Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997
Magic Artist teikniforrit frá Disney
Katrín Jóhannsdóttir
Hólsvegi 1
735 Eskifjörður
25 Disney-derhúfur
Ásrún Björk Hauksdóttir
Ásta Pétursdóttir
Ásta Víglundsdóttir
Axel Tamzok
Berglind Ægisdóttir
Edda Arnaldsdóttir
Gísli Magnússon
Helen Run Jóhannsdóttir
Hjörtur Hákon Stefánsson
Jóhann Hersir Kjartansson
Jóhann Pálmar Harðarson
Kjartan Magnússon
Kristín Helga Ríkharðsdóttir
Magnús Þór Jónsson
María Ben Erlingsdóttir
Melkorka Víðisdóttir
Ólöf Rún Steinarsdóttir
Ragnar Hilmarsson
Signý Magnúsdóttir
Snjólaug Hrönn Gunnarsdóttir
Steinar Sæmundsson
Svala Dís Magnúsdóttir
Sylvía Sigurðardóttir
Tnelma Dögg Ægisdóttir
Una Nikulásaóttir
50 Disney-bolir
Alexander Jóhannesson
Anna SJngimarsdóttir
Arndís Ýr Hafþórsdóttir
Auður Ósk Hlynsdóttir
Benedikt Snær Magnússon
Berglind Ólafsdóttir
Birta Líf Fjölnisdóttir
Bjarki Dagur
Bjarki Traustason
Brynja Rún Brynjólfsdóttir
Dagný Steinarsdóttir
Davíð Þór Sigurðarson
Elma Dögg Steingrímsdóttir
Freyja Sigurðardottir
Gísli Steinn Pétursson
Guðlaug I. Þorsteinsdóttir
Guðmundur Árnason
Guðrún Þóra Guðmundsdóttir
Halldóra Sif Jóhannsdóttir
Hildur Arna Hákonsson
Hjörtur Viðarsson
Hólmfríður Helgadóttir
Ingi Sigurjón Jensson
Ivar Kristinn Hallsson
Jóhann Örn Guðmundsson
Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir
Karl Pálsson
Katrín Ósk Guðlaugsdóttir
Kristján Jóhann Bjarnason
Kristrún Selma Ölversdóttir
Margrét Eva Ásgeirsdóttir
Margrét Hrönn Gísladóttir
ÓlöfÖrnólfsdóttir
Orri Guðbergsson
Óskar Elías Sigurðsson
Pálmar Jónsson
Pálmi Hilmarsson
Rafn V. Friðriksson
Sandra Dögg Kristmundsdóttir
Sandra Dögg Svansdóttir
Sandra Kristín Jónasdóttir
Sandra N. Siqurðardóttir
Sigrún Jónsdóttir
Sigurður Þór Magnússon
Sindri Freyr
Sólborg Erla Ingvarsdóttir
Sylvía Björk Aðalsteinsdóttir
Tinna Kristín Finnbogadóttir
Valdís María Einarsdóttir
Þóra Björk Samúelsdóttir
Krakkaklúbbur DV og Japis þakka
kærlega fyrir frábæra þátttöku.
Vinningarnir verða sendir
vinningshöfum í pósti næstu daga.
DV
JAPISS
Útlönd
Norður-Irland:
Víða róstur vegna
göngu mótmælenda
Lögreglukona á Norður- írlandi
varð fyrir skoti í gær er byssumað-
ur skaut á eftirlitsbíl sem hún var í.
Bíllinn var norðan við borgina
Portadown þar sem ganga mótmæl-
enda í Óraníureglunni í gegnum
hverfi kaþólikka var farin í gær.
Liðsmenn írska lýðveldishersins,
IRA, eða annarrar hreyfingar, sem
berst gegn yfirráðum Breta, eru
gnmaðir um verknaðinn.
Bæði stjómvöld í Dublin og írsk-
ir þjóðemissinnar vom mótfallnir
göngunni sem er farin til að minn-
ast sigurs mótmælenda á kaþólikk-
um. Kaþólikkar líta á göngima sem
ögrun.
Sinn Fein, stjómmálavængur
IRA, stóð fyrir tveimur mótmæla-
fundum í gærkvöld, i Belfast og
Londonderry. Hvöttu leiðtogar Sinn
Fein kaþólikka til að fylkja liði og
mótmæla því að ganga Óraníu-
manna skyldi hafa verið leyfð.
Gangan er farin árlega og hafa átök
yfirleitt brotist út i kjölfar hennar.
Róstur urðu einnig víða á Norður-
írlandi í gær vegna göngunnar.
