Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 11
11
■ 'M~\jT þriðjudagur 15. júlí 1997
menning
Tvlhöfði:
Dostójevskar grínsins
Það er alveg stórfuðulegt að vakna í hlát-
urskasti á hverjum morgni, en þeir eru
bara svo fyndnir.
Tvíhöfðabræðurnir Sigurjón Kjartansson
og Jón Gnarr hafa nú um nokkurra ára
skeið haldið úti skemmtan í útvarpi og sjón-
varpi. Við munum eftir þeim í Heimsenda-
þáttunum á rás tvö sem sannarlega voru
misjafnir. Síðan tóku við útvarpsþættir á
Aðalstöðinni og X-inu þar sem þeir fengu
heilu laugardagana til grín-þjálfunar. Þetta
fleytti félögunum inn í Dagsljós þar sem
þeir komust á talsvert flug. Nú eru þeir
hins vegar komnir á astral-planið. Áralang-
ar æfingar hafa skilað sér. Þeir hafa náð að
beisla kæruleysið og skera burt grín-fituna,
tálga tóninn. Þeir eru orðnir alfyndnir. En
alfyndni er hið endanlega grín- gleymi sem
menn ná varla nema einu sinni á ári í góð-
um hópi. Tvíhöfði er fyndinn alla daga vik-
unnar frá klukkan níu á morgnana til há-
degis. Þegar við bætist að hlustendum er að
mestu hlíft við hinum afar þrönga tónlist-
arsmekk þeirra félaga og Þossi látinn einn
um tóndæmin er útkoman pottþétt.
Hvað getur maður annað en hlaupið hlæj-
andi glaður á fætur þegar þátturinn hefst á
þessum orðum Jóns Gnarr:
„Góðan daginn, góðir hlustendur. Þið
eruð að hlusta á Tvíhöfða. Ég heiti Jón
Gnarr en sjálfur heiti ég Sigurjón Kjartans-
son.“
Siðan rekur hver grínliður annan.
„Draumur dagsins" er alltaf jafnferskur og
alltaf lagður út á sama veg:
„Jú, Sigurjón, í draumum er Vesturgatan
alltaf fyrir peningum, og Bjöm Ulveus ...
hann þýðir að þú átt eftir að fjárfesta í Sví-
þjóð með góðum árangri...“
Fullkomið grín er gert að popp- speking-
um í hljómsveitarkynningum líkt og þeirri
um Led Zeppelin „sem gaf út plötu árið ’86
í nýrómantískum stíl þar sem hljómsveitar-
meðlimir voru farnir að mála sig í framan,
en sú plata var einmitt tileinkuð dóttur
söngvarans, henni Susie Zeppelin...“
Svo eru það „Tvíhleypan“ og „Kennedy-
Auglýsing Tvíhöfða ■ gervi forsetahjónanna
er í raun eina myndverk seinni ára sem hefur
hitt þjóðina í hjartastað. Eru þeir líka bestu
myndlistarmenn landsins?
sjónvarpsstöðin": Frábærlega vandaðir leik-
þættir í anda bandarískra sápuþátta þar
sem öll vitleysan er eins, og bókstaflega allt
Fjölmiðlar
Hallgrímur Helgason
getur gerst og gerist.
Eftirlætisliður minn er þó „Smásálin“
þar sem þjóðarsálarlegar raddir hringja inn
með sín afar smáu vandamál. Æstur maður
er fokvondur yflr því að í rauðum Ópal-
pakka hafi hann fundið tvö blá Ópöl. Kona
úr Mosfellssveit skellihlær yfir vitleysunni
í sér; að hafa heimsótt vinkonu sína út á
Seltjarnarnes þegar sú hafði flutt í Kópavog-
inn fyrir átta árum. Þá sýnir Jón Gnarr
leikræna snilld í óákveðnu týpunni, þessum
heiladauða náunga sem hringir svo oft í út-
varpsstöðvar án þess að hafa hugmynd um
hvað hann vilji segja.
Tvíhöfðabræður hafa náð að þróa nýja
tegund af húmor, húmor sem er algjörlega
þeirra eigin. Hér eru engir brandarar sagð-
ir og orðabrandarar aðeins notaðir sem
klisjur. Fyndnin liggur dýpra og ekki síst í
því hvernig þeir segja hlutina. (Þeir mega
þó vara sig að fara ekki of djúpt í perra-
mennskuna svo snemma dags; dagheimilin
eru kannski líka að hlusta.) Það er einhver
furðuleg og frábær stemning sem myndast
þegar Sigurjón spyr einn morguninn:
„Jæja, hvað segir Nonni þá? Hvað segir
Nýi Nonni?"
Jón Gnarr verður einhvern veginn allt
öðruvísi fyrir bragðið, er orðinn „Nýi
Nonni“ sem er miklu hressari en „Gamli
Nonni“ sem alltaf var veikur.
