Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997
Spurningin
Ferö þú reglulega í kirkju?
Páll Þór Vilhelmsson nemi:
Nei, bara stundum á vetuma.
Geir Þorsteinsson nemi:
Nei, mér finnst hundleiðinlegt í
kirkju.
Ragnheiður Gunnarsdóttir,
starfsmaður á leikskóla og hús-
móðir: Nei, ekki nema við brúð-
kaup og skimir.
Telma Sæmundsdóttir nemi:
Nei, ekki nema við sérstök tæki-
færi.
Sölvi Amórsson sjómaður:
Nei, ekki nema við fermingar, jarð-
arfarir og giftingar.
Lesendur
Tvær ólíkar
þjóðir
Einar Vilhjálmsson skrifar:
Fomleifarannsóknir í Noregi
sýna að langt fram á þjóðflutninga-
öld var landið byggt veiðimanna-
þjóð á steinaldarstigi. Allt fram á
þennan dag ber norska þjóðin
sterkan svip af frumbyggjum.
Kaupmenn frá Grikklandi komu
fljótaleiðina norður um Evrópu og
stofhuðu þar verslunarbæi.
Grísk menning barst til Norður-
landa með kunnáttu til húsbygg-
inga (hofin, stafkirkjurnar), skipa-
smíða, siglinga og áttavísi og með
ásatrúna sem kjölfestu. Eyjamar
stóra í Eystrasalti, Borgundarhólm-
ur og Gotland, vora þýðingarmikl-
ar verslunarmiðstöðvar Grikkja.
Kaupmennimir vom vopnaöir að
þeirrar tíðar hætti, settust að við
víkur og firði Skandinavíu og und-
irokuðu frumbyggjana. Þama vom
víkingar komnir til sögunnar.
Á vorin söfnuðu víkingamir
norskri vöm meðal frumbyggjanna
og fóm síðan verslunarferðir til
annarra landa
Víkingamir á vesturströnd Nor-
egs fóm í vesturvíking og komust í
náið samband við íbúa Hjaltlands,
Orkneyja, Skotlands og írlands og
blönduðu blóði við þá. Þegar Har-
aldur lúfa fór með hemaði gegn
hinum dreifðu byggðum víkinga á
vesturströndinni héldu þeir til hafs
með lausafé sitt og settust að vest-
anhafs.
ísland var á þeim tíma að nokkru
numið cif ímm.
Mannfræðirannsóknir sýna að ís-
lendingar em af öðrum stofni en
norsar. Hvort sem borið er saman
höfuðlag, vaxtarlag, háralitur eða
blóðflokkar, ber allt að sama
bmnni. Ekkert bendir til skyldleika
þessara tveggja þjóða. Menningar-
lega er þó munurinn stærstur.
Norsar eiga þá einu forsögu sem ís-
lendingar skráðu. Hrynjandi norsk-
unnar er ólík íslenskunni. Merk-
ustu fommunir auk steinaldarminj-
anna eru bronsmunir frá verslun-
artíma Grikkja til foma og kelt-
neskir munir úr vesturvegi.
Sagan hefur kennt okkur í gegn-
um aldimar að iils eins er að vænta
af Norsum, eins í dag sem í árdaga.
Yfirgangur og sviksemi er þeirra
aðal eins og nýleg dæmi vitna um.
Það er því heldur hvimleiður ávani
blaða- og fréttamanna að staglast sí-
fellt á frændatali við þessa óskyldu
óvinaþjóð.
Blekking aldarinnar
Efahyggjumaður skrifar:
Nú reyna sjálfumglaðir Banda-
ríkjamenn að telja heimsbyggðinni
trú um það að þeir hafi sent geimfar
til Mars.
Við íslendingar vitum betur. Af
myndum sem teknar hafa verið af
þessum svokallaða ,jeppa“ þeirra
sést glöggt að staðurinn er ekki
Mars heldur sjálfur Sprengisandur.
En vel að merkja, Bandaríkjamenn
hafa alltaf kunnað þennan blekk-
ingaleik og fá heiðarlegasta fólk til
fulltingis við sig.
Nú er t.a.m. ljóst að Vegagerð
okkar íslendinga er flækt í vitleys-
una. Eini hálendisvegurinn sem
enn er óopnaður er einmitt
Sprengisandsvegur og má það furðu
sæta um mitt sumar. Væri nú ekki
rétt að einhverjir þessara svoköll-
uðu rannsóknarblaðamanna afhjúp-
uðu vitleysuna svo hið sanna komi
nú í ljós? í kjölfarið þarf að draga ís-
lenska ráðamenn til ábyrgðar sem
leyfa misnotkun á landinu á þennan
hátt.
Leitum ekki langt yfir skammt
P.S. skrifar:
Á síðustu misserum hefur marg-
ur Islendingurinn litið með öfund-
araugum til frænda vorra Norð-
manna sem hagnast hafa vel á að
vinna verðmæti úr jörðu. Nýverið
bárust fréttir af auðugum gullæðum
sem enn munu auka á velsæld
þeirra. Furðu hljótt hefur þó verið
um fregnir þessar í islenskum fjöl-
miðlum, einkum f ljósi þess að
skammt er síðan mikill gullfundur
varð í grænlenskum jarðlögum.
