Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997 39 Fréttir Reykj anesbraut: Hringtorg við Leifsstöð DV, Suðurnesjum: Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Reykjanesbraut að und- anfomu ekki langt frá Leifsstöð. Framkvæmt verður fyrir 140 millj- ónir. Búið er að byggja hringtorg sem verður væntanlega tekið í notkun um miðjan þennan mánuð. Fjórar vegtengingar vísa inn á torgið. Reykjanesbraut tO Leifs- stöðvar, Reykjanesbraut til Reykja- víkur, Sandgerðisvegur, sem er 2.2 km og Garðvegur, tæpir 2 km. Nú fer umferðin frá Garði og Sandgerði í gegnum byggðina í Keflavík en með tilkomu Ofanbyggðavegar til þessara staða verður það úr sög- unni. Vegurinn á að vera tilbúinn 1. september. Þá er einnig verið að setja upp ljósastaura frá Fitjum til Leifsstöðvar. Þegar þeim framkvæmdum er lokið er búið að lýsa upp Reykja- nesbraut frá Leifsstöð til Reykjavík- ur. -ÆMK Umferð verður hleypt inn á hringtorgiö um miöjan júlf. DV- mynd Ægir Már Bensín- leki á Höfn Um 70 tonn af bensíni runnu úr olíubirgðageymi út á malar- plan við Álaugarey við Horna- fjarðarhöfn nýlega. Þaðan rann bensínið í sjóinn austan við höfnina. Atvikið varð með þeim hætti að þegar opnað var fyrir birgða- geyminn rann bensín viðstöðu- laust út á planið þar sem áfýll- ingarrörið var í sundur. Vinnu- vél hafði verið að grafa á staðn- um og rist rörið í sundur. Menn þeir sem dæla ætluðu á geyminn vissu ekki um það. Ekki sést frá þeim stað við birgðageymana í olíustöðinni þangaö sem rörið var í sundur og þess vegna upp- götvaðist lekinn ekki fyrr en áð- umefnt magn var runnið úr geyminum. Júlía Imsland Börn og kanínur við Kanínukot. DV-mynd Jónas Kanínu- kot DV, Borgarfírði eystra: Þaö er mikið gera hjá fólki í ferðageiranum á Borgarfirði eystra nú og svo er líka í „Kan- ínukoti" á staðnum. Þar bjóða borgfirskir krakkar fólki að skoða kanínur. Þrettán kaninur eiga heima í kotinu sem er skreytt fallegum myndum. Það kostar ekkert að heimsækja Kanínukot og sjá þessi skemmti- legu dýr. Hins vegar eru framlög til fóðurkaupa vel þegin. -JB Slökkviöliðsmenn á Höfn dæla sjó yfir bensíniö. DV-mynd Júlfa Jósep Blöndal og Björn Ingimar, sonur hans, leika saman. DV-mynd Birgitta Jósepsdóttir. Óvenjulegt afmæli DV, Stykkishólini: Jósep Blöndal, sjúkrahúslæknir í Stykkishólmi, hélt upp á fimmtugs- afmælið sitt með óvenjulegum hætti nú nýverið. Hann hélt tónleika í Stykkishólmskirkju og lék á píanó, en þrjú af börnunum hans og fleiri tónlistarmenn í bænum komu þar einnig fram. Jósep hefur verið við nám í Tón- listarskólanum í Stykkishólmi í fjögur ár en hefur fengist við tónlist mun lengur. Synir hans, Björn og Smári, léku á kontrabassa og trommur en Sigurbjörg dóttir hans, sem er sjö ára, lék á píanó. Fjöldi fólks kom saman í kirkj- unni þennan góðviörisdag til að njóta góðrar tónlistar og ekki síður afmælisbarninu til heiðurs. B.B. Húsnæði sem hýsti á sínum tíma Dráttarbraut Kefiavíkur fær andlitsiyftingu. DV-mynd Ægir Már Dráttarbrautarhúsið í Keflavík: Breytt vegna slysahættu DV, Suðurnesjum: Stjórn Hafnasamlags Suðumesja hefur ákveðið að lagfæra og mála fasteignina að Grófinni 2 í Keflavík, gamla dráttarbrautarhús Keflavík- ur. Húsnæðið hefur ekki verið mál- að í fjöldamörg ár. Er það í leigu hjá SR-mjöli hf. sem mjölgeymsla. Að sögn Péturs Jóhannssonar hafnarstjóra verður suðurhliðinni lokað með bárujárni. Búið er að brjóta allmargar rúður í gluggum þar með einföldu gleri og stafar af því mikil slysahætta. Sumar eru hálfbrotnar og getur glerið fallið úr fimm metra hæð og valdið slysum. Húsið verður málað í ljósgráum lit. Heildarkostnaður er tæplega 3 milljónir. Hafnastjórn óskaði einnig eftir að fá leyfi til að breyta útliti hússins til hagsbóta fyrir þá sem eiga leið að húsinu. Núverandi eig- andi þess er Reykjanesbær -ÆMK 1jald@l@igaiifi S!teraaa«fii®llb|j i: h L Krókhálsi 3 - sími 587 67 77 Clardveisla! Hvernig væri að breyta til og flytja veisluna út í garð! Við leigjum falleg, sterk tjöld, 10-200 manna. Við aðstoðum við upp- setningu á tjaldinu ef þú óskar. Leigjum einnig borð og stóla/bekki. Nú skiptir veðrið ekki máli - andrúmsloftið verður afslappað og skemmtilegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.