Hér er einn venjulegur morgunþáttur
orðinn að listformi. Og hér sanna þeir félag-
ar á hverjum degi að þeir eru meðal bestu
leikara þjóðarinnar. Sviðsleikarar okkar
ráða fæstir yflr svo mikilli tækni í real-
isma. Og kannski eru þeir Tvihöfðar líka
bestu myndlistarmenn landsins: Auglýsing
þeirra í gervi forsetahjónanna er í raun
eina myndverk seinni ára sem hefur hitt
þjóðina í hjartastað. Nú hanga þeir inn-
rammaðir á veggjum flestra vinnustaða
landsins.
Tvíhöfði er á X-inu (97,7 á FM) frá 9-12 frá
mánudegi til föstudags og er endurtekinn á
sömu stöð á milli klukkan eitt og fjögur á
nóttunni.
Bestu söngvarar syngja Schubert allan
Graham Johnson píanóleikari.
Heildarútgáfur á verkum
tónskálda eru nú mjög i
tísku hjá útgáfufyrirtækjum,
aðallega I tengslum við ým-
iss konar afmæli eða tíma-
mót. Skemmst er að minnast
Mozartdiskanna frá Philips-
útgáfunni sem nú sliga hill-
ur tónlistaráhugamanna
víða um lönd, en þeir voru
gefnir út í tilefni stórafmæl-
is. En auðvitað má einnig
finna útgáfur eins og þær
sem útgáfufyrirtækin BIS og
Naxos standa að, þar sem
menn gefa út gjörvallan Si-
belíus eða Grieg af einskærri
ræktarsemi.
Vissulega komast útgáfu-
fyrirtækin misjafnlega frá
þessum heildarútgáfum.
Sum þeirra láta sér nægja að draga fram
upptökur sem legið hafa í geymslum og
þagnargildi árum eða áratugum saman,
flikka upp á þær og gefa þær út í nýjum bún-
ingi. Þetta er auðvitað gott og blessað, bæði
fyrir útgefendur og okkur kúnnana. Þeir
fyrmefndu koma hluta af lagemum i verð,
en við fáum upp í hendurnar fágætar upp-
tökur eftir ýmsa stórsnillinga. Gott dæmi
er útgáfa á tónlist af „masterum" sem sov-
éska útgáfufyrirtækið Melodyia hafði sank-
að að sér í þúsundatali og vestræn fyrir-
tæki keyptu eftir upplausn Sovétrikjanna.
Þessar upptökur hafa reynst hinn mesti
fjársjóöur fýrir alla sem unna góðri tónlist.
Á hinn bóginn er þetta líka pottþétt aðferð til
að koma ýmsu ómerkilegu efni i verð í krafti
stórafmælis einhvers tónsnillings. Kaupand-
inn ætti því að vera á varðbergi gagnvart
„endurunnu" tónlistarefni af þessu tagi og
kaupa ekkert nema að undangenginni hlust-
un.
Einradda og margradda
Til em útgáfufyrirtæki sem sýna af sér
öllu meiri metnað, til dæmis með því að
kosta nýjar upptökur af öllu því sem tón-
skáld eða tónlistarmenn láta eftir sig, eða
mikilsverðasta hluta þess. Frá 1987 hefur lít-
ið útgáfufyrirtæki í Bretlandi, Hyperion að
nafni, verið að vinna stórvirki af þessu tagi.
Píanóleikari og tónlistarfræðingur, Graham
Johnson að nafni, hóf þá skipulegar upptök-
ur á öllum sönglögum Schuberts, 700 talsins,
með það fyrir augum að ljúka ætlunarverki
sínu á 200 ára afmæli tónskáldsins árið 1997.
Tónlist/Geisladiskar
Aðalsteinn Ingólfsson
Verkið hefur sóst vel og þykir einstaklega
vel heppnað, þökk sé fagmennsku Johnsons
og einkum þeirri ákvörðun hans að fá til liðs
við sig helstu ljóðasöngvara sem nú eru
uppi. Sérhver þeirra fær afmarkaðan flokk
sönglaga í sinn hlut, en Johnson leikur sjálf-
ur undir og ritar auk þess fróðlegar greinar
um hvem ljóðaflokk. Janet Baker reið á vað-
ið með honum árið 1987 og söng þá lög
Schuberts við ljóð Schillers og Goethes og
uppskar helstu verðlaun tímaritsins
Gramophone það árið. Síðan hafa diskar í
þessum flokki reglulega unnið til verðlauna.
Nú hillir undir lok þessa tröllaukna verk-
efnis; geisladiskamir verða sennilega 37 að
tölu, en söngvararnir nokkm fleiri, þar sem
Johnson lét einnig taka upp
margradda sönglög og söng-
svítur Schuberts.
Samstarfsmenn og -konur
Johnsons era sannkallað ein-
valalið í heimi sönglistarinn-
ar: Peter Schreier, Felicity
Lott, Birgitte Fassbender,
Thomas Hampson, Margaret
Price, Thomas Allen, Ian
Bostridge, Ann Murray,
Matthias Göme, Elly Ameling
- og em þá einungis fáir upp
taldir. Jafiivel gamla kempan
Dietrich Fischer Dieskau kem-
ur hér við sögu og les upp
millikafla í Die Schöne Múller-
in.