Áður en Óraníumenn lögðu af
stað í gærmorgun hafði hópur
manna komið sér fyrir á gönguleið-
inni til að mótmæla göngunni.
Erlendir stjómmálamenn, og full-
trúar ýmissa irskra félaga, sem
fýlgdust með göngmmi í Portadown,
vom sjónarvottar að því er lögregla
réðst á þá sem sett höfðu upp „frið-
arbúðir" nálægt gönguleiðinni. Þar
höfðu kaþólskar konur haldið frið-
arvöku þrjár nætur í röð. „Lögregl-
an barði fólkið. Það fékk enga við-
vörun um að það ætti að færa sig.
Þeir réðust á óvopnað fólk sem sat á
götunni," sagði einn stjómmála-
mannanna. Annar sagði gífurlegu
ofbeldi hafa verið beitt og alveg að
nauðsynjalausu.
Reuter
Lögreglan í Portadown er sökuö um ónauösynlegt ofbeldi gegn þeim sem mótmæltu göngu Óraníumanna um hverfi
kaþóiikka í gær. Þessi maöur var sleginn meö plastkylfu. Símamynd Reuter
Hun Sen, annar forsætisráðherra Kambódíu:
Prinsinn ekki
lengur við völd
Annar tveggja forsætisráðherra
Kambódíu, Hun Sen, kvaðst í gær
hafa bolað keppinaut sínum,
Norodom Ranariddh prins, sem
einnig gegnir embætti forsætisráð-
herra, frá völdum eftir tveggja daga
bardaga stuðningsmanna þeirra
beggja. Að minnsta kosti tólf manns
létu lífið í bardögunum og yfir
fimmtíu særðust.
Sagði Hun Sen í útvarpsviðtali að
stjóm Kambódíu væri reiðubúin að
velja annan forsætisráðherra í stað
Norodoms sem er sonur Sihanouks
konungs. Prinsinn sagði í yfirlýs-
ingu frá París á laugardaginn að
Hun Sen hefði framið valdarán.
Fyrmrn fjármálaráðherra Kambó-
díu sagði i gær að Norodom væri
farinn frá París. Hann hygðist halda
til Taílands þaðan sem hann ætlaði
landleiðina til Phnom Penh, höfuð-
borgar Kambódíu.
Öllu flugi til og frá Kambódíu hef-
ur verið aflýst. Hundruð erlendra
ferðamanna eru strandaglópar í höf-
uðborginni. Útgöngubann var sett á
í gær en ekki þótti líklegt að stuðn-
ingsmenn forsætisráðherranna
tveggja myndu hlíta því. Bjuggust
menn við að bardagar hæfust á ný.
Forsætisráðherramir tveir hafa
sameiginlega verið í forsvari fyrir
íbúar Phnom Penh flýja bardagana í
borginni. Símamynd Reuter
samsteypus jóm sem var mynduð
eftir kos nngarnar 1993 sem fram
fóru á ,7egum Sameinuðu þjóðanna.
í síóustu viku sakaði Hun Sen
Norodom um að hafa ólöglega flutt
liðhlaupa úr skæruliðasamtökimum
Rauðu khmeranum til höfuðborgar-
innar til að styrkja lið sitt. Reuter
Stuttar fréttir
Arás á Israela
Liðsmenn Hizbollahsamtak-
anna skutu sjö flugskeytum inn í
norðurhluta ísraels í gærkvöld
eftir harða bardaga í gærdag
milli ísraelskra hermanna og
Hizbollahmanna í S-Líbanon.
Kosningar í Mexíkó
Talið er að fiokkur Emestos
Zedillos, forseta Mexíkó, Bylting-
arflokkurinn, kunni að hafa
misst meirihluta í fúlltrúadeild
þingsins og í þremur fylkjum af
sex í kosningunum sem fram
fóra í gær.
Jeltsín í frí
Borís Jeltsin Rússlandsforseti
hóf sumarfrí sitt í gær í hérað-
inu Karelíu í norðausturhluta
Rússlands. Yfirvöld i Kreml
segja fríið hafa verið skipulagt.
Það væri ekki af heilsufarsá-
stæðum sem hann tæki sér frí.
Sigur innsiglaður
Sigrn- sósíalista var innsiglað-
ur í annarri umferð kosning-
anna í Albaníu í gær. Leiðtogi
sósíalista, Fatos Nano, tilkynnti
að hann yrði næsti forsætisráð-
herra landsins.
Italir lygnir
Um 70 prósent ítalskra karla
og kvenna segjast ljúga 5 til 10
sinnum á dag. Oftast er um hvíta
lygi að ræða. Reuter