Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Qupperneq 8
Friður, eining, frelsi hrópaði mannfjöldinn sem safnaðist saman í Madríd á Spáni í gær til að mótmæla morði hryðjuverkamanna ETA á hinum 29 ára stjórnmálamanni, Miguel Angel Blanco. Milljónir manna komu saman viða á Spáni í gær í mótmælaskyni. Vinna stöðvaðist víða um landið og sameinaðist fólk í 10 mínútna þögn í virðingarskyni við fórnarlambið. Sfmamynd Reuter • Starfsmannapartý • Brúðkaupsveislur • Fermingarveislur • Útskriftarveislur • Afmælisveislur • Erfidrykkjur • Ráðstefnur • Fundahöld M • Kynningar • Árshátíðir • Þorrablót Leitið nánari .átið sja uní upplýsinga islu veisluna hjá söludeild! sfmi 568 7111 _________________Hóm, fgMND AKNQL Etir fax 568 9934 - (uunninu Frjáls fjölmiðlun óskar eftir að ráða starfskraft á blaðaafgreiðslu. í starfinu felst m.a. almenn skrifstofustörf og umsjón meö sérverkefnum dreifingar. Viö leitum að einstaklingi sem hefur gott vald á íslensku, tölvukunnáttu og getur unnið sjálfstætt. Umsókn ásamt helstu upplýsingum sendist ^auglýsingadeild DV sem fyrst, merkt “Framtíöarstarf 7487”. Öllum umsóknum veröur svarað. Tugir létust í sprengjutilræði 21 lét lífið og rúmlega 40 særðust er sprengja sprakk á markaði í Al- geirsborg í Alsír í gær. Alsírskar ör- yggissveitir segja herskáa múslíma bera ábyrgð á sprengjutilræðinu sem fylgdi i kjölfar morða og rána á yfir 40 manns um helgina. Sjónarvottar sögðu að sprengjan hefði sprungið í mannþröng á mesta annatíma á markaðnum. Likams- hlutar hefðu legið eins og hráviði út um allt. Flestir hinna látnu voru konur og börn. Fjöldi íbúa í nágrenni markaðar- ins streymdi að til að aðstoða sjúkraflutningsmenn við að hlúa að hinum særðu. Samkvæmt fréttum dagblaða í Alsír hafa um 400 manns látið lífið í blóðbaði síðan kosningamar fóru fram þann 5. júní síðastliðinn. Reuter Fordæma dóm yfir Bosníuserba Þjóðernissinnaðir leið- togar Serba i Bosníu hafa harðlega fordæmt Alþjóð- lega stríðsglæpadómstólinn í Haag vegna dóms yflr Bos- níuserbanum Dusan Tadic. Hann var í gær dæmdur I 20 ára fangelsi fyrir morö, pyntingar og þjóðemis- hreinsun. Dusan Tadic. Símamynd Reuter Dómurinn var kveðinn upp að- eins nokkrum dögum eftir að bresk- ir friðargæsluliðar handtóku mein- tan stríðsglæpamann í Bosníu og skutu annan til bana er hann veitti mótspymu við handtökutilraun. Vestrænir stjórnarerind- rekar sögðu í gær að sprengjuárásin fyrir utan al- þjóðlegar skrifstofur í bæn- um Zvomik á sunnudaginn væri ekki liður í skipulagðri hefndaraögerð Serba. Atl- antshafsbandalagið er sagt hafa hik- að við handtöku á meintum stríðs- glæpamönnum af ótta við hefndar- aðgerðir. Reuter ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997 Stuttar fréttir Útlönd Milljónir mótmæltu morði ETA á Blanco Milljónir Spánveija söfnuðust saman á götum borga á Spáni í gær til aö láta í ljós reiði sína og sorg yf- ir hrottalegu morði hryðjuverka- manna ETA, aðskilnaðarsinna Baska. Lagði fólk niður vinnu til að votta fómarlambinu, Miguel Angel Blanco, virðingu sína. Mótmælin, sem stóðu fram á morgun, fóru víðast hvar friðsam- lega fram. í borginni San Sebastian köstuðu mótmælendurnir eggjum pg steinum að bar og skrifstofum sem tilheyra Herri Batasuna, póli- tískum væng ETA. A.m.k. tvö ung- menni særðust og einn var handtek- inn í átökunum. Svipaðir atburðir áttu sér stað í fleiri