremst staða kvenna á atvinnumarkaönum sem knýr á um að núverandi fyrir- komulag verði endurskoðað. Það er lítið réttlæti sem felst í því binda fæðingarorlofið einvörð- ungu við móðurina, hvorki gagn- vart fóður, hami né móðurinni sjálfi. Langflestar ungar fjölskyldur verða að reiða sig á tvær fyrfr- vinnur. Tekjur beggja skipta heimilið jafn miklu máli sem og möguleikar beggja á atvinnumark- aðnum. Af þessum sökum er nauðsyn- legt að gera fæðingarorlofið sveigj- anlegra svo að báðir foreldrar geti axlað jafht ábyrgðina sem er sam- fara því að eignast barn án þess að það bitni einvörðungu á stöðu móðurinnar á atvinnumarkaðn- um. Við þetta bætist sú augljósa krafa föðurins að hann geti tekið virkari þátt í umönnun og upp- vexti barnsins sins. Ekki skylda heldur réttindi Sú gagnrýni sem komið hefur fram á fæðingarorlof feðra er aðallega tvenns konar. Annars vegar hefur því verið haldið fram að hér sé nánast óframkvæman- leg hugmynd á ferð. Mér hefur enn ekki tekist að skilja hvað það er sem er svona óframkvæmanlegt. Mér sýnist einna helst gæta þess mis- skilnings að það eigi að skylda alla feður í fæðing- arorlof. Það er vitaskuld fjarri sanni. Fæðingarorlof hlýtur ávallt að fela i sér ákveðin rétt- indi sem einstaklingum er í sjálfs- vald sett hvort þeir neyta. Hins vegar hefur verið látið í það skína að verði fæðingarorlof tekið upp fyrir feður séu mæðum- ar að afsala sér sínum rétti og þar með bregðast móðurhlutverki sfnu. Þetta eru að mínu mati kyndug rök. Eða felst ein- hver skynsemi í því að konur berjist fyrir ein- okunarstöðu á þessum vett- vangi? Auk þess er að mínu viti eðlilegasta fyrir- komulagið það að fæðingaror- lofsréttur feðra verði sjálfstæður, þ.e. óháður rétti móðurinnar. Forsenda raunverulegs jafnréttis Sveigjanleiki er mikilvægasti þáttur þessa máls. Aðstæður fólks geta verið og eru mismunandi; það sem hentar einum hentar einfaldlega ekki öðr- um. Jafnframt bendir margt til þess að konur muni aldrei öðlast jafnrétti á atvinnumarkaðnum í reynd nema báðir foreldrar hafi jafna möguleika á fæðingarorlofi. Helga Guðrún Jónasdóttir „Það er lítið réttlæti sem felst í því að binda fæðingarorlofíð ein- vörðungu við móðurina, hvorki gagnvart föður, barni né móður- inni sjálfri.u Kjallarinn Helga Guðrún Jónasdóttir framkvæmdastjóri Með og á móti Aðskilnaður ríkis og kirkju Þorsteinn Arnalds verkfræðingur. Kirkjan yrði sterkari „Aðskilnaður ríkis og kirkju er fyrst og fremst nauðsynlegur til að standa vörð um frelsi ein- staklinga. Hverjum og einum á að vera í sjálfs- vald sett hvort hann tekur þátt í starfi kirkjunnar og með hvaða hætti. Hann á að fá að ákveða hvort hann greiðir til kirkjunnar og þá hversu mik- ið. Sá sem stendur utan þjóð- kirkjunnar á fullan rétt á því að einu trúfélagi sé ekki hyglað um- fram annað. Þeir sem skráðir eru í þjóðkirkjuna eiga líka að hafa rétt til að ákveða sjálfir hversu mikið þeir vilja leggja af mörk- um. Ef þeir eru t.d. óánægðir með starf kirkjunnar eiga þeir að geta neitað að borga félagsgjaldið líkt og meðlimir annarra félaga. En það er heldur ekki ólíklegt að kirkjan mundi standa sterkari eftir aðskilnað en fyrfr. Við að- skilnað eykst sjálfstæði kirkj- unnar. Hún hættir að vera háð ríkinu um fjárveitingar og getur því óhrædd gengið á svig við hagsmuni ríkisins. Kirkjan á ekki að vera undir hælnum á ríkisvaldinu. Hins vegar er sjálfsagt að kirkjan sé háð stuðn- ingi meðlima sinna, þetta er þeirra kirkja og á að fara að þeirra vilja.“ Einn siður í landinu „íslenska rikið er ekki guð- laust og enn hefur ekki verið vik- ið frá grundvallarreglu kristni- tökunnar um einn sið í landinu. Ég þekki held- ur engan mann sem afneitar Kristi og leið- sögn hans. Engin gild rök eru fyrir því að ríkisheild mynduð af kristnum Þórir Jökull Þor- mönnum skuli Stelnsson sóknar- ekki hlutast til prestur' um almenna kirkju þeirra. Þegar þjóðin er kristin hlýtur ríkisvald hennar að hafa nokkurn íhlutun- arrétt um málefni kristinnar kirkju. Musterið var, í tíð Gamla testamentisins, í nánum tengsl- um við konungsembættið og kristnin komst, vegna sigursæld- ar sinnar, fljótlega í hliðstæð tengsl við stjómsýslu keisara og konunga. Á siðbótartímanum gerðist það að þjóðhöfðingjar stigu upp að hlið biskupanna til ráðslags með þeim. Þar með var bundinn endi á að biskupar kirkjunnar færu með e.k. fursta- vald sem varð reyndin í kaþólsk- um sið. Löngun manna til að að- skilja ríki og kirkju hvílir á þeim misskilningi að trúin byggi á óð- fýsn (fanaticism) umfram dóm- greind. í lýðræðisþjóðfélagi er viska þeirra, sem með atkvæðin fara, afar mikilvæg velfarnaði þess, viskan og trúin heyra sam- an. Aðgangur allra að þjónustu kirkjunnar er helgur lýðréttur sem ríkisvaldi sama lýðs ber að vernda. Ríkisvaldið getur ekki fyrir þegna sína stutt við bakið á mörgum siðum, það er algerlega útilokað í þjóðfélagi sem er jafn smátt og okkar. Ríkisvaldið hef- ur skyldur við þjóðina og meðal annars þá að vemda kristinn sið og einingu hans. Þeir menn sem settu fram regluna um einn sið vissu hvað þeir sungu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.