Úr því að vinnanlegt magn gulls
finnst í miklum mæli, jafnt í vestur-
héraðum Noregs, sem á austur-
strönd Grænlands, gefur auga leið
hvílík auðævi vænta má að finnist í
jörðu hérlendis. Skemmst er að
[LÍidlM þjónusta
allan sólarhringii
550 5000
kl. 14 og 16
Bréfritari leggur til að Háskóli íslands grafi eftir gulli í Vatnsmýrinni - frá gull-
grefti i Þormóðsdal.
minnast tilraunaborana Málms hf. í
Vatnsmýrinni á fyrsta áratug þess-
arar aldar. í þeim bomnum kom í
ljós að gull er vissulega að finna í
miðborg Reykjavíkur, enda þótt í
litlum mæli sé og að ekki hafi þótt
hagkvæmt að vinna það úr jörðu
með þeirra tíma tækni.
Því er þessi frásögn dregin fram í
dagsljósið, að um þessar mundir er
veriö að grafa gmnn að fyrirhug-
aðri byggingu náttúrufræðideildar
Háskóla íslands á svipuðum slóðum
og boranimar fóm fram. Er ekki til-
valið að Háskólinn slái tvær flugur
í einu höggi, úr því að á annað borð
er verið að grafa í Vatnsmýrinni, að
grafa nokkuð dýpra og ná hluta
hins dýrmæta málms upp á yfir-
borðið? Hver veit nema þannig
mætti tryggja hinni fjársveltu
menntastofnun nokkurt rekstrarfé,
en hún er nú sem kunnugt er að
mestu rekin fyrir ágóöann af fjár-
hættuspili sem heitir því skemmti-
lega nafni: „Gullnáman".
Malarvagnar
óhentugir í
umferðinni
Skarphéðinn H. Einarsson
skrifar:
Það er með eindæmum hvað
íslendingum gengur illa að að-
lagast nýjum og hagkvæmum
hlutum. Til dæmis um þetta em
hinir fjölmörgu malarvagnar
sem mest ber á á höfuðborgar-
svæðinu og nágrenni.
í Bretlandi og Þýskalandi eru
verktakar með tólf hjóla malar-
og grjótbíla sem eru mun heppi-
legri í umferðinni og við fram-
kvæmdir í borgum þar sem
þröngt er. Þessir bílar eru með
tvo framöxla og fást hjá öllum
helstu framleiöendum vörubíla
í Evrópu. Þeir taka allt að 25
tonnum, em ódýrari í rekstri og
era með tólf dekk meðan bíll og
vagn eru með 18 dekk.
Sumir hugulsamir menn hér
á landi hafa flutt svona stóra
bíla inn sjálflr. Vegakerfi lands-
ins er þannig að dreifa þarf
þunga á sem flesta öxla. Fram-
tíðin er því að allir stórir bílar
sem flytja þungan farm séu með
tvo framöxla eins og tíðkast hef-
ur f nágrannalöndum okkar síð-
astliðin 25 ár.
Árleg læti á
Miðbakka
M. E. skrjfar:
Ár eftir ár þurfum við sem
búum í miöbænum að hlusta á
lætin í tívolíinu á Miðbakka
langt fram á nótt. Tækin eru í
gangi tO tólf á kvöldin, sem er
alltof lengi, og svo fylgja þessu
öskur og skrækir fram eftir
nóttu frá svæðinu.
Síbyljan sem berst frá tívolí-
inu er svo hávær að hún getur
gert marrn brjálaðan á 5 mínút-
um, að ég tali ekki um að sitja
uppi með þennan ófognuð í heil-
an mánuð.
Það er kominn tími tO þess að
tekið verði tiOit tO íbúa miðbæj-
arins og tívolíinu fundinn nýr
staður.
Héraðsdómur
sleppir ofbeld-
ismönnum
T. H. hringdi:
Mér virðist dómarar í héraðs-
dómi vera að móta þá stefnu að
það eigi að gefa morðingjum og
ofbeldismönnum eitt tækifæri á
að sleppa. Það mætti að minnsta
kosti ætla það.
í síðustu viku sleppti héraðs-
dómur 10-11 ræningjunum, þ.e.
neitaði að framlengja gæslu-
varðhald yfir þeim. Hæstiréttur
feUdi svo úrskurð héraðsdóms
réttOega úr gOdi. Misindis-
mennirnir sáu sér hins vegar
leik á borði og fundust hvergi
þegar átti að stinga þeim inn
aftur, hafa sjálfsagt notað tæki-
færið og komið sér úr landi.
Hvernig stendur á því að hér-
aðsdómur sleppir svona mönn-
um?
Þetta er ekki í fyrsta skipti
því Vegas-mennirnir gengu
einnig lausir um tima á dögun-
um.
Góðar kvik-
myndir
0. D. hringdi:
Mig langar tO að hrósa stöö 2
fyrir að hafa sett á dagskrá sína
vandaðar kvikmyndir á mánu-
dögum. Um tíma var það hefð
hér að setja einhvem hroða á
dagskrá sjónvarpsstöðvanna á
mánudögum en þetta bjargar
þeim alveg. Hingað til hafa
þetta veriö frábærar myndir,
myndir sem Sjónvarpið myndi
geyma tO jólanna eftir þrjú ár.
Haldið áfram á sömu braut.