Af ýmsu þjóðerni
Nú syngja auðvitað ekki 37
söngvarar 700 lög eftir Schubert svo öllum
líki. Þeir em af ýmsu þjóðemi, flestir þýskir
og breskir, forsendur þeirra eru ólíkar, sum-
ir syngja á óperusviði og aðrir ekki og þroski
þeirra er misjafn. Síðan má ævinlega deila
um það hvort karl eða kona eigi að syngja
tiltekin lög eftir Schubert.
Sá sem þetta skrifar er veikur fyrir ís-
landsvinum á borð við Thomas Allen og
Elly Ameling, sem hafa þar að auki til að
bera þann djúpstæða skilning á sönglögum
Schuberts sem eyrað nemur þegar í stað, en
er svo erfitt að útskýra fyrir þeim sem ekki
hafa vigst inn í þessa töfrandi tónlist. Þessi
skilningur og ómæld raddfegurð er einnig
fyrir hendi í ljóðasöng Janetar Baker,
Birgitte Fassbender og ekki síst í söng hins
komunga og fjölhæfa Ians Bostridge, sem
hefur nýlega slegið í gegn eins og popp-
stjarna í heimalandi sínu, Bretlandi.
Enginn verður heldur svikinn af sjálfum
upptökunum; þær eru hreint út sagt óaðfinn-
anlegar. Aðdáendur Schuberts geta ekki ver-
ið þekktir fyrir annað en að eiga þetta safn
geisladiska, sem er um leið eins konar sýnis-
bók um nútíma ljóðasöng eins og hann ger-
ist bestur.
The Hyperion Schubert Edition,
37 diskar alls
Umboð á íslandi: JAPIS
Um haf innan
og fleiri bækur
Háskólaútgáfan hefur sent frá sér bókina
Um haf innan - vest-
rænir menn og ís-
lensk menning á
miðöldum eftir
Helga Guðmunds-
son. í bókinni er
fjallað um þjóðirn-
ar sem byggðu
löndin fyrir vest-
an haf, papa,
vestræna
kristni, gelísk
tökuorð í norrænu,
nöfh og ömefni, verslun, sigl-
ingar, íslensk og orkneysk fomrit og nokkra
íslenska sagnaritara. Um haf innan fæst í
öllum helstu bókaverslunum og kostar 3.490
kr.
Búmerang
Ása Marin Hafsteins-
. dóttir lauk stúdents-
. prófi frá Verslunar-
skóla íslands síðastlið-
L ið vor. Hún hefur gef-
ið út ljóðabókina
; Búmerang þar sem
L hún yrkir um lífið,
t ástina, sorgina og
, fleira eins og það
blasir við ungu
fólki nú. Skot er á meðal
ljóða í Búmerang.
Skot
Allt sumarið
dreymdi mig
breimandi freyjuketti
sem kúrðu sig letilega
í augum þínum.
Svo loksins
þegar ég hitti þig
vora kisugreyin sofnuð.
Nýr pakki frá Uglunni
Þrjár nýjar kiljur era komnar út hjá Ugl-
unni-íslenska kiljuklúbbn-
, um. Tvær þeirra eru
, þýddar og hafa ekki kom-
ið út á íslensku áður;
, Ísabismarck-Bjarnar-
, ætan eftir Jan Welzel
og Morð i myrkri eft-
, ir danska ljóðskáldið
, og spennusagnahöf-
, undinn Dan Turell.
, Þriðja bókin er
Leikföng leiðans
eftir Guðberg
Bergsson en hún kom
fyrst út á vordögum 1964.
Ísabismarck-Bjamarætan eftir Jan
Welzel segir frá ævi Welzel þegar hann um
síðustu aldamót freistaði gæfunnar á hjara
veraldar. Hann komst á eyjamar sem liggja
norður af Síberíu og lifði þar í áratugi. Þetta
er vitnisburöur um sjálfsbjargarviðleitni,
óslökkvandi flökkuþrá og baráttu við nátt-
úruöfl sem engu eira. Haukur Jóhannsson
þýddi bókina úr tékknesku.
Morð í myrkri gerist í
, Kaupmannahöfn. Sögu-
, sviðið er Istedgata og
, hverfið í kring, frum-
, skógur neonljósa,
, klámbúða og nætur-
, klúbba. Söguhetja
, bókarinnar er blaða-
maður sem býr í
, hverfinu. Nótt eina
, hringir síminn.
, Gamall maður hef-
ur verið myrtur.
Næsta dag er ná-
granni hans drepinn. Þegar
þriðja morðið er framið fer blaðamaðurinn
á stúfana.
Eftir bókinni hefur verið gerð kvikmynd.
Jón Gunnarsson þýddi.
Þriðja bókin, Leikföng
, leiðans eftir Guðberg
, Bergsson, er smásagna-
safn miskunnarlausra
, og meinfyndinna lýs-
inga höfundar á ís-
, lensku þorpi. Bókin
, hefur verið ófáanleg
. um árabil en kemur
, út núna í nýrri og
, endurskoðaðri út-
gáfu.
-ST