borgum á Spáni m.a. heimaborg Blancos, Ermua. Tugþúsundir manna voru við- staddir er Blanco var lagður til hinstu hvíldar í Ermua í gær. Mannfjöldinn hrópaði nafn Blancos og bætti svo við „morðingjar, morð- ingjar." Milljónir manna stöðvuðu vinnu sína um hádegi í gær og sam- einuðust í 10 mínútna þögn. Öllum samkomum var einnig aflýst. Juan Carlos, konungur Spánar, sagði í ávarpi til þjóðarinnar í gær að Blanco hefði ekki dáið til einskis. Sagði hann að dauði hans myndi styrkja landsmenn í baráttu sinni fyrir auknu lýðræði, frelsi og mann- réttindum. Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, sagði í gær að stjóm- málaarmur Baska, Herri Batasuna, bæri einnig ábyrgða á morðinu. Skoraði hann á Baska að einangra flokkinn sem á fulltrúa á þjóðþing- inu og á héraðsþingi í Baskalandi og Navarra. Reuter Látinn laus Yfirvöld í Alsír létu í morgun lausan leiðtoga Frelsisfýlkingar múslíma sem handtekinn var 1991 og dæmdur í 12 ára fangelsi. Eru yfirvöld talin vera að friðmælast við múslíma. Leitað í rústum Að minnsta kosti 76 létu lífiö í jarðskjálftanum í Venesúela í síð- ustu viku. Enn er sjö saknaö en ekki er búist við að þeir finnist á lífi. Clinton á tjaldinu Bill Clinton Bandaríkjaforseti er óánægður meö að hann skuli vera notaður 1 nýrri kvikmynd, Contact, um sam- band jarðarbúa við verur úti í geimnum. Fram- leiðendur kvik- myndarinnar höfðu notað um- mæli forsetans sem hann viðhafði í fyrrasumar er vísindamenn til- kynntu að loftsteinn frá Mars gæfi til kynna að þar væri mögu- lega líf. Tölvubilun í Pathfínder Bilun varð í tölvu Marsfarsins Pathfinder í gær en vísindamenn kváöust vissir um að þeim tækist að laga tölvima. Hommar á dagskrá Enska kirkjan ætlar að efha til frekari umræðu um stöðu kirkj- unnar í garð samkynhneigðra. Fæddi í salernisskál 16 ára stúlka frá Dóminíska lýð- veldinu hefur verið handtekin eft- ir að hafa fætt barn í salemisskál á strætisvagnastöð í New Jersey og skilið bamið eftir í skálinni. Bamið er nú á sjúkrahúsi. Hús Simpsons selt Hús mðningskappans O.J. Simpsons var selt á uppboði í gær á 2,6 milijón- ir dollara. Kaup- andi var banki sem þegar átti húsið og ætlar hann að selja það með hagnaði. Mirforingi veikur Ákveðið hefur veriö að fresta æfingu á viðgerð í geimstöðinni Mir vegna heilsubrests yfirmanns stöðvarinnar. Yfirmaðurinn hefur reynt of mikið á sig og er meö óþægindi fyrir hjarta. Morð á Miamifljóti Fjórir skipverjar vora myrtir og einn særður á flutningabát á Miamifljóti á Flórída f morgun. Skothríð heyrðist frá bátnum. Námsmenn mótmæla Hundmð námsmanna i Nairobi í Kenýa þustu út á götur í morg- un annan daginn í röð til að mót- mæla stefnu Moi forseta. Arafat þakkar Blair Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínu, þakkaöi í gær Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fyrir siðferðilegan og pólitískan stuðn- ing við að vernda friðar- ferlið i Miðaust- urlöndum. Blair styður kröfu Arafats um að ísraelar stöðvi landnám gyöinga á herteknu svæðunum. Brú hrundi Tveir Ástralir létu lífið og tugir slösuðust er brú hrundi við setn- ingu alþjóðlegrar íþróttahátíðar gyöinga í ísrael í gær. Branson borgar Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að styrkja íþróttahreyfingar sem tapa fé verði sett á hann við fjárframlögum frá tóbaksfyrir- tækjum Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.